Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök rafverktaka SART hafa gefið 192 rafvirkjanemum FB spjaldtölvur að gjöf. Gjöfin er hugsuð til auðvelda nemendum námið og opnar nemendum aðgang að kennsluefni og vefnum rafbok.is en þar er nær allt námsefni rafiðnanema í dag og geta þeir sótt það þangað sér að kostnaðarlausu. Allir nemar í rafiðngreinum á landinu fá spjaldtölvu, samtals um 800 manns. Nú hafa 71 nemandi FB fengið tölvu en hinir sem ekki fengu í þessari lotu bíða í hálfan mánuð eftir sinni. Traust er bundið við að gjöfin geri námsárangur betri og að nemendum í rafiðngreinum fjölgi.