Hér að neðan er eyðublað sem fylla þarf út til að unnt sé að stofna rafræna ferilbók og nemasamning.

Eftir að skólinn hefur stofnað ferilbókina fær neminn og meistarinn sms og/eða tölvupóst með beiðni um að undirrita samninginn rafrænt.

Til að fylla út ferilbókina er farið inn á www.ferilbok.inna.is með rafrænum skilríkjum.
Leiðbeiningarmyndbönd um notkun rafrænnar ferilbókar frá Menntamálastofnun

"*" indicates required fields

Um nemann

Um leiðbeinandann

This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Spurt og svarað

Rafræn ferilbók er skráning á námi nemanda á vinnustað. Nemandi hakar við einstaka þætti ferilbókar þegar hæfni er náð, auk iðnmeistara/tilsjónarmanns fyrirtækis sem er með nemann. Umsjónarmaður skóla staðfestir hæfni í lokin.

Ferilbók er því gott tæki fyrir nemann/meistarann/fyrirtækið og skólann til að fylgjast með námsframvindunni. Hér er hægt að sjá ferilbækur einstakra greina.

Almenna reglan er sú að nemendur sækja sjálfir um vinnustaðanám hjá þeim iðnmeisturum/​fyrirtækjum/​stofnunum sem mega taka nema í vinnustaðanám. Þannig hefur nemandinn áhrif á hvar hann tekur vinnustaðanámið. Hér er birtingaskrá sem er listi yfir þá sem mega taka nema á samning.

Þá er næsta skref að sækja um á heimasíðu Fjölbrautaskólans í Breiðholti ef samningur á strax að taka gildi. Þegar umsókn hefur verið samþykkt er opnuð rafræn ferilbók, samningur gerður rafrænt og sendur til undirritunar á nemann, meistarann og fulltrúa skólans.

Hæfni nemanda ræður tímalengd vinnustaðanáms. Hæfni nemanda er metin samkvæmt hæfnikröfum starfsins og hæfniþáttum í rafrænni ferilbók. Vinnustaðanám getur því verið mismunandi langt á milli einstakra nemenda. Vinnustaðanám getur þó aldrei orðið lengra en kemur fram í brautarlýsingu viðkomandi greinar.

Það er hægt ef fyrirtækið/​meistarinn sem tekur nemann samþykkir slíkt.