logo

NÁMIÐ

áfangalýsingar

Áfangalýsingar

Hér fyrir neðan má finna flestar áfangalýsingar skólans í stafrófsröð:

A

  • ANMF1AA07 | Andlitsmeðferð, 1. önn í verklegu

    Lýsing: Í þessum áfanga eru lærð grunnatriði andlitsmeðferða. Lærð er rétt uppsetning og undirbúningur vinnuaðstöðu, móttöku viðskiptavina, vinnuumhverfi og æskilegar vinnustöður. Áhersla er lögð á grunnþætti andlitsmeðferðar eins og yfirborðshreinsun húðar, andlits-, höfuð- og herðanudd. Kennt er að greina helstu húðgerðir og velja viðeigandi hreinsivörur og andlitskrem. Nemendur læra rétta efnisnotkun í verkþáttum og tengja við áfangann ANMF1AB04. Undanfari:
  • ANMF1AB04 | Andlitsmeðferð, 1. önn í verklegu

    Lýsing: Í áfanganum er farið í uppbyggingu og starfsemi húðar, vöðvabyggingu andlits, höfuðs, háls og herða. Ennfremur er farið í tilgang hreinsunar, hlutverk nudds og efnisgerð og notkun grunnsnyrtivara. Lært er að greina á milli mismunandi húðgerða og markmið meðferðar skilgreind. Nemendur læra um hreinsivörur, nuddefni, krem og serum sem notuð eru í verkþáttum í grunn andlitsmeðferð og tengja við áfangann ANMF1AA07. Undanfari:
  • ANMF2BA07 | Andlitsmeðferð, 2. önn í verklegu

    Lýsing: Nemendur læra verklag við rafræna meðferð, djúphreinsun og andlitsmaska. Þeir öðlast viðbótarþjálfun og færni í grunnþáttum húðmeðferðar ásamt litun augnhára og augabrúna. Lögð er áhersla á að kenna samþætt markmið í meðferð með tilliti til húðgerðar og frábendinga. Nemendur læra rétta efnisnotkun í verkþáttum og tengja við áfangann ANMF2BB04. Undanfari: ANMF1AA07
  • ANMF2BB04 | Andlitsmeðferð, 2. önn í verklegu

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur rafræna meðferð, um mismunandi tegundir strauma, eðli þeirra og virkni. Nemendur læra um djúphreinsun og mismunandi gerðir andlitsmaska. Farið er í spjaldskrárgerð, aukin færni fengin í að húðgreina og greina mismunandi húðeinkenni umfram grunnþætti og að velja ólíkar snyrtivörur fyrir mismunandi meðferðarþætti. Lögð er áhersla á rökstutt val meðferðar með tilliti til húðgerðar og frábendinga. Nemendur læra um tilgang og virkni rafefna, djúphreinsa og andlitsmaska og tengja við áfangann ANMF2BA07. Undanfari: ANMF1AB04
  • ANMF3CA07 | Andlitsmeðferð, 3. önn í verklegu

    Lýsing: Í áfanganum er leitast við að dýpka skilning á mismunandi meðferð húðar og lögð áhersla á fjölbreytta möguleika á því sviði. Nemendur kynnast ólíkum aðferðum verkþátta bæði með og án raftækja ásamt húðhreinsun. Nemendur vinna með jurtir og ilmolíur og læra notkun þeirra í húðmeðferð. Stefnt er að því að nemendur auki hæfni sína í vali á virkri meðhöndlun og snyrtivörum með vísun í virkni þeirra og innihaldsefna. Nemendur þjálfast frekar í verklegum þáttum sem teknir voru í fyrri áföngum í andlitsmeðferð. Gerðar eru meiri kröfur til sjálfstæðra vinnubragða og frumkvæði í vali á markvissri húðmeðferð og lögð áhersla á að nemendur temji sér vönduð vinnubrögð. Undanfari: ANMF2BA07
  • ANMF3CB04 | Andlitsmeðferð, 3. önn í verklegu

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur um jurtir og notkun þeirra í húðmeðferð, ilmolíur og virkni sérmeðhöndlunar ásamt húðhreinsun. Áhersla er lögð á mismunandi útfærslur eftir ólíkum markmiðum húðmeðferðar til að nemandi öðlist innsæi og skilning á ólíkum verkþáttum og geti markviss valið meðferð að þörfum viðskiptavinar. Undanfari: ANMF2BB04
  • ANMF4DA05 | Andlitsmeðferð, 4. önn í verklegu

    Lýsing: Áfanganum er skipt í lotur þar sem nemendur tileinka sér nýjungar í húðmeðferð og fá tækifæri til að kynnast mismunandi sérmeðferðum og tækjum sem hægt er að nota við andlitsmeðhöndlun. Hverri lotu er lokið með skriflegu lotuprófi. Leitast er við að nemendur fái samanburð og kynnist hvort fræðilegur ávinningur af húðmeðferð standist væntingar um árangur. Áfanginn er kenndur samhliða VINS áfanganum sem er þjálfun á snyrtistofu. Undanfari: ANMF3CA07, ANMF3CB04

Á

  • ÁÆST3SA05 | Áætlanir og gæðastjórnun

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur að nýta sér tölvur við útreikninga, verkáætlanir og notkun eyðublaða við gæðastjórnun. Kennd eru grunnatriði töflureiknis og verkáætlanaforrits til að hafa yfirsýn yfir kostnaðarþætti verkefna, verkefnastýringu, gerð tímaáætlana, endurskoðun áætlana m.m. Kennd er notkun helstu eyðublaða og farið í stjórnunar- og verkferla gæðatryggingar við verklegar framkvæmdir. Farið er í gagnainnslátt í töflureiknum, breytingar á skjölum, forsnið, röðun gagna, útlitshönnun og kenndar ýmsar grunnaðgerðir eins og summa og meðaltöl, formúlugerð, beinar og afstæðar tilvísanir og tenging milli skjala. Fjallað er um áætlanagerð eins og sundurliðun verkefna, og Gantt-rit í nýjustu forritum. Áfanginn er sniðinn að þörfum bygginga- og mannvirkjagreina og fer kennslan að mestu fram með raunhæfum verkefnum þar sem m.a. er unnið með verðskrár einstakra iðngreina. Nemandi öðlist hæfni til þess að nota byggingarreglugerð og kunni skil á skipulagslögum. Undanfari: HÚSA3HU09, HÚSA3ÞÚ09

B

  • BAKS1BA02 | Bakstur á starfsbraut

    Undanfari:
  • BRID1BY03 | Bridds-byrjunaráfangi

    Lýsing: Í þessum grunnáfanga í bridds er farið í alla helstu grunnþætti spilsins. Nemendur byrja á því að læra einfaldaða útgáfu sem nefnist míníbridds þar sem stigagjöf, spilamat, úrspilun og vörn eru í forgrunni. Í framhaldi af því er farið að spila hefðbundið bridds með notkun sagnkerfis. Í þessum grunnáfanga læra nemendur Standard sagnkerfið í nokkuð einfaldri mynd. Í kennslustundum er blandað saman æfingum og spilamennsku. Töluvert er spilað á internetinu og skrá nemendur sig á BridgeBase þar sem hægt er að setja upp ákveðna tegund af spilahöndum og greina síðan spilin í hópumræðum á eftir. Í lok áfangans er stefnt að því að nemendur spili annað hvort í byrjendamóti eða einhvers konar keppni.
    Kennslan mun fara fram í húsnæði Bridgesambandsins. í Síðumúla 37, undir handleiðslu reyndra bridgekennara. Einnig verður í boði að vera með í gegnum TEAMS en þá verður innlögnum streymt og svo munu samskiptum við nemendur í fjarnámi vera stýrt af leiðbeinanda á staðnum. Stefnt er að því að kennsla muni fara fram tvisvar í viku síðdegis Undanfari:
  • BYGG2ST05 | Byggingatækni-steypumannvirki

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur: Grunnatriði við uppslátt á mannvirkjum, framkæmdir á og við uppsetningu forsteyptra eininga. Kynning á mismunandi möguleikum sem bjóðast í kerfismótum og uppröðun þeirra á byggingastað. Reglur og staðlar kynntir. Hæðamælingar á vinnustað og færsla áuppgefnum hæðakvóta milli svæða. . Kenndur er fræðilegur hluti byggingar steinsteyptra húsa. Kynnt er fyrir nemendum grundun húsa, afsetning, hæðar- og lengdarmælingar og ákvæði byggingareglugerðar þar sem fjallað er um ferlið frá hugmynd að fullbúnu húsi. Einnig vinna nemendur verkefni tengd áfanganum með það fyrir augum að auka áhuga þeirra og kynna þeim mikilvægi þekkingar og fagmennsku í iðngreininni. Efnisatriði/kjarnahugtök: Álag, eigið álag, ytra álag, burðarvirki, burðarþol, brunahólf, brunaþolsflokkun, daggarmark, eldvarnir, geislunarhindrandi klæðning, gufuflæði, hitaeinangrun, hljóðeinangrun, hlutfallslegur raki, jafnvægisraki, kólnunartala, loftþétting, mátmál, rakavarnarlag, rakaþétting, sjálfsogandi loftræsting, spennivídd, styrkleikaflokkar timburs, stærðarákvörðun, tveggja þrepa þétting, U-gildi, varmaleiðnitölur, vélræn loftræsting, vindþétting, málmklæðning, samlokuklæðning, steinklæðning, slétt plötuklæðning, stálklæðning, pólýesterklæðning, bárujárnsklæðning, álklæðning, flísaklæðning, burðarlektur, festingar, einangrun, vindþétting, loftun, álagstæring, klæðningaflötur, höggálag, galvanísk tæring, lakkhúð, fúgun, kuldabrú, þéttiefni, músanet, veðrunar- og seltuþol, snjóálag, rakasveiflur, hitasveiflur, frost-þíðusveiflur, slagregn, bruni, þensla í klæðningaefni, rispuþol, litheldni, frostþol, veðrunarþol, efnaþol, tæringarþol, brunaþol, gatfóðring. Undanfari: HÚSA3HU09, HÚSA3ÞÚ09

D

  • DANS1AL05 | Danska I, fyrir þá sem eru með C eða C+ á grunnskólaprófi

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við A2 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Áfanginn er á fyrsta þrepi og er ætlaður til að dýpka þá þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur hafa öðlast í grunnskóla. Unnið verður með Portfolio möppuna, sjónvarps- og myndefni, smásögur og fjölbreytta texta. Fjölbreyttar hlustunaræfingar svo sem viðtöl, tónlist, frásagnir og fleira. Notuð verða bæði einstaklingsverkefni og verkefni unnin í hóp, ásamt leikjum til að dýpka námsefnið og auka fjölbreytni. Lögð er jöfn áhersla á alla fjóra færniþættina, tal, lestur, hlustun og ritun, bæði í kennslu og námsmati. Undanfari:
  • DANS1FO05 | Danska, undirbúningsáfangi

    Undanfari:
  • DANS1UN05 | Danska undirbúningsáfangi 1, fyrir þá sem eru með D eða * merkt á grunnskólaprófi

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við A1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Í þessum áfanga er byrjað frá grunni. Farið er yfir orðflokka (nafnorð, sagnorð og lýsingarorð) og lesnir eru léttir textar til þess markvisst að auðga orðaforða nemandans. Einnig eru nemendur markvisst þjálfaðir í hlustun, tjáningu og ritun. Lögð er áhersla á að textaval endurspegli kröfur námsskrár um grunnþætti menntunar. Undanfari:
  • DANS2AA05 | Danska II, fyrir þá sem eru með B eða hærra á grunnskólaprófi

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við B1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Áfanginn er á öðru þrepi og unnið verður í að dýpka og byggja ofan á þekkingu, leikni og hæfni nemenda. Unnið verður með Portfolio möppuna, sjónvarps- og myndefni, þyngri texta, til dæmis blaða- og tímaritsgreinar, ásamt bókmenntatextum. Fjölbreyttar hlustunaræfingar svo sem viðtöl, tónlist, frásagnir og fleira. Notuð verða bæði einstaklingsverkefni og verkefni unnin í hóp, ásamt leikjum til að dýpka námsefnið og auka fjölbreytni. Lögð er áhersla á að textaval endurspegli kröfur námskrár um grunnþætti menntunar. Lögð er jöfn áhersla á alla fjóra færniþættina, tal, lestur, hlustun og ritun, bæði í kennslu og námsmati. Undanfari:
  • DANS2BB05 | Danska III

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við B1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Í áfanganum er lögð áhersla á bókmenntir, hlustun svo og munnlega og skriflega tjáningu. Lögð er áhersla á að nemendur geti lesið flóknari texta en áður og geti áttað sig á dýpri merkingu þeirra. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi alla færniþætti málsins hlustun, tal, ritun og lestur. Mikilvægt að nemendur beri ábyrgð á eigin námsframvindu og sýni sjálfstæð vinnubrögð. Undanfari: DANS2AA05
  • DANS2NB05 | Norrænar barnabókmenntir

    Lýsing: Valáfangi í dönsku, með áherslu á norrænar barnabókmenntir. Bækur sem eru skrifaðar fyrir börn hafa marga kosti. Sem efni til tungumálakennslu má t.d. nefna að orðaforði er einfaldur og aðgengilegur, mikið er um myndskreytingar sem hjálpa til við skilning á tungumálinu. Í áfanganum lesum við norrænar barnabókmenntir. Nemendur á fyrsta þrepi þurfa aðeins að lesa bækur sem eru á dönsku en á öðru og þriðja þrepi munu nemendur verða hvattir til að lesa einnig á sænsku og norsku. Undanfari: DANS2AA05
  • DASS1DS01 | Dans á starfsbraut

    Undanfari:

E

  • EÐLI2AO05 | Hreyfifræði, aflfræði og orka

    Lýsing: SI-einingakerfið, markverðir stafir, óvissur í mælistærðum, meðferð óvissu, flatarmál, rúmmál og eðlismassi. Hraði og hröðun, staðsetning í hnitakerfi og færsla, hreyfijöfnur, hreyfing í einni vídd, þyngdarhröðun og fall í þyngdarsviði. Hraði og ferð, vektorframsetning. Kraftar og þrjú lögmál Newtons, samlagning krafta, togkraftur í bandi, þyngdarkrafturinn, dregið undir horni. Núningskraftar, heildarkraftur og kraftar á skáfleti, þverkraftur. Tengsl krafta og vinnu og vinnu og orku, stöðu- og hreyfiorka og ýmis dæmi þar um. Orkulögmálið og orkutap vegna núnings, afl og afköst véla. Skriðþungi og árekstrar, varðveislulögmál í árekstrum, fjaðrandi og ófjaðrandi árekstrar, orkubreytingar í árekstrum. Atlag krafts og innri og ytri kraftar. Þrýstingur, skilgreining hans, þrýstingur í vökvum og uppdrifskraftur, lögmál Arkimedesar. Loftþrýstingur og breyting hans með hæð, flotjafnvægi, rennslisjöfnur. Undanfari: EÐLI2EU03, STÆR2RM05, STÆR2MM05
  • EÐLI2EU03 | Eðlisfræði og umhverfið - grunnáfangi

    Lýsing: Í þessum áfanga er lögð áhersla að kenna mikilvæg grunnatriði þessarar námsgreinar og tengja við daglegt líf og umhverfi okkar, bæði með jöfnum og útreikningum sem og skilningi hugtaka og lögmála. Sérstök áhersla er á orku og orkumál: stöðu- og hreyfiorku, varmaorku, bræðslu og uppgufun, ástandsbreytingar, kjarnorku, innri orku jarðar og orku sólar. Þessi atriði eru tengd saman og sýnt fram á mikilvægi þeirra fyrir daglegt líf okkar. Helstu atriðin eru: virkjanamál, vatnsaflsvirkjanir og jarðvarmavirkjanir og samanburður við kjarnorku. Ágrip af virkjanasögu okkar. Sjálfbærni í orku- og umhverfismálum. Orkubúskapur jarðar, varmaútgeislun jarðar og gróðurhúsaáhrif, rafsegulbylgjur, geislun sólar og orkuuppspretta hennar. Ósonlagið og myndun/eyðing þess, hlýnun jarðar og mögulegar afleiðingar. Undanfari: STÆR2RM05, STÆR2MM05
  • EÐLI3LR05 | Ljósfræði, rafmagns- og segulfræði

    Lýsing: Ljósgeislafræði og geislagangur í linsum, linsujafnan, raunmynd og sýndarmynd, linsukerfi, sýndardýpi og ljósbrot, lögmál Snell´s. Rafhleðslur og uppruni þeirra, leiðarar og einangrarar, rafkraftar og rafsvið, Coulombs- og Gausslögmál, rafflæði og rafsvið umhverfis samhverfa hleðsludreifingu, þéttar og afhleðsla gegnum viðnám, rafstraumur og einfaldar rafrásir. Segulsvið og uppruni þess, segulsvið jarðar, segulkraftar og stefna þeirra, segulflæði og spanlögmálið, norðurljósin. Rafmagnsmótorinn og framleiðsla raforku í virkjunum, spennubreytar og hagnýting þeirra. Undanfari: EÐLI3VK05
  • EÐLI3ST05 | Sólkerfið og stjörnur

    Lýsing: Myndun sólkerfisins, bergreikistjörnur og innri gerð þeirra, gasrisarnir, sólin okkar og orka hennar, innri gerð sólar. Þyngdarlögmál Newtons og beiting þess. Tunglið okkar og önnur tungl sólkerfisins, könnunarleiðangrar og saga geimferða. Halastjörnur og loftsteinar og útstirni. Önnur sólkerfi og leitin að lífvænlegum reikistjörnum. Sólir og æviskeið þeirra, geislunarafl, sýndar- og raunbirtustig, rauðir risar, hvítir dvergar, tifstjörnur, nifteindastjörnur og svarthol. Vetrarbrautir, útþensla alheims, stjörnuhiminninn. Undanfari: EÐLI3VK05
  • EÐLI3VK05 | Snúningur, sveiflur og bylgjur

    Lýsing: Hreyfing sameinda í gasi, gasjafnan, hraðadreifing sameinda og meðalhraði. Varmafræði, bráðnun, hitun og uppgufun, varmaskipti, bræðslu- og suðumark, hitakvarðar, alkul. Hreyfijöfnur fyrir skákast, kastlengd og lendingarhraði. Hringhreyfing, hornhraði og hröðun í hringhreyfingu, útleiðsla með diffrun,vektorframsetning. Snúningur stinnra hluta, hverfitregða og kraftvægi, hverfiþungi og varðveisla hans, snúningsorka og samanburður við hreyfiorku. Sveifluhreyfing, miðlægur kraftur, pendúlsveifla og sveifla vagns í gormi, útslag og sveiflutími, dempaðar sveiflur. Bylgjuhreyfing, tíðni, hraði og bylgjulengd, hreyfing efnisagna. Þverbylgjur og langbylgjur, hljóðbylgjur og vatnsbylgjur. Endurkast og samlagning bylgna, staðbylgjur á streng og í loftsúlu, hagnýting þeirra í hljóðfærum. Heyrnin og hljóð, desíbelkvarðinn, skyn- og hljóðstyrkur. Ljósið sem bylgja, bylgjulengd og litrófið, raufagler og samliðun ljósbylgna, hraði, tíðni og orka. Undanfari: EÐLI2AO05
  • EFNA2AL05 | Atómið og mólhugtakið

    Lýsing: Atómið og öreindir þess, sætistala, samsætur, massatala, atómmassi, línulitróf, rafeindaskipan, gildisrafeindir, málmar, málmleysingjar, jónir, jónaefni, sameindir, sameindaefni, Lewis-formúlur, heiti og formúlur efna, lotukerfið, flokkar, lotur, spennuröð málma, málmar og sýrur, oxun og afoxun, jónunarorka, stærð atóma, efnajöfnur og stilling þeirra, rafdrægni, sterk og veik efnatengi, skautun tengja, skautun einfaldra sameinda, áhrif tengja milli efnisagna á eðliseiginleika efna, markverðir stafir, mól, mólmassi, samband mólfjölda og massa, sameindamassi, formúlumassi, byggingarformúlur, sameindaformúlur, reynsluformúlur, leysni efna, styrkur lausna, mólstyrkur, mólhlutföll í efnahvörfum, fellingar, sýrur, basar, sýrustig. Leitast er við að tengja einstök viðfangsefni við sjálfbærni, heilbrigði og velferð. Undanfari: EFNA2GR03
  • EFNA2GR03 | Grunnáfangi í efnafræði

    Lýsing: Saga efnafræðinnar, þróun atómkenningar, aðferðafræði raunvísinda, atóm, sameindir, frumefni, efnasambönd, efnablöndur, efnahvörf, bruni, rafgreining, ástand efna, ástandsbreytingar, lausnir, lotukerfið, sætistala, róteindir, rafeindir, atómmassi, málmar og málmleysingjar, rafeindaskipan, áttureglan, jónir, formúlur efna, heiti efna, efnajöfnur og stilling þeirra, sýrustig, lífræn efni, helstu flokkar lífrænna efna, bruni lífrænna efna, þrávirk lífræn efni, lofthjúpur jarðar, mengun, aukin gróðurhúsaáhrif, auðlindir jarðar, ferskvatn, súrt regn, sýrustig sjávar, málmar, neysla, hagvöxtur, vistspor, sjálfbærni. Leitast er við að tengja sum viðfangsefni áfangans við sjálfbærni, heilbrigði og velferð. Undanfari: STÆR2RM05
  • EFNA3GA05 | Gaslögmálið og efnahvörf

    Lýsing: Samband hita, þrýstings, rúmmáls og efnismagns fyrir gastegundir, eðlismassi gass, mólrúmmál, mettunarþrýstingur, helstu gerðir efnahvarfa, fellingar, sýru-basahvörf, oxunar-afoxunarhvörf, hlutföll í efnahvörfum, títranir, hvarfavarmi, innvermin og útvermin hvörf, lögmál Hess, hraði efnahvarfa, hraðalögmál, virkjunarorka, hvatar, árekstrakenningin. Leitast er við að tengja einstök viðfangsefni við heilbrigði og velferð. Undanfari: EFNA2AL05
  • EFNA3LR05 | Lífræn efnafræði

    Lýsing: Svigrúmablöndun kolefnis, helstu flokkar lífrænna efna; alkanar, alkenar, alkýnar, arómatar, alkóhól, halíð, ketón, aldehýð, karboxýlsýrur, esterar, eterar og amín. Yfirlit yfir helstu hvörf og eðliseiginleika þessara efnaflokka. IUPAC-nafnakerfið, byggingarísómerur, rúmísómerur, byggingarformúlur, mólikúlformúlur, reynsluformúlur. Undanfari: EFNA3GA05
  • EFNA3SB05 | Rafefnafræði, sýrur og basar

    Lýsing:Jafnvægislögmálið, regla Le Chateliers, leysni salta, leysnimargfeldi, jónamargfeldi, sýrur og basar, rammar og daufar sýrur, sýrufasti, basafasti, sýru-basahvörf, pH, títrun, búfferlausnir, oxunar-afoxunarhvörf, hálfhvörf, rafeindaflutningur og oxunartölur, rafefnafræði, Galvaníhlöður, rafgreiningarhlöður, staðalspenna, íspenna, Nernst jafnan, tæring málma, tæringarvarnir. Leitast er við að tengja einstök viðfangsefni við heilbrigði og velferð. Undanfari: EFNA3GA05
  • EFRÆ1EF05 | Efnisfræði byggingagreina

    Lýsing: Í áfanganum fá nemendur yfirsýn yfir helstu efni og efnisflokka sem notaðir eru við bygginga- og mannvirkjagerð með áherslu á rétt efnisval fyrir ákveðin verk og umhverfi. Fjallað er um tré sem smíðaefni og uppbyggingu þess, plötuefni, festingar, steinsteypu, múr og múrefni, málma og bendistál, pípulagnaefni, plastefni, málningar- og spartlefni, fúgu- og þéttiefni, lím, einangrun, gler, þakefni, klæðningarefni, gólfefni og veggfóður. Gerð er í grófum dráttum grein fyrir uppruna efnanna, flokkun þeirra, merkingum, eiginleikum og hlutverki. Kennslan fer að mestu fram með verkefnavinnu þar sem nemendur læra að afla sér upplýsinga með margvíslegu móti, s.s. af netinu, og með fyrirlestrum. Efnisatriði/kjarnahugtök: Mótatimbur, timbur í burðavirki, smíðaviður, límtré, mjúkviður, harðviður, parket, spónaplötur, harðtex (masónít), trétex, spænisteyptar plötur (heraklid), krossviður, MDF-plötur, álplötur, málmplötur, steniplötur, plastplötur, harðpressaðar trétrefja-plötur (trespa), viðarspónn, sandpappír, vind- og þakpappi, steinsteypa, léttsteypa, múrhúð, múrblanda, sement, sandur, íblöndunarefni, v/s-hlutfall, flísar, náttúrusteinn, leirsteinn (tígulsteinn), bendistál, kambstál, slétt stál, stálvír, bendinet, múrnet, ál- og stálprófílar, ál- og stálbitar, stálrör, tengingar, eirrör, þéttihringir, plaströr, álpexrör, rör-í-rör, dósir og tengi, tengikassar, deilirör, frárennslislagnir, jarðvatnslagnir, rotþrær, brunnar, sogventlar, lokar, blöndunartæki, kranatengi, ofnar, hreinlætistæki, dælur, lím, fernis, olíumálning, plastmálning, lökk, spartlefni, fúavörn, sílan, sementsmálning, grunnur, blýmenja, bæsefni, viðarolíur, kítti og fúguefni, hampur og ull, gúmmí, dúkar, gólfplötur, korkplötur, teppaplötur, gerviteppi, ullarteppi, gólf- og flotefni, veggfóður, veggstrigi, loftaplötur, undirlagsefni, suðuþráður, steinull, glerull, einangrunarplast, korkur, rúðugler, steypt gler, þráðgler, glersteinn. Undanfari:
  • EINK3AA05 | Einkaþjálfun 1

    Lýsing: Í þessum áfanga er farið yfir megin atriði þjálfunaráætlana, gerð þeirra og þarfagreininga fyrir almenning. Farið er yfir áhrif einstaklingsbundinna þátta á gerð þjálfunaráætlana s.s. aldurs, líkamsástands, sjúkdóma og markmiða hvers og eins. Nemendur fá þjálfun í að útbúa áætlanir fyrir ólíka einstaklinga/hópa.Einnig verður jafningjakennsla í líkamsræktarsal. Undanfari:
  • EINK3BB05 | Einkaþjálfun 2

    Lýsing: Í þessum áfanga er fjallað um ýmsar líkamsmælingar s.s. hæðar-, þyngdar- og ummálsmælingar sem og mat á líkamssamsetningu. Kenndar verða helstu þol-, liðleika- og styrktarmælingar sem notaðar eru í starfi einkaþjálfara. Farið er í aflfræði og markmiðasetningu út frá mælingum og prófum. Farið verður í grunnatriði markaðssetningar og gerð markaðsáætlunar. Undanfari: EINK3AA05
  • EINK3LO05 | Einkaþjálfun - lokaverkefni

    Undanfari: EINK3AA05, EINKA3VA05
  • EINK3VA05 | Einkaþjálfun 1 - verklegt

    Lýsing: Nemendur kynna sér ólíkar aðferðir styrktarþjálfunar, ketilbjöllur, mini bands, TRX bönd, jógabolta o.fl. Nemendur fá einnig þjálfun í jafningjakennslu og þjálfun á starfsbraut skólans. Undanfari:
  • EINK3VB05 | Einkaþjálfun 2 - verklegt

    Lýsing: Nemendur dýpka þekkingu sína um ólíkar aðferðir styrktarþjálfunar. Áhersla á þjálfun ólíkra hópa. Undanfari: EINK3AA05, EINKA3VA05
  • ELDG3JÍ05 | Eldgos í jarðfræði og íslensku

    Lýsing: Þverfaglegur valáfangi á 3. þrepi í íslensku og jarðfræði. Nemendur lesa valda bókmenntatexta frá ýmsum tímum sem innihalda lýsingar á eldgosum, eldsumbrotum og hrauni. Í kjölfar hvers lesins texta verður rýnt í jarðfræðina að baki textunum og velt upp hvað sé raunveruleiki og hvað skáldskapur. Einnig verður fjallað um raunveruleg eldgos og eldsumbrot. Undanfari: ÍSLE2KK05, JARÐ1GJ03
  • ENSK1AR05 | Enska, undirbúningsáfangi I, fyrir nemendur á íslenskubraut

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við B1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar og er ætlaður nemendum sem luku grunnskólaprófi í ensku með einkunn lægri en 5. Megintilgangur áfangans er að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart ensku, bæði rituðu máli og töluðu. Mikil áhersla er lögð á hið talaða mál, bæði frásagnir og almenn samskipti. Lesefni áfangans er af ýmsum toga, bæði blaða- og tímaritsgreinar og bókmenntatextar. Beitt er ólíkum lestraraðferðum, bæði hraðlestri og nákvæmnislestri. Ritunarverkefni eru bæði frjáls ritun og ritun sem byggir á lesefni áfangans. Rík áhersla er lögð á samvinnu nemenda í kennslustundum, bæði varðandi tal- og ritmál. Einnig er áhersla lögð á notkun hjálpartækja, t.d. orðabóka, þar með orðabóka á Netinu. Undanfari:
  • ENSK1AS05 | Enska, undirbúningsáfangi II, fyrir nemendur á íslenskubraut

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við B1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Megintilgangur áfangans er að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart ensku, bæði rituðu máli og töluðu. Mikil áhersla er lögð á hið talaða mál, bæði frásagnir og almenn samskipti. Lesefni áfangans er af ýmsum toga, bæði blaða- og tímaritsgreinar og bókmenntatextar. Beitt er ólíkum lestraraðferðum, bæði hraðlestri og nákvæmnislestri. Ritunarverkefni eru bæði frjáls ritun og ritun sem byggir á lesefni áfangans. Rík áhersla er lögð á samvinnu nemenda í kennslustundum, bæði varðandi tal- og ritmál. Einnig er áhersla lögð á notkun hjálpartækja, t.d. orðabóka, þar með orðabóka á netinu. Undanfari: ENSK1AR05
  • ENSK1AU05 | Almenn enska, upprifjun, fyrir þá sem eru með C eða C+ á grunnskólaprófi

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við B1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Megintilgangur áfangans er að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart ensku, bæði rituðu máli og töluðu. Mikil áhersla er lögð á hið talaða mál, bæði frásagnir og almenn samskipti. Lesefni áfangans er af ýmsum toga, bæði blaða- og tímaritsgreinar og bókmenntatextar. Beitt er ólíkum lestraraðferðum, bæði hraðlestri og nákvæmnislestri. Ritunarverkefni eru bæði frjáls ritun og ritun sem byggir á lesefni áfangans. Rík áhersla er lögð á samvinnu nemenda í kennslustundum, bæði varðandi tal- og ritmál. Einnig er áhersla lögð á notkun hjálpartækja, t.d. orðabóka, þar með orðabóka á netinu. Undanfari: ENSK1FO05
  • ENSK1FO05 | Almenn enska, undirbúningsáfangi I, fyrir þá sem eru með D eða * merkt á grunnskólaprófi

    Undanfari:
  • ENSK2AF05 | Almenn enska á framhaldsskólastigi, fyrir þá sem eru með B eða hærra á grunnskólaprófi

