Nýlokið er velheppnuðum Erasmus búðum hér í skólanum. Listnámsbraut FB tekur þátt í Erasmus+ samstarfsverkefni nemenda og kennara sem heitir St’ART. Það eru nemendur og kennarar frá Íslandi, Portúgal, Ítalíu og Spáni sem taka þátt í þessu tveggja ára verkefni. Verkefnisstjóri fyrir hönd FB er Soffía Margrét Magnúsdóttir kennari á fata-og textílbraut. Verkefnið fjallar um listina sem hreyfiafl í borgarsamfélagi og voru verkefnin að þessu sinni unnin bæði út í náttúrinni og í skólanum. Á myndinni hér að ofan má sjá hópinn með viðurkenningarskjöl sem þau fengu fyrir þátttökuna.  Alls tóku 53 nemendur og kennarar þátt.