Málstefna Fjölbrautaskólans í Breiðholti

Viðhorf til tungumála
Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti (FB) er fjölbreyttur hópur með ólík móðurmál. Við lítum svo á að fjöltyngi sé fjársjóður og hvetjum til þess að þeirri kunnáttu sé haldið við og hún dýpkuð.

Málnotkun
Íslenska er fyrsta tungumál í FB, kennsla og formleg samskipti fara fram á íslensku. Starfsfólk stoðþjónustu kemur til móts við nemendur eftir bestu getu á sameiginlegu tungumáli ef ekki er hægt að tryggja að allar upplýsingar komist til skila á íslensku.

Sáttmáli um stefnu skólans
Nemendum er heimilt að styðjast við þýðingavélar á borð við google translate í samráði við kennara í kennslustundum en notkun slíkra forrita er bönnuð í prófum.
Kennarar leggja sig fram við að umorða og útskýra spurningar sem nemendur skilja illa. Eftir því sem við á geta kennarar útskýrt með dæmum en það skal ekki gert ef það ljóstrar upp lausn spurninganna.
Kennurum er heimilt að taka nemendur í munnlegt próf ef þeir meta aðstæður þannig að það skili nemandanum betri árangri en skriflegt próf.