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við B1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Meginmarkmið áfangans er að halda áfram að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart öllum færniþáttum, lestri, ritun, tali og hlustun. Grundvallarnámsefni áfangans er styttri textar af ólíkum toga, aðallega greinar úr blöðum, tímaritum og vefmiðlum. Nemendur beita ólíkum lestraraðferðum með það að markmiði að auka lesskilning og stækka virkan orðaforða. Lesin eru tvö óstytt bókmenntaverk ætluð yngra fólki. Nemendur skrifa stuttar samantektir og útdrætti byggða á lesefni áfangans, einnig stuttar ritgerðir þar sem þeir útskýra eigin skoðanir og viðbrögð við lestextum auk þess að skrifa frá eigin brjósti. Einnig er fjallað um grundvallarþætti í uppbyggingu góðrar ritsmíðar, þar með efnisgreinar. Talmál er einkum þjálfað í para- og hópvinnu auk þess sem nemendur flytja stuttar kynningar á þemaverkefnum tengdum enskumælandi löndum. Hlustunarefni er byggt á köflum úr kvikmyndum og sjónvarpsefni, þar með fréttatengdu efni. Rík áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð í heimanámi og samvinnu nemenda í kennslustundum. Undanfari: ENSK1AU05
  • ENSK2DI05 | The world of Disney

    Lýsing: The world of Disney. Markmið áfangans er að kynnast Walt Disney og hugarheimi hans sem hann skapaði snemma á seinustu öld fram til dagsins í dag. Unnið verður með valdar lesgreinar og teiknimyndir og skoðað hvernig þær sýna þjóðfélagið, hjónabönd, staðalmyndir um konur og kynþáttafordóma svo eitthvað sé nefnt. Þá er saga Bandaríkjanna á þessu tímabili tekin fyrir og til dæmis fjallað um síðari heimsstyrjöldina og kreppuna (e. Great Depression) og hvernig hún kemur fram í teiknimyndunum. Einnig verður unnið með orðaforð, ritun og framkomu. Undanfari: ENSK2AF05
  • ENSK2HP05 | Harry Potter

    Lýsing: This course is about the magic and reality of the world of Harry Potter. We will put Harry Potter into the context of modern British life and look at: educational system, everyday life, news, sports, politics, racism, prejudice and intolerance, bullying, friendship, love, etc. We will look at the social and cultural impact of HP and the reasons for its popularity worldwide Undanfari:
  • ENSK2LI05 | Enskar bókmenntir-valáfangi

    Lýsing: In this course, comic books are studied as real literature and their development is traced with emphasis on the society depicted in them and the productive industry that the comic books literature is today. Students do not only read comic books but they also read about them. They also express themselves about them, both in writing and speaking. A few stories are covered and a few different genres within the comic book literature. Students choose their own superhero and prepare a presentation on him/her. This presentation includes the origins of the superhero, powers, weaknesses, accomplishments and communication with the community as well as themes like secret identities and romantic relationships. At the end of the course students will answer the question: what is a superhero? And look at themselves in this context. Undanfari: ENSK2RF05
  • ENSK2RF05 | Almenn enska: ritun og lestur í forgrunni I

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við B2 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Meginmarkmið áfangans er að halda áfram að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart öllum færniþáttum, lestri, ritun, tali og hlustun. Grundvallarnámsefni áfangans er textar sem eru flóknari, lengri og sérhæfðari en í fyrri áföngum. Unnið er með nýjan orðaforða, þ.m.t. fræðilegan orðaforða. Eins og í fyrri áföngum eru nemendur þjálfaðir í ólíkum lestraraðferðum. Lesin eru tvö bókmenntaverk. Nemendur skrifa stuttar ritgerðir og samantektir tengdar lesefni áfangans þar sem gerðar eru auknar kröfur um uppbyggingu ritsmíða. Einnig kynnast nemendur grunnatriðum í ritrýni um bókmenntir. Þjálfun í talmáli fer fram í para- og hópvinnu ásamt hópumræðum. Einnig vinna nemendur þemaverkefni um menningu og landafræði enskumælandi landa sem þeir síðan kynna fyrir samnemendum sínum. Sérstök áhersla er lögð á framsögn í þessum áfanga. Hlustunarefni er byggt á köflum úr kvikmyndum og sjónvarpsefni (t.d. fréttatengdu efni) frá ólíkum enskumælandi löndum. Rík áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð í heimanámi og samvinnu nemenda í kennslustundum. Undanfari: ENSK2AF05
  • ENSK2RS05 | Almenn enska: ritun og lestur í forgrunni II

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við B2 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Meginmarkmið áfangans er að halda áfram að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart öllum færniþáttum: lestri, ritun, tali og hlustun. Grundvallarnámsefni áfangans er flóknari og lengri textar með meiri sérhæfingu og sérhæfðari akademískum og fræðilegum orðaforða, þ.e. orðaforða vísinda og fræða. Í þessum áfanga eru gerðar auknar kröfur um skilning á skoðunum og viðhorfum sem birtast í lesnum textum. Enn á ný er beitt ólíkum lestraraðferðum. Tvö bókmenntaverk eru lesin þar sem gerðar eru kröfur um dýpri skilning og umfjöllun. Nemendur gera fjölbreytileg ritunarverkefni, þ.m.t. ritgerðir um bókmenntatexta og einnig eina vandaða viðhorfsgrein. Þjálfun í talmáli fer fram í para- og hópvinnu ásamt hópumræðum. Í þessum áfanga er aukin áhersla á þematengd efni sem tengjast þjóðfélögum og menningu enskumælandi landa. Rík áhersla er lögð á skýra framsetningu bæði tal- og ritmáls. Hlustunarefni er byggt á köflum úr kvikmyndum og sjónvarpsefni, bæi með fréttatengdu, fræðilegu og menningarlegu efni. Lögð er áhersla á ólík afbrigði talaðs máls, þ.m.t. bæði stéttbundnar og staðbundnar mállýskur. Undanfari: ENSK2RF05
  • ENSK2WI05 | The Witcher

    Lýsing: This course is about the magic and the reality of the Witcher books by Andrzej Sapkowski. If you enter the course, it is assumed that you are a Witcher fan and have either read some of the stories/books and/or watched the Netflix series and/or played the Witcher video games. The main study materials will be the two books of short stories (The Last Wish and Sword of Destiny), any other materials will be provided by the teacher. We will look more closely at the texts, characters, descriptions, compare the books with movies and discuss the power of storytelling. We will also learn about history of magic around the world, magical/ mythological creatures, tools of magic, witchcraft and wizardry throughout world history, Eastern European traditions and stories, and how these appear in the Witcher series. Media with similar topics will be mentioned and discussed: fantasy books, movies, series, video / board /role-playing games, etc.. Undanfari: ENSK2AF05
  • ENSK2YL05 | Yndislestur

    Lýsing :Þessi áfangi miðast við B2 í Sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Nemendur lesa sjálfstætt minnst fimm skáldsögur á ensku. Að minnsta kosti þrjár eiga að vera af bókalista sem nemendur fá í hendur í byrjun annar og tvær mega nemendur velja sjálfir en kennari verður að sjá þær og samþykkja. Nemendur sækja ekki formlegar kennslustundir en mæta reglulega í viðtal til kennara þar sem þeir gera grein fyrir því sem þeir hafa lesið samtals 5 sinnum á önninni. Hvert viðtal tekur 10 til15 mínútur. Nemendur skrifa svokallað Reading Journal (lesskýrslu) um hverja bók sem þeir lesa og skila þegar þeir mæta í viðtal. Einnig gera þeir grein fyrir stöðu sinni einu sinni í viku með tölvupósti. Mikilvægt er að nemendur lesi reglulega, því er gerð krafa um að ekki líði meira en þrjár vikur milli viðtala. Undanfari: ENSK2AF05
  • ENSK2ÞÆ05 | Enska: Þjóðsögur og ævintýri

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við B1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Meginmarkmið áfangans er að kynna hefðbundnar kenningar sem tengjast þjóðsögum og ævintýrum. Grunndvallarnámsefni áfangans eru þjóðsögur og ævintýri af ólíkum toga, frá ýmsum löndum, þar með nútímaútgáfur á hefðbundum þemum ævintýra og þjóðsagna. Nemendur beita ólíkum lestraraðferðum með það að markmiði að auka lesskilning og stækka virkan orðaforða. Rík áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð í heimanámi og samvinnu nemenda í kennslustundum. Undanfari: ENSK2AF05
  • ENSK3AL05 | Enska sem alheimsmál

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við C1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Meginmarkmið áfangans er að halda áfram að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart öllum færniþáttum: lestri, ritun, tali og hlustun. Grundvallarnámsefni áfangans er flóknari og sérhæfðari textar, einkum um enska tungu, ákveðin einkenni hennar, útbreiðslu og stöðu sem alheimsmáls (global language). Fyrst og fremst er nú beitt hraðlestri; einnig er unnið með fræðilegan orðaforða. Tvö bókmenntaverk eru lesin þar sem gerðar eru kröfur um enn dýpri umfjöllun, bæði í ræðu og riti. Þjálfun í talmáli fer fram í para- og hópvinnu ásamt hópumræðum. Nemendur vinna þemaverkefni í hópum sem tengjast menningu og sögu enskumælandi þjóða og flytja einnig fyrirlestur um sérvalið efni innan þess ramma. Hlustunarefni er byggt á köflum úr kvikmyndum og sjónvarpsefni, bæði fréttatengdu, fræðilegu og menningarlegu efni. Þar er reynt að kanna ólík afbrigði mælts máls eftir heimshlutum. Rík áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda í heimanámi, þar með skil á ritgerðum, og samvinnu nemenda í kennslustundum. Undanfari: ENSK2RS05/ENS3RS05
  • ENSK3BI05 | Bresku eyjarnar - menning, landafræði og saga

    Undanfari: ENSK2RF05
  • ENSK3KB05 | Bækur og bíómyndir

    Lýsing: Valáfangi. Undanfari:
  • ENSK3RS05 | Akademískur orðaforði, fjölbreyttir textar og ritun

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við C1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Meginmarkmið áfangans er að halda áfram að byggja upp sjálfstraust nemenda gagnvart öllum færniþáttum: lestri, ritun, tali og hlustun. Grundvallarnámsefni áfangans er flóknari og sérhæfðari textar sem og akademískur og fræðilegur orðaforði, þ.e. orðaforði vísinda og fræða. Í þessum áfanga eru gerðar auknar kröfur um skilning á skoðunum og viðhorfum sem birtast í lesnum textum. Enn á ný er beitt ólíkum lestraraðferðum. Tvö bókmenntaverk eru lesin þar sem gerðar eru kröfur um dýpri skilning og umfjöllun.
    Þjálfun í talmáli fer fram í para- og hópvinnu ásamt hópumræðum. Í þessum áfanga er aukin áhersla á þematengd efni sem tengjast þjóðfélögum og menningu enskumælandi landa. Rík áhersla er lögð á skýra framsetningu bæði tal- og ritmáls. Hlustunarefni er byggt á köflum úr sjónvarpsefni, bæi með fréttatengdu, fræðilegu og menningarlegu efni. Rík áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda í heimanámi, þar með skil á verkefnum, ritgerðum, og samvinnu nemenda í kennslustundum. Undanfari: ENSK2RF05
  • ENSK3TN05 | Tolkien

    Lýsing: Tolkien This course is about the writings of J.R.R Tolkien, most notably The Lord of the Rings and The Hobbit. In the course we will look into the world of Tolkien and examine Tolkien's creation: His wonderful creatures such as the mighty dragons, the great eagles and the tiny hobbits.The majestic locations like the Rivendale, Fangorn Forest and the Misty MountainsAnd characters such as Gandalf, Galadriel, Samwise Gamgee and Bill the Pony. Of course topics such as evil, industry and corruption are also on the list. We will also touch on Tolkien's life and what influenced his writings: The old Sagas, WWI, religion, language, literature and much more. Finally, we will answer questions that still haunt us all: Where did Frodo sail to in the end of the Lord of the Rings? Where do the great Eagles come from? Who is Tom Bombadil? What are Balrogs? Who is the master of Sauron? Who made the dragons? To enter into this course, you need to be a Tolkien fan and willing to dive into the amazing world that Tolkien crafted. Undanfari: ENSK2RF05
  • ENSK3TT05 | Tæknienska

    Lýsing: Í áfanganum er unnið með sérhæfðan orðaforða í vísindum og tækni á ensku. Markmiðið er að nemendur auki færni sína í enskri málnotkun með sérstakri áherslu á tileinkun orðaforða sem tengist tækni. Færniþættirnir fjórir eru þjálfaðir með fjölbreyttum verkefnum og má þar nefna vísindagreinar, vísindaskáldsögu, umræður og formlega fyrirlestra. Undanfari: ENSK2RF05
  • ENSK3YL05 | Yndislestur

    Lýsing: Nemendur lesa sjálfstætt minnst fimm skáldsögur á ensku. Að minnsta kosti þrjár eiga að vera af bókalista og tvær mega nemendur velja sjálfir en kennari verður að sjá þær og samþykkja.
    Nemendur sækja ekki formlegar kennslustundir en mæta reglulega í viðtal til kennara þar sem þeir gera grein fyrir því sem þeir hafa lesið – samtals 5 sinnum á önninni. Hvert viðtal tekur 10 – 15 mínútur og er kennari til viðtals þrisvar í viku. Nemendur skrifa svokallað Reading Journal (lesskýrslu) um hverja bók sem þeir lesa og skila þegar þeir mæta í viðtal. Mikilvægt er að nemendur lesi reglulega; því er gerð krafa um það að þremur viðtölum (þremur bókum) sé lokið í lok 9. viku. Undanfari:
  • ENSS1EB02 | Enska á starfsbraut

    Lýsing: Áhersla er á læsi í víðu samhengi, s.s. á bókstafi og hljóð, umhverfi, tákn, reglur, samskiptamiðla, hugtök, tjáskipti, tilfinningar, lesefni og samskipti. Vinnuferlið miðast við að efla færni og sjálfsmynd nemenda til að takast á við fjölbreytt lesefni við hæfi hvers og eins. Undanfari:
  • ENSS1EG02 | Enska á starfsbraut

    Lýsing: Unnið verður að því að efla alla grunnþætti enskunnar, s.s málnotkun, málskilning, lestur, ritun og málfræði sem reynt er að tengja áhugasviði hvers nemanda. Einnig er unnið að því að auka sjálfstraust nemandans til að tjá sig á tungumálinu. Megin áhersla verður á að viðhalda og byggja ofan þann grunn sem nemendur hafa þegar náð, með þeim kennsluaðferðum sem hverjum og einum nemanda lætur best að nema við. Unnið er eftir einstaklingsnámskrá. Viðfangsefni eru miðuð við getu og þroska hvers nemanda. Undanfari:
  • ENSS1EK02 | Enska á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er unnið með ensku í gegnum kvikmyndir af ýmsu tagi. Áhersla verður á að nemendur horfi á kvikmyndir og vinni jafnt og þétt upp úr þeim ýmis verkefni. Nemendur verða hvattir til að velta fyrir sér hver boðskapurinn í viðeigandi kvikmynd er. Nemendur taka niður orð og þýða eftir hvert áhorf, vinna ýmis verkefni upp úr söguþræðinum og setja íslenskan texta við enskar myndir. Undanfari:
  • ENSS1EM02 | Enska á starfsbraut

    Lýsing: Undanfari:
  • ENSS1ET02 | Enska á starfsbraut

    Lýsing: Unnið verður með ensku í gegnum tónlist og dægurlagatexta. Áhersla verður á klassíska, popp- og rokktónlist í bland við það sem er vinsælast hverju sinni. Nemendur verða hvattir til að velta fyrir sér hvað textaskáldið er að segja í textunum. Nemendur bæta þannig jafnt og þétt við orðaforða og hugtakaskilning sinn. Undanfari:
  • ENSS1HE02 | Enska á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á að auka grundvallarfærni nemenda í tungumálinu og lögð sérstök áhersla á munnlega tjáningu og að nemendur tileinki sér hagnýtan orðaforða til daglegra samskipta. Einnig er mikil áhersla lögð á námstækni og að nemendur tileinki sér að notast við orðabækur og önnur hjálpargögn, sér í lagi stafræn. Námsefni verður útbúið með það í huga að það styrki nemendur og hvetji til sjálfstæðra vinnubragða, en sérstök áhersla lögð á skapandi verkefni ýmiss konar. Undanfari:
  • ENSS1HP02 | Enska á starfsbraut

    Undanfari:
  • ENSS1TÓ03 | Enska á starfsbraut

    Lýsing: Unnið verður með ensku í gegnum tónlist og dægurlagatexta. Áhersla verður á klassíska, popp- og rokktónlist í bland við það sem er vinsælast hverju sinni. Nemendur verða hvattir til að velta fyrir sér hvað textaskáldið er að segja í textunum. Nemendur bæta þannig jafnt og þétt við orðaforða og hugtakaskilning sinn. Undanfari:
  • ENSS2BÓ04 | Enska á starfsbraut

    Lýsing: Unnið verður með alla þætti enskunnar þar sem bókmenntir verða hafðar að leiðarljósi. Nemendur fá tækifæri til að nema í gegnum bókmenntir og vinna með þær á fjölbreyttan hátt. Fjallað verður um skáldsögur í heild sinni, hlustað á hljóðbók og lesið með í tímum. Rætt er um hvern kafla fyrir sig líkt og í bókaklúbbi. Megin áhersla verður á að nemendur viðhaldi og byggi ofan á þann grunn sem þeir búa nú þegar að. Undanfari:
  • ESNY1AA01 | Efnisfræði snyrtivara I

    Lýsing: Í áfanganum er farið í grunnsnyrtivörur, tilgang þeirra og virkni. Áhersla er lögð á skilning á efnasamsetningu og eiginleikum snyrtivörunnar og átta sig á og greina notkunarsvið þeirra. Farið er yfir reglugerðir varðandi framleiðslu, merkingu og meðhöndlun snyrtivara. Undanfari:
  • ESNY2BA05 | Efnisfræði snyrtivara II

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um efnafræðilega samsetningu snyrtivara og helstu efnafræðihugtök skilgreind. Lögð er áhersla á virku innihaldsefnin í snyrtivörum og áhrif þeirra á húð. Farið er yfir helstu vottanir sem snyrtivörur geta fengið. Undanfari: ESNY1AA01
  • ESNY2EF05 | Efnisfræði fyrir snyrtifræðinema

    Lýsing: Frumefni, efnasambönd og efnablöndur, málmar, málmleysingjar, sameindaefni, jónaefni, heiti jónaefna og sameindaefna, rafdrægni, sterk og veik efnatengi, lausnir, þeytulausnir, leysni, leysnireglan, mólmassi, mól, mólstyrkur lausna, sýrur og basar, sýrustig, hraði efnahvarfa, ensím, helstu flokkar lífrænna efna og einkenni þeirra, IUPAC-nafnakerfið, efnafræði snyrtivara, varhugaverð efni í snyrtivörum. Undanfari: EFNA2GR03

F

  • FABL2FL05 | FabLab I

    Lýsing: Að kynnast möguleikum starfrænnar tækni, frjáls hugbúnaðar, Fab Lab smiðju og að geta notað tækni 21. aldarinnar með starfrænum framleiðsluaðferðum. Nemendur kynnast áhöldum smiðjunnar í gegnum verkefni sem boðið er upp á. Kennt er á frí tvívíddar og þrívíddar teikniforrit sem henta fyrir hönnun og auka nýsköpun. Verkefni eru síðan framkvæmd í tölvustýrðum laserskera, vínylskera og þrívíddar prentara. Nemandinn öðlast færni til að virkja sköpunarkraft sinn og koma þeirri þróun í framkvæmd í FabLab-smiðju. Undanfari:
  • FABL3HF05 | FabLab II

    Lýsing: Markmið áfangans er að þjálfa nemendur í ýmsum þáttum sem lúta að kunnáttu sem krafist er á 21. öldinni. Þar sem tæknileg úrlausnarefni eru leyst og unnin í alþjóðlegu hópastarfi. Tengja þekkingu sem fyrir er við notkun á laserskera, vínylskera, fræsivél, þrívíddarprentun, þrívíddarskönnun og forritun. Aukin áhersla er á verkefnavinnu og teymisvinnu. Í áfanganum er farið yfir ferli vöruþróunar frá hugmynd að vöru. Farið er yfir hugmyndavinnu, skissutækni, hönnun í tví- og þrívídd, fræsingu afsteypumóta og gerð afsteypa. Farið er yfir nokkur grunnatriði forritunar, örgjörvar eru forritaðir og rafrásir gerðar. Þá er einnig farið í ferli við að koma vöru á framfæri og nemendur gera sína eigin frumgerð að vöru til framleiðslu. Undanfari:
  • FABS1FS02 | FabLab á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er kenndur í tölvum og FabLab (Fabrication Laboratory) sem er stafræn smiðja búin tækjum, verkfærum og hugbúnaði til að hanna og búa til nánast hvað sem er. Nemendur fá kynningu á búnaði smiðjunnar og þeim möguleika sem felast í notkun hans. Kennt er á þrívíddar- teikniforritið Tinkercad en auk þess læra nemendur undirstöðuatriði í tvívíddarteikniforritinu Inkscape. Bæði forritin er hægt að nálgast endurgjaldslaust á Netinu og henta þau vel fyrir hönnun og nýsköpun. Nemendur vinna undir handleiðslu kennara við verkefnavinnu í þrívíddarprentara og laserskera og þeir læra að styðjast við gátlista við notkun tækjanna. Mikil áhersla er lögð á að nemandinn læri öryggisreglur sem lúta að meðhöndlun tækja og notkun verkfæra og spilliefna. Fjallað er um nýtingu efnis s.s. viðar- og plexiplatna og nemendur læra um flokkun og mikilvægi endurvinnslu. Í áfanganum er lögð áhersla á sjálfstæði, sköpunargleði, frumkvæði, vandvirkni, vinnusemi og útsjónarsemi. Undanfari:
  • FABS1HS03 | FabLab á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er kenndur í tölvum og Fab Lab (Fabrication Laboratory) sem er stafræn smiðja búin tækjum, verkfærum og hugbúnaði til að hanna og búa til nánast hvað sem er. Nemendur þekkja búnað smiðjunnar og nýta hann við hönnun, samsetningu og lokafrágang á fjölbreyttum hlutum. Áhersla er lögð á flóknari viðfangsefni í áfanganum þar sem reynir á útsjónarsemi nemenda, sjálfstæði og þekkingu á hugbúnaði og verkfærum. Nemendur vinna út frá ákveðnum þemum sem ákveðin eru í samvinnu við kennara. Nemendur vinna á skapandi og gagnrýnin hátt sjálfstætt og með öðrum. Undanfari:
  • FABS1LL02 | FabLab á starfsbraut - ljós og lampar

    Undanfari:
  • FABS1RF03 | FabLab á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er kenndur í tölvum og Fab Lab (Fabrication Laboratory) sem er stafræn smiðja búin tækjum, verkfærum og hugbúnaði til að hanna og búa til nánast hvað sem er. Nemendur þekkja búnað smiðjunnar og nýta hann við hönnun, samsetningu og lokafrágang á fjölbreyttum hlutum. Áhersla er lögð á flóknari viðfangsefni í áfanganum þar sem reynir á útsjónarsemi nemenda, sjálfstæði og þekkingu á hugbúnaði og verkfærum. Í áfanganum fá nemendur kynningu á rafmagnsíhlutum og hanna og setja saman einfalda hluti sem nýta hluti eins og smámótora og hjól. Í áfanganum er lögð áhersla á sjálfstæði, sköpunargleði, frumkvæði, vandvirkni, vinnusemi og útsjónarsemi. Undanfari:
  • FABS1TT02 | FabLab á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er kenndur í tölvum og Fab Lab (Fabrication Laboratory) sem er stafræn smiðja búin tækjum, verkfærum og hugbúnaði til að hanna og búa til nánast hvað sem er. Nemendur kynnast enn frekar búnaði smiðjunnar og þeim möguleikum sem felast í notkun hans. Kennt er á tvívíddar- (Inkscape) og þrívíddar teikniforrit (Tinkercad) sem henta fyrir hönnun og nýsköpun. Nemendur þjálfast í notkun laserskera og þrívíddarprentara og læra grunnatriði í notkun vínilskera og hitapressu. Áhersla er á að efla skilning nemenda á mælieiningum og lengdarmælingum s.s mm og cm og nemendur fá þjálfun í að mæla með mælitækjum eins og málböndum og skífumælum. Nemendur þjálfast í notkun á hugbúnaði og hinum ýmsu tækjum smiðjunnar í gegnum verkefnavinnu og eru þeir hvattir til að koma með eigin hugmyndir við úrlausnir verkefna. Í áfanganum er lögð áhersla á sjálfstæði, sköpunargleði, frumkvæði, vandvirkni, vinnusemi og útsjónarsemi. Undanfari:
  • FABS1VS02 | FabLab á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er kenndur í tölvum og Fab Lab (Fabrication Laboratory) sem er stafræn smiðja búin tækjum, verkfærum og hugbúnaði til að hanna og búa til nánast hvað sem er. Nemendur þekkja búnað smiðjunnar og nýta hann við hönnun, samsetningu og lokafrágang á fjölbreyttum hlutum. Markmið áfangans er að tengja þekkingu sem fyrir er við notkun laserskera, vínylskera, þrívíddarprentun, þrívíddarskönnun og forritun. Áhersla er á að nemendur vinni sjálfstætt við úrlausnir verkefna, öðlast færni í að virkja sköpunarkraft sinn og koma eigin hugmynd í framkvæmd. Nemendur eru hvattir til að hafa taka þátt í uppbyggilegri og gagnrýnni umræðu um verk sín og annarra. Undanfari:
  • FABS2RF03 | FabLab á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er kenndur í tölvum og Fab Lab (Fabrication Laboratory) sem er stafræn smiðja búin tækjum, verkfærum og hugbúnaði til að hanna og búa til nánast hvað sem er. Nemendur þekkja búnað smiðjunnar og nýta hann við hönnun, samsetningu og lokafrágang á fjölbreyttum verkefnum. Áhersla er lögð á sjálfstæða vinnu í áfanganum þar sem reynir á útsjónarsemi nemenda, hugmyndarflug og þekkingu á hugbúnaði og verkfærum. Í áfanganum vinna nemendur með ýmsa rafmagnsíhluti og hanna og setja saman einfalda hluti sem nýta hluti eins og smámótora og hjól. Í áfanganum er lögð áhersla á sjálfstæði, sköpunargleði, frumkvæði, vandvirkni, vinnusemi og útsjónarsemi. Undanfari: FABS1RF03
  • FATS2SB05 | Saumtækni og sníðagerð II

    Lýsing: Í áfanganum er unnið með grunnsnið út frá stöðluðum málum og þau notuð til að vinna flóknari sniðútfærslur í minni hlutföllum til yfirfærslu í stærri stærðir. Flóknari saumtækniatriði eru unnin eftir vinnuleiðbeiningum bæði í máli og myndum. Lögð er áhersla á skipulagt vinnuferli og þjálfun í mátun sniða með saumi á prufuflíkum og leiðréttingu sniða eftir mátun. Unnar eru saumtækniprufur er tengjast buxnasaumi og buxur í fullri stærð saumaðar. Kennd er sniðagerð fyrir teygjanleg efni og saumtækni á slíkum efnum. Einnig er farið í gerð herrasniða. Sérstök áhersla er lögð á vandvirkni við alla þætti áfangans. Undanfari:
  • FATS2SP05 | Saumtækni og sníðagerð I

    Lýsing: Nemendur læra að vinna með grunnsnið, sniðútfærslur og stærðartöflur. Lögð er áhersla á saumtækni með ýmsum gerðum af prufusaumi og læsi á vinnulýsingar í texta og myndum. Farið er sérstaklega í notkun á saumavélum, overlockvélum og straujárni. Unnið er með samspilið á milli tískuteikninga, flatra vinnuteikninga og sniðútfærslna í minni hlutföllum, ½ stærð og yfirfærslu í 1/1 stærðir. Nemendur læra að mæla efnismagn fyrir flíkur út frá sniðum og notkun á flísilíni, tvinnagerðum og öðru tilleggi varðandi saum og frágang. Nemendur búa til sitt eigið grunnsnið og sauma prufupils, lögð er áhersla á mátun og leiðréttingu sniða og stílbreytingu. Kynnt er hvernig unnið er með tilbúin snið úr sníðablöðum. Lokaverkefnið er fullunnið pils. Lögð er áhersla á að nemendur skilji vinnuferlið frá hugmynd að fullunninni flík og temji sér vönduð vinnubrögð við alla þætti ferlisins. Undanfari:
  • FATS3SS05 | Saumtækni og sníðagerð III

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á máltökur, sniðteikningu, saum og mátun. Farið er ítarlega í margbreytilega formun á efriparti á bol og stílbreytingu á ermum í stærð. Nemendur fá þjálfun í saumtækni við saum á saumtækniskyrtu. Kynnt er frjáls formun í sníðagerð (drapering). Nemendur hanna og sauma eigin skyrtu.Lögð er áhersla á hugmyndavinnu, vandvirkni og sjálfstæð vinnubrögð við gerð á skyrtu/blússu. Samhliða er unnin vinnuskýrsla með vinnuferlinu frá hugmynd að fullgerðri flík. Undanfari:
  • FATS3SY05 | Saumtækni og sníðagerð IV

    Lýsing: Nemendur læra að teikna snið fyrir fóðraðan jakka (yfirhöfn), sauma prufuflík og fullgerðan jakka. Einnig er saumaður kjóll eftir eigin hugmynd. Lögð er áhersla á persónulega og skapandi hönnun við gerð á jakka og kjól sem felst í hugmyndavinnu, skissugerð, lokateikningu og vinnuskýrslu er sýnir ferli hönnunar frá hugmynd að fullgerðri flík. Nemandur þjálfast í útreikningi á efnismagni og skipulagi við sníðingu á efni, fóðri og flísilíni. Lögð er áhersla á teikningu grunnsniða og þau notuð til að vinna flóknari sniðútfærslur í stærð og yfirfæra í 1/1. Lögð er áhersla á skipulagt vinnuferli og þjálfun í mátun sniða með saumi á prufuflíkum og leiðréttingu sniða eftir mátun. Undanfari:
  • FELS1FF01 | Félagsfræði á starfsbraut

    Undanfari:
  • FELS1FF02 | Félagsfræði á starfsbraut

    Undanfari:
  • FELS1FM02 | Félagsfræði á starfsbraut

    Undanfari:
  • FELS1NV02 | Félagsfræði á starfsbraut

    Undanfari:
  • FELS1UV02 | Félagsfræði á starfsbraut - umhyggja og velvilji

    Undanfari:
  • FELS1VI02 | Félagsfræði á starfsbraut - vinátta

    Undanfari:
  • FESS1FA01 | Félagsstörf fyrir NFFB

    Undanfari:
  • FESS1FA02 | Félagsstörf fyrir NFFB

    Undanfari:
  • FESS1FA03 | Félagsstörf fyrir NFFB

    Undanfari:
  • FESS1FS01 | Félagsstörf fyrir NFFB

    Undanfari:
  • FESS1FS05 | Félagsstörf fyrir NFFB

    Undanfari:
  • FÉLA2KR05 | Félagsfræðikenningar, rannsóknir og hugtök

    Lýsing: Í áfanganum verður farið yfir helstu kenningar innan félagsfræðinnar svo nemendur öðlist dýpri skilning á þeim og geti beitt þeim við túlkun og greiningu á samfélaginu. Farið verður yfir helstu frumkvöðla og rannsóknaraðferðir greinarinnar. Bornar verða saman eigindlegar og megindlegar rannsóknir og tengsl þeirra við kenningar. Einnig verður farið yfir hugtök eins og tilgáta, kenning og póstmódernismi. Undanfari: FÉLV1SF06
  • FÉLA2KY05 | Kynjafræði

