About Ágústa Unnur Gunnarsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Ágústa Unnur Gunnarsdóttir has created 339 blog entries.

Góð gjöf

Allir nýnemar á rafiðnabraut FB fá gefins spjaldtölvu þegar þeir hefja nám.  Það eru SART og RSÍ sem gefa tölvurnar og er þetta fjórða önnin í röð sem þeir gefa þær.  Myndin er af hópnum, ásamt  Ásbirni Jóhannessyni framkvæmdastjóra SART og Báru Halldórsdóttur umjónarmanni  vefsins rafbókar.is, er þau afhentu tölvurnar.

2018-02-07T15:03:58+00:007. febrúar 2018|Categories: Fréttir|

Innritun á starfsbraut

Rafræn innritun á starfsbrautir fyrir fatlaða stendur yfir dagana 1. til 28. febrúar.  Tímamörk almennrar innritunar gilda þó fyrir umsóknir sem berast eftir þann tíma.  Stefnt er að afgreiðslu allra umsókna á starfsbrautir fyrir lok apríl. Lista yfir skóla sem bjóða upp á starfsbrautir fyrir fatlaða er að finna á www.menntagatt.is undir flipanum „upplýsingar“. Hér [...]

2018-02-06T09:28:52+00:006. febrúar 2018|Categories: Fréttir|

Lífshlaupið 2018

FB tekur þátt í Lífshlaupinu 2018, heilsu- og hvatningarverkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Lífshlaupið hófst miðvikudaginn 31.janúar og stendur til 20. febrúar. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er,  í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Embætti landlæknis [...]

2018-02-01T11:20:11+00:001. febrúar 2018|Categories: Fréttir|

Vegleg gjöf frá Johan Rönning

Þeir Ásgeir Þ. Kristinsson og Helgi Guðlaugsson sölumenn á Berker búnaði hjá fyrirtækinu Johan Rönning færðu rafiðnadeild FB og skólanum að gjöf tækjabúnað til að setja upp forritanleg hússtjórnarkerfi. Tækin eru mjög dýr og frábært að geta, fyrir þeirra tilstilli, kynnt nemendum nýjustu tækni á sviði forritanlegra raflagna. Helgi Reimarsson kennari á rafiðnadeild veitti gjöfinni [...]

2018-01-29T12:30:05+00:0029. janúar 2018|Categories: Fréttir|

Góðir gestir frá Samtökum Iðnaðarins

Í morgun fengum við góða gesti í heimsókn frá Samtökum Iðnaðarins. Það voru þau Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri, Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir sviðsstjóri mennta- og mannauðsmála og Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka Iðnaðarins. Þau skoðuðu skólann í fylgd Guðrúnar Hrefnu Guðmundsdóttur og Magnúsar Ingvasonar aðstoðarskólameistara og kynntu sér sérstaklega starfsemi iðn-  og listnámsbrauta skólans sem og Fablab Reykjavíkur. Þökkum [...]

2018-01-18T14:37:06+00:0018. janúar 2018|Categories: Fréttir|

Skráning í Háskólaherminn

Háskólahermirinn verður haldinn dagana 1. og 2. febrúar 2018. Þátttakendur heimsækja fræðasvið Háskóla Íslands og leysa ýmis verkefni. Það kostar ekkert að taka þátt í Háskólaherminum. Nemendur fá hádegisverð báða dagana. Háskólahermirinn er hugsaður fyrir þá nemendur sem eru u.þ.b. hálfnaðir með nám sitt í framhaldsskóla. Skráning í Háskólaherminn 2018 hefst miðvikudaginn 17. janúar kl. [...]

2018-01-16T10:24:20+00:0016. janúar 2018|Categories: Fréttir|

FB áfram í Gettu betur

Lið FB er komið áfram í Gettu betur spurningakeppni RÚV eftir frækinn sigur gegn Menntakóla Borgarfjarðar í gær. Lið okkar skipa þau Inga Dís Finnbjörnsdóttir, Þorbjörn Björnsson og Vignir Már Másson. Liðið er því komið áfram í aðra umferð. Þjálfarar liðsins eru þeir Andri Þorvarðarson og Óli Kári Ólason sögukennarar. Óskum þeim öllum til hamingju [...]

2018-01-11T10:12:45+00:0011. janúar 2018|Categories: Fréttir|

Nemendur í íþróttum fá aðgang að World Class og sundi í Breiðholtslaug

Í dag var undirritaður samningur  þess efnis að nemendur sem skráðir eru í íþróttir í skólanum hafa aðgang að World Class heilsuræktarstöðinni og Sundlaug Breiðholts alla virka daga milli kl. 8:00 og 16:00. Samningurinn gildir á vorönn 2018. Upplýsingar um nemendur verða sendar til World Class og geta nemendur þar sótt um að verða skráðir [...]

2018-01-09T13:39:48+00:008. janúar 2018|Categories: Fréttir|

Upphaf vorannar 2018

Kennsla hefst í dagskóla samkvæmt stundatöflu föstudaginn 5. janúar.  Kennsla í Kvöldskóla FB hefst þriðjudaginn 9. janúar. Viðtöl vegna breytinga á stundatöflu verða miðvikudaginn 3. janúar frá klukkan 10-16 og fimmtudaginn 4. janúar frá klukkan 8-16 í stofu 254. Fimmtudaginn 4. janúar, frá klukkan 17-19 verður innritun á staðnum fyrir vorönn 2018 í Kvöldskóla FB. Námsráðgjafar, [...]

2018-01-02T11:51:16+00:002. janúar 2018|Categories: Fréttir|
Go to Top