About Ágústa Unnur Gunnarsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Ágústa Unnur Gunnarsdóttir has created 339 blog entries.

Inna er opin!

Nú er hægt að sjá stundatöflur og námsgagnalista í Innu! Aðgangur nemenda að Innunni hefur verið opnaður. Nemendur nota íslykil eða biðja Innu um að senda lykilorð á netfangið sitt. Töflubreytingar verða 3. og 4. janúar. Sjá nánar tölvupóst til nemenda frá Berglindi Höllu Jónsdóttur áfangstjóra.

2017-12-28T17:59:40+00:0028. desember 2017|Categories: Fréttir|

116 nemendur útskrifast úr FB

Í gær útskrifuðust 116 nemendur frá skólanum við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu en alls voru afhent 121 skrírteini.  Það voru 62 nemendur sem útskrifuðust með stúdentspróf, 25  luku prófi af rafvirkjabraut, 15 af húsasmiðabraut, 4 af snyrtibraut auk þess útskrifuðust 16 sjúkraliðar.  Dúx skólans var Birta Björk Andradóttir af náttúruvísandabraut. Hún sópaði að sér [...]

2017-12-21T12:46:41+00:0021. desember 2017|Categories: Fréttir|

Útskrift í Hörpu 20. desember

Útskrift FB verður þann 20. desember í Silfurbergi Hörpu kl. 14. Æfing verður 19. desember kl. 18 í Silfurbergi og þá verða allir að mæta. Á útskriftardegi skulu nemendur mæta kl. 13:00 í myndatöku. Salurinn opnar kl. 13:30 fyrir gesti og við hvetjum útskriftarnema til að bjóða fjölskyldu og vinum að vera við athöfnina og [...]

2017-12-18T11:01:31+00:0018. desember 2017|Categories: Fréttir|

Menntamálaráðherra í heimsókn

Nýr menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir valdi FB sem fyrsta skólann sem hún heimsækir eftir að hún tók við embættinu. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari tók á móti ráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins í gær.  Ráðherra kynnti sér námframboð skólans og þá sérstaklega listnáms-, iðn- og verknámsbrautir og spjallaði við starfsmenn. Þá skoðaði hún líka Fab Lab smiðjuna. Í [...]

2017-12-08T14:20:59+00:008. desember 2017|Categories: Fréttir|

Skólinn opinn um helgina

Skólinn verður opinn laugardaginn 9. og 10. desember frá kl. 10-18 og verður lesaðstaða fyrir nemendur á annarri hæð hjá stofu 255. Bókasafn og vinnustofa eru opin alla virka daga frá kl. 8-16. Á föstudögum er opið frá 8-15. Lesstofa bókasafnsins er opin alla virka daga frá kl. 8-21 nema á föstudögum frá 8-15.

2017-12-08T15:29:22+00:007. desember 2017|Categories: Fréttir|

Útskrift í Hörpu 20. desember

Æfing fyrir útskrift verður 19. desember kl. 18:00 -19:00 í Silfurbergi Hörpu. Útskrift verður þann 20. desember í Silfurbergi kl. 14:00. Mæting kl. 13:00 og þá verður hópmyndataka. Útskriftinni lýkur um kl. 15:45. Hvetjum útskriftarnema til að bjóða fjölskyldu og vinum að vera viðstaddir athöfnina.

2017-12-04T16:11:36+00:004. desember 2017|Categories: Fréttir|

Útskrift í Hörpu 20. des

Útskrift Fjölbrautaskólans í Breiðholti verður þann 20. desember í Silfurbergi Hörpu kl. 14. Æfing verður 19. desember kl. 18 í Silfurbergi. Á útskriftardegi skulu nemendur mæta kl. 13:00 í myndatöku. Salurinn opnar kl. 13:30 fyrir gesti og við hvetjum útskriftarnema til að bjóða fjölskyldu og vinum að vera við athöfnina. Útskrift lýkur um kl. 15:45.

2017-12-04T14:30:53+00:004. desember 2017|Categories: Uncategorized|

Borgarstjóri i heimsókn

Borgarstjóri Dagur B. Eggertsson heimsótti FB og Fablab Reykjavíkur í síðustu viku. Hann hitti stjórnendur og fulltrúa úr nemendafélagi skólans NFB. Þá snæddi hann  hádegisverð í matsal nemenda, skoðaði skólann og kíkti í nokkrar í kennslustofur. Það var ánægjulegt að fá borgarstjórann í heimsókn og við þökkum honum kærlega fyrir komuna.

2017-11-28T10:18:37+00:0028. nóvember 2017|Categories: Fréttir|
Go to Top