    Lýsing: Í áfanganum er viðfangsefnið kynja- og jafnréttisfræðsla. Fjallað er um jafnrétti, stöðu kynjanna, staðalmyndir, kynhneigð, birtingarmynd kynjanna í fjölmiðlum og stjórnmálum, klámvæðingu, kynbundið ofbeldi og fleira. Ýmsar birtingarmyndir kynjaskekkju eru skoðaðar og greindar. Lögð er áhersla á umræður og lýðræðislega nálgun í kennslunni. Nemendur taka mikinn þátt og hafa áhrif á efnisþætti áfangans. Eitt af meginmarkmiðum áfangans er að vekja ungt fólk til meðvitundar um réttindi sín hvað varðar jafnréttismál. Undanfari:
  • FÉLA3AB05 | Afbrotafræði

    Lýsing: Afbrotafræði er ein af undirgreinum félagsfræðinnar og styðst við aðferðir félagsvísinda við rannsóknir á afbrotum og samfélagslegum viðbrögðum. Í þessum áfanga er farið í sjónarhorn og viðfangsefni afbrotafræðinnar. Skoðaðar verða mismunandi tegundir afbrota og afleiðingar þeirra. Umfjöllun um afbrot, afbrotamenn og refsingar endurspegla siðferðishugmyndir og þjóðfélagsviðhorf. Því er lögð áhersla á að nemendur fjalli á gagnrýninn hátt um álitamál er tengjast fráviks- og afbrotahegðun og viðbrögðum samfélagsins við þeim. Undanfari:
  • FÉLA3MÞ05 | Mannfræði og þróunarlönd

    Lýsing: Áfanginn er tvískiptur en fyrri hlutinn beinist að félagslegri mannfræði þar sem nemendur kynnast nálgunum mannfræðinnar, skoða mismunandi menningarheima út frá áherslum um kynhlutverk, lagskiptingu, stríðsrekstur, friðarferli, hagkerfi og trúarhugmyndir. Í seinni hluta áfangans kynna nemendur sér helstu hugmyndir um tvískiptingu heimsins í þróuð og vanþróuð lönd og skoða mismunandi hugmyndir að baki þeim hugtökum sem notuð eru. Einnig er fjallað um málefni sem tengjast samfélögum þriðja heimsins, mismundi túlkun þróunarhugtaksins og ólíkar nálganir í þróunarsamvinnu. Undanfari: FÉLA2KR05
  • FÉLA3RS05 | Réttindi og samfélag

    Lýsing: Í áfanganum verða kynnt helstu hugtök sem tengjast réttindum og skyldum einstaklinga í lýðræðissamfélagi. Meðal málenda sem tekin eru fyrir eru; jafnrétti, kynjafræði, lýðræði, borgaravitund, mismunun og hatursorðræða, hnattvæðing, friður og ofbeldi, réttindi ýmissa minnihlutahópa, íþróttir og dægurmenning. Þá verður fjallað um aukið vægi netsins og áhrif þess á samfélagið. Áfanginn er símatsáfangi þar sem unnin verða lifandi verkefni og tekin verða fyrir ólík málefni sem snerta samfélag okkar og mismunandi réttindi. Í lokin vinna nemendur að stóru lokaverkefni þar sem þau velja einn af ofangreindum áhersluþáttum til þess að fjalla um. Undanfari:
  • FÉLA3ST05 | Stjórnmálafræði

    Lýsing: Stjórnmálafræðin kynnt sem fræðigrein. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum og hugmyndafræði greinarinnar. Helstu stjórnmálastefnur verða kynntar og greindar út frá vinstri-hægri kvarðanum og lagt mat á þær út frá afstöðu þeirra til breytinga og gilda. Stiklað er á stóru í íslenskri stjórnmálasögu og einkennum hvers tímabils. Þá læra nemendur hvernig túlka má stjórnmálakerfi og stjórnmálaþátttöku út frá mismunandi kenningum með megináherslu á Ísland. Nemendum verða kynnt helstu hugtök alþjóðastjórnmála, þar á meðal hugtökin um smáríki og stór ríki. Kynnt verða helstu pólitísku alþjóðasamtök, m.a. Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið og fjallað verður um alþjóðavæðingu, einkenni hennar og möguleg áhrif á stjórnmál framtíðarinnar. Nemendur læra að leggja gagnrýnið mat á átök í stjórnmálum og að rökstyðja slíkt mat. Undanfari:
  • FÉLA3VS05 | Félagsfræði vinnumarkaðarins og starfslíðan á vinnustöðum

    Lýsing: Skoðað verður hvernig vinnumarkaður og starfsumhverfi hefur þróast yfir tíma í ljósi ólíkra kenninga og ýmissa fræðimanna sem áhrif hafa haft á þá þróun. Litið verður m.a. á menningar- og kynjamun á því sem hugtakið vinna stendur fyrir, atvinnuleysi og afleiðingar þess. Nemendur kynna sér rannsóknir sem tengjast efninu. Einnig verður lögð áhersla á að skoða ólíka þætti sem tengjast starfslíðan á vinnustöðum eins og einelti, kulnun, streitu og samskiptaörðuleika. Fjallað verður um hvaða áhrif slíkir þættir geta haft á starfsumhverfi og líðan starfsmanna og skoðaðar mögulegar bjargir ef slíkar aðstæður eru til staðar. Lögð verður áhersla á að nemendur þekki réttindi sín á vinnumarkaði og geri sér grein fyrir hvernig vinnuumhverfi hentar þeim best. Undanfari: FÉLA2KR05
  • FÉLV1SF06 | Félagsvísindi

    Lýsing: Í áfanganum eru grunneiningar samfélagsins skoðaðar út frá sjónarhorni félagsvísinda. Nemendur kynna sér félagslega þætti sem hafa áhrif á einstaklinginn, umhverfi hans og skoðað hvernig einstaklingurinn sjálfur getur haft áhrif á samfélagið. Einnig er lögð áhersla á að nemendur dýpki skilning sinn á skipulagi í eigin samfélagi og annarra svo þeir verði færir um að taka virkan þátt í samfélagslegum umræðum og geti myndað sér eigin skoðanir með gagnrýnið viðhorf að leiðarljósi. Undanfari:
  • FJÁR1FB02 | Fjármálafræðsla á framhaldsskólabraut

    Lýsing: Fjallað er um peninga og hlutverk þeirra í daglegu lífi. Rekstur heimilis og fleira sem snertir fjárhagslegar skuldbindingar. Farið verður yfir launaseðil og frádráttarliði launa. Nemendur gera heimilisbókhald fyrir ímyndaða fjölskyldu til að læra mikilvægi þess að halda utan um tekjur og gjöld og setja sér fjárhagsleg markmið. Einnig verður fjallað um réttindi og skyldur einstaklinga á vinnumarkaði. Kynntir verða kostir og gallar ýmissa lánamöguleika og skoðað hvað þarf að hafa í huga við fasteignakaup. Þá verður farið yfir hvernig öðlast má fjárhagslegt sjálfstæði. Að lokum verður fjallað um alþjóðahagkerfið. Undanfari:
  • FJÁR2FI05 | Fjármálalæsi

    Lýsing: Markmið áfangans er að upplýsa nemendur um fjármál einstaklinga og gildi þess að hafa yfirsýn yfir eigin útgjöld og tekjur. Í áfanganum er farið yfir rekstur heimilis og fleira sem snertir fjárhagslegar skuldbindingar. Nemendur er kennt að færa heimilisbókhald og aðrar hagnýtar leiðir til að hafa yfirsýn yfir fjármálin. Launaseðillinn verður skoðaður og farið yfir skatta, stéttarfélög og lífeyrissjóði. Þá verður skoðað og fjallað um hver réttindi og skyldur einstaklinga eru á vinnumarkaði. Kynntir verða kostir og gallar ýmissa lánamöguleika og skoðað hvað þarf að hafa í huga við fasteignakaup og aðrar fjárhagslegar skuldbindingar einstaklinga. Farið yfir hvernig öðlast má fjárhagslegt sjálfstæði og það hvernig eigi að setja sér raunhæf fjárhagsleg markmið. Þá verður skoðað hvernig er hægt að fjárfesta og hvernig er best að spara. Þá verður rýnt í hvernig alþjóðahagkerfið virkar og tengsl fjármála á vettvangi hins hnattræna heims. Undanfari:
  • FJÁS1FF01 | Fjármálafræðsla á starfsbraut

    Undanfari:
  • FJÖL2DM05 | Fjölmiðlar og dægurmenning

    Lýsing: Með því að beita gagnrýnu sjónarhorni á dægurmenningu má skilja og skýra hina ýmsu þætti félagsgerðar, félagslegra samskipta og félagslegra breytinga. Í áfanganum verður farið í greiningu á afþreyingarefni eins og kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og dægurtónlist með það að markmiði að nemendur fái þjálfun í því að greina áhrif dægurmenningar á samfélagsgerð í tíma og rúmi. Skoðað verður hvernig dægurmenning hefur þróast og rýnt í hlutverk hennar á ólíkum tímaskeiðum sögunnar. Hvernig hafði tónlist áhrif á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar? Hvernig má greina stöðu alþjóðamála í gegnum kvikmyndir? Hvernig birtast ólíkar staðalímyndir í gegnum sjónvarpsþættina? Áhersla verður á að hlusta á tónlist frá mismunandi tímabilum, horft á kvikmyndir og sjónvarpsþætti og rýnt í þróun tölvuleikja. Undanfari:
  • FJÖL2FH05 | Fjölmiðlaheimurinn og hagnýt fjölmiðlun

    Lýsing: Saga fjölmiðlunar er kynnt og fjallað er um margvísleg áhrif fjölmiðla á samfélagið og hlutverk þeirra í félagsmótun einstaklinga. Lögð er áhersla á fjölbreytt og skapandi verkefni þar sem nemendur vinna sitt eigið fjölmiðlaefni í samhengi við ólíkar gerðir miðlunar. Einnig að nemendur séu færir um að greina áhrif fjölmiðla og tileinki sér aðferðir við frétta- og greinaskrif. Varpað er ljósi á ólík störf og fjölbreytta starfsmöguleika innan fjölmiðla og fjölmiðlafyrirtæki heimsótt. Fjallað er um aukið vægi samfélagsmiðla í fjölmiðlum í dag sbr. facebook, twitter og youtube og rætt um möguleg áhrif þess og afleiðingar. Undanfari: FÉLV1SF06
  • FJÖL3MV05 | Myndveruleikinn

    Lýsing: Viðfangsefni áfangans er myndveruleikinn og sú myndræna bylting sem átt hefur sér stað í ólíkum fjölmiðlum. Raunveruleikinn í dag er mjög myndrænn, hvort sem átt er við dagblöð, tímarit, sjónvarp, tölvuleiki, kvikmyndir eða Netið almennt. Nemendur kynnast sögu myndvæðingar, kynnast eðli ólíkra myndmiðla allt frá málverkum til ljósmynda (tísku-, frétta- og auglýsingaljósmyndir) og hreyfimyndum (kvikmyndir, sjónvarp, auglýsingar, Netið). Nemendur vinna með ólíka þætti myndmálsins og leggja mat á áhrifamátt þess í samhengi við ólíka samfélagsgerð bæði í tíma og rúmi. Þá verður rýnt í hlutverk myndarinnar í áróðurslegum tilgangi, m.a. í stríðsrekstri og í því að viðhalda ákveðnum samfélagslegum gildum, m.a. gagnvart stöðu kynjanna. Undanfari: FJÖL2FH05
  • FJÖL3PN05 | Prent - , ljósvaka - og netmiðlar

    Lýsing: Gerð er krafa um staðgóða undirstöðukunnáttu. Nemendur dýpka þekkingu sína í fræðilegri umfjöllun um hlutverk og gildi fjölmiðla í þjóðfélaginu með lestri, viðtölum og vettvangsferðum. Verkefnavinna, ýmist einstaklings eða hópvinna, er veigamesti þátturinn í áfanganum. Æskilegt er að nemendur sérhæfi sig út frá eigin áhugasviði í þessum verkefnum og velji eitt eftirtalinna: dagblöð/tímarit, ljósvakamiðla, kvikmyndir, myndmiðla eða Netið. Áfanginn og sú færni sem nemendur tileinka sér getur nýst sem góður grunnur fyrir lokaverkefni félagsfræðabrautar. Undanfari: FJÖL2FH05
  • FJÖL3SF05 | Fjölmiðlar og stjórnmál

    Lýsing: Hvernig hafa fjölmiðlar áhrif á þróun stjórnmála og hvernig hafa stjórnkerfi landa áhrif á fjölmiðlafrelsi? Hvernig hafa samfélagsmiðlar haft áhrif á pólitíska þátttöku fólks? Skoðuð eru raunveruleg dæmi um það hvernig samfélagsmiðlar hafa áhrif á stjórnmál nútímans í samhengi við það hvernig fólk getur nýtt sér nútíma fjölmiðlun til þess að auka lýðræði sem og hvernig þeir eru nýttir til þess að breiða út hvers konar boðskap. Þá er rýnt í það hvort og þá hvernig stjórnmálamenn hafa tileinkað sér þetta nýja form miðlunar og spáð í áhrif þess á stjórnmál framtíðarinnar. Dæmi um viðfangsefni: Arabíska vorið, öfgahreyfingar, samfélagsleg gagnrýni í sjónvarpsþáttum og á samfélagsmiðlum, áhrif Wikileaks á alþjóðasamfélagið, notkun stjórnmálamanna á samfélagsmiðlum til þess að vinna kosningar o.fl. Einnig er skoðað sérstaklega hvernig fjölmiðlar fjalla um stríð. Undanfari: FJÖL2FH05
  • FJÖS1FF01 | Fjölmiðlafræði á starfsbraut

    Undanfari:
  • FORK2FE05 | Forritunarkeppni

    Undanfari: FORR2MY05
  • FORR1GR05 | Forritun I

    Lýsing: Farið er í undirstöðuatriði forritunar. Í áfanganum fá nemendur undirstöðuþjálfun í forritun í hlutbundnu forritunarmáli. Námið stuðlar að færni þátttakenda í undirstöðuatriðum forritunar s.s. skilyrðissetningum, slaufum, aðferðum og strengjavinnslu. Lögð er áhersla á að þátttakendur sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Nemendur temja sér öguð og viðurkennd vinnubrögð við greiningu, hönnun og prófun tölvuforrita. Námið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám í forritun. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemanda og skilum á verkefnum. Undanfari:
  • FORR2FK02 | Undirbúningur fyrir forritunarkeppni

    Undanfari:
  • FORR2LE02 | Tölvuleikjaforritun

    Lýsing: Farið verður í tölvuleikjaforritun með leikjavélinni Unity3D. Í áfanganum munu nemendur setja upp fjóra tölvuleiki sem mun kenna þeim grunninn í tölvuleikjagerð. Undanfari: FORR1GR05
  • FORR2MY05 | Forritun II

    Lýsing: Farið er í undirstöðuatriði forritunar með myndrænum notendaskilum. Nemendur fá að kynnast mismunandi aðferðum við myndræna framsetningu á forritum. Haldið verður áfram að kenna grunnatriði forritunar, s.s. strengjavinnslu, slaufur, skilyrðissetningar og skráarvinnslu. Nemendur vinna verkefni þar sem þeir hanna og búa til skjámyndir og forrita virkni þeirra. Kennd eru öguð og viðurkennd vinnubrögð við greiningu og hönnun tölvuforrita. Námið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám í forritun. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemanda og skilum á verkefnum. Undanfari: FORR1GR05
  • FORR2UG03 | Leikjaforritun í Unity

    Lýsing: Unity leikjavélin er gríðarlega vinsæl og hefur verið notuð til að búa til leiki eins og Fall Guys. Í þessum áfanga munu nemendur læra grunninn í notkun á þessari leikjavél svo hægt sé að búa sjálf til leiki. Nemendur læra að búa til "third person", FPS, RTS og platformer leiki, svo eftir áfangann ættu nemendur að vera komnir nægilega afstað til þess að geta farið sjálfir að leika sér í Unity vélinni. Undanfari:
  • FORR3MY03 | Forritun III

    Lýsing: Farið er nánar í hönnun og smíði forrita með myndrænum notendaskilum. Haldið er áfram að vinna með strengi, slaufur, fylki, lista og skráarvinnslu. Farið er í hlutbundna forritun. Nemendur fá kynningu á myndrænni framsetningu sem hægt er að nýta til tölvuleikjagerðar. Lögð er mikil áhersla á að nemendur verði sjálfstæðir í vinnubrögðum og að þeir læri að afla sér þekkingar af netinu. Nemendur velja sér sjálfir áhugasvið og afla sér þekkingar innan þess áhugasviðs til þess að geta hannað og búið til flóknari forrit. Undanfari: FORR2MY05
  • FORR3MY05 | Forritun III

    Lýsing: Farið er nánar í hönnun og smíði forrita með myndrænum notendaskilum. Haldið er áfram að vinna með strengi, slaufur, fylki, lista og skráarvinnslu. Farið er í hlutbundna forritun. Nemendur fá kynningu á myndrænni framsetningu sem hægt er að nýta til tölvuleikjagerðar. Lögð er mikil áhersla á að nemendur verði sjálfstæðir í vinnubrögðum og að þeir læri að afla sér þekkingar af netinu. Nemendur velja sér sjálfir áhugasvið og afla sér þekkingar innan þess áhugasviðs til þess að geta hannað og búið til flóknari forrit. Undanfari: FORR2MY05
  • FORS1SF02 | Forritun á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum munu nemendur fá undirstöðuþjálfun í forritun í myndrænu forritunarmáli. Lögð verður áhersla á að nemendur temji sér öguð og sjálfstæð vinnubrögð í allri vinnu. Sérstök rækt verði lögð við að sköpunarkraftur nemenda fái að njóta sín. Undanfari:
  • FOTS2BA04 | Fótsnyrting I

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur vinnustöðu og verklag við grunnfótsnyrtingu. Þeir læra uppsetningu og undirbúning vinnuaðstöðu og móttöku viðskiptavina, greiningu á fótum, húð og nöglum. Áhersla er lögð á grunnþætti fótsnyrtingar eins og að þjala og bóna neglur, hreinsa naglabönd og sigg af fótum. Nemendur læra fótanudd, lökkun á tánöglum og að greina algengustu vandamál fóta og tánagla. Verklegar æfingar miða að því að nemendur þjálfist og geti veitt viðskiptavini fótsnyrtingu innan þeirra tímamarka sem til er ætlast. Lögð er áhersla á efnis- og vöruþekkingu varðandi alla verkþætti grunnfótsnyrtingar. Í bóklegum hluta áfangans læra nemendur um bein og vöðva fóta, séreinkenni húðar og nagla á fótum og algengustu fótamein. Nemendur læra einnig um ástæður mismunandi vandamála í húð og tánöglum svo sem húðþykknunar og niðurgróna nagla. Undanfari: ANMF1AA07
  • FOTS2CA02 | Fótsnyrting II

    Lýsing: Í þessum áfanga læra nemendur nánar greiningu fóta og tánagla. Dýpkuð er þekking þeirra á snyrtingu fóta með áherslu á húð- og naglavandamál og snyrtivörur tengdar þeim. Nemendur læra að nota rafmagnsbor í fótsnyrtingu og fá viðbótarþjálfun í henni. Nemendur fá fræðslu um algengustu nagla- og fótamein og læra að þekkja forsendur fyrir vali á mismunandi meðferð fyrir fætur. Undanfari: FOTS2BA04
  • FRAM3NS02 | Framtíðin og náms- og starfsval

    Lýsing: Áfanginn snýst um að nemendur sem eru komnir á seinni hluta náms við framhaldsskóla fái tækifæri til að velta fyrir sér framtíðarmöguleikum í lífi og starfi að lokinni útskrift. Tengt verður við áhugasvið nemanda, styrkleika þeirra og gildismat. Einnig er fjallað um áhrif samfélagslegra þátta á náms- og starfsferil og samspil vinnu og einkalífs. Undanfari:
  • FRLA3RA05 | Forritanleg raflagnakerfi I

    Lýsing: Í áfanganum kynnast nemendur forritanlegum hússtjórnarkerfum. Farið er uppbyggingu á DALI og Funk-bus hústjórnarkerfum og hönnun þeirra. Nemendur læra uppsetningu kerfa ásamt efnisvali og möguleikum búnaðar til stjórnunar rafkerfa í flestum tegundum bygginga. Farið er í virkni einstakra íhluta og þeir tengdir og forritaðir þannig að nemendur fá þjálfun í að vinna sjálfstætt við uppsetningu og virkjun búnaðar og séu færir um að leiðbeina öðrum um notkun hans. Nemendur læra á viðeigandi forrit til að virkja búnaðinn ásamt frágangi á tæknilegum skjölum. Undanfari:
  • FRLA3RB05 | Forritanleg raflagnakerfi II

    Lýsing: Í áfanganum kynnast nemendur forritanlegu hússtjórnarkerfi og búnaði sem samþykktur er af KNX samtökunum. Farið er uppbyggingu á KNX hússtjórnarkerfi ásamt skipulagi teikninga og annara tæknilegra skjala til undirbúnings hönnunar og forritunar á búnaði. Farið er í virkni einstakra íhluta KNX kerfis og forritunarskrár sóttar á heimasíðu framleiðenda ásamt tæknilegum skjölum til að forrita búnaðinn. Búnaður er settur upp í ETS forriti þar sem parametrar eru stilltir og búnaður tengdur saman á viðeigandi hátt. Nemendur tengja búnaðinn ásamt því að hlaða niður forritun og virkja búnað. Farið er í virkni einstakra íhluta og þeir tengdir og forritaðir þannig að nemendur fái þjálfun í að vinna sjálfstætt við uppsetningu og virkjun búnaðar og séu færir um að leiðbeina öðrum um notkun þess. Nemendur tengja saman KNX, DALI og Funk-bus við lausnir verkefna. Farið er í birtu og hitastýringar þar sem áhersla er lögð á viðveru í rýmum og orkusparnað. Undanfari:
  • FRNS3NS02 | Framtíðin og náms- og starfsval

    Lýsing: Áfanginn snýst um að nemendur sem eru komnir á seinni hluta náms við framhaldsskóla fái tækifæri til að velta fyrir sér framtíðarmöguleikum í lífi og starfi að lokinni útskrift. Tengt verður við áhugasvið nemanda, styrkleika þeirra og gildismat. Einnig er fjallað um áhrif samfélagslegra þátta á náms- og starfsferil og samspil vinnu og einkalífs. Undanfari:
  • FRUM2FR01 | Frumkvöðlabúðir

    Undanfari:
  • FRUM2FR02 | Frumkvöðlabúðir

    Undanfari:
  • FRVV1FB05 | Framkvæmdir og vinnuvernd

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um bygginga- og mannvirkjagerð með áherslu á verkferli og öryggismál. Nemendur læra um undirbúning og upphaf framkvæmda, hlutverk og ábyrgð einstakra fagstétta, skipulag og stjórnun á vinnustað, samstarf og samskipti, áætlanagerð og gæðastýringakerfi. Kennd er skyndihjálp, rétt líkamsbeiting, notkun hlífðarbúnaðar, meðferð hættulegra efna, umgengni við rafmagn og farið yfir notkun hjálpartækja og búnaðar við mismunandi verk. Að lokum er gerð grein fyrir námsleiðum í bygginga- og mannvirkjagreinum á framhalds- og háskólastigi. Kennsla fer aðallega fram með fyrirlestrum og verkefnavinnu en í skyndihjálp er jafnframt lögð áhersla á sýnikennslu og verklegar æfingar. Efnisatriði/kjarnahugtök: Húsasmíði, múraraiðn, pípulagnir, málaraiðn, dúkalögn og veggfóðrun, húsgagnasmíði, sveinn, meistari, löggiltar iðngreinar, arkitekt, verkfræðingur, tæknifræðingur, byggingafræðingur, framhaldsskólar, iðnnám, tækniháskólar, háskólar, undirstöður, burðarvirki, fokheld bygging, tilbúin til innréttingar, fullgerð án lóðarfrágangs, fullgerð bygging, byggingafulltrúi, byggingastjóri, úttektir, gæðastjórnun, skipulagning verkframkvæmda, kynning á lögum og reglum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, öryggistrúnaðarmaður, öryggisnefnd, slysatilkynning, slysaflokkun, orsakir slysa, bakáverkar, blástursmeðferð, brunasár, beinbrot, endurlífgun, eitranir, hálsáverkar, heilablæðing, hitakrampi, heilahristingur, læst hliðarlega, sár, bráð veikindi, umbúðir, verkpallur, stigi, búkki, líkamsbeiting, hlífðarbúnaður einstaklinga, öryggisbúnaður við mismunandi verk, hættuleg efni, brunavarnir, kynning á lögum um brunavarnir, eldvarnareftirlit, rafmagn á vinnustað, förgun spilliefna, rykmengun og loftmengun, öryggisstefna, ábyrgð, slysatryggingar, kjara- og ráðningarsamningar, brot og viðurlög, spenna, straumur, afl, kló, kapall, yfirálagsvörn, bræðivari og aðalvari, aðalrofi. Undanfari: TRÉS1HV08, TRÉS1VÁ05
  • FÖRÐ1AA03 | Förðun I

    Lýsing: þessum byrjunaráfanga læra nemendur vinnustöðu og verklag við förðun þar sem lagður er grunnur fyrir meiri skyggingar. Nemendur læra uppsetningu, undirbúning og frágang á vinnuaðstöðu og móttöku viðskiptavina. Nemendur eru þjálfaðir í andlitsgreiningu, litavali og grunnförðun. Áhersla er lögð á að farða í samræmi við andlits- og litgreiningu ásamt réttu vöruvali. Undanfari:
  • FÖRÐ1AB02 | Förðun I

    Lýsing: Í þessum byrjunaráfanga læra nemendur að gera grein fyrir mismunandi andlitslagi og þörfum einstaklinga. Fjallað er um hlutverk förðunar og áhersla lögð á efnislega þekkingu förðunarvara og förðunaráhalda eins og t.d. ólíka förðunarbursta, svampa og púðurkvasta. Litir litahringsins eru greindir í heita og kalda liti með tilliti til litanotkunar innan snyrtifræðinnar. Nemendur læra að þekkja mismunandi litarátt einstaklinga svo sem augn- og háralit og undirtón húðar. Þeir eru þjálfaðir í að geti valið liti, í samræmi við greiningu á litarhætti, förðunarvörum, naglalakksliti og valið liti á augabrúnir og augnhár þegar notaðir eru ekta litir. Nemendur læra að þekkja áhrifamátt lita og mun á áferð á þeim eins og sanseruð, möttu perlu o.fl. Undanfari:
  • FÖRÐ2BA04 | Förðun II

    Lýsing: Í þessum áfanga læra nemendur að skilgreina muninn á mismunandi förðun eftir tilefnum. Kennd er förðun með tilliti til gleraugnanotkunar og aldurs. Lögð er áhersla á mismunandi skyggingar í kvöld-, brúðar- og leiðréttingarförðun í samræmi við andlitsgreiningar. Nemendur öðlast dýpri skilning á förðun að viðbættum sértækari verkþáttum og ná tökum á skyggingu og blöndun lita. Undanfari: FÖRÐ1AA03, FÖRÐ1AB02
  • FÖRÐ3CA04 | Förðun III

    Lýsing: Í áfanganum er farið í förðun fyrir svart/hvítar- og litljósmyndir, förðun frá mismunandi tímabilum, notkun lýtafarða og ýmsar sérhæfðar farðanir. Áhersla er lögð á skilning á mismunandi förðun þar sem sýna þarf hæfni í litavali og skyggingum andlitsins. Nemendur þekkja forsendur fyrir vali á mismunandi undirfarða, farða og öðrum förðunarvörum og öðlast viðbótarþjálfun í verklegri förðun. Gerðar eru meiri kröfur um færni og sjálfstæðra vinnubragða. Tekin eru fyrir sérstök verkefni, t.d. farðað fyrir tískusýningar. Undanfari: FÖRÐ2BA04

G

  • GAGN1QU03 | Gagnasafnsfræði I

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur að nota SQL-fyrirspurnarmálið og kynnast gagnagrunnum. Markmið námskeiðsins er að stuðla að öflugri færni þátttakenda í notkun SQL-fyrirspurnamálsins. Nemendur læra að setja upp aðgerðir sem vinna úr upplýsingum sem geymdar eru í gagnagrunnum. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og almennar vinnureglur varðandi notkun á gagnagrunnum og SQL-fyrirspurnarmálinu. Lögð er rík áhersla á að námskeiðið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám eða störf. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum Undanfari:
  • GAGN1QU05 | Gagnasafnsfræði I

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur að nota SQL-fyrirspurnarmálið og kynnast gagnagrunnum. Markmið námskeiðsins er að stuðla að öflugri færni þátttakenda í notkun SQL-fyrirspurnamálsins. Nemendur læra að setja upp aðgerðir sem vinna úr upplýsingum sem geymdar eru í gagnagrunnum. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og almennar vinnureglur varðandi notkun á gagnagrunnum og SQL-fyrirspurnarmálinu. Lögð er rík áhersla á að námskeiðið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám eða störf. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum Undanfari:
  • GAGN2DB05 | Gagnasafnsfræði II

    Lýsing: Í áfanganum verður kafað dýpra í SQL og farið í gerð gagnagrunna. Markmið námskeiðsins er að stuðla að öflugri færni þátttakenda í notkun á SQL fyrirspurnamálsins við að setja upp gagnagrunna og að vinna með þá. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og almennar vinnureglur varðandi notkun á gagnagrunnum og SQL fyrirspurnarmálinu. Lögð er rík áhersla á að námskeiðið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám eða störf. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum. Undanfari: GAGN1QU03
  • GAGN3PS05 | Gagnasafnsfræði III

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur að tengja saman vefkerfi og gagnagrunna með PHP og SQL-forritunarmálin aðallega. Einnig verður skoðað hvernig ýmis önnur forritunarmál tengjast við SQL gagnagrunna. Markmið áfangans er að stuðla að öflugri færni þátttakenda í að geta nýtt sér þekkingu sem þeir hafa aflað í forritunarmálunum HTML, CSS, PHP og SQL til gera stærri verkefni. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og að nemendur temji sér almennar vinnureglur varðandi forritunarvinnu á Netinu. Rík áhersla er lögð á að námskeiðið nýtist sem undirbúningur fyrir frekara nám eða störf. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum. Undanfari: GAGN2DB05, VFOR2PH05
  • GEBE2GB02 | Gettu betur

    Undanfari:
  • GERI3ÞJ01 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun

    Undanfari:
  • GERI3ÞJ02 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 1 viku

