Nú taka fjórtán nemendur FB þátt í Erasmus+ verkefni sem nefnist ETFOR – European Tolerance – Future of Refugees. Alls taka þátt um 40 nemendur og kennarar frá Spáni, Tyrklandi og Grikklandi auk Íslands. Nú þegar hafa sjö nemendur okkar farið til Tenerife og á morgun fara aðrir sjö til Grikklands. Verkefnisstjóri er Jóhanna Ingvarsdóttir og fararstjóri auk hennar er Óli Kári Ólason sögukennari FB.  Hægt er að fylgjst með ferðunum á samfélagsmiðlum skólans. Sjá hlekki á samfélagsmiðla á www.vu2016.carl.1984.is. Við óskum þeim öllum góðrar ferðar!