Samskipti

Virðing, vellíðan, velferð

Nemendur og starfsfólk bera ábyrgð á því að rækta góðan skólabrag. Með því að sýna hvert öðru virðingu aukum við jafnrétti og vinsemd í samfélaginu. Með því að veita hvert öðru stuðning, hrós, tíma og athygli gerum við góðan skóla enn betri. Siðareglur kennara eru hafðar að leiðarljósi fyrir allt starfsfólk, en þar segir:

Kennarinn…

  • menntar nemendur.

  • eflir með nemendum gagnrýna hugsun, virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, umhverfi og menningu.
  • sýnir nemendum virðingu, áhuga og umhyggju.
  • skapar góðan starfsanda og hvetjandi námsumhverfi.
  • hefur jafnrétti að leiðarljósi.
  • vinnur gegn fordómum, einelti og öðru ranglæti sem nemendur verða fyrir.
  • kemur vel fram við nemendur og forráðamenn og virðir rétt þeirra.
  • gætir trúnaðar við nemendur og forráðamenn og þagmælsku um einkamál þeirra sem hann fær vitneskju um í starfi sínu.
  • viðheldur starfshæfni sinni og eykur hana.
  • vinnur með samstarfsfólki á faglegan hátt.
  • sýnir öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu.
  • gætir heiðurs og hagsmuna stéttar sinnar.

Starfsfólk skólans gætir varfærni í notkun samfélagsmiðla. Huga þarf að mörkum einkalífs og vinnu og gæta þess að samskipti við nemendur séu eðlileg og fagleg.