    Undanfari:
  • GERI3ÞJ03 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 2 vikur

    Undanfari:
  • GERI3ÞJ05 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 3 vikur

    Undanfari:
  • GERI3ÞJ07 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 4 vikur

    Undanfari:
  • GERI3ÞJ08 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 5 vikur

    Undanfari:
  • GERI3ÞJ10 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 6 vikur

    Undanfari:
  • GERI3ÞJ12 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 7 vikur

    Undanfari:
  • GERI3ÞJ13 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 8 vikur

    Undanfari:
  • GERI3ÞJ15 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 9 vikur

    Undanfari:
  • GERI3ÞJ17 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 10 vikur

    Undanfari:
  • GERI3ÞJ19 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 11 vikur

    Undanfari:
  • GERI3ÞJ20 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 12 vikur

    Undanfari:
  • GERI3ÞJ22 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 13 vikur

    Undanfari:
  • GERI3ÞJ24 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 14 vikur

    Undanfari:
  • GERI3ÞJ25 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 15 vikur

    Undanfari:
  • GERI3ÞJ27 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 16 vikur

    Undanfari:
  • GLÚT2HH08 | Gluggar og útihurðir

    Lýsing: Í áfanganum er kennd smíði glugga og útihurða með áherslu á trésamsetningar, vélavinnu og handverk. Nemendur læra um viðartegundir og önnur smíðaefni sem notuð eru í glugga og útihurðir, áhöld og tæki, samsetningaraðferðir, yfirborðsmeðferð og smíðisfestingar. Lögð er áhersla á að nemendur geti gengið úr skugga um gæði þeirra smíðaefna sem unnið er með og að endanlegur smíðishlutur uppfylli kröfur um málsetningar og útlit m.m. Nemendur fá áframhaldandi þjálfun í notkun og umgengni við allar algengar trésmíðavélar og kynnast flóknari vélbúnaði sem sérstaklega tengist glugga- og hurðasmíði. Kennsla er að mestu verkleg þar sem nemendur smíða hluti eftir teikningum og verklýsingum. Áfanginn er ætlaður bæði húsasmiðum og húsgagnasmiðum. Undanfari: TRÉS1VT08
  • GRTE1FF05 | Grunnteikning I

    Lýsing: Í áfanganum kynnast nemendur helstu áhöldum og efnum sem notuð eru við teikningu og þrívíddarhönnun. Nemendur læra hornrétta fallmyndun með því að sýna hlut frá minnst þremur sjónarhornum: framan frá (F) frá hlið (H) og ofan frá (O) Nemendur fá æfingu í fríhendisteikningu með því að rissa upp myndir og málsetja þær. Samhliða þessu læra nemendur á mælikvarða og málsetningu og sýna stærðarhlutföll teikninga og raunstærð þeirra hluta sem teikningarnar sýna. Undanfari: STÆR2RM05
  • GRTE1FÚ05 | Grunnteikning II

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur grunnatriði í flatarteikningu og rúmteikningu. Í flatarteikningu læra nemendur um að skipta línum og hornum með bogaskurði, um þríhyrninga og flatarmál með teikningu margvíslegra flatarmynda. Nemendur læra að þekkja helstu form hluta eins og strendinga, strýtur, sívalninga og keilur. Í rúmteikningu læra nemendur að teikna fallmyndir út frá mismunandi sjónarhornum, um sniðskorna hluti og að fletja út yfirborð. Undanfari: GRTE1FF05, TRÉS1HV08, TRÉS1VÁ05

H

  • HANS1HV01 | Handavinna á starfsbraut

    Undanfari:
  • HASN1AA05 | Handsnyrting I

    Lýsing: Í þessum byrjunaráfanga læra nemendur vinnustöðu og verklag við grunn-handsnyrtingu. Þeir læra uppsetningu og undirbúning vinnuaðstöðu og móttöku viðskiptavina og greiningu á höndum, húð og nöglum. Áhersla er lögð á grunnþætti handsnyrtingar eins og að þjala og bóna neglur, hreinsa naglabönd og jafnframt á vöruþekkingu sem tengist fyrrgreindum verkþáttum. Nemendur læra handanudd og naglalökkun og að greina algengustu naglavandamál. Verklegar æfingar miða að því að nemendur þjálfist og geti veitt viðskiptavini grunnhandsnyrtingu með nuddi og lökkun. Í bóklegum hluta áfangans læra nemendur um bein og vöðva framhandleggja og handa. Einnig um séreinkenni húðar á höndum eins. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu í uppbyggingu naglaumgjarðar og naglar. Nemendur læra um orsakir mismunandi naglavandamála svo sem um þunnar, þykkar, hrjúfar eða klofnar neglur og efnis- og vöruþekkingu snyrtivara fyrir handsnyrtingu. Undanfari:
  • HASN2BA03 | Handsnyrting II

    Lýsing: Í þessum áfanga læra nemendur nánar greiningu handa og nagla. Dýpkuð er þekking á snyrtingu handa og nagla með áherslu á húð- og naglavandamál og snyrtivörur tengdar þeim. Nemendur þekkja forsendur fyrir vali á mismunandi meðferð fyrir hendur og neglur og öðlast viðbótarþjálfun í verklegri handsnyrtingu. Nemendur læra um djúphreinsun húðar á höndum og um parafínvax, notkun þess við handsnyrtingu og aðra sérmeðhöndlun. Undanfari: HASN1AA05
  • HASN3CA03 | Handsnyrting III

    Lýsing: Nemendur öðlast viðbótarþjálfun í verklegri handsnyrtingu. Nemendur læra ásetningu á mismunandi gellökkum, naglaskrauti og það sem markaðurinn bíður upp á hverju sinni. Einnig læra þeir um mismunandi tegundir af gervinöglum og að þekkja ásetningu þeirra. Þá læra nemendur að gera við rifur í nöglum og aðra sérmeðhöndlun tengdar nagla og húðvandamálum. Undanfari: HASN2BA03
  • HÁRF2BA04 | Hárfjarlæging I

    Lýsing: Í áfanganum er farið í sögulegt ágrip rafrænnar háreyðingar og þróun varðandi rafstraum og tæki sem notuð er við hana. Nánar er farið yfir líffæra- og lífeðlisfræði hárs og húðar, auk húðsjúkdóma með tilliti til rafrænnar háreyðingar. Farið er í grunnaðferðir við varanlega háreyðingu með galvaní- og riðstraumi og lögð áhersla á að nemendur geti greint á milli mismunandi aðferða með þeim. Nemendur öðlist grunnfærni við fjarlægingu hára, tileinki sér rétt vinnubrögð við verkþætti og hafi þekkingu á undirbúningi og eftirmeðferð húðar. Undanfari: ANMF1AA07
  • HÁRF3CA02 | Hárfjarlæging II

    Lýsing: Nemendur öðlast verklega þjálfun við hárfjarlægingu með mismunandi gerðum af vaxi á utanaðkomandi módelum. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist verklega færni og sýni sjálfstæð vinnubrögð við meðhöndlun og ráðleggingar til viðskiptavina. Nemendur læra að vinna markvisst að verkþáttum þannig að fram komi verkskipulagning, tækni, hraði og leikni í vinnubrögðum. Þeir þjálfast í að greina þarfir viðskiptavina og veita þjónustu í samræmi við þær. Ráðleggja þeim með markvissum hætti, um notkun snyrtivara og þá meðhöndlun í hárfjarlæginu sem í boði er á snyrtistofum. Undanfari:
  • HBFR1HH05 | Heilbrigðisfræði

    Lýsing: Í áfanganum er heilbrigðishugtakið skilgreint. Lögð er áhersla á hlutverk og sögulega þróun heilbrigðisfræði og áhrif hennar á nútíma heilbrigðismál. Fjallað er um helstu heilbrigðisvandamál í nútíma samfélagi og forvarnir gegn þeim. Áhersla er lögð á forvarnarstarf gegn sjúkdómum og slysum, áhættuþætti sem þeim tengjast og hvernig einstaklingar geta haft áhrif á eigið heilbrigði. Fjallað er um skipulag heilbrigðisþjónustunnar og helstu stofnanir, sem móta stefnu í forvörnum, heilsueflingu og heilbrigðisfræðslu. Einnig er fjallað um smitsjúkdómavarnir, kynsjúkdómavarnir, tóbaksvarnir, áfengis- og vímuefnavarnir, geðvernd, beinvernd og mæðra- og ungbarnavernd. Fjallað er um umhverfisheilbrigðisfræði og tengsl mengunar og sjúkdóma skoðuð ásamt helstu mengunarvörnum. Undanfari:
  • HEIH1ST01 | Heilbrigðisfræði á starfsbraut

    Undanfari:
  • HEIM2HU05 | Heimspeki og hugmyndir

    Lýsing: Í áfanganum er heimspekin (ást á visku) kynnt sem fræðigrein og einnig sem lífsmáti. Nemendur kynnast og spreyta sig á klassískum hugtökum og spurningum heimspekinnar svo sem: Hvað er sannleikur; gott líf; réttlæti; fegurð; sál; rök; og dygð? Gagnrýnin og skapandi hugsun er hluti af lifandi heimspekinámi, þar sem réttlætiskennd og sannleiksleit nemenda er leiðarljós í ýmsum samræðuverkefnum sem styrkja virðingu og umburðarlyndi gagnvart hugsunum og skoðunum þátttakenda. Í áfanganum eru verkefni tengd undirgreinum heimspekinnar s.s rökfræði og siðfræði, heimspekileg greining á kvikmynd og nemendur hvattir til að móta sína eigin heimspekilegu sýn á það hvað þeir álíta gott og farsælt líf. Undanfari: FÉLV1SF06
  • HEIM3RL05 | Rök og lífsýn

    Lýsing: Í áfanganum vinna nemendur eftir aðferðum heimspekinnar (ástar á visku) til að skoða ýmis svið lífsins sem heimspekileg hugsun getur lýst ljósi sínu á og gefið merkingu. Trú ,list, borgaralegt samfélag, lög, tíska og vísindi. Rökleg samræða og einstaklingsverkefni miðast við áhugahvöt, réttlætiskennd og sannleiksleit nemenda sjálfra, sem fá þannig tækifæri til að þjálfa og dýpka samræðuhæfni um eigin hugðarefni og afstöður til hluta og málefna. Undanfari: HEIM2HU05
  • HEIS1GR02 | Heimilisfræði á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er eingöngu verklegur og fer fram í kennslueldhúsi. Í áfanganum er unnið með að nemendur upplifi, taki þátt og verði eins sjálfstæðir og mögulegt er við eldhússtörf. Áhersla lögð á verklag og notkun heimilistækja í eldhúsi. Nemendur fá verklega æfingu í að matreiða rétti eftir myndrænum fyrirmælum, framreiða, þvo upp og ganga frá eftir máltíð. Nemendur á þjálfun í almennum borðsiðum og læra um hollar neysluvenjur. Undanfari:
  • HEIS1MA02 | Heimilisfræði á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum fá nemendur þjálfun í að fara eftir einföldum uppskriftum og matbúa ýmsa rétti. Unnið er með mælieiningar og þeir fá þjálfun i að mæla og vigta. Nemendur kynnast borðbúnaði og notkun hans og fá þjálfun í borðlagningu og frágangi. Fjallað er um vinnuskipulag, mikilvægi hreinlætis og næringar samhliða verklegri kennslu. Undanfari:
  • HEIS1ME02 | Heimilisfræði á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er stefnt að því að undirbúa nemendur sem best fyrir eldhússtörf og matseld. Nemendur fá tækifæri til velja og útfæra eigin hugmyndir varðandi matreiðslu og bakstur. Nemendur fá þjálfun í að gera innkaupalista og farið er í mikilvægi flokkunar út frá umhverfissjónarmiði. Undanfari:
  • HEIS1MM01 | Heimilisfræði á starfsbraut

    Lýsing: Áhersla er lögð á mat og matarmenningu mismunandi þjóða. Nemendur fræðast um uppruna matarins og hvernig hefðir, menning, trúarbrögð, lega landa, landsvæði og fleira getur haft áhrif þar á. Nemendur kynnast fjölbreyttu hráefni og þjálfast í að matreiða rétti frá ýmsum löndum. Lögð er áhersla á að nemendur beri virðingu fyrir menningu og hefðum annarra þjóða. Nemendur leysa verkefni á sjálfstæðan hátt en einnig í samvinnu við aðra. Undanfari:
  • HEIS1MM02 | Heimilisfræði á starfsbraut

    Lýsing: Áhersla er lögð á mat og matarmenningu mismunandi þjóða. Nemendur fræðast um uppruna matarins og hvernig hefðir, menning, trúarbrögð, lega landa, landsvæði og fleira getur haft áhrif þar á. Nemendur kynnast fjölbreyttu hráefni og þjálfast í að matreiða rétti frá ýmsum löndum. Lögð er áhersla á að nemendur beri virðingu fyrir menningu og hefðum annarra þjóða. Nemendur leysa verkefni á sjálfstæðan hátt en einnig í samvinnu við aðra. Undanfari:
  • HEIS1MS02 | Heimilisfræði á starfsbraut

    Lýsing: Áhersla er lögð á umhverfislæsi, hagkvæmni, endurvinnslu, nýtingu og sjálfbærni í daglegu lífi. Unnið verður í eldhúsi, farið í vettfangs- og skoðunarferðir í verslanir og endurvinnslustöðvar og aðra staði sem stunda endurvinnslu. Undanfari:
  • HELS1HF01 | Heilsufræði á starfsbraut

    Undanfari:
  • HERS1BH01 | Heilbrigðisfræði á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er hugtökin heilsa og heilsuhegðun skilgreind og farið í þá þætti sem stuðla að bættri heilsu og hvernig unnt sé að hafa áhrif á eigin heilsu. Nemendur læra að nýta sér smáforrit til að fylgjast með heilsuhegðun sinni. Undanfari:
  • HERS1FO01 | Heilbrigðisfræði á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er hugtökin forvarnir og heilsuhegðun skilgreind. Farið í áhrif nikótíns (munntóbak, sígarettur, rafrettur) og áfengis á heilsu fólks og mikilvægi góðrar heilsuhegðunar. Undanfari:
  • HERS1SS01 | Heilbrigðisfræði á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er ætlaður til að kynna almennt hreinlæti, umhirðu húðar, létta förðun, áhrif sólar, líkamsbeitingu, sjálfsmynd, mannleg samskipti og siðfræði. Undanfari:
  • HESS1HS02 | Heimspeki og siðfræði á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum verður fengist við hinar ýmsu heimspeki og siðfræðikenningar. Skoðað verður hvernig þær hafa áhrif á daglegt líf og samfélag nútímans Nemendur fræðast um Forngrikki, goðsagnir þeirra og kenningar sem og nokkra áhugaverða nútíma hugsuði. Undanfari:
  • HFRÆ1HM03 | Heimsmarkmiðin

    Undanfari:
  • HJÓL1HJ01 | HJÓL1HJ01

    Undanfari:
  • HJÚK1AG05 | Hjúkrun almenn 1

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um sögu og hugmyndafræði hjúkrunar. Kynnt eru lög og reglugerðir sem lúta að heilbrigðisþjónustu á Íslandi, siðareglur sjúkraliða og hvað felst í hugtakinu fagmennska. Fjallað er um umhyggjuhugtakið, andlegar, líkamlegar og félagslegar þarfir skjólstæðinga. Fjallað er um þætti sem hafa áhrif á líðan og breytingar á líkamsstarfsemi. Auk þess er fjallað um umönnum sjúklinga og þætti sem hafa áhrif á sjálfsumönnun. Undanfari: HBFR1HH05, LÍOL2SS05
  • HJÚK2HM05 | Hjúkrun fullorðinna 3

    Lýsing: Fjallað er um helstu hjúkrunarkenningar og tengsl þeirra við starfsvettvang. Fjallað er um hjúkrunarferli og faglega hjúkrunarskráningu. Fjallað er um hjúkrun sjúklinga með bráða- og langvinna sjúkdóma sem tengjast eftirtöldum kerfum: hjarta- og æðakerfi, öndunarkerfi, meltingarkerfi, þvag- og kynkerfum. Fjallað er um hjúkrun sjúklinga með illkynja sjúkdóma. Í áfanganum er lögð áhersla á tengingu fræðilegrar þekkingar við skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar. Undanfari: HJÚK3ÖH05
  • HJÚK2TV05 | Hjúkrun fullorðinna 3

    Lýsing: Fjallað er um hjúkrun sjúklinga með bráða- og langvinna sjúkdóma sem tengjast eftirtöldum kerfum: taugakerfi, innkirtlakerfi, ónæmiskerfi, stoðkerfi ásamt umfjöllun um smitgát, sár og sárameðferð, verki og verkjameðferð. Í áfanganum er lögð áhersla á tengingu fræðilegrar þekkingar við skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar. Undanfari: HJÚK3ÖH05
  • HJÚK3FG05 | Samfélagshjúkrun 4

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um hugtök og kenningar í fjölskyldu- og geðhjúkrun ásamt heimahjúkrun og heilsugæslu. Farið er í kenningar um þroskaferil fjölskyldunnar, þarfir og verkefni fjölskyldumeðlima á ýmsum þroskastigum. Farið er í hugmyndafræði heilsueflingar og hjúkrunarviðfangsefni í tengslum við fjölskyldu- og heimahjúkrun. Fjallað er um algengar geðraskanir, hjúkrun, forvarnir og endurhæfingu geðsjúkra með áherslu á fjölskyldumiðaða nálgun. Áhersla er lögð á að nemandinn kynnist mikilvægi geðhjúkrunar á hinum ýmsu sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Í áfanganum er lögð áhersla á tengingu fræðilegrar þekkingar við skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar. Undanfari: HJÚK2HM05, HJÚK2TV05, VINNS2LS08
  • HJÚK3LO03 | Lokaverkefni í hjúkrun 4

    Lýsing: Í áfanganum vinna nemendur lokaverkefni sem byggir á fræðilegri þekkingu í hjúkrun. Nemendur dýpka og þjálfa færni sína í ritun heimildaritgerða og þeim fræðilegu vinnubrögðum sem krafist er við vinnslu og frágang slíkra ritgerða. Lögð er áhersla á notkun viðurkenndra heimilda innan heilbrigðisvísinda. Nemendur vinna undir verkstjórn kennara á sjálfstæðan hátt þar sem krafist er frumkvæðis, vandaðra vinnubragða, sköpunar og ábyrgðar á eigin námi. Nemendur kynna viðfangsefni sín með margvíslegum hætti á málstofu. Undanfari: HJÚK2HM05, HJÚK2TV05, VINNS2LS08
  • HJÚK3ÖH05 | Hjúkrun fullorðinna 2

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um stöðu aldraðra í samfélaginu og þá félagsþjónustu sem öldruðum stendur til boða. Jafnframt er lögð árhersla á sjálfsákvörðunarrétt aldraðra og þau réttindi sem öldruðum eru tryggð samkvæmt lögum. Hugmyndafræði og helstu kenningar í öldrunarhjúkrun eru skoðaðar. Farið er yfir helstu andlegar, félagslegar og líkamlegar breytingar sem fylgja hækkandi aldri. Fjallað er um helstu sjúkdóma og heilsufarsvandamál sem hrjá aldraða og viðeigandi hjúkrun. Kynntar eru aðferðir til þess að meta áhrif sjúkdóma og heilsubrests á virkni og vellíðan aldraðra. Fjallað er um mikilvægi heilbrigðs lífsstíls á efri árum með áherslu á forvarnir og heilsueflingu til auka lífsgæði og vellíðan aldraðra. Sorg og sorgarviðbrögð eru tekin til umfjöllunar. Lögð er áhersla á sérstakar hjúkrunarþarfir einstaklinga við lífslok og líknarmeðferð. Mikil áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu, yfirsýn og heildræna nálgun við hjúkrun aldraðra hvort sem er á stofnunum eða á heimilum ásamt faglegum vinnubrögðum og viðurkenndri skráningu hjúkrunar. Undanfari: HJÚK1AG05, HJVG1VG05
  • HJVG1VG05 | Verkleg hjúkrun

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um nánasta umhverfi sjúklinga á heilbrigðisstofnunum og á heimili hans svo sem sjúkrarúmið, sjúkrastofuna og ýmis hjálpartæki. Fjallað er um persónulegar þarfir sjúklinga og leiðir til að mæta þeim. Fjallað er um fylgikvilla rúmlegu, mælingar og mat á lífsmörkum og skráningu þeirra, þar með talið öndunaraðstoð og súrefnisgjöf. Fjallað er um hreinlæti, smitgát, sýnatökur og frágang sýna. Áfanginn er að mestu verklegur. Undanfari:
  • HMSS1HM02 | Heimsmarkmiðin á starfsbraut

    Lýsing: Námskeiðið stendur í sex vikur (tvær kennslustundir á viku). Undanfari:
  • HUGA1HU01 | Fræðslunámskeið um hugræna atferlismeðferð

    Undanfari:
  • HUGS1GL01 | Hugur og hönd, starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er unnið með gler ( flotgler). Nemendur læra undirstöðuatriðin í vinnu með gler s.s skera, fægja og lita. Unnið er með grunnþætti í mótun og brennslu glers með áherslu á list-og nytjahluti Undanfari:
  • HUGS1HE01 | Hugur og hönd, starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um hugtakið hönnun og fjallað um samfélagslegt vermæti þess. Unnin er hugmyndavinna og nemendur endurvinna / endurhanna Sorpu dæmda hluti. Fjallað um sóun og hvernig við umgöngumst jörðina með hliðsjón af sóunarhugtakinu. Undanfari:
  • HUGS1HL01 | Hugur og hönd, starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er unnið með leir. Nemendur kynnast ólíkum leirtegundum og læra undirstöðuatriði við meðhöndlun á leir. Unnið er með ólíkar mótunaraðferðir og áhöld þar sem nemendur gera tilraunir og útfæra eigin verk. Undanfari:
  • HUGS1HÚ02 | Hugur og hönd, starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um hugtakið hönnun. Merking þess og hönnunarferlið skoðað. Unnin er hugmyndavinna og tengjast viðfangsefni einkum grafískri hönnun og listhönnun. Nemendur fylgja verki frá upphafi til enda. Lögð er áhersla á frumkvæði og vönduð vinnubrögð Undanfari:
  • HÚSA3HU09 | Timburhús 1 Gólf og veggjagrind

    Lýsing: Í áfanganum er kennd smíði staðbyggðra timburhúsa með áherslu á undirstöður, burðar- og milliveggi. Farið er í klæðningu, einangrun, uppsetningu glugga, hurða, stiga og innréttinga auk almenns frágangs. Meðal þess sem tekið er fyrir er útfærsla einstakra byggingarhluta, efnisval og staðsetning á stoðum. Áfanginn er að mestu verklegur þar sem nemendur fá þjálfun í almennum verkþáttum húsasmíða eins og meðferð áhalda og tækja, notkun smíðisfestinga, yfirborðsmeðferð, öryggis- og gæðamálum m.m. Áfanginn er á námsbraut í húsasmíði og lögð er áhersla á sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt hæfni til að vinna með öðrum í hóp. Undanfari: GLÚT2HH08, INNK2HH05, INRE2HH08
  • HÚSA3ÞÚ09 | Timburhús 2 Þakvirki, útveggjaklæðningar

    Lýsing: Í áfanganum er kennd smíði. Meðal þess sem tekið er fyrir er útfærsla einstakra byggingarhluta, efnisval, staðsetning á stoðum, bitum og sperrum auk umfjöllunar um þakkvisti og frágang í kringum þakop. Áfanginn er verklegur þar sem nemendur fá þjálfun í almennum verkþáttum húsasmíða eins og meðferð áhalda og tækja, notkun smíðisfestinga, yfirborðsmeðferð, öryggis- og gæðamálum m.m. Áfanginn er á námsbraut í húsasmíði og lögð er áhersla á sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt hæfni til að vinna með öðrum í hóp. Undanfari: GLÚT2HH08, INNK2HH05, INRE2HH08
  • HÚSJ2CA05 | Húðsjúkdómar

    Lýsing: Nemendur læra um algengustu húðsjúkdóma og orsakavalda þeirra. Lögð er áhersla á að nemendur fái innsýn í hugsanlega meðferð hjá lækni og hvernig slíkt fer saman við meðhöndlun á snyrtistofu. Undanfari: ANMF2BA07
  • HÚSV3HU05 | Húsaviðgerðir og breytingar

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um viðgerðir og breytingar á eldri byggingum og mannvirkjum úr tré og steini. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að varðveita byggingarsögulegt gildi húsa á sama tíma og reynt er að koma til móts við kröfur nútímans um endingu, þægindi og brunavarnir með hliðsjón af lögum og reglum. Farið er yfir greiningu á fúa- og steypuskemmdum, endurnýjun á burðarvirkjum, klæðningum, gluggum, hurðum og öðrum byggingarhlutum. Jafnframt lærir nemandinn um algenga breytingavinnu svo sem endurnýjun á gleri, smíði viðbygginga eins og glerskála, breytingar á þökum s.s. smíði þakkvista. Kennslan er aðallega bókleg en einnig verkleg þar sem við á. Lögð er áhersla á minni verkefni og sýnikennslu. Áfanginn er ætlaður verðandi húsasmiðum. Undanfari: HÚSA3HU09, HÚSA3ÞÚ09
  • HÖNN2EN05 | Hönnun og endurnýting

    Lýsing: Endurhönnun - úr gömlum fötum og fylgihlutum. Lærðu að búa til ný föt og fylgihluti úr fataskápnum. Með litlum breytingum er er hægt að búa til töff föt og aukahluti eins og húfur, trefla, hálsmen og vettlinga. Undanfari:
  • HÖNN3NF05 | Hönnun, nýsköpun og frumkvöðlamennt

    Lýsing: Í áfanganum fá nemendur innsýn í hvernig markaðsfræði fjallar um leiðina frá hugmynd að vöru. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist fjölbreytileika hönnunar og markaðslögmálum greinarinnar við atvinnulífið í formi nýsköpunar, vöruþróunar, menningar, lista og stílsögu. Vinna nemendur með frjálsan hugbúnað sem henta við hugmyndavinnu og hönnun. Fjallað verður um ýmsa grunnþætti varðandi hráefnis- og vöruþekkingu og lög og reglugerðir. Mikilvægt er að nemendur átti sig á hlutverki þekkingar í hönnun og nýsköpun. Nemendum verði ljós gagnsemi hönnunar ásamt fjölbreyttum starfsvettvangi í samfélaginu, geti skilgreint markaði og markhópa, fái innsýn í viðskiptaáætlun, s.s. hlutverk, stefnu, markmið, sölumál, samkeppni, greiðsluáætlun með það að markmiði að setja upp pop-up verslun. Fái leiðbeiningu um hvernig og hvar hægt er að sækja um styrki til ákveðinna verkefna. Farnar eru vettvangsferðir í tengslum við námsefnið. Nemendur halda dagbók, útbúa viðskiptaáætlun sem hópaverkefni og kynna hver fyrir öðrum. Að endingu er sett upp sýning eða sölubás. Undanfari:
  • HÖSA2HI05 | Hönnunarsaga: Hönnun og iðnaður

    Lýsing: Í áfanganum fá nemendur innsýn í verkmenningu mannsins í ólíkum menningarheimum frá þeim tíma er fyrstu pýramídarnir voru reistir og til loka 19. aldar. Áfanginn er þrískiptur. Í fyrsta hluta er lögð áhersla á að rannsaka og vinna með munstur fornþjóða og hvernig þau endurspeglast í manngerðu umhverfi. Farið er í vettvangsferð í Þjóðminjasafnið í tengslum við verkefni. Í öðrum hluta læra nemendur um stíl fatnaðar og fylgihluta frá endurreisn til loka 19. aldar. Íslenska þjóðbúningnum eru gerð góð skil í þriðja hluta. Nemendur rannsaka sögu búninga og hvaða áhrif Sigurður málari Guðmundsson hafði á þá þróun. Námið fellst í verkefnavinnu, hópvinnu og ritgerð úr þriðja hluta. Próf er lagt fyrir úr fyrsta og öðrum hluta. Undanfari:
  • HÖSA3BS05 | Textíl - , búninga - og hönnunarsaga

    Lýsing: Megináhersla er lögð á gerð sviðsbúninga fyrir ólíka miðla eins og leikhús og kvikmyndir. Nemendur vinna í hópavinnu að gerð leikbúninga í 1/2 stærð út frá skáldriti, leikriti eða kvikmynd. Nemendur halda dagbók. Einnig eru unnin verkefni um áhrif auglýsinga og myndbanda á tísku. Farið er í vettvangsferðir í leikhús borgarinnar og sjónvarpsstöðvar auk ýmiss konar upplýsingaöflunar í tengslum við námsefnið. Undanfari:
  • HÖSA3ST05 | Saga textíls

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur um strauma og stefnur í hönnun og tíðaranda frá árinu 1900 til dagsins í dag. Kynntar eru listastefnur og fjallað um helstu atburði tímabilsins sem höfðu áhrif á lifnaðarhætti fólks. Fjallað er um helstu hönnuði á tímabilinu, arkitekta, iðn- og fatahönnuði og ítarlega farið í hvernig klæðnaður og tíska breyttist með tilkomu tækninýjunga og fjöldaframleiðslu. Nemendur læra einnig um sögu fatagerðar og fatahönnunar á Íslandi frá lokum 19. aldar til byrjunar 21. aldar, greina áhrifavalda og forsendur sem stuðluðu að þróun og tilvist greinarinnar hér á landi. Einnig verður horft til þess sem er að gerast hjá íslenskum fatahönnuðum í dag. Undanfari:
  • HÖSS1SP02 | Búðu til þín eigin spil

    Undanfari:

I

  • INNK2HH05 | Inniklæðningar

    Lýsing: Í þessum áfanga byggingatækni er fræðilegur grunnur glugga- og hurðasmíði, innréttingasmíði og inniklæðninga kynntur fyrir nemendum. Fjallað er um umgengni við efni, vélar, verkfæri og vinnustaðinn með áherslu á verkstæðishluta iðngreinarinnar. Lögð er áhersla á að nemandinn tileinki sér faglega nálgun á þeim verkefnum sem unnin eru samhliða áfanganum. Kenndar eru samsetningar, lausnir og hugtök sem leggja grunninn að góðum vinnubrögðum við smíði á innréttingum, gluggum, hurðum og inniklæðningum. Einnig vinna nemendur verkefni tengd efni áfangans með það fyrir augum að auka áhuga þeirra og kynna þeim mikilvægi þekkingar og fagmennsku í iðngreininni. Kynnt er fyrir nemendum þróun og saga ofantaldra verkþátta. Kenndir eru staðlar og reglugerðir sem ná yfir innihald áfangans. Undanfari: TRÉS1VT08
  • INRE2HH08 | Innréttingar

