Við þökkum Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra innilega fyrir komuna í FB í dag. Upplýsandi og gefandi umræður sköpuðust milli ráðherra og nemenda sem og stjórnenda sem áttu góðan fund á bókasafni skólans. Í lokin leit ráðherra meðal annars inn í tíma hjá erlendum nemendum og skoðaði byggingu sjálfbæra hússins okkar á skólalóðinni.