Bryndís Steina Friðgeirsdóttir hefur hafið störf sem sérfræðingur menntamála hjá Fab Lab Reykjavíkur.  Hún mun halda utan um ýmis menntaverkefni sem hafa verið í miklum vexti undanfarið. Þá mun hún  sinna nýsköpunarhraðlinum MEMA og Skapandi námssamfélagi auk menntaverkefna á háskólastigi. Bryndís útskrifaðist frá Háskóla Íslands með meistarapróf í skólaþróun og mati á skólastarfi, í lokaverkefni sínu fjallaði hún um sköpun í námi og kennslu í framhaldsskóla. Jafnframt hefur hún lokið diplómanámi í frumkvöðlafræðum frá HR, diplómanámi í ljósmyndun frá Spéos Photographic Institute, París og er með B.A. próf í spænsku frá Háskólanum í Skövde. Bryndís hefur víðtæka reynslu af verkefnstjórnun og miðlun þekkingar. Hún starfaði áður sem margmiðlunarsérfræðingur hjá Sendiráði Bandaríkjanna þar sem hún sinnti viðburðastjórn og samfélagsmiðlum. Bryndís hefur auk þess starfað hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands sem aðstoðarkona í hópleiðsögn meistaranema og sem rannskakandi í RASK Rannsóknarstofu um skapandi skólastarf. Við bjóðum Bryndísi velkomna til starfa.