Við erum stolt að segja frá því að á degi Sameinuðu þjóðanna, þann 25. október 2018, afhenti Lilja D. Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra fyrstu fjórum skólunum sem taka þátt í skólaneti UNESCO á Íslandi viðurkenningu frá Félagi Sameinuðu þjóðanna.  Fyrstu skólar sem taka þátt í skólaneti UNESCO á Íslandi eru Fjölbrautaskólinn í Breiðholti ásamt Kvennaskólanum í Reykjavík, Salaskóla og Landakotsskóla. Tanja Sigmundsdóttir varaformaður NFB tók við viðurkenningunni ásamt skólameistara FB Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur. Óli Kári Ólason sögukennari er tengiliður skólans í verkefninu. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna munu því skipa mikilvægan sess í skólastarfi FB næstu misserin. Sjá nánar https://www.un.is/2018/10/dagur-sameinudu-thjodanna-2018/