About Ágústa Unnur Gunnarsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Ágústa Unnur Gunnarsdóttir has created 339 blog entries.

Besta vegglistaverkið

Sigurvergari í samkeppni myndlistarbrautar FB um besta vegglistaverkið á húsgaflinn við Vesturberg 70-74 er Monika Jóhanna Karlsdóttir nemandi á myndlistarbraut með myndina Fuglaflæði. Vinningsféð er 50.000kr sem verður afhent við útskrift í Hörpu í maí.  Borgarráð Reykjavíkurborgar veitti FB 200.000kr styrk til verkefnisins en auk þess styrkir hússjóður Vesturbergs 70-74 uppsetninguna sem og FB og [...]

2018-03-23T09:08:12+00:0020. mars 2018|Categories: Fréttir|

Heilsuvika 14.-21. mars

Heilsuvika FB er nú í fullum gangi. Markmið heilsuviku er að stuðla að hamingju og heilbrigði nemenda og starfsfólks. Heilsueflandi teymi skólans leggur til að kennarar bregði út af vananum og fari til dæmis í stuttar göngur með nemendur, bjóði upp á hugleiðslu í tíma og ræði um heilbrigði og hamingju. Þá verður sérstaklega hollur [...]

2018-03-19T13:10:47+00:0016. mars 2018|Categories: Fréttir|

Kynningarmynband um skólalífið í FB

Sem kunnugt er komst FB í átta liða úrslit í spurningakeppni Sjónvarpsins Gettu betur. Í tengslum við frækna þátttöku okkar gerði RÚV þetta flotta kynningarmyndband í samvinnu við nemendur okkar þau Önnu Maríu Birgisdóttur og Sigurgeir Andra Ágústsson. Hér má horfa á myndbandið.

2018-03-16T11:20:32+00:0016. mars 2018|Categories: Fréttir|

Heilsuvika 14. – 21. mars

Markmið heilsuviku er að stuðla að hamingju og heilbrigði nemenda og starfsfólks. Það er heilsueflandi teymi skólans sem skipuleggur heilsuvikuna. Kennarar eru meðal annars hvattir til að bregða út af vananum í kennslustundum og fara til dæmis í göngur með nemendum, finna hugleiðslu við hæfi og gera hópeflisæfingar. Í mötuneytum nemenda og starfsfólks verður boðið [...]

2018-03-13T15:01:09+00:0013. mars 2018|Categories: Fréttir|

Gettu betur í kvöld

Í kvöld föstudaginn 9. mars keppir Gettu betur lið okkar við lið Menntaskólans á Akureyri. Viðureignin er sýnd  í Sjónvarpinu kl. 20:15. Lið FB skipa þau Inga Dís Finnbjörnsdóttir, Þorbjörn Björnsson og Vignir Már Másson. Þjálfarar liðsins eru þeir Andri Þorvarðarson og Óli Kári Ólason sögukennarar. Við óskum liðinu okkar góðs gengis í kvöld. Þeir [...]

2018-03-09T11:44:28+00:009. mars 2018|Categories: Fréttir|

Sæludagar

Í dag miðvikudaginn 7. mars og á morgun fimmtudaginn 8. mars eru Sæludagar FB. Þá er hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendum boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem sjá má á sæludagavefnum okkar www.saeludagar.is. Í ár er framboð hópa mjög fjölbreytt að vanda og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Árshátíð FB [...]

2018-03-07T11:09:50+00:007. mars 2018|Categories: Fréttir|

Val fyrir næstu önn

Nú eiga nemendur að velja fyrir haustönn 2018. Nemendur eiga að ljúka vali sínu fyrir 4. mars. Athugið að skoða vel leiðbeiningar fyrir valið sem bárust í tölvupósti frá Berglindi Höllu Jónsdóttur áfangastjóra. Aðstoð við valið verður á bókasafninu alla daga í næstu viku þ.e. 26. feb. til 2. mars frá 10:00-12:00.  Sjá nánar öll skjöl [...]

2018-02-20T10:01:59+00:0020. febrúar 2018|Categories: Fréttir|

Opið hús mánudaginn 26. febrúar

Opið hús fyrir grunnskólanema, foreldra og forráðamenn þeirra verður mánudaginn 26. febrúar kl.  17-19 í matsal nemenda. Eldri nemar, kennarar, náms- og starfsráðgjafar, áfangastjóri og skólastjórnendur verða á staðnum til ráðgjafar. Hægt er skoða skólann og kynna sér starfsemi allra fimmtán brauta skólans, fræðast um félagslíf skólans og móttöku nýnema. Opið verður á bókasafninu og [...]

2018-02-16T09:56:50+00:0016. febrúar 2018|Categories: Fréttir|

Hugleitt í hádegi

Frá og með deginum í dag og fram að páskum mun Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari leiða ca. 5 mínútna hugleiðslu í Sólstofunni (litlu stofunni við hliðina á Sunnusal) í hádeginu alla virka daga. Hugleiðslan hefst kl. 12:05. Þá er dyrunum lokað og engum hleypt inn. Allir eru velkomnir að mæta og alls ekki nauðsynlegt að [...]

2018-02-15T12:15:27+00:0015. febrúar 2018|Categories: Fréttir|

Jöfnunarstyrkur

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna vorannar 2018 er til 15.febrúar næstkomandi! Nemendur sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum í gegnum Mitt svæði í gegnum heimasíðu LIN eða Island.is. Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu? Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is  Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum! Umsóknarfrestur [...]

2018-02-08T16:30:18+00:008. febrúar 2018|Categories: Fréttir|
Go to Top