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur um smíði innréttinga og innihurða með áherslu á spónlagningu, yfirborðsmeðferð og vélavinnslu plötuefnis. Lögð er áhersla á grunnatriði spónlagningar eins og plötu- og spónlagningarefni, áhöld, tæki, spónskurð, mynstrun og spónlímingu. Teknar eru fyrir samsetningar á plötuefni, smíðisfestingar, smíðistengi og uppsetning á innréttingum. Gerð er grein fyrir iðnaðarframleiðslu á innréttingum og innihurðum og mikilvægi þess að staðla vinnuferli og gerð, stærð og lögun framleiðsluvöru. Kennslan er aðallega verkleg og byggist á spónlagningu og plötusmíði þar sem nemendur fá þjálfun í að smíða skápa og innihurðir. Áfanginn er sameiginlegur með húsasmiðum og húsgagnasmiðum. Efnisatriði/kjarnahugtök: Naglfastar innréttingar, eldhúsinnréttingar, fataskápar, viðarspónn, spónlagning, spónskurður, spónlíming, spónaplötur, krossviður, trétrefja eða MDF-plötur, harðplast, gler, skrúfur, hefti, smíðistengi, lamir, dílun, límfelling, fals og nót, skúffa, ganglisti, hillur, borðplata, ljósakappi, frágangslisti, nót og fjöður, töppun, flögusamsetning, hornasamsetning, geirpungssamsetning, rammasamsetning, yfirfelldar lamir, innfelldar lamir, utanáliggjandi lamir, plötusög, kantlímingarvél, spónsax, spónlímingarvél, spónlagningarpressa, slípivélar, lökkunarbúnaður, málningarbúnaður, lakk, málning, skapalón, vinnsluhraði, sökkull, skápabrautir, ÍST 22:1971 Eldhúsinnréttingar. Undanfari: TRÉS1VT08

Í

  • ÍSAN1BA05 | Íslenska sem annað mál I

    Lýsing: Áfanginn er fyrri byrjunaráfangi í íslensku fyrir tvítyngda nemendur sem hafa takmarkað vald á íslensku og er ISLA1MT05 tekinn samhliða þessum áfanga. Markmiðið er að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Byggi upp orðaforða og þjálfist í að tjá sig um sjálfa sig og sitt nánasta umhverfi. Einnig er áhersla á að nemendur læri að tjá sig um sín áhugamál og framtíðaráform og þjálfist í hlustun, ritun, lestri og tali. Áhersla verður á grunnatriði málfræðinnar og þjálfaður verður framburður á íslenskum bókstöfum og styttri orðum. Áfanginn raðast á A2 samkvæmt Evrópsku tungumálamöppunni (ETM). Undanfari:
  • ÍSAN1BE05 | Íslenska sem annað mál I

    Lýsing: Áfanginn er fyrri byrjunaráfangi í íslensku fyrir tvítyngda nemendur sem hafa takmarkað vald á íslensku og er ISLA1MT05 tekinn samhliða þessum áfanga. Markmiðið er að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Byggi upp orðaforða og þjálfist í að tjá sig um sjálfa sig og sitt nánasta umhverfi. Einnig er áhersla á að nemendur læri að tjá sig um sín áhugamál og framtíðaráform og þjálfist í hlustun, ritun, lestri og tali. Áhersla verður á grunnatriði málfræðinnar og þjálfaður verður framburður á íslenskum bókstöfum og styttri orðum. Áfanginn raðast á A2 samkvæmt Evrópsku tungumálamöppunni (ETM). Undanfari:
  • ÍSAN1BT05 | Íslenska sem annað mál II

    Lýsing: Áfanginn er seinni byrjunaráfangi í íslensku fyrir tvítyngda nemendur sem hafa takmarkað vald á íslensku. Viðfangsefni undanfarans eru rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Bætt er við orðaforða og nemendur þurfa í auknum mæli að tjá sig munnlega auk þess sem textar verða smám saman lengri og þyngri. Nemendur læra að tjá sig við fjölbreyttari aðstæður eins og t.d. í verslun, tjá sig um áhugamál sín og um liðna atburði. Stuðst verður við fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem tekið er mið af markmiðum áfangans. Áhersla verður á grunnatriði málfræðinnar og þjálfaður verður framburður á stuttum setningum og orðum. Áfanginn raðast á A2 samkvæmt Evrópsku tungumálamöppunni (ETM). Undanfari: ÍSAN1BE05
  • ÍSAN1GE05 | Íslenska sem annað mál III

    Lýsing: Áfanginn er ætlaður sem grunnáfangi í íslensku fyrir tvítyngda nemendur sem hafa tekið stöðupróf og geta bjargað sér að einhverju leyti á íslensku. Nemendur tileinka sér undirstöðuatriði tungumálsins, auka við orðaforða sinn og þjálfast í hlustun, ritun, lestri og tali. Áhersla er á að læra að spyrja til vegar, geta talað um liðna atburði, geta skrifað stutt bréf og þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Lögð er áhersla á hugtök annarra námsgreina þar sem nemendur velja sér ákveðið umfjöllunarefni sem tengist öðru námsefni sem þeir stunda samhliða íslenskunáminu og kynna fyrir samnemendum. Áfanginn raðast á B1 samkvæmt Evrópsku tungumálamöppunni (ETM). Undanfari: ÍSAN1BT05
  • ÍSAN1GT05 | Íslenska sem annað mál IV

    Lýsing: Áfanginn er grunnáfangi tvö í íslensku fyrir tvítyngda nemendur. Haldið er áfram með innlögn grunnþátta málkerfisins og viðfangsefni fyrri áfanga eru rifjuð upp. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun og meiri áhersla lögð á þjálfun í lesskilningi með lestri léttlestrarbóka, greina og rauntexta úr öðrum námsgreinum nemenda. Einnig þjálfast þau í að skrifa lengri texta en áður. Áfanginn raðast á B1 samkvæmt Evrópska tungumálarammanum (ETM). Undanfari: ÍSAN1GE05
  • ÍSAN2GÞ05 | Íslenska sem annað mál V

    Lýsing: Áfanginn er áætlaður sem grunnáfangi þrjú í íslensku fyrir tvítyngda nemendur sem eru farnir að tala og skilja íslensku þokkalega. Nemendur halda áfram að tileinka sér undirstöðuatriði tungumálsins og halda áfram að byggja upp flóknari orðaforða auk þess að þjálfast í hlustun, ritun, lestri og tali. Markmið áfangans er einnig áhersla á hugtök annarra námsgreina og ritgerðasmíð þar sem gerð verður heimildaritgerð sem tengist annarri námsgrein sem nemendur stunda samhliða íslenskunáminu. Áfanginn raðast á B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum (ETM). Undanfari: ÍSAN1GT05
  • ÍSAN2NO05 | Íslenska sem annað mál - Námsorðaforði

    Lýsing: Í áfanganum er unnið að því að auka og styrkja íslenskan námsorðaforða nemenda. Gert er ráð fyrir að nemendur séu í áföngum þar sem reynir á íslenskukunnáttu og vinni í verkefnum á íslensku tengdum ólíkum fögum. Einnig verða lesnir textar og unnin verkefni sem styrkja námsorðaforða almennt og hæfni til að vinna og skila verkefnum í öðrum námsgreinum á íslensku. Undanfari: ÍSAN1GT05
  • ÍSEL1AA05 | Lífsleikni - ÍSLÚ

    Lýsing: Áfanginn er ætlaður nemendum sem stunda nám í íslensku sem erlent mál.

    Markmið áfangans er að kynna nemendur fyrir íslensku samfélagi, kurteisis- og samskiptavenjum. Þau eru kynnt fyrir reglum íslensks samfélags bæði skrifuðum en ekki síður óskrifuðum. Þau eru kynnt fyrir réttindum þeirra og skyldum á vinnumarkaði. Þau kynnast hinum ýmsu stofnunum sem þau kunna að þurfa að leita til eins og t.d. Þjóðskrár, Ríkisskattstjóra, Útlendinga- og vinnumálastofnunar.

    Einnig verður farið yfir efni sem tengist því að auka sjálfsmynd nemenda og bæta lýðheilsu þeirra.

    Farið er í gegnum ýmis atriði sem hjálpa nemendum að finna nám eða starf innan þeirra áhugasviðs, kynna fyrir þeim námstækni, notkun á bókasafni, undirstöðu í tölvum og fleira. Undanfari:
  • ÍSEM1AA03 | Íslensk menning I - ÍSLÚ

    Lýsing: Nemendur fá að kynnast ýmsu er varðar íslenskt samfélag. Þau kynnast grundvallaratriðum sem tengjast menningu og sögu þjóðarinnar. Þau fá fræðslu um sögu lýðveldisins í mjög grófum dráttum. Þau fræðast um merka staði og skoða byggingar og söfn í Reykjavík. Nemendur eru kynntir fyrir landsháttum og umhverfismálum, þ.m.t. náttúruauðlindum, sjálfbærni, flokkun úrgangs, umhverfisvitund og neysluvenjum. Nemendur kynna sér einnig nærumhverfi skólans. Undanfari:
  • ÍSEM1BB02 | Íslensk menning II - ÍSLÚ

    Lýsing: Nemendur fá að kynnast ýmsu er varðar íslenskt samfélag. Þau kynnast grundvallar atriðum sem tengjast menningu og sögu þjóðarinnar. Nemendur fá kynningu á sagnahefð og fyrstu ritun sagna á Íslandi og heimsækja merka staði. Nemendur eru kynntir fyrir helstu atvinnuháttum Íslendinga og umhverfismálum, þ.m.t. náttúruauðlindum, sjálfbærni, flokkun úrgangs, umhverfisvitund og neysluvenjum.
    Undanfari: ÍSEM1AA03
  • ÍSER1ÍA05 | Íslenska sem erlent mál I - ÍSLÚ

    Lýsing: Áhersla er lögð á að byggja upp orðaforða sem nýtist í daglegu lífi í íslensku samfélagi, mynda einfaldar setningar og taka þátt í einföldum samræðum og skilja einfalda merkingar og texta, auk einföldustu málfræði sem skiptir máli fyrir undirstöðuatriði tungumálsins. Nemandinn skal vera læs á latneskt stafróf. Undanfari:
  • ÍSER1ÍB05 | Íslenska sem erlent mál II - ÍSLÚ

    Lýsing: Áhersla er áfram lögð á að byggja upp orðaforða sem nýtist nemendum við daglegt líf þeirra í íslensku samfélagi, mynda einfaldar setningar og taka þátt í einföldum samræðum og skilja einfalda merkingar og texta, auk einföldustu málfræði sem skiptir máli fyrir undirstöðuatriði tungumálsins.
    Undanfari: ÍSER1ÍA05
  • ÍSET1AA05 | Íslenska sem erlent mál 1 - taláfangi - ÍSLÚ

    Lýsing: Áfanginn er ætlaður byrjendum í íslensku og engrar forkunnáttu er krafist. Áhersla er lögð á að byggja upp orðaforða sem varðar daglegt líf í íslensku samfélagi. Eiga einföld orðaskipti sem gerir þeim kleift að bjarga sér af eigin rammleik við algengar aðstæður.
    Nemandi skal vera læs á latneskt stafróf. Undanfari:
  • ÍSET1BB05 | Íslenska sem erlent mál 2 - taláfangi - ÍSLÚ

    Lýsing: Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa lágmarkskunnáttu í íslensku. Markmið áfangans er að nýta þá þekkingu sem nemendur hafa í íslensku til þess að örva skilning, hlustun, tal, tjáningu og samskiptavenjur í samfélaginu. Til þess að ná fram þessum markmiðum eru tjáskipti þjálfuð á ýmsan hátt, m.a. með frásögn, upplestri, samtali og viðtölum. Undanfari: ÍSET1AA05
  • ÍSLE1AA05 | Lestur og ritun, fyrir þá sem eru með C eða C+ á grunnskólaprófi

    Lýsing: Í áfanganum eru nemendur þjálfaðir í að byggja upp efnisgreinar og semja inngang og niðurlag ritgerða. Þeir semja stuttar ritgerðir um ólík efni. Nemendur fá þjálfun í stafsetningu og rifjuð eru upp helstu málfræðihugtök sem gagnast við að bæta eigin mál- og ritfærni. Einnig er farið í hugtök sem nýtast í umfjöllun um bókmenntir. Fjölbreyttir textar eru lesnir, s.s. skáldsaga, smásögur, fréttapistlar, tímaritsgreinar, ljóð og bloggtextar. Nemendur fá þjálfun í hraðlestri og í tjáningu með flutningi verkefna. Undanfari: ÍSLE1FO05
  • ÍSLE1FO05 | Íslenska undirbúningur, fyrir þá sem hafa ekki náð C á grunnskólaprófi

    Lýsing: Í þessum áfanga eiga nemendur að ná tökum á undirstöðuatriðum ritsmíða af ólíkum gerðum. Í tengslum við ritsmíðar er komið inn á reglur í stafsetningu, málfræði og málnotkun. Nemendur skulu lesa ýmsa ólíka texta, s.s. skáldsögu, smásögur, fréttapistla, tímaritsgreinar, ljóð og bloggtexta og verði um leið meðvitaðir um jafnrétti og lýðræði og læsir á samfélagið í víðum skilningi. Um leið væri farið í örfá bókmenntahugtök. Þá fá nemendur þjálfun í hraðlestri og tjáningu. Undanfari:
  • ÍSLE1UA05 | Íslenska undirbúningur I, fyrir þá sem eru með D eða * merkt á grunnskólaprófi

    Lýsing: Í þessum áfanga eiga nemendur að ná tökum á að skrifa einfalda texta. Í tengslum við ritsmíðar er komið inn á sjálfstæði og frumkvæði við gerð ritsmíða, grunnreglur í stafsetningu og málnotkun. Nemendur skulu lesa ýmsa einfalda ólíka texta, s.s. blaðagreinar, bréf, tímaritsgreinar, smásögur og einföld ljóð. Þá fá nemendur þjálfun í hraðlestri og tjáningu. Undanfari:
  • ÍSLE1UB05 | Íslenska undirbúningur II, fyrir þá sem eru með D eða * merkt á grunnskólaprófi

    Lýsing: Í þessum áfanga eiga nemendur að ná tökum á undirstöðuatriðum ritsmíða af ólíkum gerðum. Í tengslum við ritsmíðar er komið inn á reglur í stafsetningu, málfræði og málnotkun. Nemendur skulu lesa ýmsa ólíka texta, s.s. skáldsögu, smásögur, fréttapistla, tímaritsgreinar, ljóð og bloggtexta og verði um leið meðvitaðir um jafnrétti og lýðræði og læsir á samfélagið í víðum skilningi. Um leið væri farið í örfá bókmenntahugtök. Þá fá nemendur þjálfun í hraðlestri og tjáningu. Undanfari: ÍSLE1UA05
  • ÍSLE2II05 | Íslenska II, fyrir þá sem eru með B eða hærra á grunnskólaprófi

    Lýsing: Viðfangsefni áfangans er ritun, málnotkun, setningafræði og bókmenntir. Fjallað er um ólíkar gerðir ritsmíða með áherslu á rökfærslu. Nemendur eru þjálfaðir í að byggja upp texta og ganga frá þeim. Farið er í setningafræði og málfræðihugtök rifjuð upp. Lesnar eru skáldsögur, smásögur og goðafræði og fjallað um grunnhugtök í bókmenntafræði. Auk þess eru lesnir ýmsir textar, t.d. blaðagreinar, þar sem nemendur fá tækifæri til að taka afstöðu til ýmissa málefna. Rætt er um grunnþættina eftir því sem námsefni gefur tilefni til. Undanfari: ÍSLE1AA05
  • ÍSLE2ÍK05 | Kanadaferð-Ísland-Kanada

    Lýsing: Í áfanganum verður fjallað um tengsl Íslands og Kanada með áherslu tímabilið 1870 til 1914 þegar um fimmtungur þjóðarinnar flúði bág kjör á Íslandi og leitaði til Kanada eftir betra lífi. Lögð verður áhersla á texta og bókmenntir (á ensku og íslensku) um tímabilið og frá tímabilinu. Í lok annarinnar er stefnt á að fara með hópinn á Íslendingaslóðir í Kanada. Kennsla verður á ensku og íslensku. Námsmat verður fjölbreytt, dagbækur, skýrslur, verkefni úr skáldsögum og ljóðum svo eitthvað sé nefnt. Undanfari: ÍSLE2KK05, ENSK2RF05
  • ÍSLE2KK05 | Íslenska III

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á ritun heimildaritgerða og öflun og meðferð heimilda. Nemendur fá þjálfun í að vitna í heimildir og gera heimildaskrá. Eddukvæði, skáldsaga og fleiri bókmenntatextar eru lesnir og unnið með þá. Auk þess eru lesnir styttri textar þar sem nemendur eiga að taka afstöðu til ýmissa málefna. Farið er í mikilvæg atriði íslenskrar málsögu og rætt um málstefnu. Nemendur eru þjálfaðir í stafsetningu og málnotkun. Rætt er um grunnþættina eftir því sem námsefnið gefur tilefni til. Undanfari: ÍSLE2II05
  • ÍSLE2SS02 | Stafsetning

    Lýsing: Í áfanganum er kennd stafsetning og greinarmerkjasetning. Lögð er áhersla á að nemendur læri og þjálfist í notkun hjálpargagna. Farið er yfir allar stafsetningareglur íslensku. Undanfari:
  • ÍSLE2YL05 | Yndislestur

    Lýsing: Nemendur lesa sjálfstætt minnst fimm bókmenntaverk á íslensku sem bæði eru valin af lista og í samráði við kennara. Nemendur sækja ekki formlegar kennslustundir en mæta reglulega í viðtal til kennara þar sem þeir gera grein fyrir því sem þeir hafa lesið – alls fimm sinnum á önninni. Verkefni í samráði við kennara. Aðeins má taka þennan áfanga einu sinni. Undanfari: ÍSLE2II05
  • ÍSLE3BB05 | Barnabókmenntir

    Lýsing: Áfanginn er ætlaður nemendum sem hafa áhuga á að lesa barna- og unglingabækur og þroska með sér hæfileikann til að átta sig á hvað felst í hugtakinu góð barnabók. Margvíslegar barna- og unglingabækur verða krufnar til mergjar og nýjar og gamlar sögupersónur spretta ljóslifandi fram í kennslustundum. Ef að líkum lætur verða Langsokkurinn, Morrinn, Potterinn og Skafti og Skapti ekki langt undan, ásamt fleiri valinkunnum persónum. Líklegt er að farið verði á leiksýningu í leikhúsi, auk þess sem þekkt ævintýrapersóna af hvíta tjaldinu verður borin saman við persónusköpun gömlu hefðbundnu ævintýranna. Áfanginn er ætlaður öllum nemendum sem vilja skilja, þekkja og kynnast barna- og unglingasögum, í nútíð, þátíð og framtíð. Áfanginn er próflaus. Undanfari: ÍSLE2II05
  • ÍSLE3DS05 | Draugar og skrímsli, skapandi skrif

    Lýsing: Nemendur kynnast íslenskum og erlendum drauga- og skrímslasögum og nýta þær á skapandi hátt við ritun. Í fyrri hluta áfangans eru lesnar þjóðsögur, draugasögur og sögur af skrímslum. Að auki eru lesnir valdir fræðitextar sem tengjast efninu. Nemendur skila lesskýrslum um efnið. Í seinni hlutanum verða vinnusmiðjur þar sem nemendur skrifa og þróa eigin texta sem tengjast efninu. Á Hrekkjavöku væri hægt að birta eða flytja texta nemenda í skólanum (ef þeir vilja). Undanfari:
  • ÍSLE3LK05 | Leikhús, kvikmyndir og sýningalestur

    Lýsing: Í áfanganum verður farið yfir sviðið í íslenskri leikritun frá upphafi til okkar daga. Upphaf leiklistar og leikritunar verður skoðað. Lesnir verða textar frá nokkrum tímabilum. Nemendur lesa og læra að greina leikrit og kynnast helstu stefnum í leikritun. Nemendur munu fá tækifæri til þess að fara á leiksýningu og kynnast því vinnuferli sem á sér stað við uppsetningu leiksýninga og læra að "lesa" sýningar og greina. Horft verður á kvikmyndir og fjallað um þær. Nemendur munu vinna verkefni í tengslum við leiksýningu og kvikmyndir sem þeir kynna í ræðu og riti. Lögð verður áhersla á að nemendur kynnist heimi leikhússins og kvikmynda og öðlist víðsýni og haldbæra almenna þekkingu á þessum miðlum. Undanfari:
  • ÍSLE3MO05 | Me Too í bókmenntum, leikritum og kvikmyndum

    Lýsing: Áfanginn er valáfangi á 3. þrepi. 4 kennslustundir á viku. Undanfari ÍSLE2II05.
    Viðfangsefni áfangans er að kanna, ræða og greina hvernig Me too birtist í völdum sögum, ljóðum, kvikmyndum og leikritum á ýmsum tímabilum bókmenntasögunnar. Lesnar verða stuttar skáldsögur, leikrit, ýmsir textar, smásögur og ljóð sem tengjast efninu. Einnig verður horft á kvikmynd/ir og farið á leiksýningu.
    Námsmat: Áfanginn er próflaus en fjölbreytt verkefni, munnleg og skrifleg, verða unnin á önninni. Undanfari: ÍSLE2II05
  • ÍSLE3NN05 | Íslenska IV - bókmenntir fyrri alda

    Lýsing: Viðfangsefni áfangans er bókmenntir og bókmenntasaga frá miðöldum til nítjándu aldar og jafnframt er farið í bókmenntahugtök og bragfræði. Fjallað er um íslenskar miðaldabókmenntir, lærdóms- og upplýsingaröld. Íslendingasaga og ýmsir textar frá tímabilinu eru lesnir. Haldið er áfram að þjálfa nemendur í ritun og heimildavinnu. Fjölbreytt miðlunarform eru notuð í verkefnavinnu. Námsefni áfangans gefur tækifæri til að fjalla um grunnþættina, svo sem jafnrétti og mannréttindi. Undanfari: ÍSLE2KK05
  • ÍSLE3VV05 | Íslenska V - bókmenntir síðari alda

    Lýsing: Viðfangsefni áfangans er bókmenntir og bókmenntasaga nítjándu til tuttugustu og fyrstu aldar. Lesin verða ný og gömul verk og hugað að samhengi við strauma og stefnur tímabilsins. Kynnt verða mikilvæg skáld og verk þeirra og haldið er áfram að þjálfa nemendur í ritun og heimildanotkun. Fjölbreytt miðlunarform eru notuð í verkefnavinnu. Lesefni áfangans gefur tilefni til að nemendur ræði m.a. um jafnrétti og lýðræði og fleiri grunnþætti og efli um leið læsi á umhverfi sitt. Undanfari: ÍSLE3NN05
  • ÍSLS1AL02 | Íslenska á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á að efla málfræðigrunn nemenda ásamt almennum lestri og lesskilningi. Unnið er að því að nemendur auki orðaforða sinn og málskilning og treysti kunnáttu sína á öllum sviðum lestrar, lesi fjölbreytta texta, bókmenntatexta á auðlesnu máli, ýmsa texta sem birtast í dagblöðum, tímaritum og á netinu. Nemendur fá einnig þjálfun í hlustun og ritun. Undanfari:
  • ÍSLS1GR02 | Íslenska á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er unnið með lestur, ritun og munnlega tjáningu. Áhersla lögð á samfellda frásögn og rétta setningauppbyggingu, skýran framburð og orðaforða. Unnið er með lestur orðmynda, hljóð og tengingu bókstafanna. Helstu atriði málfræðinnar tekin fyrir. Undanfari:
  • ÍSLS1ÍA01 | Íslenska á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á að auka markvisst orðaforða nemenda og þjálfa lestrarfærni með því að lesa ýmiss konar rit, eyðublöð og gögn sem nemendur koma til með að nota í nánustu framtíð. Nemendur fá þjálfun í munnlegri tjáningu með því að taka þátt í málefnalegum umræðum, tjá afstöðu sína til umræðuefna og komast að niðurstöðu. Unnið er að ritun ýmiss konar texta og reynt að virkja ímyndunarafl nemenda með sögu- og ævintýragerð af ýmsu tagi. Undanfari:
  • ÍSLS1ÍA02 | Íslenska á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á að auka markvisst orðaforða nemenda og þjálfa lestrarfærni með því að lesa ýmiss konar rit, eyðublöð og gögn sem nemendur koma til með að nota í nánustu framtíð. Nemendur fá þjálfun í munnlegri tjáningu með því að taka þátt í málefnalegum umræðum, tjá afstöðu sína til umræðuefna og komast að niðurstöðu. Unnið er að ritun ýmiss konar texta og reynt að virkja ímyndunarafl nemenda með sögu- og ævintýragerð af ýmsu tagi. Undanfari:
  • ÍSLS1ÍB01 | Íslenska á starfsbraut

    Lýsing: Unnið verður með alla þætti íslenskunnar þar sem bókmenntir verða hafðar að leiðarljósi. Nemendur fá tækifæri til að nema í gegnum bókmenntir og vinna með þær á fjölbreyttan hátt. Áhersla er á að nemendur bæti orðaforða sinn í ræðu og/eða riti, efli sjálfstraust sitt og trú á eigin málfræðinotkun í máli og/eða riti. Einnig að nemendur auki les- og/eða hlustunarskilning sinn og æfist í að skilgreina hugtök sem koma fram í texta. Notast verður við umræður, ígrundun og þjálfun nemenda í að tjá skoðanir sínar í gegnum uppbyggilegar samræður. Notast verður við aldursmiðaðar bókmenntir, sjálfshjálparbækur, íslenska tónlist og fjölbreytt verkefni. Megin áhersla verður á að nemendur viðhaldi og byggi ofan á þann grunn sem þeir búa nú þegar að. Undanfari:
  • ÍSLS1ÍT02 | Íslenska á starfsbraut

    Lýsing: Unnið verður með alla þætti íslenskunnar þar sem tjáning verður höfð að leiðarljósi. Áhersla er á að efla þekkingu, leikni og hæfni nemenda í notkun tjáskiptaleiða sem henta hverjum og einum. Megin áhersla verður á að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemendur búa nú þegar að. Farið verður í fjölbreytt viðfangsefni, s.s. umræður í litlum og/eða stórum hópum, framsagnarverkefni, hugtakaverkefni og fjölbreytt verkefni sem stuðla að því að styrkja sjálfstraust nemenda. Notast verður við aldursmiðaðar bókmenntir, sjálfshjálparbækur, íslenska tónlist og fjölbreytt verkefni. Undanfari:
  • ÍSLS1LE02 | Íslenska á starfsbraut

    Lýsing: Áhersla er á læsi í víðu samhengi, s.s. á bókstafi og hljóð, umhverfi, tákn, reglur, samskiptamiðla, hugtök, tjáskipti, tilfinningar, lesefni og samskipti. Vinnuferlið miðast við að efla færni og sjálfsmynd nemenda til að takast á við lífið í framtíðinni, m.a. að efla samskiptalæsi og umhverfislæsi í þeim tilgangi að þeir verði virkari og hæfari þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Notast verður við aldursmiðaðar bókmenntir, sjálfshjálparbækur, íslenska tónlist og fjölbreytt verkefni. Undanfari:
  • ÍSLS1SB04 | Íslenska á starfsbraut

    Lýsing: Unnið verður með alla þætti íslenskunnar og grunnþátturinn sjálfbærni verður hafður að leiðarljósi. Notaðar verða aldursmiðaðar bókmenntir sem gefa fjölbreytta sýn á aðstæður og umhverfi ungs fólks. Einnig varða sjálfshjálparbækur, íslensk tónlist og fjölbreytt verkefni nýtt í kennslunni. Áhersla er á að námið verði sjálfbært í þeirri merkingu að það eigi eftir að nýtast nemendum í framtíðinni og færa þá nær raunveruleika lífsins í gegnum fræðslu og umfjöllun/upplifun. Undanfari:
  • ÍSLS1SR02 | Íslenska á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á skapandi skrif og íslenskar bókmenntir eru í brennidepli. Nemendur kynnast helstu rithöfundum Íslands og verkum þeirra, m.a. með ýmiss konar verkefnavinnu, bæði skriflegri og munnlegri. Unnið verður markvisst að þjálfun í skrifum á örsögum og ýmiss konar lýsingum viðburða og persóna.Í áfanganum er lögð áhersla á skapandi skrif og íslenskar bókmenntir eru í brennidepli. Nemendur kynnast helstu rithöfundum Íslands og verkum þeirra, m.a. með ýmiss konar verkefnavinnu, bæði skriflegri og munnlegri. Unnið verður markvisst að þjálfun í skrifum á örsögum og ýmiss konar lýsingum viðburða og persóna. Undanfari:
  • ÍSLS1ST01 | Íslenska á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er unnið með ýmsa grunnþætti íslenskunnar, svo sem lestur, lesskilning, ritun og tjáningu. Í áfanganum er lögð áhersla á að kynna fyrir nemendum þau vinnubrögð sem viðhöfð eru í skólanum en námið fer mikið fram í gegnum tölvur. Unnið er að því að nemendur verði færir í alls kyns textavinnslu á tölvutæku formi og kynnist þeim möguleikum sem tölva og netið bjóða upp á. Nemendur lesa ýmsa texta sem birtast í miðlum á netinu og vinna með þá ásamt því að fá þjálfun í ritun og tjáningu. Undanfari:
  • ÍSLS1TB02 | Íslenska á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er unnið með málskilning, málnotkun og tjáningu. Áhersla er á að efla þekkingu, leikni og hæfni nemenda í notkun tjáskiptaleiða sem henta hverjum og einum Nemendur auki orðaforða sinn og málskilning. Í tjáningu er unnið með samfellda frásögn, skýran framburð, raddstyrk og orðaforða. Nemendur auki þannig færni sína og þekkingu á íslenskri tungu til samskipta, upplifunar og fróðleiksöflunar. Undanfari:
  • ÍSLS1UT04 | Íslenska á starfsbraut

    Lýsing: Áhersla er á að nemendur efli orðaforða sinn í ræðu og riti og þjálfist í að nota íslensk orð og hugtök í tengslum við tölvur og tækni. Nemendur nýta upplýsingatæknina við nám og verkefnavinnu í áfanganum, s.s. fjarfundarkerfi, ritvinnslu, leiðréttingarforrit og framsetningarforrit. Undanfari:
  • ÍSLS1YA02 | Yndislestur á starfsbraut - A

    Undanfari:
  • ÍSLS1YB02 | Yndislestur á starfsbraut - B

    Undanfari:
  • ÍSÞO1ÍS10 | Íslenskuþorp

    Undanfari:
  • ÍÞRF2IS03 | Íþróttafræðisaga

    Lýsing:Í áfanganum læra nemendur um sögu íþrótta og íþróttaiðkun á landinu frá upphafi og um upphaf íþróttakennslu á Íslandi. Farið í sögu Ólympíuleikanna. Einnig fræðast nemendur um íþróttir og samfélagið, íþróttir og konur, íþróttir og fjölmiðla, íþróttir og listir og fleiri þætti sem tengjast íþróttum. Undanfari: ÍÞRF2ÞB05
  • ÍÞRF2SA03 | Íþróttasálfræði

    Lýsing: Í áfanganum verður fjallað um helstu þætti íþróttasálarfræðinnar. Skoðuð verða ýmis áreiti sem áhrif hafa á afreksgetu íþróttamanna. Enn fremur fjallar áfanginn um spennu (streitu) og helstu spennuvalda, slökun og hugrækt af ýmsu tagi. Skoðað verður hvernig vinna má með sjálfstraust og sjálfsmynd íþróttamannsins í því skyni að bæta árangur. Fjallað verður um muninn á einstaklings- og hópíþróttum og farið í áhrif félagslegra þátta á íþróttamanninn. Undanfari: ÍÞRF2ÞB05
  • ÍÞRF2ÞB05 | Þjálfun barna og félagsmál - grunnur

