About Ágústa Unnur Gunnarsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Ágústa Unnur Gunnarsdóttir has created 339 blog entries.

Vegleg gjöf frá Byko

Á vorhátíð BYKO færðu þeir skólanum bútsög og batterísvél að andvirði rúmlega 200.000 kr. Magnús Kristmannsson kennari á húsasmiðabraut tók á móti gjöfinni fyrir hönd skólans. Við þökkum Byko kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

2017-04-27T11:21:59+00:0027. apríl 2017|Categories: Fréttir|

Forinnritun 10. bekkinga fyrir haustið 2017

Forrinnritun 10. bekkinga fyrir haustið 2017 lýkur þann 10. apríl. Í FB eru fimmtán námsbrautir og eru allar upplýsingar um þær að finna hér á vef skólans undir Námið. Í skólanum er fjölbreytt félagslíf og góðir kennarar. Öll innritun fer fram á www.menntagatt.is . Innritun eldri nema en þeirra sem fæddir eru 2001 er til 31. [...]

2017-04-03T15:26:23+00:003. apríl 2017|Categories: Fréttir|

Opið hús í dag

Í dag fimmtudaginn 23. mars verður Opið hús í FB. Nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra eru boðnir velkomnir í skólann á milli kl. 17.00 – 19.00. Kynnt verður námsframboð skólans, bæði bóknám, listnám, verknám og FabLab Reykjavíkur sem staðsett er í skólanum. Gestir geta skoða húsakynnin og kynnt sér félagslífið. Opið verður á bókasafninu og [...]

2017-03-23T09:09:43+00:0023. mars 2017|Categories: Fréttir|

Útskriftarsýning í Gallerí Tukt

Nemendur á lokaári listnámsbrautar FB sýna í Gallerí Tukt í Pósthússtræti 3-5 laugardaginn 18. mars frá kl. 15 – 17. Til sýnis verður afrakstur málunaráfanga útskriftarnemenda þar sem farið var í klassískar málunaraðferðir, búnir til stenslar og málað á óhefðbundið efni. Nemendur unnu mikið sjálfstætt eftir eigin hugmyndum og er útkoman fjölbreytt og kraftmikil. Má þar [...]

2017-03-15T12:11:25+00:0015. mars 2017|Categories: Fréttir|

Framhaldskólakynning og Íslandsmót

FB tekur virkan þátt í framhaldskólakynningunni sem verður haldin dagana 16. – 18. mars 2017 í Laugardalshöllinni. Þá gefst grunnskólanemendum tækifæri á að kynna sér námsframboð framhaldsskólanna. Nemendur, kennarar og náms- og starfsráðgjafar munu svara spurningum um námsframboð, félagslíf, inntökuskilyrði og annað sem gestir vilja vita um nám og störf. FB verður með stóran bás [...]

2017-03-10T13:11:25+00:0010. mars 2017|Categories: Fréttir|

Opið hús í FB

Fimmtudaginn 23. mars verður Opið hús í FB. Þá eru allir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra boðnir velkomnir í skólann á milli kl. 17.00 - 19.00. Kynnt verður hið fjölbreytta námsframboð skólans, bæði bóknám, listnám, verknám og FabLab Reykjavíkur sem staðsett er í skólanum. Gestir geta skoða húsakynnin og kynnt sér félagslífið. Opið verður [...]

2017-03-08T16:12:44+00:008. mars 2017|Categories: Fréttir|

Kennsluráðstefna FB og FÁ

Kennsluráðstefna FB og Fjölbrautaskólans í Ármúla var haldin í húsakynnum FB á föstudaginn var þann 3. mars. Vel tókst til og ætla má að um 160 manns hafi sótt ráðstefnuna. Fjölmargar vinnustofur voru í boði sem og hópastarf. Þá voru haldnir tveir fyrirlestrar, annars vegar "Sjálfbærni" sem Bryndís Valsdóttir og Ólafur Hjörtur Sigurjónsson úr FÁ héldu og [...]

2017-03-06T13:53:51+00:006. mars 2017|Categories: Fréttir|
Go to Top