Mannauðsstefna FB

Mannauðsstefna FB miðar að því að skapa jákvætt og öruggt starfsumhverfi þar sem starfsfólki líður vel og því er treyst. Hvetjandi og valdeflandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk hefur tækfæri á sjálfstæði í starfi, hefur rými til að gera mistök og læra. Styðjandi starfsumhverfi þar sem starfsfólk vinnur saman og hjálpast að. Í stuttu máli, góðan vinnustað þar sem starfsfólk getur blómstrað og verið það sjálft.

Jafnrétti
Við leggjum áherslu á frið, lýðræði, margbreytileika, jöfnuð og jafnrétti.
Við leggjum áherslu á að vinna í anda jafnréttisstefnu skólans.

Samskipti, samvinna & siðferði
Við leggjum áherslu á virðingu.
Við leggjum áherslu á opin, hvetjandi og nærandi samskipti.
Við leggjum áherslu samvinnu og gagnsæi.
Við leggjum áherslu á hlustun.

Starfsumhverfi og öryggi
Við leggjum áherslu á að bjóða upp á gott, öruggt og styðjandi starfsumhverfi.
Við leggjum áherslu á að starfsfólk geti samræmt vinnu og einkalíf.
Við leggjum áherslu á góðan starfsanda þar sem allt starfsfólk upplifir sig sem hluta af hópnum.
Hvers kyns áreitni, einelti og/eða ofbeldi er ekki liðið.

Heilsa og vellíðan
Við leggjum áherslu á að starfsfólki líði vel.
Við hvetjum til og stuðlum að heilsueflandi lífsstíl.

Starfsþróun og þjálfun
Við leggjum áherslu á að starfsfólk geti þroskast og þróast í starfi og hafi möguleika á að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni.
Við leggjum áherslu á að nýtt starfsfólk hljóti viðeigandi fræðslu og þjálfun í upphafi til að aðlögun gangi sem best.
Við leggjum áherslu á að starfsfólk fái þjálfun til að takast á við nýjar áskoranir í skólastarfi hverju sinni.
Við hvetjum starfsfólk til að sinna endurmenntun til að viðhalda hæfni sinni.

Val á starfsfólki
Við leggjum áherslu á að fá til starfa fólk með framúrskarandi hæfni, sem býr yfir fjölbreyttri menntun og reynslu.
Við leggjum áherslu á að fá til starfa fólk sem hefur góða aðlögunarhæfni og er tilbúið að takast á við nýjungar í skólastarfi.
Við leggjum áherslu á að fá fólk með góða samskiptafærni.
Við ráðningar er farið eftir ákveðnu ráðningarferli þar sem ítrasta jafnréttis er gætt og farið að einu og öllu í samræmi við gildandi lög og reglur.
Við leggjum áherslu á að taka vel á móti nýju starfsfólki með því að standa vel að fræðslu og aðlögun nýrra starfsmanna.