About Ágústa Unnur Gunnarsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Ágústa Unnur Gunnarsdóttir has created 339 blog entries.

Sinfóníutónleikar í dag

Í dag föstudaginn 24. febrúar stendur nemendum og starfsmönnum FB til boða að hlýða á Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg í Hörpu á 30 mínútna löngum tónleikum. Á tónleikunum verður leikin Rapsódía um stef eftir Paganini og einleikari er enski píanistinn Stephen Hough. Rúmlega þrjúhundruð nemendur hafa forskráð sig á tónleikana í dag. Lagt verður af stað [...]

2017-02-24T08:45:27+00:0024. febrúar 2017|Categories: Fréttir|

Opið hús í FB 23. mars

Opið hús verður í FB fimmtudaginn 23. mars frá kl.17:00-19:00. Þá munum við bjóða 10. bekkinga ásamt foreldrum/forráðamönnum velkomin í skólann. Skólastjórnendur, kennarar, námsráðgjafar og nemendur FB verða á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur!

2017-02-23T11:16:07+00:0023. febrúar 2017|Categories: Fréttir|

Útvarpsþátturinn Efra Breiðholt

Í útvarpsþættinum Efra Breiðholt á Rás 1 eru meðal annars viðtöl við nokkra nemendur okkar. Þættirnir verða samtals þrír og við fáum meðal annars innsýn í líf nemenda í skólanum og áhugamál þeirra í gegnum viðtöl og hljóðdagbækur. Tvö þeirra, þau Erika Eik og Sigurgeir Andri héldu hljóðdagbækur í heila viku og eru brot úr [...]

2017-02-20T15:11:22+00:0020. febrúar 2017|Categories: Fréttir|

Sæludagar og árshátíð nemenda

Sæludagar FB verða dagana 1. og 2. mars. Þá verður hefðbundið skólastarf brotið upp og nemendum boðið upp á fjölbreytta dagskrá. Í ár er framboð hópa mjög fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allir nemendur FB velja sér þrjá hópa, þ.e. einn hóp fyrir hvern dagspart. Ætlast er til að [...]

2017-02-17T13:12:00+00:0017. febrúar 2017|Categories: Fréttir|

Konur í upplýsingatækni

Anita Rós Kingo Andersen nemandi á tölvubraut FB flutti erindið ,,Tölvunarfræði í framhaldsskólum" á ráðstefnunni "Konur í upplýsingatækni - WiDS (Women in Data Science) sem haldin var í gær í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan er haldin árlega á vegum Stanford-háskóla í Bandaríkjunum með það að markmiði að styrkja og efla konur í tölvunarfræði og skyldum greinum. Viðburðurinn var skipulagður [...]

2017-02-16T11:35:00+00:0015. febrúar 2017|Categories: Fréttir|

Hvað er #kvennastarf?

Vekja athygli og umræðu Samtök iðnaðarins hafa, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á landinu og þar á meðal FB, hrundið af stað herferð sem ber nafnið #kvennastarf.  Algengt er að talað sé um „hefðbundin kvennastörf“  Með #kvennastarf er ætlunin að brjóta niður úreltar hugmyndir og benda ungu kynslóðinni á að fyrir bæði kynin [...]

2017-02-10T08:06:43+00:0010. febrúar 2017|Categories: Fréttir|

Guðrún Hrefna skólameistai 60 ára í dag

Í dag er  Guðrún Hrefna skólameistari sextug. Nemendafélag skólans kom skólameistara á óvart í matsal nemenda þar sem þau sungu afmælissönginn og buðu öllum upp á súkkulaðiköku. Starfsfólk skólans sendir skólameistara sínum innilegar hamingjuóskir i tilefni dagsins með veglegri gjöf til Landsbjargar.

2017-02-08T13:43:45+00:008. febrúar 2017|Categories: Fréttir|

Nemendur á Spáni

Hópur listnámsnema er nú staddur á Cordoba á Spáni ásamt lístnámskennurum Guðrúnu G. Gröndal, Guðrúnu H. Sigurðardóttur og Þórdísi Erlu Ágústsdóttur. Þau taka þátt í Erasmus+ verkefninu "Reporters without Frontiers" ásamt nemendum frá Grikklandi, Spáni, Frakklandi og Þýskalandi. Samstarfsverkefnið er til þriggja ára.

2017-02-03T16:14:19+00:003. febrúar 2017|Categories: Fréttir|

Forvarnardagurinn er í dag

Forvarnardagurinn er í dag.  Sigríður Sigurjónsdóttir sálfræðingur hélt fyrirlestur undir yfirskriftinni: "Fáðu samþykki! Stattu með þér! Gerðu eitthvað í málinu!" Fyrirlesturinn er fræðsla um „sexting“ og stafrænt kynferðisofbeldi (hrelliklám) á netinu. Ræddi hún um orsakir og afleiðingar, myndbirtingar og dreifingu á myndum, ásamt þeim leiðum sem hægt er að fara til að koma í veg fyrir hrelliklám. [...]

2017-02-01T17:04:32+00:001. febrúar 2017|Categories: Fréttir|
Go to Top