About Ágústa Unnur Gunnarsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Ágústa Unnur Gunnarsdóttir has created 339 blog entries.

Jólakort FB 2018

Góð þátttaka var í samkeppni um gerð jólakorts FB 2018. Sigurvegari í samkeppnninni er Monika Jóhanna Karlsdóttir nemandi á myndlistarbraut og hlýtur hún viðurkenningu sem afhent verður við útskrift þann 20. desember. Í dómnefnd sátu Sigríður Ólafsdóttir listnámskennari, Kristín Reynisdóttir sviðsstjóri listnáms og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari. Við þökkum öllum nemendum sem tóku þátt og [...]

2018-12-10T11:25:08+00:007. desember 2018|Categories: Fréttir|

Veikindi í prófum

Þeir sem veikjast í prófum geta tekið próf á aukaprófsdegi gegn framvísun læknisvottorðs. Þeim ber að tilkynna veikindin samdægurs eða næsta virkan dag eftir viðkomandi próf og eru þeir þá skráðir í aukapróf.

2018-12-07T16:01:22+00:007. desember 2018|Categories: Fréttir|

Hönnunarverðlaun

Erla María Theodórsdóttir nemandi okkar á náttúrufræðibraut hlaut glæsileg hönnunarverðlaun síðustu helgi í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir framúrskarandi hönnun á verki sínu Lotukerfið á samsýningu framhaldsskólanna Hönnun- Hugmyndir- Nýsköpun 2018. Erla María naut leiðsagnar Soffíu Margrétar Magnúsdóttur listnámskennara FB sem kenndi Erlu Maríu í fablab áfanga skólans. Í umsögn dómnefndar segir að Erla María hljóti viðurkenningu [...]

2018-12-06T12:07:39+00:006. desember 2018|Categories: Fréttir|

Frumlegasta hugmyndin

Lið FB hlaut viðurkenninguna "Frumlegasta hugmyndin"  í  úrslitakeppni Menntamaskínu sem er nýsköpunarhraðall framhaldsskólanema. Lögð var áhersla á heilsu og vellíðan sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna. Nemendur fóru í gegnum hönnunarsprett þar sem hugmynd varð að frumgerð í Fab Lab Reykjavíkur. Lið Tækniskólans vann keppnina. Lið FB hannaði fallegan hjólastólaramp sem nota má sem listaverk [...]

2018-12-03T23:59:16+00:003. desember 2018|Categories: Fréttir|

Þjóðlegur föstudagur

Laugardagurinn 1. desember er merkur dagur í sögu Íslands, en þá eru 100 ár frá fullveldi okkar. Í telfni dagsins langar okkur að vera með „þjóðlegan föstudag“ þann 30. nóvember næstkomandi. Við hvetjum alla bæði nemendur og starfsfólk til að mæta í skólann í einhverju þjóðlegu, hvort sem það eru lopapeysur, ullarsokkar, landsliðsbúningar eða jafnvel [...]

2018-11-29T10:10:51+00:0029. nóvember 2018|Categories: Fréttir|

Heilsuvika

Nú er heilsuvika í fullum gangi í skólanum. Í upphafi heilsuviku var nemendum boðið upp á ávexti í Skuggaheimum. Útskriftarnemar á snyrtibraut gefa góð ráð varðandi húðumhirðu á pallinum við matsal nemenda í hádeginu alla vikuna. Þá má nefna nýja reiti fyrir París á göngum skólans. Hápunktur heilsuvikunnar verður miðvikudaginn 14. nóvember kl. 12:10 en [...]

2018-11-12T10:35:07+00:0012. nóvember 2018|Categories: Fréttir|

Erasmus-dagurinn í FB

Evrópska starfsmenntavikan er nú í fullum gangi um alla Evrópu en hún miðar að því að kynna og efla starfsnám og þjálfun og í dag miðvikudaginn 7. nóv verður Erasmus-dagurinn  kl. 12-15 í stofu 13. Þar verða nemendur sem hafa farið í starfsþjálfun til útlanda ásamt kennurum og alþjóðafulltrúa og segja frá möguleikunum sem bjóðast. [...]

2018-11-07T10:39:26+00:007. nóvember 2018|Categories: Fréttir|
Go to Top