    Lýsing: Í þessum áfanga er fjallað um íþróttaiðkun barna, þroskaferil, hreyfiþroska og í framhaldinu um hlutverk þjálfara. Nemendur læra grunnatriði þjálffræði, um þol, kraft, liðleika og tækni. Farið er í undirstöðu kennslufræði og skipulags. Nemendur læra einnig um næringu íþróttafólks, heilbrigt líf og íþróttameiðsli. Þá er fjallað um hlutverk þjálfarans og hann sem fyrirmynd. Þá er fjallað um hið frjálsa íþróttastarf í landinu, félög og samtök íþróttafélaga. Nemendur fá þjálfun í að halda fundi og taka ákvarðanir. Nemendur taka þennan áfanga jafnhliða IÞRG2BL02. Undanfari:
  • ÍÞRF3IF05 | Íþróttafræði framhaldsáfangi

    Lýsing: Í þessum áfanga er byggt ofan á efni fyrri ÍÞF áfanga. Til dæmis verður farið nánar í íþróttameiðsli, meðferð og forvarnir. Farið verður yfir samspil næringar, heilsu og íþróttaiðkunar og nemendur fræðast um neyslu fæðubótaefna fyrir íþróttamenn. Kennd verða helstu atriði varðandi skipulag íþróttaþjálfunar og nemendur nýta sér þekkingu sína í þjálffræði til að útbúa æfingaáætlanir fyrir ýmsa hópa. Þá verður fjallað um lyfjaneyslu og misnotkun íþróttamanna. Nemendur fá tækifæri til að kenna íþróttir í grunnskóla. Komið verður inn á það sem efst er á baugi varðandi íþróttarannsóknir bæði á Íslandi og erlendis. Áfanginn er bóklegur. Undanfari:
  • ÍÞRF3LF05 | Líffærafræði

    Lýsing: Nemendur kynnast starfsemi frumunnar og líffærakerfum mannslíkamans. Nemendur læra um flest bein líkamans, heiti þeirra á latínu, hvar vöðvafestur eru o.fl. Einnig læra þau um liðamót mannslíkamans, heiti þeirra og starfssemi. Einnig læra nemendur heiti margra vöðva, upptök þeirra, festu og starf. Undanfari:
  • ÍÞRF3VK05 | Lífeðlisfræði hjarta- , æða- og vöðvakerfis

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um starfsemi hjarta- og blóðrásarkerfis, lungna og vöðvakerfis. Einnig er fjallað ítarlega um áhrif styrktarþjálfunar á líkamann, líffærafræði styrktarþjálfunar. Farið er í gerð þjálfunaráætlana til lengri og skemmri tíma. Áfanginn er að hluta til verklegur. Undanfari: ÍÞRF3LF05
  • ÍÞRG2BL02 | Blak

    Lýsing: Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði blaks. Lögð er áhersla á kennslu knatttækni og leikfræði fyrir byrjendur. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur þjálfist í kennslu blaks. Efnisatriði: Knatttækni, tækniþjálfun, fingurslag, fleygur, smass, hávörn, uppgjafir, leikskipulag, sérhæfð þolþjálfun, leikreglur, teygjur, liðkun. Dómgæsla. Framkvæmd: Bókleg og verkleg, þar sem megináhersla er lögð á æfingakennslu nemenda. Nemendur taki þetta jafnhliða ÍÞRF2ÞB05 eða hafi lokið þeim áfanga. Undanfari:
  • ÍÞRG3BA02 | Badminton

    Lýsing: Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í badminton. Lögð er áhersla á kennslu í tækni og leikfræði fyrir byrjendur. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur þjálfist í kennslu í badminton. Efnisatriði: Badminton, fótavinna, uppgjafir, tækniþjálfun, forhönd og bakhönd, griptækni, stuttspil, stökkskot, skellur (smass), gabbhreyfingar, leikskipulag, sérhæfð þolþjálfun, leikreglur, teygjur, liðkun. Dómgæsla. Framkvæmd: Bókleg og verkleg þar sem megináhersla er lögð á æfingakennslu nemenda. Nemendur munu einnig spreyta sig á leikgreiningu í badminton. Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRG3BS02 | Badminton og skvass

    Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRG3FÍ02 | Frjálsíþróttir

    Lýsing: Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði frjálsíþrótta. Lögð er áhersla á kennslu tækni og leikfræði fyrir byrjendur. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur þjálfist í kennslu frjálsíþrótta. Efnisatriði: spretthlaup, langstökk, hástökk, þrístökk, grindahlaup, stangarstökk, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, sérhæfð þolþjálfun, keppnisreglur, teygjur, liðkun. Dómgæsla. Framkvæmd: Bókleg og verkleg þar sem megináhersla er lögð á æfingakennslu nemenda. Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRG3GO02 | Golf

    Lýsing: Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í golfi. Notast er við SNAG kennslutækni fyrir byrjendur. Lögð er áhersla á kennslu golfsveiflu og leikfræði fyrir byrjendur. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur þjálfist í kennslu í golfi. Efnisatriði: Golf, grip, golfsveifla, vipp, pútt, leikskipulag, sérhæfð þolþjálfun, leikreglur, teygjur, liðkun. Dómgæsla. Framkvæmd: Bókleg og verkleg, þar sem megináhersla er lögð á æfingakennslu nemenda. Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRG3HA02 | Handknattleikur

    Lýsing: Áfanginn er bóklegur og verklegur með það að markmiði að nemandinn læri að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í handknattleik. Áhersla er á tæknikennslu og kennslu í leikfræði og reglum. Einnig er lögð áhersla á að nemandi geti borið ábyrgð á hópi barna og ástundað sjálfstæð vinnubrögð við þjálfun. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grunnfærni í greininni og lögð er áhersla á mikilvægi þess að leikurinn sé kenndur á leikrænan og skemmtilegan hátt. Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRG3ÍF02 | Íþróttir fatlaðra

    Lýsing: Í þessum áfanga er stefnt að því að nemendur fái trausta þekkingu á tiltekinni íþróttagrein og eru búnir undir þjálfunar- og leiðbeinendastörf hjá íþróttahreyfingunni, í frjálsri félagastarfsemi eða í frístundastarfi. Efnið er breytilegt eftir önnum eftir aðstæðum hverju sinni. Vísað er til áfangalýsingar úr áfangasafni skóla og hjá viðkomandi sérsambandi innan ÍSÍ um nánari útfærslu. Áfanginn samsvarar sérgreinahluta þjálfara 1 í fræðslukerfi ÍSÍ. Dæmi um viðfangsefni: , júdó, karate, glíma, golf, jóga, sund, fimleikar, íþróttir fatlaðra og styrktarþjálfun . Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRG3JA02 | Jaðaríþróttir

    Lýsing: Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði jaðaríþrótta. Þetta eru t.d. rafíþróttir, skylmingar, glíma, pílukast, skvass og margt fleira. Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRG3KN02 | Knattspyrna

    Lýsing: Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði knattspyrnu. Lögð er áhersla á kennslu knatttækni og leikfræði fyrir byrjendur. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur þjálfist í kennslu knattspyrnu. Efnisatriði: Knatttækni, tækniþjálfun, knattrak, sendingar, varnarstaða, varnarhreyfingar, skottækni, markmannsþjálfun, leikskipulag, sérhæfð þolþjálfun, leikreglur, teygjur. Dómgæsla. Framkvæmd: Bókleg og verkleg þar sem einnig er lögð áhersla á æfingakennslu nemenda. Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRG3KÖ02 | Körfuknattleikur

    Lýsing: Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði körfuknattleiks. Lögð er áhersla á kennslu knatttækni og leikfræði fyrir byrjendur. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur þjálfist í kennslu körfuknattleiks. Efnisatriði: Körfuknattleikur, knatttækni, tækniþjálfun, kast- og griptækni, sniðskot, stökkskot, knattrak, gabbhreyfingar, hindranir, hraðaupphlaup, einn á móti einum, maður á móti manni, svæðisvörn, leikskipulag, sérhæfð þolþjálfun, leikreglur, teygjur, liðkun. Dómgæsla. Framkvæmd: Bókleg og verkleg þar sem megináhersla er lögð á æfingakennslu nemenda. Nemendur munu einnig spreyta sig á leikgreiningu í körfuknattleik. Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRG3ÓL02 | Ólympískar lyftingar

    Lýsing: Nemendur læra grunnatriði ólympískra lyftinga og öðlast grunnfærni í greininni. Megináhersla á tæknikennslu. Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRG3SB02 | Íþróttagrein sjálfsvarnar og bardaga íþróttir

    Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRG3SK02 | Skvass

    Lýsing: Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í skvassi. Lögð er áhersla á kennslu í skvasstækni og leikfræði fyrir byrjendur. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur þjálfist í kennslu í skvassi. Efnisatriði: Skvass, fótavinna, tækniþjálfun, bakhönd og forhönd, uppgjafir, gabbhreyfingar, hindranir, leikskipulag, sérhæfð þolþjálfun, leikreglur, teygjur, liðkun. Dómgæsla. Framkvæmd: Bókleg og verkleg, þar sem megináhersla er lögð á æfingakennslu nemenda. Nemendur munu einnig spreyta sig á leikgreiningu í skvassi. Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRG3SO02 | Styrktarþjálfun og Ólympískar lyftingar

    Lýsing: Í þessum áfanga er stefnt að því að nemendur fái trausta þekkingu á tiltekinni íþróttagrein og eru búnir undir þjálfunar- og leiðbeinendastörf hjá íþróttahreyfingunni, í frjálsri félagastarfsemi eða í frístundastarfi. Efnið er breytilegt eftir önnum eftir aðstæðum hverju sinni. Vísað er til áfangalýsingar úr áfangasafni skóla og hjá viðkomandi sérsambandi innan ÍSÍ um nánari útfærslu. Áfanginn samsvarar sérgreinahluta þjálfara 1 í fræðslukerfi ÍSÍ. Dæmi um viðfangsefni: , júdó, karate, glíma, golf, jóga, sund, fimleikar, íþróttir fatlaðra og styrktarþjálfun . Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRG3ST02 | Styrktarþjálfun fyrir allar íþróttagreinar

    Lýsing: Í þessum áfanga er stefnt að því að nemendur fái trausta þekkingu á tiltekinni íþróttagrein og eru búnir undir þjálfunar- og leiðbeinendastörf hjá íþróttahreyfingunni, í frjálsri félagastarfsemi eða í frístundastarfi. Efnið er breytilegt eftir önnum eftir aðstæðum hverju sinni. Vísað er til áfangalýsingar úr áfangasafni skóla og hjá viðkomandi sérsambandi innan ÍSÍ um nánari útfærslu. Áfanginn samsvarar sérgreinahluta þjálfara 1 í fræðslukerfi ÍSÍ. Dæmi um viðfangsefni: , júdó, karate, glíma, golf, jóga, sund, fimleikar, íþróttir fatlaðra og styrktarþjálfun . Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRG3TN02 | Tennis

    Lýsing: Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í tennis. Lögð er áhersla á kennslu spaðatækni og leikfræði fyrir byrjendur. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grundvallarfærni í greininni. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur þjálfist í kennslu í tennis. Efnisatriði: Tennis, spaðatækni, tækniþjálfun, forhönd, bakhönd, uppgjöf, blak, leikskipulag, sérhæfð þolþjálfun, leikreglur, teygjur, liðkun. Dómgæsla. Framkvæmd: Bókleg og verkleg, þar sem megináhersla er lögð á æfingakennslu nemenda. Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRG3ÚT02 | Útivist og fjallamennska

    Lýsing: Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í útivist og fjallamennsku. Nemendur læra að velja gönguleiðir eftir korti. Einnig er lögð áhersla á öryggisatriði varðandi fjallgöngur. Nemendur skipuleggja og leiðsegja í gönguferðum, bæði dagsferðum og lengri ferð. Efnisatriði: Lestur korta, meðferð áttavita og GPS tækja. Göngustafir, broddar og skyndihjálpartæki. Veðurspár. Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRG3YG02 | Mismunandi eftir önnum hvað er í boði

    Lýsing: Í þessum áfanga er stefnt að því að nemendur fái trausta þekkingu á tiltekinni íþróttagrein og eru búnir undir þjálfunar- og leiðbeinendastörf hjá íþróttahreyfingunni, í frjálsri félagastarfsemi eða í frístundastarfi. Efnið er breytilegt eftir önnum eftir aðstæðum hverju sinni. Vísað er til áfangalýsingar úr áfangasafni skóla og hjá viðkomandi sérsambandi innan ÍSÍ um nánari útfærslu. Áfanginn samsvarar sérgreinahluta þjálfara 1 í fræðslukerfi ÍSÍ. Dæmi um viðfangsefni: , júdó, karate, glíma, golf, jóga, sund, fimleikar, íþróttir fatlaðra og styrktarþjálfun . Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRG3ÞB02 | Íþróttagrein þjálfun barna

    Undanfari: ÍÞRG2BL02
  • ÍÞRÓ1AD02 | Íþróttir-drengir

    Lýsing: Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um líkams- og heilsurækt. Nemandinn spreytir sig á fjölbreyttum aðferðum þol-, styrktar- og liðleikaþjálfunar. Lögð er áhersla á að hann finni hreyfingu við sitt hæfi út frá getu og áhuga. Markviss fræðsla um forvarnagildi líkams- og heilsuræktar og hvatning til heilbrigðari lífshátta. Nemandi lærir að beita sér rétt við æfingar. Undanfari:
  • ÍÞRÓ1AÍ02 | Almenn líkams - og heilsurækt

    Lýsing: Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um líkams- og heilsurækt. Nemandinn spreytir sig á fjölbreyttum aðferðum þol-, styrktar- og liðleikaþjálfunar. Lögð er áhersla á að hann finni hreyfingu við sitt hæfi út frá getu og áhuga. Markviss fræðsla um forvarnagildi líkams- og heilsuræktar og hvatning til heilbrigðari lífshátta. Nemandi lærir að beita sér rétt við æfingar. Undanfari:
  • ÍÞRÓ1AS02 | Íþróttir-stúlkur

    Lýsing: Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um líkams- og heilsurækt. Nemandinn spreytir sig á fjölbreyttum aðferðum þol-, styrktar- og liðleikaþjálfunar. Lögð er áhersla á að hann finni hreyfingu við sitt hæfi út frá getu og áhuga. Markviss fræðsla um forvarnagildi líkams- og heilsuræktar og hvatning til heilbrigðari lífshátta. Nemandi lærir að beita sér rétt við æfingar. Undanfari:
  • ÍÞRÓ1BA01 | Badminton

    Lýsing: Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um badminton. Nemandinn spreytir sig á fjölbreyttum aðferðum þol-, styrktar- og liðleika. Lögð er áhersla á að nemandi auki færni sína í greininni. Markviss fræðsla um forvarnagildi líkams- og heilsuræktar og hvatning til heilbrigðari lífshátta. Nemandi lærir að beita sér rétt við æfingar. Undanfari:
  • ÍÞRÓ1BD01 | Bandý

    Lýsing: Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um bandý. Nemandinn spreytir sig á fjölbreyttum aðferðum þol-, styrktar- og liðleika. Lögð er áhersla á að nemandi auki færni sína í greininni. Markviss fræðsla um forvarnagildi líkams- og heilsuræktar og hvatning til heilbrigðari lífshátta. Nemandi lærir að beita sér rétt við æfingar. Undanfari:
  • ÍÞRÓ1BL01 | Blak

    Lýsing: Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um blak. Nemandinn spreytir sig á fjölbreyttum aðferðum þol-, styrktar- og liðleika. Lögð er áhersla á að nemandi auki færni sína í greininni. Markviss fræðsla um forvarnagildi líkams- og heilsuræktar og hvatning til heilbrigðari lífshátta. Nemandi lærir að beita sér rétt við æfingar. Undanfari:
  • ÍÞRÓ1FB01 | Íþróttir á framhaldsskólabraut

    Undanfari:
  • ÍÞRÓ1GH02 | Þjálfun, heilsa, vellíðan - bókl. og verkl.

    Lýsing: Farið er í grunnþætti líkams- og heilsuræktar. Nemendur fá kennslu í að velja æfingar sem byggja upp þol, styrk og liðleika. Einnig fá nemendur fræðslu um algengustu íþróttameiðsl og heilsusamlegt líferni. Einnig er fjallað um mikilvægi góðs mataræðis. Undanfari: ÍÞRÓ1AÍ02/ÍÞRÓ1AD02/ÍÞRÓ1AS02
  • ÍÞRÓ1HA01 | Grunnþættir í almennri líkams- og heilsurækt. Einu sinni í viku.

    Lýsing: Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um líkams- og heilsurækt. Nemandinn spreytir sig á fjölbreyttum aðferðum þol-, styrktar- og liðleikaþjálfunar. Lögð er áhersla á að hann finni hreyfingu við sitt hæfi út frá getu og áhuga. Markviss fræðsla um forvarnagildi líkams- og heilsuræktar og hvatning til heilbrigðari lífshátta. Nemandi lærir að beita sér rétt við æfingar. Undanfari:
  • ÍÞRÓ1HL02 | Grunnþættir í almennri líkams- og heilsurækt. Tvisvar í viku.

    Lýsing: Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um líkams- og heilsurækt. Nemandinn spreytir sig á fjölbreyttum aðferðum þol-, styrktar- og liðleikaþjálfunar. Lögð er áhersla á að hann finni hreyfingu við sitt hæfi út frá getu og áhuga. Markviss fræðsla um forvarnagildi líkams- og heilsuræktar og hvatning til heilbrigðari lífshátta. Nemandi lærir að beita sér rétt við æfingar. Undanfari:
  • ÍÞRÓ1JÓ01 | Jóga

    Lýsing: Áfanginn er verklegur og markmiðið er að nemandinn læri helstu grunnstöður í Hatha jóga, öndunaræfingar og slökunaræfingar. Lögð er áhersla á að nemandinn læri að hlusta á líkamann og gera æfingarnar út frá sinni getu og líkamsbyggingu. Nemandinn lærir að beita sér rétt við æfingar. Einnig fær nemandinn fræðslu um jógaiðkun og gildi jógaæfinganna fyrir líkamann og sál. Undanfari:
  • ÍÞRÓ1KN01 | Knattspyrna

    Lýsing: Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um knattspyrnu. Nemandinn spreytir sig á fjölbreyttum aðferðum þol-, styrktar- og liðleika. Lögð er áhersla á að nemandi auki færni sína í greininni. Markviss fræðsla um forvarnagildi líkams- og heilsuræktar og hvatning til heilbrigðari lífshátta. Nemandi lærir að beita sér rétt við æfingar. Undanfari:
  • ÍÞRÓ1KÖ01 | Körfuknattleikur

    Lýsing: Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um körfuknattleik. Nemandinn spreytir sig á fjölbreyttum aðferðum þol-, styrktar- og liðleika. Lögð er áhersla á að nemandi auki færni sína í greininni. Markviss fræðsla um forvarnagildi líkams- og heilsuræktar og hvatning til heilbrigðari lífshátta. Nemandi lærir að beita sér rétt við æfingar. Undanfari:
  • ÍÞRÓ1SP01 | Spinning

    Undanfari:
  • ÍÞRÓ1ST02 | Styrktarþjálfun

    Lýsing: Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um styrktarþjálfun. Nemandinn spreytir sig á fjölbreyttum aðferðum þol-, styrktar- og liðleika. Lögð er áhersla á að nemandi auki færni sína í greininni. Markviss fræðsla um forvarnagildi líkams- og heilsuræktar og hvatning til heilbrigðari lífshátta. Nemandi lærir að beita sér rétt við æfingar. Undanfari:
  • ÍÞRÓ1SV01 | Skvass

    Lýsing: Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um skvass/veggtennis. Nemandinn spreytir sig á fjölbreyttum aðferðum þol-, styrktar- og liðleika. Lögð er áhersla á að nemandi auki færni sína í greininni. Markviss fræðsla um forvarnagildi líkams- og heilsuræktar og hvatning til heilbrigðari lífshátta. Nemandi lærir að beita sér rétt við æfingar. Undanfari:
  • ÍÞRÓ1ÚT01 | Útivist og fjallamennska

    Lýsing:Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um útivist og fjallamennsku. Nemandinn spreytir sig á fjölbreyttum aðferðum þol-, styrktar- og liðleika. Lögð er áhersla á að nemandi auki færni sína í greininni. Markviss fræðsla um forvarnagildi líkams- og heilsuræktar og hvatning til heilbrigðari lífshátta. Nemandi lærir að beita sér rétt við æfingar. Undanfari:
  • ÍÞRÓ1VE01 | Líkamsrækt við hæfi hvers og eins

    Lýsing: Áfanginn er verklegur með markvissri fræðslu um líkams- og heilsurækt. Nemandinn vinnur sjálfstætt á eigin forsendum. Lögð er áhersla á að hann finni hreyfingu við sitt hæfi út frá getu og áhuga. Markviss fræðsla um forvarnagildi líkams- og heilsuræktar og hvatning til heilbrigðari lífshátta. Nemandi lærir á hreyfingarforrit sem þau geta nýtt sér til að mæla hreyfingu sína. Undanfari:
  • ÍÞRÓ1WC01 | Líkamsrækt við hæfi hvers og eins

    Undanfari: ÍÞRÓ1AÍ02/ÍÞRÓ1AD02/ÍÞRÓ1AS02
  • ÍÞRÓ1ÆD02 | Æfing dagsins (WOD),

    Undanfari: ÍÞRÓ1AÍ02/ÍÞRÓ1AD02/ÍÞRÓ1AS02
  • ÍÞRS1HJ01 | Reiðhjól á starfsbraut

    Undanfari:
  • ÍÞRS1HJ02 | Reiðhjól á starfsbraut

    Lýsing: Að nemendur læri um öryggi og ábyrgð sem fylgir því að hjóla á hjólastígum og í umferðinni og öðlist færni í að hjóla. Að nemendur læri að hugsa um hjólið sitt og viðhaldi s.s. öryggisætti eins og loft í dekkjum bremsur og keðjur. Undanfari:
  • ÍÞRS1JA01 | Íþróttir á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er eingöngu verklegur og er ein kennslustund á viku. Áfanginn er fyrir nemendur sem þurfa mikla stýringu og aðstoð. Lögð verður áhersla á að kenna öndunaræfingar, einfaldar jógaæfingar og slökun. Undanfari:
  • ÍÞRS1JB01 | Íþróttir á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er eingöngu verklegur og er ein kennslustund á viku og er fyrir nemendur sem geta fylgt fyrirmælum. Lögð verður áhersla á að kenna öndunaræfingar, jógaæfingar, hugleiðslu og slökun. Undanfari:
  • ÍÞRS1SA01 | Íþróttir á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er eingöngu verklegur og er ein klukkustund á viku. Kennslustundir fara fram utandyra fyrstu vikurnar en síðan inni í tækjasal. Nemendur læra að skipuleggja hreyfingu sína undir stjórn kennara með það að markmiðið að gera nemendur sjálfstæða í vinnubrögðum. Áhersla er lögð á að kenna nemendum mikilvægi hreinlætis auk sturtuþjálfunar. Stuðst við forrit s.s. story creator. Undanfari:
  • ÍÞRS1SÁ01 | Íþróttir á starfsbraut

    Lýsing: Verklegur tími þar sem nemendur synda á markvissan hátt til að efla þrek og hreysti líkt og gert er á keppnissundæfingum. Undanfari:
  • ÍÞRS1SB02 | Íþróttir á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er eingöngu verklegur og eru tvær klukkustundir á viku. Kennslustundir fara fram utandyra fyrstu vikurnar en síðan inni í tækjasal. Nemendur læra að skipuleggja hreyfingu sína undir stjórn kennara með það að markmiðið að gera nemendur sjálfstæða í vinnubrögðum. Áhersla er lögð á að kenna nemendum mikilvægi hreinlætis auk sturtuþjálfunar. Stuðst við forrit s.s. Story creator. Undanfari:
  • ÍÞRS1SC01 | Íþróttir á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er eingöngu verklegur og er ein klukkustund á viku. Kennslustundir fara fram utandyra fyrstu vikurnar en síðan inni í tækjasal. Nemendur læra að skipuleggja hreyfingu sína undir stjórn kennara með það að markmiðið að gera nemendur sjálfstæða í vinnubrögðum. Áhersla er lögð á að kenna nemendum mikilvægi hreinlætis auk sturtuþjálfunar. Stuðst við forrit s.s. Trello. Undanfari:
  • ÍÞRS1SD02 | Íþróttir á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er eingöngu verklegur og eru tvær klukkustundir á viku. Kennslustundir fara fram utandyra fyrstu vikurnar en síðan inni í tækjasal. Nemendur læra að skipuleggja hreyfingu sína undir stjórn kennara með það að markmiðið að gera nemendur sjálfstæða í vinnubrögðum. Áhersla er lögð á að kenna nemendum mikilvægi hreinlætis auk sturtuþjálfunar. Stuðst við forrit s.s. Trello. Undanfari:
  • ÍÞRS1SE01 | Íþróttir á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er eingöngu verklegur og er ein klukkustund á viku. Kennslustundir fara fram utandyra fyrstu vikurnar en síðan inni í tækjasal. Nemendur læra að skipuleggja hreyfingu sína undir stjórn kennara með það að markmiðið að gera nemendur sjálfstæða í vinnubrögðum. Áhersla er lögð á að kenna nemendum mikilvægi hreinlætis auk sturtuþjálfunar. Sértæk æfingaáætlun í google forms. Undanfari:
  • ÍÞRS1SF01 | Íþróttir á starfsbraut

    Undanfari:
  • ÍÞRS1SF02 | Íþróttir á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er eingöngu verklegur og eru tvær klukkustundir á viku. Kennslustundir fara fram utandyra fyrstu vikurnar en síðan inni í tækjasal. Nemendur læra að skipuleggja hreyfingu sína undir stjórn kennara með það að markmiðið að gera nemendur sjálfstæða í vinnubrögðum. Áhersla er lögð á að kenna nemendum mikilvægi hreinlætis auk sturtuþjálfunar. Sértæk æfingaáætlun í google forms. Undanfari:
  • ÍÞRS1SL01 | Íþróttir á starfsbraut

    Lýsing: Kennslan fer fram í íþróttasal. Áhersla á samvinnu og félagsþroska þar sem nemendur vinna saman að settum markmiðum í leikjum og stöðvaþjálfun. Undanfari:
  • ÍÞRS1ST01 | Íþróttir á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er eingöngu verklegur og er ein kennslustund á viku. Lögð verður áhersla á að efla færni í öllum sundgreinum með áherslu á að nýta sund til að bæta þol. Undanfari:
  • ÍÞRS1SÞ01 | Íþróttir á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er eingöngu verklegur og er ein kennslustund á viku. Lögð verður áhersla á að efla færni í öllum sundgreinum með áherslu á að nýta sund til að bæta þol. Undanfari:
  • ÍÞRS1ÚG01 | Íþróttir á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er eingöngu verklegur og er ein klukkustund á viku eða 3 klst. einu sinni í viku. Kennslustundir fara fram í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, bæði á jafnsléttu og í léttum fjallgöngum. Lögð verður áhersla á að efla færni í útivist og göngum úti í náttúrunni. Undanfari:
  • ÍÞRS2SG01 | Íþróttir á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er verklegur og er ein klukkustund á viku. Kennslan fer fram inni í íþróttasal, tækjasal, sundlaug og úti við. Tímarnir verða fjölbreyttir þar sem farið verður í grunnþætti þjálfunar og ýmsar leiðir til að þjálfa líkamann.Í áfanganum verður unnið með smáforrit og æfingaseðla í google forms sem byggist á ljósmyndum og texta. Undanfari:
  • ÍÞRS2SH02 | Íþróttir á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er verklegur og er tvær klukkustundir á viku. Kennslan fer fram inni í íþróttasal, tækjasal, sundlaug og úti við. Tímarnir verða fjölbreyttir þar sem farið verður í grunnþætti þjálfunar og ýmsar leiðir til að þjálfa líkamann.Í áfanganum verður unnið með smáforrit og æfingaseðla í google forms sem byggist á ljósmyndum og texta. Undanfari:
  • ÍÞST3ÞB03 | Starfsnám í íþróttum

    Lýsing: Nemandinn velur sér starfsvettvang í samráði við íþróttakennara skólans. Áfanginn er undirbúningur fyrir þjálfun barna yngri en 12 ára. Tengt þjálfun í íþróttagrein hjá íþróttafélagi eða starfi tengt frístundaskóla eða leikskóla. Nemandinn setur upp æfingaáætlun með íþróttakennara/þjálfara og kennir eftir þeirri áætlun. Æfingaáætlunin er svo metin. Undanfari: ÍÞRF2ÞB05

J

  • JARÐ1GJ03 | Grunnáfangi í jarðfræði

    Lýsing: Áfanginn er grunnáfangi í jarðfræði og í honum er unnið að því að skapa þekkingu á þeim ferlum sem virka ofan- og neðanjarðar. Fræðileg umfjöllun greinarinnar verður tengd við þau ummerki sem eru sýnileg í landslaginu í nágrenninu og jarðfræðin þannig notuð til að skapa áhuga og skilning á umhverfinu, sjálfbærni og notagildi jarðfræði í leik og starfi. Farið verður í kort og kortagerð og notkun kortagagna sem hjálpartækis í náttúruvísindum. Fjallað verður um innri gerð jarðar, landrekskenninguna, mismunandi flekamót og möttulstróka og í tengslum við það upptök jarðskjálfta og eldvirkni á jörðinni. Jarðvarmasvæði á Íslandi verða skoðuð, skipting þeirra í lághita- og háhitasvæði og nýting þeirra. Farið verður í þá þætti jarðfræðinnar sem flokkast til útrænna afla eins og grunnvatn og fallvötn, nýtingu þeirra og mikilvægi fyrir mannkynið. Þá er lögð áhersla á vatn sem rofafl, bæði árrof og jökulrof, og þau ummerki sem rofið skilur eftir sig. Í gegnum allan áfangann verða áhrif manns á náttúru jarðar skoðuð. Undanfari:
  • JARÐ2JM05 | Almenn jarðfræði

    Lýsing: Áfanginn fjallar um myndun og mótun lands og tekur umfjöllunin sérstakt mið af jarðfræði Íslands. Farið verður í bergfræði jarðar, myndun bergtegunda og steinda og berggreiningu. Fjallað verður um upptök jarðskjálfta, jarðskjálftabylgjur og mælingar og ummerki jarðskjálfta á yfirborði jarðar. Farið verður í eldvirkni og afleiðingar hennar almennt á jörðinni með sérstaka áherslu á Ísland og íslenskar eldstöðvar. Fjallað verður um mótun lands af völdum útrænna afla. Markmið námsins snýst um að nemendur öðlist yfirsýn og þekkingu á þeim jarðfræðilegu lögmálum sem blasa hvarvetna við okkur. Takmarkið er að gera nemendur læsa á umhverfi sitt og þannig auka yfirsýn og skilning sem geta leitt til vitundar og virðingar fyrir náttúrulegum ferlum. Jafnframt öðlast nemendur nauðsynlegan grunn og færni til frekara náms í jarðfræði. Undanfari: JARÐ1GJ03
  • JARÐ3JS05 | Jarðsaga

