About Þórdís Steinarsdóttir

This author has not yet filled in any details.
So far Þórdís Steinarsdóttir has created 76 blog entries.

Sendiherra Bandaríkjanna heimsækir FB

Í síðustu viku fékk skólinn ánægjulega heimsókn. Það var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carrin F. Patman sem heimsótti okkur í um 2 klukkustundir. Hún fór í stutta gönguferð um skólann ásamt skólameistara og fylgdarliði, heimsótti nemendur í félagsvísindaáfanga, hélt fyrir þau erindi og spjallaði við þau. Loks heimsótti hún Fab Lab Reykjavík. Heimsóknin var mjög [...]

2024-03-19T08:49:44+00:0019. mars 2024|Categories: Fréttir|

Sæludagar 6. og 7. mars

Dagana 6. og 7. mars eru Sæludagar í FB en það eru óhefðbundnir dagar sem eru skipulagðir af nemendum. Með þátttöku á sæludögum er hægt að fá 16 fjarvistarstig felld niður, fjögur stig fyrir hvern viðburð. Skráning fer fram á www.saeludagar.is. Á fimmtudagskvöld fer svo árshátíð skólans fram.  

2024-03-05T09:03:57+00:005. mars 2024|Categories: Fréttir|

Söngkeppni FB

Söngkeppni FB fór fram á dögunum þar sem Sigurborg António Smáradóttir bar sigur úr býtum. Hún mun keppa fyrir hönd FB í söngkeppni framhaldsskólanna í apríl. Til hamingju Sigurborg!

2024-02-26T09:32:56+00:0020. febrúar 2024|Categories: Fréttir|

Sigurvegarar á spænskuhátíð

Til hamingju FB! Spænskuhátíðin var haldin á dögunum í Veröld – Húsi Vigdísar. Spænska sendiráðið á Íslandi heldur keppnina. Nemendur gerðu stuttmynd og hver skóli sendi eitt myndband frá sér í keppnina. Í ár áttu nemendur að vinna með heimsmarkmið númer 4 „Menntun fyrir alla“. Skólarnir sem unnu í ár voru Versló, MH og FB! [...]

2024-02-09T12:58:35+00:006. febrúar 2024|Categories: Fréttir|

Nemendur úr FB í Evrópuverkefni

11 nemendur úr nemendafélagi FB fóru til Belgíu á dögunum. Þau tóku þátt í mjög spennandi Evrópuverkefni ásamt nemendum frá Belgíu og Ítalíu. Verkefnið snérist um málefni Evrópu, gildi og samfélag. Nemendur brugðu sér í hlutverk þingmanna Evrópuþingsins og lagði hver skóli fram frumvarp, fjallaði um það og svo voru greidd atkvæði líkt og á [...]

2024-02-05T14:53:43+00:005. febrúar 2024|Categories: Fréttir|

Jöfnunarstyrkur

Umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk vegna vorannar 2024 er til 15. febrúar næstkomandi. Eingöngu er hægt að sækja um jöfnunarstyrkinn með rafrænum skilríkjum á heimasíðu Menntasjóðs. Fyrir frekari upplýsingar er hægt að senda fyrirspurn á menntasjodur@menntasjodur.is eða skoðað vef Menntasjóðs námsmanna.

2024-01-29T11:12:56+00:0026. janúar 2024|Categories: Fréttir|

10 ára afmæli Fab Lab Reykjavík

Fab Lab Reykjavík sem er staðsett í FB og er hluti af skapandi samfélagi Breiðholts fagnaði 10 ára afmæli sl. miðvikudag. Boðið var til glæsilegrar veislu með fjölbreyttri dagskrá þar sem m.a. Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari FB  ávörpuðu samkomuna. Til hamingju Fab Lab Reykjavík! Myndir: [...]

2024-01-26T13:44:27+00:0026. janúar 2024|Categories: Fréttir, Uncategorized|
Go to Top