About Ágústa Unnur Gunnarsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Ágústa Unnur Gunnarsdóttir has created 339 blog entries.

FB fær jafnlaunavottun

Skólinn hefur nú fengið jafnlaunavottun. Niðurstöður vottunarúttektar eru þær að jafnlaunakerfi FB uppfyllir allar kröfur staðalsins. Engin frávik eða athugasemdir eru gerðar. Jafnréttistofa hefur því veitt skólanum heimild til að nota jafnlaunamerkið. Þetta gerir góðan skóla enn betri. Til hamingju öll!

2021-02-17T10:25:03+00:0017. febrúar 2021|Categories: Fréttir|

Staðnám í FB

Staðkennsla verður nú megin kennsluformið hjá okkur á öllum námssviðum. Þetta er auðvitað mikið fagnaðarefni og jákvætt merki um að núna gæti allt farið að fara í eðlilegt ástand aftur þó auðvitað sé ekkert gefið í þeim efnum og rétt að fara varlega áfram. Áfram verða persónubundnar sóttvarnir mikilvægastar. Fyrir utan að virða fjarlægðarmörk og [...]

2021-02-04T11:29:17+00:004. febrúar 2021|Categories: Fréttir|

Nýsköpunarráðherra í heimsókn

þórdís Kolbrún Reykjförð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra heimsótti Fab Lab Reykjavík á dögunum og kynnt sér nýsköpun og upplifði sköpunarkraftinn sem er í smiðjunni. Það voru þær Þóra Óskarsdóttir, forstöðukona Fab Lab og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari sem tóku á móti ráðherra. Við þökkum Þórdísi Kolbrúnu innilega fyrir komuna.

2021-02-23T15:14:33+00:0018. janúar 2021|Categories: Fréttir|

FB sigrar í Menntamaskínu

Teymi FB sigraði í MEMA, nýsköpunarhraðli framhaldsskólanna 2020 með verkefnið Gára. MEMA hraðallinn vinnur með ákveðið þema tengt Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, en áskorunin sem nú varð fyrir valinu var tengd markmiði 11 um sjálfbærar borgir og samfélög. Markmið Gáru er að bæta endurnýtingu pappírs á Íslandi og með því draga úr útflutningi á sorpi. Gára [...]

2021-01-13T10:39:19+00:0013. janúar 2021|Categories: Fréttir|

Upphaf vorannar 2021

Kennsla hefst þriðjudaginn 5. janúar samkvæmt stundatöflu og kennt verður í gegnum rafræna miðla fram til 8. janúar. Stefnt er að því í framhaldinu að hefja staðkennslu fyrir tiltekna hópa með svipuðu sniði og var í lok haustannar. Þar er átt við nemendur í í verk- og listnámi og á starfsbraut, svo og nýnema í [...]

2021-01-11T09:59:07+00:0030. desember 2020|Categories: Fréttir|

Myndir frá útskriftinni

Nú eru myndirnar komnar sem ljósmyndari okkar Haraldur Guðjónsson tók við útskriftina. Myndirnar eru aðgengilegar hér á flickr síðu skólans. Einnig er hægt að skoða myndir á Facebook síðu skólans og Instagram fbskoli. Þá má einnig sjá myndir frá útskriftinni í maí í vor.

2020-12-22T23:15:52+00:0022. desember 2020|Categories: Fréttir|

121 útskrifast úr FB

Í gær fór útskrift FB fram við hátíðlega athöfn í skólanum. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfninni ásamt fag-og sviðstjórum. Af þeim 121 sem útskrifuðust voru 8 með tvö lokapróf. Þá útskrifuðust 66 nemendur með stúdentspróf, 16 húsasmiðir, 18 rafvirkjar, 13 sjúkraliðar og 9 útskrifuðust af snyrtibraut. Útskriftað var eftir brautum og var útskriftinni streymt [...]

2020-12-22T18:25:10+00:0019. desember 2020|Categories: Fréttir|
Go to Top