    Lýsing: Áfanginn fjallar um sögu jarðar, hvernig jörðin varð til og þróaðist frá upphafi til okkar daga. Saga jarðskorpunnar, lofthjúpsins, hafanna og lífsins er rakin og gerð grein fyrir því hvernig jarðlög verða til, þróast í aldanna rás og hvernig lesa má úr þeim jarðsöguna. Myndun og jarðsaga Íslands er rakin, gerð er grein fyrir sérkennum landsins og fjallað um sérstakar jarðlagasyrpur. Í áfanganum túlka nemendur og teikna jarðlagasnið, skrifa heimildaritgerð og halda fyrirlestra. Undanfari: JARÐ2JM05

K

  • KFRT3KF05 | Kvikmyndafræði

    Lýsing: Áfanginn nær yfir rúmlega hundrað ára sögu kvikmyndalistarinnar. Farið verður yfir helstu stefnur og áhrifavalda sem mótað hafa kvikmyndir, ekki síst kvikmyndahefðina sem kennd er við Hollywood. Fjallað um ólíkar kvikmyndagreinar og arfleifð einstakra kvikmyndahöfunda metin. Heimildamyndir verða skoðaðar sérstaklega og ólíkar aðferðir við að miðla heimildaefni. Kvikmyndamálið sjálft og helstu hugtök sem tengjast því s.s. ólíkar gerðir klippinga, innrömmun, hreyfing tökuvélar o.fl. verða tekin fyrir. Í áfanganum verður horft á u.þ.b. tíu kvikmyndir í fullri lengd og námsmat felst í því að fjalla um þær, bæði í umræðum og með verkefnum. Nemendur velja sér einnig viðfangsefni sem þeir kynna fyrir öðrum nemendum. Undanfari: ÍSLE2KK05
  • KIRU3ÞJ01 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun

    Undanfari:
  • KIRU3ÞJ02 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 1 viku

    Undanfari:
  • KIRU3ÞJ03 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 2 vikur

    Undanfari:
  • KIRU3ÞJ05 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 3 vikur

    Undanfari:
  • KIRU3ÞJ07 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 4 vikur

    Undanfari:
  • KIRU3ÞJ08 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 5 vikur

    Undanfari:
  • KIRU3ÞJ10 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 6 vikur

    Undanfari:
  • KIRU3ÞJ12 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 7 vikur

    Undanfari:
  • KIRU3ÞJ13 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 8 vikur

    Undanfari:
  • KIRU3ÞJ15 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 9 vikur

    Undanfari:
  • KIRU3ÞJ17 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 10 vikur

    Undanfari:
  • KIRU3ÞJ19 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 11 vikur

    Undanfari:
  • KIRU3ÞJ20 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 12 vikur

    Undanfari:
  • KIRU3ÞJ22 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 13 vikur

    Undanfari:
  • KIRU3ÞJ24 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 14 vikur

    Undanfari:
  • KIRU3ÞJ25 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 15 vikur

    Undanfari:
  • KIRU3ÞJ27 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 16 vikur

    Undanfari:
  • KÍNV1AA05 | Kínverska I

    Lýsing: Áfanginn er byrjendanámskeið í mandarín-kínversku. Farið verður í grunnatriði kínversks máls með áherslu á talmál og skilning algengustu tákna í kínverska táknmálinu. Nemendur fá þjálfun í að skrifa kínversku. Útskýrð verða nokkur atriði kínverskrar menningar. Við lok annar eiga nemendur að geta tjáð sig á einfaldan hátt á kínversku, þekkja uppbyggingu talmáls og grunn atriðið í ritmálinu með þekkingu á rúmlega 100 kínverskum táknum. Kínverska er það mál sem flestir jarðarbúar tala og með kínversku opnast nýr menningarheimur. Áfanginn hentar vel þeim sem hafa hug á menningar- eða viðskiptasamskiptum við kínverska menningarsvæðið í framtíðinni. Einnig þeim sem stefna á að nema kínversku og/eða Asísk fræði við Háskóla Íslands. Kennt verður á ensku. Undanfari:
  • KÓRS1RS02 | Kórsöngur

    Lýsing: Í þessum áfanga er tónlist viðfangsefnið og mannsröddin. Kennd eru undirstöðuatriði góðrar söngtækni, nótnalestur og tjáning. Sungin eru kórverk frá ólíkum tíma og af ólíkum stíltegundum. Undanfari:
  • KVGS1SH02 | Stuttmynd og heyfimyndir á starfsbraut

    Undanfari:
  • KVGS1SK02 | Kvikmyndagerð á starfsbraut

    Lýsing: Unnið er með margvíslegan hugbúnað með myndræna sköpun að markmiði. Nemendur vinna með myndbandagerð og klippingu myndskeiða. Þeir eru hvattir til að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og fá m.a. tækifæri til að skapa stuttmynd. Undanfari:
  • KYNF1KF01 | Kynfræðsla-kynheilbrigði

    Undanfari:
  • KYNS1KF01 | Kynfræðsla á starfsbraut

    Undanfari:
  • KYNS1KS01 | Kynfræðsla á starfsbraut

    Undanfari:

L

  • LANS1HE01 | Landafræði á starfsbraut

    Lýsing: Lögð er áhersla á að nemendur þekki heiminn, heimsálfurnar og helstu lönd innan þeirra. Nemendur velja sér stað erlendis í samráði við kennara til að ferðast á og kynna sér sérstaklega s.s. veður- og gróðurfar, tungumál, stjórnarhætti, menningu, mannfjölda og sögu. Undanfari:
  • LEGS1LE02 | Legó-tækni á starfsbraut

    Undanfari:
  • LEIK1LE01 | Leiklist

    Undanfari:
  • LEIK1LE03 | Leiklist

    Undanfari:
  • LEKF3AA05 | Leikjafræði

    Undanfari: FORR2MY05
  • LESS1LK03 | Leiklist á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum verða nemendur þjálfaðir í framsögn, framkomu og leikrænni tjáningu í gegnum leiki og æfingar. Einnig munu þeir semja litlar senur og æfa sig í að leika fyrir kvikmyndatökur ásamt því að kynnast verklagi kvikmyndagerðarinnar, formuppbyggingu sena og persónusköpun. Nemendur munu kynnast ýmsum tilheyrandi þáttum, svo sem búningum og öðru útliti, leikmynd, leikmunum og tæknilegum þáttum. Undanfari:
  • LESS1SP02 | Spunaspil á starfsbraut

    Undanfari:
  • LIKM2AA05 | Líkamsmeðferð I

    Lýsing: Í þessum byrjunaráfanga læra nemendur verklag við líkamsnudd og hvernig hægt er að mynda æskilegt vinnuumhverfi fyrir það undirbúning vinnuaðstöðu og að taka á móti viðskiptavinum. Kennt er eftir klassíska sænska nuddkerfinu og nemendur þjálfaðir í að tileinka sér flæði og dýpt nuddhreyfinga og þekkja efni sem notuð eru við það. Í bóklegum hluta áfangans læra nemendur um beinabyggingu og vöðva líkamans, staðsetningu, upptöku, festu og hreyfingu þeirra. Þeir læra sögu og uppruna nudds, tilgang og áhrif þess á líkamann. Lögð er áhersla á að nemandi öðlist skilning á áhrifum og virkni nuddhreyfinga og nudds almennt á húðvefi, vöðva, æða- og sogæðakerfi líkamans. Undanfari: ANMF1AA07
  • LIKM2BA05 | Líkamsmeðferð II

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur verklag við djúphreinsunar- og raftækjameðferð fyrir líkamann, helstu forsendur fyrir notkun hitameðferða og að þekkja mismunandi straumtegundir sem notaðar eru í líkamsmeðferð. Áhersla er lögð á líkamsgreiningu, tækjanotkun og nudd. Nemendur fá viðbótarþjálfun í líkamsnuddi þar sem notaðir eru t.d. heitir steinar eða annað sem markaðurinn bíður upp á. Þeir læra stöðluð greiningarform fyrir líkamann, mismunandi líkamsstöður og líkamsástand. Nemendur kynnast mismunandi tegundum meðferða sem hafa áhrif á fituvef húðar. Undanfari:
  • LIKM3DA05 | Líkamsmeðferð III

    Lýsing: Í áfanganum kynnast nemendur SPA hugmyndafræði og sögu líkamsmeðferða. Þeir læra verklag við djúphreinsun fyrir líkama eins og þurrburstun, kornakrem eða það sem markaðurinn bíður upp á hverju sinni. Nemendur læra einnig algengustu sérmeðhöndlanir fyrir líkamann og farið er í markmið og virkni þeirra og efnin sem notuð eru t.d. mismunandi líkamsmaska, þörunga-, ilmolíu-, súkkulaði- og hitamaska eða það sem markaðurinn bíður upp á hverju sinni. Nemendur fá viðbótarþjálfun í líkamsnuddi m.a. ilmolíu-og svæðanuddi. Undanfari:
  • LIME2ST05 | Listir og menning I

    Lýsing: Nemendur öðlast skilning á skynjun mannsins og fjölbreyttum möguleikum hans til að tjá sig í listum. Farið verður í einstaka þætti sjónar og skynjunar, einkum þó þau atriði sem snúa að uppbyggingu málverka sem tæknilegra afreka. Skoðuð verða teiknifræðileg vandamál eins og fjarvídd, beinar línur og skálínur, vinklar og horn, bjögun og sérstaklega allar þær sjónblekkingar sem listamenn hafa beitt í gegnum aldirnar til að skapa dýpt á tvívíðum fleti. Farið verður í aðferðafræði við að skoða listaverk og þó einkum málverk. Þá er farið ítarlega yfir allar flokkanir sem tíðkast í listfræðilegum heimi til að greina listaverk eftir tegundum, formum og staðsetningu. Fjallað verður um landslagsmálverk, portrettmyndir, trúarlegar myndir, kyrralífsmyndir og könnuð verður táknfræði þekktustu listaverka sögunnar. Nemendur kynna sér stöðu listamanns í fjölbreyttum heimi, frá fornöld til okkar tíma. . Nemendur læra að greina listaverk eins ítarlega og hægt er. Farið verður í aðferðafræði myndbyggingar og uppbyggingu málverka, einkum þó frá miðöldum fram á lok nítjándu aldar. Lokamarkmið áfangans er að nemendur geti greint listaverk sem þeir hafa ekki séð áður eins nákvæmlega og þeir geta án þess að vita hvenær það var skapað né hver skapaði það. Undanfari:
  • LIME3ME04 | Listir og menning II

    Lýsing: Nemandi skoði og skilgreini samhengi milli lista og menningar á líðandi stund; hann á að geta greint, borið saman og gagnrýnt hönnun, listviðburði og lífsstíl í samtímanum. Farið verður sérstaklega í hugmyndalist og skilgreiningu á hugtökunum list og listaverk. Undanfari: LIME2ST05, MYNS2SU05
  • LINS1LN02 | Listir og núvitund á starfsbraut

    Undanfari:
  • LIPL1AA03 | Litun augnhára og augabrúna

    Lýsing: Í áfanganum er farið í litun augnhára og augabrúna og að móta augabrúnir í samræmi við augnumgjörð. Farið verður í hvernig permanent er sett í augnhár. Undanfari:
  • LISS1AÞ01 | Listasaga á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er listasagan rakin í stórum dráttum frá fornöld til nútímans. Nemendur kynnast stórum nöfnum í listheiminum og fjallað er um tengsl ólíkra listasviða þá einkum málaralist, höggmyndalist og hönnunar. Skoðuð eru verk listamanna og rýnt i helstu einkenni s.s aðferðir, efnisnotkun og myndbyggingu. Listaverk skoðuð i samhengi við ólík samfélög mannkynsögunnar. Undanfari:
  • LISS1FH02 | Furðuheimar listarinnar

    Undanfari:
  • LISS1ÍS01 | Listasaga á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum eru skoðuð listaverk i nánasta umhverfi, farið á listasöfn, almenningsvæði, íslenskir listamenn kynntir og unnin verk i þeirra anda. Nemendur læra að þekkja nöfn á listasöfnum, verk á almenningssvæðum. Undanfari:
  • LÍBE1HB01 | Líkamsbeiting

    Lýsing:Í áfanganum er fjallað um vinnuumhverfi og áhrif þess á líkamlega og andlega líðan. Farið er í líkamsvitund og líkamsbeitingu, vinnutækni við ólíkar aðstæður og mismunandi störf. Fjallað er um leiðir til að draga úr líkamlegu og andlegu álagi við vinnu. Nemandi leysir ýmis verkefni, með og án léttitækja. Undanfari:
  • LÍFF1GL03 | Grunnáfangi í líffræði

    Lýsing: Í þessum grunnáfanga í líffræði er fjallað um manninn sem lífveru, samskipti hans við aðrar lífverur, áhrif mannsins á umhverfið og sjálfbærni. Líffræði er tengd daglegu lífi og áhugasviði ungs fólks. Efnisflokkar: Líffræðin sem fræðigrein, vísindaleg aðferð. Helstu sameiginleg einkenni lífvera. Gerð, bygging og starfsemi mannslíkamans (frumur, líffæri, líffærakerfi). Kynning á erfðafræði og erfðatækni. Yfirlit um lífveruhópa með áherslu á hvernig maðurinn hefur gagn eða skaða af mismunandi hópum. Vistkerfi, fæðukeðjur, stofnar, samfélög. Áhrif mannsins á umhverfið fyrr og nú, umhverfismál og sjálfbær þróun. Verklegar æfingar og verkefni miða að því að virkja nemendur, dýpka þekkingu, auka reynslu og kveikja áhuga á viðfangsefnum líffræðinnar. Undanfari:
  • LÍFF2VU05 | Vistfræði og umhverfismál

    Lýsing: Í áfanganum er rætt um líffræðilega fjölbreytni, lífbelti, orkuflæði í vistkerfum, efnahringrásir, framvindu, samskipti lífvera, stofna, samfélög, stofnvöxt og stofnmælingaraðferðir. Fjallað er um áhrif umhverfis á þróun og atferli, íslensk vistkerfi, nytjastofna og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Þá er rætt um þverfræðilegt eðli umhverfisfræðanna, um sjálfbæra þróun, vistspor, þjónustu vistkerfa, umhverfissiðfræði og umhverfismál svo sem gróðureyðingu, gróðurhúsaáhrif, súrt regn, eyðileggingu búsvæða, útdauða tegunda, mengun, mannfjöldaþróun, náttúruvernd og fleira. Umhverfismál sem eru efst á baugi hverju sinni eru skoðuð sérstaklega. Áhersla er lögð á lausnir og leiðir að sjálfbærni. Undanfari: LÍFF1GL03
  • LÍFF3EÐ05 | Lífeðlisfræði

    Lýsing: Í áfanganum er farið í uppbyggingu fruma, starfsemi helstu frumulíffæra og líkamsstarfsemi dýra og plantna. Fjallað er um fæðunám, meltingu, öndun, blóðrás, taugakerfi, efnaflutning, úrgangslosun, ónæmissvörun, hreyfingu, æxlun, fósturþroskun, stjórn efnaskipta og samvægi. Hvert einstakt líffærakerfi er tekið fyrir og hliðstæð kerfi borin saman. Fjallað er um heilbrigða starfsemi en einnig um algengustu frávik. Verklegar æfingar og verkefni í tengslum við efni áfangans. Nemendur læra hlutverk, gerð og starfsemi helstu líffærakerfa í plöntum og dýrum, lýsa myndun efna í ljóstillífun og kynnast líffærakerfum í ólíkum lífverum. Undanfari: LÍFF1GL03
  • LÍFF3EF05 | Erfðafræði

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um lykilatriði erfðafræðinnar: jafn- og rýriskiptingu, litninga, gen, lögmál Mendels, ýmis arfmynstur, tengd gen, byggingu kjarnsýra, afritun erfðaefnis, umritun og prótínmyndun. Fjallað er um litningabreytingar, stökkbreytingar, krabbamein, tíðni og jafnvægi gena í stofnum, utangenaerfðir, erfðamengi mannsins ásamt sérkennum í erfðum örvera. Þróunarfræði er kynnt stuttlega í samhengi við erfðafræði. Fjallað er um grunnaðferðir sem notaðar eru í erfðarannsóknum og erfðatækni og áhugaverðar nýjar rannsóknir ræddar. Undanfari: LÍFF1GL03
  • LÍFS1AÁ01 | Lífsleikni á starfsbraut

    Undanfari:
  • LÍFS1BA01 | Lífsleikni á starfsbraut - Allt fyrir ástina

    Undanfari:
  • LÍFS1ÉG03 | Ég, skólinn og samfélagið

    Lýsing: Áfanginn á að gefa nemandanum dýpri skilning á sjálfum sér og umhverfi sínu og styrkja hann til að takast á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Undanfari:
  • LÍFS1HÁ01 | Lífsleikni á starfsbraut

    Lýsing: Nemendur læra að þekkja þá þjónustu sem í boði er innan skólans og í næsta nágrenni hans. Unnið er með heiti og verðgildi peninga í tengslum við mötuneyti skólans og í nálægum verslunum. Áhersla er lögð á að styrkja sjálfstraust, öryggiskennd og sjálfstæði. Undanfari:
  • LÍFS1HF01 | Lífsleikni á starfsbraut

    Lýsing: Nemendur læra að þekkja þá þjónustu sem í boði er innan skólans og í næsta nágrenni hans. Unnið er með heiti og verðgildi peninga í tengslum við mötuneyti skólans og í nálægum verslunum. Áhersla er lögð á að styrkja sjálfstraust, öryggiskennd og sjálfstæði. Undanfari:
  • LÍFS1HG01 | Lífsleikni á starfsbraut

    Lýsing: Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér góða borðsiði og hreinlæti. Nemendur starfsbrautar fara með skólavini í matsalinn. Markmiðið með því er að styrkja félagslega stöðu nemandans, efla samskiptafærni og sjálfstraust. Lögð er áhersla á að nemandinn sé virkur þátttakandi í uppákomum á vegum skólans og/eða nemendafélags. Nemendum er kennd umgengni í matsal, læri að skila matarleifum á þar til gerða vagna. Matartíminn á að vera stund sem einkennist af jákvæðum samskiptum. Áhersla er lögð á að nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að borða hollan og fjölbreyttan mat. Nemendur eru upplýstir um ávinning þess að sporna gegn matarsóun. Undanfari:
  • LÍFS1SH01 | Lífsleikni á starfsbraut

    Lýsing: Farið verður í grunnatriði í skyndihjálp og rétt fyrstu viðbrögð við veikindum eða slysum. Áfanginn er bóklegur ásamt verklegum æfingum. Undanfari:
  • LÍFS1SÞ02 | Lífsleikni á starfsbraut

    Lýsing: Í þessum áfanga er unnið að því að auka færni nemenda í athöfnum daglegs lífs. Stefnt er að því að styrkja nemendur sem einstaklinga, efla sjálfsvitund, sjálfsábyrgð og samkennd s.s. með því að þeir læri að nýta sér almenningsfarartæki. Lögð er rík áhersla á að nemendur fari eftir fyrirmælum. Undanfari:
  • LÍFS1TÓ01 | Lífsleikni á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum eru ýmsir flokkar tómstunda skoðaðar og kynntir. Fjallað er um fjölbreytileika tómstunda og hvernig hægt er að nota þær í þeim tilgangi að gefa lífinu enn meira gildi. Skoðaðar eru tómstundir sem stundaðar eru úti og inni, tómstundir í skóla, starfi, heima við og í lífinu almennt. Undanfari:
  • LÍFS1UL02 | Lífsleikni á starfsbraut, undirbúningur undir lífið

    Undanfari:
  • LÍFS1UM02 | Lífsleikni á starfsbraut

    Undanfari:
  • LÍFS1VI02 | Lífsleikni á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á að styrkja nemendur sem einstaklinga og auka skilning þeirra á samspili einstaklings og samfélags. Áhersla er lögð á tjáningu og eflingu meðvitundar nemandans um sjálfan sig sem einstakling og hluta af samfélaginu. Fjallað er um tilfinningar og skoðanir og mikilvægi þess að tjá þær á viðeigandi hátt. Almennra samskiptareglur eru kynntar og áhersla lögð á kurteisi og gagnkvæma virðingu í mannlegum samskiptum. Unnið er með hugtökin ábyrgð og samábyrgð og réttindi og skyldur. Viðfangsefnin miða að því að efla sjálfsvirðingu og samskiptahæfni nemenda. Undanfari:
  • LÍFS1VU02 | Lífsleikni á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er unnið út frá ákveðnu þema og fara nemendur í vettvangsferð til að afla upplýsinga sem skilar sér í verkefnavinnu. Nemendur vinna með ákveðið viðfangsefni og upplifa tækifæri til þess að sjá hluti í nýju ljósi. Kynnast almenningssamgöngum og læra að meta hættur í umhverfinu. Áhersla er lögð á hópkennd, samvinnu og samskipti. Útivera stuðlar að góðri andlegri og líkamlegri vellíðan nemenda. Undanfari:
  • LÍOL2IL05 | Líffæra og lífeðlisfræði B

    Lýsing: Markmið áfangans er að nemendur öðlist þá grundvallarþekkingu og skilning á byggingu og starfsemi mannslíkamans, sem er nauðsynleg fyrir frekara nám og störf á heilbrigðissviði. Farið er í byggingu og starfsemi hringrásarkerfis: blóð, hjarta, blóðæðar, blóðþrýstingur og stjórnun hans; vessakerfis: vessalíffæri, varnir, ónæmi; öndunarkerfis: öndunarvegur, lungu, öndunarhreyfingar, loftskipti, stjórnun öndunar; meltingarkerfis: aðal- og aukalíffæri meltingar, melting og stjórnun hennar; þvagkerfis: nýru, þvagblaðra, þvagpípur, þvagrás, þvagmyndun; æxlunarkerfis: innri og ytri kynfæri, myndun kynfrumna, kynhormón, tíðahringur. Auk þess er farið í grundvallaratriði fósturþroska. Fjallað er um hvernig starfsemi allra líffærakerfanna tengist innbyrðis og hvernig hún viðheldur innri stöðugleika líkamans. Öll líffærafræðileg umfjöllun gengur út frá latneskri nafngiftafræði. Undanfari: LÍOL2SS5
  • LÍOL2SS05 | Líffæra og lífeðlisfræði A

    Lýsing: Farið er í grundvallarhugtök líffærafræðinnar út frá latneskri nafngiftafræði og lífeðlisfræðileg ferli útskýrð. Fjallað er um svæðaskiptingu líkamans, áttir, líkamshol, skipulagsstig, byggingu og starfsemi frumna og vefja, flutning efna yfir himnur, jafnvægishneigð og afturvirk kerfi. Farið er í byggingu og starfsemi þekjukerfis: lagskipting húðar og líffæri; beinakerfis: beinmyndun, flokkun beina, beinagrind, brjósk, liðir og hreyfingar; vöðvakerfis: innri og ytri gerð vöðva, vöðvasamdráttur, helstu vöðvar líkamans; taugakerfis: taugavefur, taugaboð, taugaboðefni, flokkun taugakerfis og starfsemi, skynfæri og skynjun; innkirtlakerfis: innkirtlar og virkni hormóna. Undanfari:
  • LJMS1LB01 | Ljósmyndun á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum taka nemendur myndir á stafrænar myndavélar og þeir kynnast möguleikum spjaldtölva og síma til myndatöku. Nemendum er kennt að horfa á umhverfið með það fyrir augum að finna áhugavert myndefni, halda rétt á tækjunum við myndatöku, meta fjarlægðir, stilla fókus og smella af. Nemendur læra að eyða myndum úr tækjunum, búa til möppur og setja myndir í möppur. Áhersla er á að nemendur þjálfast í sjálfstæðum vinnubrögðum og öðlast færni í að nýta viðeigandi tæki og hugbúnað til myndatöku. Áfanginn er kenndur jafnt utan- sem innandyra. Undanfari:
  • LJMS1LF01 | Ljósmyndun á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum taka nemendur myndir á stafrænar myndavélar, spjaldtölvur og síma. Nemendum er kennt að horfa á umhverfið með það fyrir augum að finna áhugavert myndefni, halda rétt á tækjunum við myndatöku og huga að myndbyggingu og fókus. Nemendur kynnast hinum ýmsu möguleikum sem eru í boði til þess að geyma myndefni sitt á á Veraldarvefnum t.d. á Google Photos. Nemendur læra að eyða myndum búa til möppur, setja myndir í möppur og lagfæra og breyta myndum. Áhersla er á fjölbreytta kennsluhætti s.s. þemavinnu og fara nemendur í vettvangsferðir til myndatöku. Undanfari:
  • LJÓS2SL05 | Ljósmyndun I - stafræn ljósmyndun

    Lýsing: Í áfanganum er megin áhersla lögð á stafræna ljósmyndun og myndvinnslu. Auk tæknilegrar kennslu fá nemendur verkefni sem krefjast hugmyndaflugs, frumleika og persónulegra vinnubragða. Lögð er áhersla á notkun myndrammans, samband augnabliksins og mynduppbyggingar ásamt frjálsri tjáningu í ljósmyndun. Nemendur læra helstu atriði í Photoshop og Bridge og vinna með viðeigandi forriti ljósmyndir sem teknar eru í RAW formati. Lögð er áhersla á að nemendur læri að breyta stærð mynda eftir þörfum, þ.e. fyrir vef eða til útprentunar og kunni að vista myndir í réttu formati. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist ljósmyndun, tækni, helstu aðferðum og geti síðan nýtt sér þekkingu sína til sjálfstæðra vinnubragða. Undanfari:
  • LJÓS3FI04 | Ljósmyndun II - filmuljósmyndun

    Lýsing: Áhersla er lögð á að nemendur kynnist ljósmyndun og myrkrakompuvinnu, tækni, helstu aðferðum og geti síðan nýtt sér þekkingu sína til sjálfstæðra vinnubragða. Undanfari: LJÓS2LS05
  • LOKA3HU08 | Lokaverkefni í húsasmíði

    Lýsing: Í áfanganum gefst nemendum færi á að búa sig markvisst undir sveinspróf. Unnin eru verkefni, lík þeim sem tekin eru fyrir í sveinsprófi. Þau krefjast þess að nemendur nýti og samþætti þekkingu og færni sem þeir hafa aflað sér í skóla og á vinnustað á námstímanum. Farið er í upprifjun bóklegra og verklegra þátta úr fyrri áföngum eftir því sem þurfa þykir. Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í skipulagningu og áætlanagerð, framkvæmd, gæðamati, skráningu og rökstuðningi á verkum og verkþáttum. Reynt er að líkja eftir aðstæðum í atvinnulífinu og því hafa nemendur aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum, efni, áhöldum og tækjum meðan á verkefnavinnu stendur. Undanfari: HÚSA3HU09, HÚSA3ÞÚ09
  • LOKA3LH03 | Lokaverkefni - heimildaritgerð

    Lýsing: Í áfanganum vinna nemendur lokaverkefni sem byggir á fræðilegri þekkingu á tilteknu námssviði/sérgrein nemandans og þarf viðfangsefnið að vera á 3. þrepi. Nemendur fá kennslu í heimildaritgerðarsmíð og þjálfun í þeim fræðilegu vinnubrögðum sem tíðkast við vinnslu og frágang slíkrar ritgerðar. Krafist er vitsmunalegrar og verklegrar leikni til að vinna úr heimildum. Ætlast er til að nemendur öðlist hæfni til að nýta fyrri þekkingu og skilning við úrvinnslu efnisins. Nemendur vinna undir verkstjórn kennara á sjálfstæðan hátt sem krefst frumkvæðis, sköpunar og ábyrgðar á eigin námi. Undanfari: ÍSLE3NN05
  • LOKA3LR03 | Lokaverkefni - rannsókn

    Lýsing: Í áfanganum vinna nemendur lokaverkefni sem byggir á fræðilegri þekkingu á tilteknu námssviði/sérgrein nemandans og þarf viðfangsefnið að vera á 3. þrepi. Nemendur fá kennslu í helstu rannsóknaraðferðum félagsvísinda eða náttúruvísinda og þjálfun í þeim fræðilegu vinnubrögðum sem tíðkast við vinnslu og frágang slíkra rannsókna. Krafist er vitsmunalegrar og verklegrar leikni til að vinna rannsóknina. Ætlast er til að nemendur öðlist hæfni til að nýta fyrri þekkingu og skilning við úrvinnslu. Nemendur vinna undir verkstjórn kennara á sjálfstæðan hátt sem krefst frumkvæðis, sköpunar og ábyrgðar á eigin námi. Undanfari: ÍSLE3NN05
  • LOKF3FH10 | Lokaverkefni á textílbraut

    Lýsing: Í áfanganum útfærir og vinnur nemandinn verk eftir eigin hugmynd og nýtir sér þekkingu og færni úr fyrri áföngum og velur verkefni eftir eigin áhugasviði. Hann getur valið að dýpka skilning á miðlum sem hann hefur áður kynnst eða kynnt sér nýja. Nemandinn skal skipuleggja heildarvinnuferlið, frá hugmynd að endanlegri niðurstöðu, verki sem hann sýnir í lok annar. Verkið skal uppfylla kröfur um hugmyndaauðgi, listræna framsetningu og góðan frágang. Nemandanum er frjálst að leita fanga eins víða og hann telur nauðsynlegt til að ná fram settum markmiðum. Í lok áfangans þarf nemandinn að draga reynslu sína saman í skriflegri greinargerð. Forkröfur: Allir áfangar á brautinni. Nemandinn þarf að hafa lokið öllum textíláföngum á kjörsviði og almennri hönnunarsögu. Áfanginn er að jafnaði tekinn á seinustu eða næstseinustu námsönn nemandans. Undanfari:
  • LOKS1UH01 | Lokaáfangi á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn verður kenndur á lokaönn nemanda og byggir á undirbúningi fyrir skólalok og kynningu á hvaða möguleikar eru í boði eftir útskrift. Farið er yfir fjáröflun varðandi útskrift, dimmisjón, skipulagningu útskriftar og verkefni sem tengjast samfélagslegri ábyrgð. Undanfari:
  • LOKS1ÚT01 | Lokaáfangi á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum fá nemendur tækifæri til að nýta sér þá færni sem þeir hafa lært í skóla. Farið er í hvað þarf að hafa í huga þegar farið er í ferðalag. Unnið með undirbúning, skipulag, ferðatilhögun, tungumálakunnáttu og samvinnu og samskipti ferðafélaga. Undanfari:
  • LORS1OL01 | Orð og list á starfsbraut

    Undanfari:
  • LSSS1LS02 | Listir og samfélag

    Undanfari:
  • LTIS1LT02 | Listir og tilfinningar, á starfsbraut

    Undanfari:
  • LYFJ2LS05 | Lyfjafræði

    Lýsing: Í áfanganum er farið í lyfjaskrár, ATC-flokkunarkerfi lyfja, geymslu og fyrningu lyfja, lyfjaform og ýmsar skilgreiningar sem tengjast lyfjum. Farið er í helstu lyf sem notuð eru við hjarta- og æðsjúkdómum, geðsjúkdómum, stoðkerfissjúkdómum, öndunarfærasjúkdómum, húðsjúkdómum og sykursýki. Auk þess er fjallað um sýklalyf, meltingarfæralyf og lyf við Alzheimer sjúkdómi. Fjallað er um lyf og lyfjaflokka, verkun lyfjanna, aukaverkanir, milliverkanir o.fl. Undanfari: LÍOL2IL05, SJÚK2GH05, SJÚK2MS05
  • LYST3RB05 | Lýsingatækni

