Hefur þú greinst með COVID-19 sýkingu? Hér eru leiðbeiningar frá sóttvarnarlækni sem við biðjum þig að fara eftir:

 Fólk sem greinist með COVID-19 og er með öndunarfæraeinkenni og hita er beðið um að halda sig til hlés í a.m.k. fimm daga frá greiningu.

 Þeir sem greinast en eru með lítil eða engin einkenni og hitalausir, eru hins vegar beðnir um að fara eftir leiðbeiningum um smitgát (sjá hér fyrir neðan):

 Í smitgát:

  • Er í lagi að sækja vinnu, skóla og stunda íþróttir.
  • Er ráðlagt að forðast margmenni.
  • Er ráðlagt að bera grímu innan um annað fólk, við vitum ekki alltaf hver gæti verið viðkvæmur fyrir smiti frá okkur.
  • Ráðlagt er að forðast umgengni við þau sem eru viðkvæm fyrir alvarlegum veikindum af völdum Covid-19
  • Er í lagi að sækja nauðsynlega þjónustu
  • Ætti ekki að heimsækja heilbrigðisstofnanir, þ.m.t. hjúkrunarheimili, án leyfis stofnunar
  • Er góð regla að upplýsa þau sem veita þjónustu í nánd, svo sem sjúkraþjálfara, hárgreiðslufólk, að smitgát standi yfir.
  • Er mikilvægt að fylgjast með einkennum og fara beint í sýnatöku ef þau koma fram.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má lesa á www.covid.is