Nemendur í áfanganum Hönnun og endurnýting á fata- og textílbraut stóðu fyrir fatamarkaði í vikunni þar sem notuð föt voru gefin eða seld ódýrt. Í áfanganum læra nemendur ýmsar aðferðir og trix til að búa til ný föt og fylgihluti úr því sem þau finna í fataskápnum. Með fatamarkaðnum eignast gamlar flíkur nýtt líf hjá nýjum eigendum og er markaðurinn liður í að sporna við hraðtísku eða ‘fast fashion‘ sem einkennist m.a. af ódýru hráefni og slæmri meðferð á starfsfólki.

Fatamarkaðurinn fékk góðar viðtökur og verður eflaust endurtekinn. Fataslá mun standa áfram undir stiganum á 1. hæð á glerganginum þar sem nemendum er velkomið að skilja eftir fatnað sem nýtist þeim ekki lengur og jafnframt taka sér flíkur af slánni og gefa nýtt líf.