About Ágústa Unnur Gunnarsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Ágústa Unnur Gunnarsdóttir has created 339 blog entries.

Hugrækt í FB

Í dag hefst 7 vikna tímabil í skólanum þar sem hugleitt verður tvisvar á dag í tíma, kl. 9:50 og 13:45.  Á heimasíðu skólans, http://www.fb.is er rauður hnappur, með hjarta í miðjunni, þar sem nálgast má hugleiðslurnar. Þá mun Ólafur Stefánsson handboltakappi koma í skólann í hádeginu i dag og halda fyrirlestur fyrir nemendur og starfsfólk í [...]

2018-09-19T08:10:56+00:0019. september 2018|Categories: Fréttir|

Nýr aðstoðarskólameistari FB

Við bjóðum Elvar Jónsson nýjan aðstoðarskólameistara velkominn til starfa við FB.  Elvar var áður skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands. Á myndinni má sjá Elvar ásamt Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur skólameistara og nokkrum kátum húsasmiðanemum.

2018-09-05T11:43:07+00:005. september 2018|Categories: Fréttir|

Takk fyrir komuna

Í gær var haldin fjölmennur kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nýnema. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna, skemmtilegar fyrirspurnir og líflegt spjall á eftir. Seinna um kvöldið var haldið velheppnað nýnemakvöld þar sem milli 80 og 90 nemendur voru mættir. Boðið var upp á pizzu, farið í leiki og Ebba Sig leikari var með uppistand. [...]

2018-08-30T11:48:14+00:0030. ágúst 2018|Categories: Fréttir|

Nýnemaferð að Flúðum

Í dag, fimmtudaginn 23. ágúst var lagt af stað í nýnemaferð að Flúðum í blíðskapar veðri. Um 150 nýnemar taka þátt í ferðinni sem skipulögð er af félagsmálafulltrúum skólans og nemendafélaginu NFB í sameiningu. Fimm kennarar kennarar eru með í för ásamt fulltrúm NFB. Gist verður eina nótt, farið í hópeflisleiki, grillað og efnt til [...]

2018-08-23T16:54:27+00:0023. ágúst 2018|Categories: Fréttir|

Nemendur í íþróttum fá aðgang að World Class og Breiðholtslaug

Í dag var undirritaður samningur um áframhaldandi samstarf við World Class. Samningurinn felur í sér að nemendur sem skráðir eru í íþróttir í skólanum hafa aðgang að World Class heilsuræktarstöðinni og Sundlaug Breiðholts alla virka daga milli kl. 8:00 og 16:00. Samningurinn gildir á haustönn 2018. Upplýsingar um nemendur verða sendar til World Class og [...]

2018-08-21T12:31:58+00:0021. ágúst 2018|Categories: Fréttir|

Stundatöflur nú aðgengilegar í Innu

Kæru nemendur! Aðgangur ykkar að Innunni hefur nú verið opnaður. Farið inn á slóðina www.inna.is samkvæmt leiðbeiningum frá Berglindi Höllu áfangastjóra en hún sendi ykkur tölvupóst í dag sem þið eruð beðin um að lesa vel en þar eru einnig upplýsingar um viðtalstíma vegna stundatöflunnar. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 20. ágúst kl. 8:30. Hlökkum [...]

2018-08-13T22:10:45+00:0013. ágúst 2018|Categories: Fréttir|

Upphaf haustannar 2018

Kennsla í dagskóla hefst þann 20. ágúst samkvæmt stundatöflu og í kvöldskóla þann 22. ágúst. Stundatöflur nemenda verða aðgengilegar í INNU í lok dags þann 15. ágúst. Skólasetning og nýnemakynning veður þann 17. ágúst kl. 15 í matsal nemenda og lýkur kl. 17. Viðtöl vegna breytinga á stundatöflu verða fimmtudaginn 16. ágúst kl. 10-16  og [...]

2018-08-08T18:09:08+00:008. ágúst 2018|Categories: Fréttir|

Opnunartími skrifstofu FB

Opnunartími skrifstofunnar í sumar verður sem hér segir.  Frá 21. júní til og með 29. júní er skrifstofan opin frá kl. 10-13. Skólinn verður lokaður frá og með 2. júlí til 7. ágúst 2018. Skólinn opnar aftur þann 8. ágúst 2018 kl. 10.

2018-08-13T22:19:00+00:0018. júní 2018|Categories: Fréttir|
Go to Top