About Ágústa Unnur Gunnarsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Ágústa Unnur Gunnarsdóttir has created 339 blog entries.

Upphaf haustannar 2022

Kennsla hefst í dagskóla samkvæmt stundaskrá  18. ágúst. Hægt verður að sækja stundatöflur í upplýsingakerfi skólans 12. ágúst, sjá www.inna.is. Skólasetning og nýnemamóttaka verður í matsal skólans 16. ágúst. Farið verður í nýnemaferð 17. ágúst. Nýnemakvöld verður miðvikudaginn 24. ágúst. Nýnemar og foreldrar/forráðamenn þeirra verða boðaðir í viðtal hjá umsjónarkennara í ágúst.

2022-07-27T22:38:54+00:0027. júlí 2022|Categories: Fréttir|

Útskriftarhátíð og skólaslit í Hörpu

Í gær útskrifuðum við 138 einstaklinga með samtals 153 lokapróf við hátíðlega athöfn í Silfurbergi, Hörpu. Af þeim sem útskrifuðust voru 62 með stúdentspróf, 17 útskrifuðust af húsasmiðabraut, 22 af rafvirkjabraut, 12 af snyrtibraut, 31 af sjúkraliðabraut og 9 af starfsbraut. Alls voru 15 nemendur sem útskrifuðust með tvö próf. Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði [...]

2022-08-12T11:09:02+00:0028. maí 2022|Categories: Fréttir|

Æfing fyrir útskrift 25.05

Upplýsingar til útskriftarnema Útskrift FB verður föstudaginn 27. maí í Silfurbergi í Hörpu kl 14:00. Allir mæta á æfingu miðvikudaginn 25. maí kl. 18-19 í Hörpu!!! • Stutt myndatökuæfing í stóru tröppunum kl. 18. • Prufuútskrift í Silfurbergi. Farið yfir allt skipulag, dagskrá, uppröðun og afhendingu skírteina. Mikilvægt að allt gangi snurðulaust á útskriftardaginn. Útskriftardagurinn föstudaginn 27. [...]

2022-05-18T13:04:01+00:0018. maí 2022|Categories: Fréttir|

Páskafrí

Nú líður að langþráðu páskafríi. Skólinn lokar síðar í dag, föstudag, og opnar aftur mánudaginn 25. apríl. Fjarkennsludagur verður 22. apríl og munu kennarar skólans vera þann dag í sambandi við nemendur í gegnum fjarkennslu. Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska!

2022-04-09T13:32:52+00:008. apríl 2022|Categories: Fréttir|

Borgarstjóri heimsækir FB

Miðvikudaginn 9. mars heimsótti Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri skólann og snæddi hádegisverð með nemendum í matsalnum. Borgarstjóri fékk leiðsögn um skólann í fylgd Guðrúnar Hrefnu Guðmundsdóttur skólameistara. Að lokinni gönguferð kom hann við á kennarstofu, mötuneyti starfsfólks. Að því loknu snæddi hann hádegisverð í matsal nemenda með fulltrúum NFB, nemendafélagi skólans og ávarpaði nemendur. Þökkum [...]

2022-03-11T12:03:39+00:0011. mars 2022|Categories: Fréttir|

Skólaheimsóknir

Glaðlegir nemendur 10. bekkjar grunnskólanna sjást þessa dagana í hópum í skólanum. Nemendurnir fá góða kynningu í matsal nemenda og henni lokinni leiðsögn um skólann. Heimsóknirnar eru þessa viku og þá næstu.

2022-03-09T17:27:56+00:009. mars 2022|Categories: Fréttir|
Go to Top