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér undirstöðuþætti og frágang lýsingakerfa og nýti ákvæði reglugerða við val á mismunandi lampabúnaði með tilliti til notagildis, litaendurgjafar og endurkasts. Nemendur þjálfast m.a. í útreikningum á birtu og ljósflæði sem og kostnaði við uppsetningu og rekstur með hliðsjón af mismunandi aðstæðum og ólíkum lýsingakerfum. Þá er fjallað um hvernig stuðla megi að betri líðan manna með réttum frágangi og staðsetningu lýsingakerfa. Farið er yfir helstu atriði er varða götu- og útilýsingar. Einnig er lögð áhersla á skipulag og frágang lýsingakerfa almennt. Hugtök og reglur er varða þurra staði, raka staði, rykuga staði, íbúðarhús og atvinnuhúsnæði. Geislun, ljós og liti, ljósgjafa, optíska eiginleika, reikniaðferðir, hagnýta útfærslu og ljósmælingar. Nemendur læri að nota handbók um lýsingartækni, viðeigandi reglugerðir, ljósmælitæki, lýsingarforriti og tölvutækni. Undanfari: RAFM3RE05
  • LÝÐH1AA03 | Lýðheilsa - ÍSLÚ

    Undanfari:
  • LÝÐH1AA05 | Lýðheilsa - ÍSLÚ

    Undanfari:
  • LÝÐS1LH01 | Lýðheilsa á starfsbraut

    Undanfari:
  • LÝÐS1LS02 | Lýðheilsa á starfsbraut

    Lýsing: Kennslan fer fram í kennslustofu en einnig í íþróttasal og utandyra. Tímarnir verða fjölbreyttir þar sem farið verður í ýmsa leiki, ásamt því að skipuleggja eigin hreyfingu og hreyfingu fyrir hóp (samnemendur) sem tómstund. Nemendur læra um andlega- , líkamlega- og félagslega heilsu. Undanfari:

M

  • MATR1FB03 | Matreiðsla á framhaldsskólabraut

    Lýsing: Í þessum áfanga er áhersla á undirstöðuatriði og verklag í matreiðslu. Áhersla er lögð á að vekja áhuga nemenda á matargerð og hollustu matar. Markmiðið er að nemendur þjálfist í að fylgja uppskriftum og vinnubrögðum í eldhúsi. Jafnframt er áhersla lögð á mikilvægi hreinlætis. Nemendur útbúa fjölbreyttar máltíðir og þjálfast í verklagi í eldhúsi. Undanfari:
  • MATR1MA03 | Matreiðsla

    Lýsing: Í þessum áfanga er áhersla á undirstöðuatriði og verklag í matreiðslu. Áhersla er lögð á að vekja áhuga nemenda á matargerð og hollustu matar. Markmiðið er að nemendur þjálfist í að fylgja uppskriftum og vinnubrögðum í eldhúsi. Jafnframt er áhersla lögð á mikilvægi hreinlætis. Nemendur útbúa fjölbreyttar máltíðir og þjálfast í verklagi í eldhúsi. Undanfari:
  • MEDI3ÞJ01 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun

    Undanfari:
  • MEDI3ÞJ02 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 1 viku

    Undanfari:
  • MEDI3ÞJ03 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 2 vikur

    Undanfari:
  • MEDI3ÞJ05 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 3 vikur

    Undanfari:
  • MEDI3ÞJ07 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 4 vikur

    Undanfari:
  • MEDI3ÞJ08 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 5 vikur

    Undanfari:
  • MEDI3ÞJ10 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 6 vikur

    Undanfari:
  • MEDI3ÞJ12 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 7 vikur

    Undanfari:
  • MEDI3ÞJ13 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 8 vikur

    Undanfari:
  • MEDI3ÞJ15 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 9 vikur

    Undanfari:
  • MEDI3ÞJ17 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 10 vikur

    Undanfari:
  • MEDI3ÞJ19 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 11 vikur

    Undanfari:
  • MEDI3ÞJ20 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 12 vikur

    Undanfari:
  • MEDI3ÞJ22 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 13 vikur

    Undanfari:
  • MEDI3ÞJ24 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 14 vikur

    Undanfari:
  • MEDI3ÞJ25 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 15 vikur

    Undanfari:
  • MEDI3ÞJ27 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 16 vikur

    Undanfari:
  • MEMA3MM05 | MenntaMaskína

    Lýsing: MeMa er nýsköpunarhraðall þar sem þróaðar eru snjallar hugmyndir og þeim komið í verk. MeMa er stytting á MenntaMaskína en í hraðlinum fá nemendur tækifæri á því að nýta hugvit sitt til að leita lausna í þverfaglegu samstarfi við sérfræðinga og hagsmuna aðila. MeMa byggir á verkefnalotum sem líkja eftir hönnunar- og nýsköpunar aðferðum alþjóðlegra tæknifyrirtækja sem leggja mikla áherslu á hönnun og fljótvirkra frumgerðarsmíði. Í MeMa vinna nemendur að umfangsmiklu lokaverkefni sem spannar alla önnina. Vinnan að verkefninu fer fram í gegnum hönnunar- og tæknispretti sem byggja á teymum sem vinna að því búa til virka frumgerð að nýsköpunarhugmynd. Maskína hefst í ágúst og lýkur með verðlaunaafhendingu í nóvember. Í Maskínu er lögð áhersla á vísindi, hagnýtingu þekkingar, samvinnu, hönnun, tilraunir og prófanir. Fab Lab Reykjavíkur leiðir verkefnið og hefur það vaxið í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti með stuðningi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Reykjavíkurborgar. Með þáttöku í MeMa gefst nemendum og kennurum einstakt tækifæri til að kynnast rannsóknum og þróun nýsköpunarhugmynda með hjálp sérfræðinga Fab Lab Reykjavíkur. Undanfari:
  • MENT1ME01 | Jafningjastuðningur

    Undanfari:
  • MENT1ME02 | Jafningjastuðningur

    Lýsing: Hefur þú áhuga á að hjálpa öðrum nemendum? Nú er tækifærið. Um er að ræða valáfanga fyrir alla nemendur sem hafa áhuga á að styðja aðra nemendur í námi eða félagslega. Tilvalið fyrir nemendur sem vilja nýta styrkleika sína í þágu annarra og láta gott af sér leiða. Undanfari:
  • MIND1MF01 | Fræðslunámskeið .b núvitund

    Lýsing: Fræðslunámskeið .b (núvitund/mindfulness). Áfanginn miðar að því að vinna að heilbrigði og velferð nemenda. Unnið er með núvitund, kallað . b, sem felur í sér þjálfun í að beina athygli að hugsun okkar eins og hún er hverju sinni, með opnum huga og samþykki, án þess að dæma. Í stað þess að hafa áhyggjur af fortíð eða framtíð, þjálfar núvitund okkur í að bregðast við því sem er að gerast núna af yfirvegun, hvort sem það er gott eða slæmt. Námskeiðið er einu sinni í viku alla önnina. Undanfari:
  • MINS1AI03 | Minecraft 1 á starfsbraut

    Undanfari:
  • MINS1BI03 | Minecraft 2 á starfsbraut

    Undanfari:
  • MYLS1AH02 | Arkitektúr og hönnun á starfsbraut

    Undanfari:
  • MYLS1AM02 | Myndlist - Anime

    Undanfari:
  • MYLS1FL02 | Myndlist á starfsbraut

    Undanfari:
  • MYLS1LL03 | Myndlist á starfsbraut

    Lýsing: Myndlistaráfangi þar sem unnið verður með samþættingu myndlistar og náttúrufræðigreina og viðfangsefni tengd umhverfisvernd. Nemendur kynnast listamönnum sem vinna með náttúruna og umhverfisvernd á afgerandi hátt. Undanfari:
  • MYLS1LT02 | Myndlist á starfsbraut

    Lýsing: Myndlistaráfangi þar sem nemendur ræða og vinna með tilfinningar og líðan í gegnum myndlist. Nemendur munu kynnast listamönnum sem vinna með tilfinningar á afgerandi hátt í sinni list. Undanfari:
  • MYLS1ML03 | Myndlist á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur að tengja saman ljósmyndir og/eða myndskeið og ljóð. Nemendur taka og vinna eigið myndefni og þeim er kennt að horfa á umhverfið með það fyrir augum að finna áhugavert viðfangsefni. Nemendur læra að skoða myndefni sem kveikju að eigin ljóði. Nemendur fræðast um að ljóð eru jafn ólík og þau eru mörg og að fá orð í ljóði geta skapað stemmingu og stundum frásögn sem er skemmtileg viðbót við upplifun áhorfandans. Áhersla er á nýtingu upplýsingatækninnar og fjölbreytta kennsluhætti s.s. þemavinnu og fara nemendur í vettvangsferðir til myndatöku Undanfari:
  • MYLS1NV01 | Myndlist á starfsbraut - Listir og núvitund

    Undanfari:
  • MYLS1OT02 | Myndlist á starfsbraut

    Lýsing: Notkun orða og tungumáls í tengslum við myndlist, áhersla á leiki og fjölbreytt verkefni þar sem teikning og texti eða orð vinna saman með það að markmiði að auka málskilning á skapandi hátt. Nemendur kynnast myndlistarmönnum sem vinna með orð og texta auk ýmissa miðla þar sem tungumálið og myndmál koma saman. Undanfari:
  • MYLS1TA01 | Myndlist á starfsbraut

    Lýsing: Skoðaðar eru auglýsingar og merki i umhverfinu. Rýnt í merkingu og hlutverk auglýsinga, hvar þær birtast og hvernig. Merki og veggspjöld teiknuð/ máluð eftir því sem við á. Undanfari:
  • MYLS1TE01 | Myndlist á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum kynnast nemendur því hvernig vinna má með sömu hugmynd á fjölbreyttann hátt til þess að skapa athygli þeirra á tilteknu viðfangsefni og auka úthald. Kynning á litafræði og unnið er með ólík efni og áhöld. Undanfari:
  • MYLS1TF02 | Myndlist á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á formfræði, grunnform og náttúruleg form í umhverfi skoðuð og þau útfærð með ólíkum efnum í ólíku samhengi . Kynnt eru hugtök eins og tvívídd-þrívídd. Undanfari:
  • MYLS1TG01 | Myndlist á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum vinna nemendur með verkefni sem einkum tengjast þeirra áhugasviði og nánasta umhverfi. Unnið er með grunnform og teikningu skref fyrir skref. Fjallað er um merkingu á blýöntum, gerð pappírs o.fl. Áhersla lögð á vönduð vinnubrögð, meðferð áhalda og frágang. Undanfari:
  • MYLS1TH01 | Myndlist á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er áhersla lögð á frumkvæði nemandans og að efla þá færni sem hann hefur tileinkað sér. Nemandi útfærir eigin hugmyndir og notar til þess ólíka miðla og efni sem hann hefur þekkingu á. Nemandi heldur dagbók og kynnir verkið fyrir samnemendum. Undanfari:
  • MYLS1TM01 | Myndlist á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á málun og notuð til þess ólíkar aðferðir. Fjallað er um merkingu lita í víðu samhengi. Undanfari:
  • MYLS1TP01 | Myndlist á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er unnið með persónusköpun. Skoðuð eru hlutföll mannslíkamans, hvernig mynda má hreyfingu og raða persónum í rými. Fjallað er um hugtök er tengjast persónulegri ímynd og t.d staðalmyndir. Unnið með teiknimyndir. Undanfari:
  • MYLS1TR01 | Myndlist á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um og unnið með rými, hvernig afmarka má myndefni og hvað sjónarhorn er. Teiknuð er uppstilling og hugtakið kynnt. Undanfari:
  • MYLS1ÚH02 | Myndlist úrvinnsla eigin hugmynda á starfsbraut

    Undanfari:
  • MYMV2ST05 | Stafræn myndvinnsla

    Lýsing: Nemendur læra á ljósmyndaforrit (Photoshop), teikniforrit (Illustrator) og uppsetningarforrit (InDesign) ásamt öðrum smærri forritum sem nýtast í framsetningu mynda. Undanfari: LJÓS2LS05
  • MYNL1HU05 | Myndlist - Hugmyndavinna og ferli

    Lýsing: Áhersla er lögð á sjálfstæða sköpun og skilning á þróun hugmynda og myndrænu ferli. Notkun skissubókar við þróun og úrvinnslu hugmynda. Teikning, grafískar aðferðir, bókverk, myndræn ferli af ýmsu tagi. Undanfari: SJÓN1EU05
  • MYNL2FF03 | Myndlist - Fjarvíddarteikning

    Lýsing: Þetta er framhaldsáfangi í myndlist sem byggist á því að dýpka þekkingu nemenda á beitingu fjarvíddarteikningar. Fjarvíddarteikning er aðferð sem notuð er þegar þrívítt umhverfi er teiknað á tvívíðan flöt. Nemendur efla þekkingu sína á samsíðafjarvídd og fjarvídd út frá hvarfpunktum með höfuðáherslu á eins, tveggja og þriggja punkta fjarvídd þannig að þeir hafi vald á rýmisteikningu og getu til að teikna þrívíða hluti. Undanfari: SJÓN1EU05
  • MYNL2MT05 | Myndlist - Módelteikning

    Lýsing: Farið er yfir frumatriði módelteikningar, hlutfallaskiptingu mannslíkamans og aðferðir til að teikna mannslíkamann eftir lifandi fyrirmynd. Unnið er með mismunandi teikniaðferðir og mismundandi teikniáhöld, blýanta, kol, krítar og blek. Undanfari: SJÓN1EU05
  • MYNL2MY03 | Myndlist-valáfangi

    Lýsing: Kennd verða grunnatriði í teikningu, form – og litafræði. Lögð er áhersla á að þjálfa formskilning, farið í lögmál myndbyggingar og það hvernig ólík form, punktar, línur og áferð hafa áhrif á jafnvægi myndflatarins og merkingu. Í litafræðinni kynnast nemendur grundavallaratriðum í meðferð lita, þar sem þeir kanna samspil þeirra og merkingu. Áhersla er lögð á sjálfstæða sköpun, skissuvinnu, þróun hugmynda og úrvinnslu.
    Unnið er í þann listmiðil sem hver og einn kýs að vinna í eða með. Kennsla og aðstoð er sniðin að því að auka færni og dýpka skilning nemenda á því listformi sem kosið er að vinna með.
    Áhersla er lögð á sjálfstæða sköpun, skissuvinnu, þróun hugmynda og úrvinnslu.
    Nemendur eru hvattir til að sýna frumkvæði, áræðni, prófa eitthvað nýtt, fara persónulegar leiðir. Undanfari:
  • MYNL2ÞV05 | Myndlist - Þrívíð formfræði

    Lýsing: Í áfanganum vinna nemendur með myndbyggingu frá tvívíðri formfæði yfir í þrívíða myndgerð. Fókusinn er á skúlptúr, hönnun og byggingarlist. Kannaðir verða fjölbreyttir vinklar þrívíddarinnar út frá mismunandi miðlum sem og raunverulegum rýmum allt í kringum okkar. Í verkefnunum er unnið bæði með lífræn og geometrísk form. Áhersla er á hugtök sem tengjast listum, innra og ytra rými, jafnvægi og ójafnvægi, spennu, óreiðu og kyrrð. Skoðað verður hvernig form, litir, áferðir, hljóð og taktur hefur áhrif á skynjun. Nemendur kynnast fjölbreyttum vinnuaðferðum og verkfærum auk þess sem þeir kynnast eðli ýmissa efna, móta og meðhöndla pappír, vír, þræði, gifs og leir. Þá fá nemendur innsýn inn í heim lykilmyndhöggvara og -arkitekta sögunnar með fyrirlestrum auk umfjöllunar um samtímalist. Lagt er upp úr að öll hugmyndavinna og teikningar komi fram í skissubók sem er notuð jafnt og þétt yfir önnina bæði fyrir heimanám og tímavinnu. Nemendur taka ljósmyndir af verkum sínum og verkefnaskil eru á stafrænu formi. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í skapandi hugsun og vinnubrögðum og taka þátt í gagnrýninni umræðu í áfanganum. Undanfari: SJÓN1EU05, SJÓN1LS05, MYNL1HU05
  • MYNL3BM05 | Myndlist - Anatómía

    Lýsing:Í vestrænni menningu hefur mannslíkaminn verið eitt mikilvægasta viðfangsefni listrænnar tjáningar. Í áfanganum er beina- og vöðvabygging mannslíkamans teiknuð. Jafnhliða er fyrirsæta teiknuð til að sannreyna anatómískar rannsóknir svo nemendur öðlist hlutlæga þekkingu og reynslu til að túlka og skilgreina hugmyndir sínar af innsæi og listrænum metnaði. Jafnframt er markmið áfangans að gera nemendur færa í að fylgja eigin listrænu fyrirætlunum án tæknilegra annmarka og að geta greint og rannsakað viðfangsefni myndlistar með akademískri aðferðarfræði. Undanfari: SJÓN1EU05, MYNL2MT05
  • MYNL3GH05 | Grafísk hönnun

    Lýsing: Öguð og sjálfstæð vinnubrögð í hugmyndavinnu, s.s. hönnun á auglýsingum, plötuhulstrum, boðsmiðum, merkjum, veggspjöldum, bæklingum og bókaumbroti. Áhersla er lögð á skissuvinnu í hugmyndavinnu og að hugmyndum sé fylgt eftir og þær þróaðar. Farið er í val á letri út frá innihaldi og uppbyggingu. Aðferðir til að greina þarfir viðskiptavinarins eru kynntar. Umræða innan hópsins er mikilvægur þáttur í náminu innan áfangans sem að öðru leyti byggist að mestu á verkefnavinnu. Grunnþekking á ljósmyndaforriti (Adobe Photoshop), teikniforriti (Adobe Illustrator) og uppsetningarforriti (InDesign) þarf að vera til staðar. Þjálfuð er færni í að nota forritin til að efla með sér skilning og þekkingu á framsetningaraðferðum í tölvu. Einnig er farið í það hvernig ganga á frá verkefnum í Acrobat Distiller (PDF) og í Adobe Creative Suite. Fjallað er um sögu hönnunar frá 19. öld og til dagsins í dag og hún skoðuð í ljósi tíðaranda og hugmyndasögu. Kennslan byggist á verkefnavinnu í kjölfar innleggs kennara þar sem megináherslur eru settar fram. Undanfari: MYMV2ST05
  • MYNL3LM03 | Myndlist - Litafræði

    Lýsing: Markvissar tilraunir í blöndun lita: Mismunandi blöndunarþáttur lita kannaður, hvernig litur breytist út frá breytingum á tóni, blæ eða ljósmagni. Litgreining á jarðlitum. Skoðað hvernig litur breytist eftir mismunandi samhengi. Tilraunir með litalampa. Blöndun lita með ljósi og skuggavarp þar sem andstæður litur birtist í skugga. Samspil tónlistar og litar skoðuð. Túlkun á lit eftir persónulegri upplifun. Undanfari: MYNL2ÞV05, MYNL2FF03, MYNL3BM05
  • MYNL3LO05 | Myndlist - Lokaverkefni

    Lýsing: Hver nemandi gerir lokaverkefni eftir áhugasviði sínu. Mælst er til þess að valið á verkinu sé tengt væntanlegu framhaldsnámi þeirra. Viðfangsefnið getur verið hvað sem er tengt myndlist, hönnun eða grafískri hönnun. Í upphafi áfangans skal hver nemandi gera lýsingu á verki sínu ásamt áætlun um framkvæmd undir handleiðslu kennara. Ferlið frá fyrstu hugmynd að lokaniðurstöðu í formi verks á sýningu er heildrænt og farið er ítarlega í útfærslu hugmyndar, tilraunir og rannsóknarvinnu. Undanfari: MYNL2ÞV05, MYNL2FF03, MYNL3BM05
  • MYNL3MN05 | Myndlist - Málun

    Lýsing: Hefðbundið málverk; málað er eftir uppstillingu, lag yfir lag, gegnsæi lita skoðað. Sérstakar tækniæfingar þar sem gerðar eru tilraunir með pensiláferð, beitingu pensla og mismunandi vinnuaðferðum. Unnið er með óhefðbundin efni og málað á það. Mörk milli skúlptúrs og málverks könnuð. Ferlinu frá skissu að málverki gerð skil og unnið er í málverki þar sem hver nemandi finnur sína leið í samráði við kennarann. Áfanginn endar á málverkasýningu. Undanfari: MYNL2ÞV05, MYNL2FF03, MYNL3BM05
  • MYNL3PO03 | Myndlist - Portfólíó

    Lýsing: Unnið er að gagnamöppu/portfólíó og leitað fjölbreytilegra leiða í framsetningu og efnisvali og viðhöfð eru sjálfstæð vinnubrögð. Myndverkum hvers nemanda undanfarinna ára er safnað saman, þau ljósmynduð og löguð til í viðeigandi tölvuforriti. Gagnamappa/portfólíó er sett upp eins og hentar best verkum nemandans. Hugmyndavinna, textagerð og rökstuðningur hugmynda er mikilvæg við gerð möppunnar. Samræður milli kennara og nemenda er veigamikill þáttur svo og stuðningur þeirra á milli í vinnuferlinu. Kennari sýnir möguleika á umbroti (layout) og ýmsir möguleikar skoðaðir. Möppur frá eldri nemendum skoðaðar. Haldnir verða Skype-fundir með fyrrverandi nemendum af listnámsbrautinni sem eru í námi erlendis og fyrrverandi nemendur koma í heimsókn og kynna námið sitt. Kennari kynnir mismunandi námsleiðir og möguleika í listnámi. Nemendur fara á sýningar og skólaheimsóknir og gera skýrslur um þær. Undanfari: MYMV2ST05, LJÓS2SL05, MYNL2ÞV05, MYNL2FF03, MYNL3BM05
  • MYNL3SM05 | Skapandi teikning

    Lýsing: Áfanginn byggir á hefðbundnum og óhefðbundnum teikniaðferðum. Hlutateikning, portrett teikning og módelteikning. Áhersla er lögð á sköpun og að fara dýpra og nákvænara í teikningu. Undanfari: MYNL2MT05, MYNL3BM05
  • MYNL3TB05 | Teikning, myndgreining og myndbygging

    Lýsing:Markmið áfangans gengur út á að efla þrjá meginþætti: Teikningu sem tjáningarmiðil, með notkun mismunandi teikniefna og verkfæra. Myndgreiningu þar sem nemendur læra að formgreina listaverk og dýpka þannig skilning sinn á sjónrænum forsendum myndverka. Myndbyggingu þar sem nemendur læra að byggja upp eigin verk í form og lit. Mikil áhersla verður lögð á skissuvinnu og leit að myndefni. Undanfari: MYNL2ÞV05, MYNL2FF03, MYNL3BM05
  • MYNL3VS04 | Vinnustofa/smiðja

    Lýsing: Valáfangi fyrir þá nemendur sem eru búin með alla verklega áfanga á sinni braut en eiga bóklega áfanga eftir. Nemendur vinna út frá eigin hugmynd og fá aukna færni í þróun hugmyndavinnu að lokaniðurstöðu. Nemendum er frjálst að vinna í hvaða miðil sem er eftir því hvað hentar hugmynd hvers og eins. Áhersla er lögð á ferlið, þróun hugmyndavinnu og gagnasöfnun og að hugmynd sé þannig fylgt eftir og þróuð að fullkláruðu verki. Farið verður í uppsetningu verka og möguleikana sem felast í að vinna með rýmið. Undanfari: MYNL3LO05, MYNL3MN05, MYNL3LM03, MYNL3PO03
  • MYNL3ÞM05 | Skúlptúr og þrívíð formfræði

    Lýsing: Í áfanganum er unnið að því að dýpka skynjun og skilning á þrívíðri formfræði. Nemendur læra að leita forma í umhverfi sínu og ljá þeim nýtt samhengi. Lögð er áhersla á skapandi vinnubrögð, hugmyndaauðgi og listrænan metnað sem undirbyggir lokaniðurstöður í hverjum verkþætti. Áfanginn er byggður upp á fjölbreyttum verkefnum sem endurspegla margbreytileika þrívíðrar formfræði. Verkefnin innihalda verkþætti, svo sem skráningu hugmynda í skissubók frá hugmynd að útfærslu, ýmsar tilraunir gerðar með eiginleika efna, mótun og mótagerð, líkanagerð og áhrif ljóss/hljóðs í rými. Nemendur tileinki sér hugtök og orðræðu sem tengjast myndlist og hönnun, svo sem ferli og stöðnun, innra og ytra rými, jafnvægi og ójafnvægi, óreiða og kyrrð. Verk eru unnin úti í náttúrunni (landart), einnig unnið með innsetningu, hönnun og rými. Skúlptúr og lokaverkefni er sýnt í opinberu galleríi. Nemendum ber að taka myndir af verkum sínum og útbúa stafræna ferilmöppu. Kynntar er hinar ýmsu hliðar á þrívíðum verkum allt frá klassískum skúlptúrum til byggingar-og nútímalistar. Að sækja listasýningar er mikilvægur hluti af náminu. Undanfari: MYNL2ÞV05, MYNL2FF03, MYNL3BM05
  • MYNS2SJ05 | Myndlistarsaga II -Sjónlistir frá 17. öld fram yfir miðja 20. öld

    Lýsing: Saga myndlistar frá 17. öld fram á miðja 20. öld. Barokkstíll, rókókóstíll, ný-klassisismi, rómantíska stefnan, raunsæisstefnan, impressjónismi, art-nouveu, expressjónismi, abstraktlist, kúbismi, dada, súrrealismi. Byggingarlist frá 17. öld fram á 20. öld. Íslensk myndlist frá 17. öld fram á miðja 20. öld. Hugtök og heiti í listasögu síðari alda. Undanfari:
  • MYNS2SU05 | Myndlistarsaga I - Sjónlistir frá upphafi til 17. aldar

    Lýsing: Viðfangsefni áfangans er saga myndlistar og byggingarlistar frá steinöld fram á 17. öld. Hellamálverk og höggmyndir á steinöld, list Mesópótamíu, Egyptalands og Eyjahafsmenning. List Forn-Grikkja og Rómverja, býsönsk list, rómanskur stíll, gotneskur stíll, frum- endurreisn, háendurreisn og manierismi. Hugtök og heiti í listasögu. Þróun myndlistar er skoðuð í samhengi við helstu viðburði mannkynssögunnar og ríkjandi hugmyndir á hverjum tíma. Undanfari:
  • MYNS3SI03 | Myndlistarsaga IV - Samtímalist frá 1975 fram á 21. öld

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur um þróun myndlistar frá 1975. Viðfangsefni áfangans eru nýlistir og áhrifin frá fluxus, listiðnaður á áttunda áratugnum, nýraunsæi í málaralist, nýja málverkið, skúlptúr og innsetningar, póst-módernismi og þróun samtímalistar á tuttugustu og fyrstu öldinni. Fjallað er um byggingarlistasögu tuttugustu aldar fram á þá tuttugustu og fyrstu. Íslensk myndlist og byggingarlist er skoðuð í samhengi við alþjóðlega strauma og stefnur. Undanfari:
  • MYNS3SS03 | Myndlistarsaga III - Samtímalistasaga frá 1945 - 1975

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um þróun myndlistar frá lokum síðari heimsstyrjaldar fram til 1970. Viðfangsefni áfangans eru abstrakt-expressjónisminn í Bandaríkjunum, evrópsk list eftirstríðsáranna, nýdada, popplist, nýraunsæi, gjörningalist, vídeólist, hugmyndalist og mínímalismi. Helstu hugtök og heiti í samtímalist eru kennd. Átök milli módernismans og nýlistar sjöunda áratugarins eru skoðuð og greind. Íslensk list er skoðuð í samhengi við alþjóðlega strauma og stefnur. Undanfari:

N

  • NAMS1BL01 | Námsstuðningur við erlenda nemendur í ýmsum greinum

    Undanfari:
  • NAMS1FE01 | Námsstuðningur við erlenda nemendur félagsgreinum

    Undanfari:
  • NAMS1HE01 | Námsstuðningur við erlenda nemendur í heilbrigðisgreinum

    Undanfari:
  • NAMS1ÍS01 | Námsstuðningur fyrir íslensku sem annað mál - einu sinni í viku

    Lýsing: NAMS1ÍS01 er námsstuðningur fyrir nemendur sem eru í ÍSAN-áföngum. Undanfari:
  • NAMS1ÍS02 | Námsstuðningur fyrir íslensku sem annað mál - tvisvar sinnum í viku

    Lýsing: NAMS1ÍS02 er námsstuðningur fyrir nemendur sem eru í ÍSAN-áföngum. Undanfari:
  • NAMS1ÍS03 | Námsstuðningur fyrir íslensku sem annað mál - þrisvar sinnum í viku

    Lýsing: NAMS1ÍS03 er námsstuðningur fyrir nemendur sem eru í ÍSAN-áföngum. Nemendur mæta 3x í viku. Undanfari:
  • NAMS1ÍS04 | Námsstuðningur fyrir íslensku sem annað mál - fjórum sinnum í viku

    Lýsing: NAMS1ÍS02 er námsstuðningur fyrir nemendur sem eru í ÍSAN-áföngum. Nemendur mæta 4x í viku. Undanfari:
  • NAMS1NA01 | Námsstuðningur einu sinni í viku í námsveri

    Undanfari:
  • NAMS1NA02 | Námsstuðningur tvisvar í viku í námsveri

    Undanfari:
  • NAMS1NA03 | Námsstuðningur þrisvar í viku í námsveri

    Undanfari:
  • NAMS1NA04 | Námsstuðningur 4x í viku í námsveri

    Undanfari:
  • NAMS1NA05 | Námsstuðningur fimm sinnum í viku í námsveri.

    Undanfari:
  • NAMS1NA08 | Námsstuðningur 8x í viku í námsveri

    Undanfari:
  • NAMS1RA01 | Námsstuðningur við erlenda nemendur í raungreinum

    Undanfari:
  • NAMS1SA01 | Námsstuðningur á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á að kenna nemendum að skipuleggja nám sitt, vinna verkefni og heimanám jafnóðum og það er gefið upp. Nemendum er kennt að nota dagbók til að skipuleggja sig. Nemendum er kennt að hafa öll námsgögn þannig skipulögð að þau séu á vísum stað. Unnið verður með ýmis námstæknileg atriði Kennari fylgist með hvernig nemendum gengur að fóta sig í áföngum á öðrum brautum skólans og veitir stuðning og aðhald við verkefnavinnu og samskipti eftir því sem með þarf. Undanfari:
  • NAMS1SA02 | Námsstuðningur á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á að kenna nemendum að skipuleggja nám sitt, vinna verkefni og heimanám jafnóðum og það er gefið upp. Nemendum er kennt að nota dagbók til að skipuleggja sig. Nemendum er kennt að hafa öll námsgögn þannig skipulögð að þau séu á vísum stað. Unnið verður með ýmis námstæknileg atriði Kennari fylgist með hvernig nemendum gengur að fóta sig í áföngum á öðrum brautum skólans og veitir stuðning og aðhald við verkefnavinnu og samskipti eftir því sem með þarf. Undanfari:
  • NAMS1SB01 | Námsstuðningur á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á að kenna nemendum að skipuleggja nám sitt, vinna verkefni og heimanám jafnóðum og það er gefið upp. Nemendum er kennt að nota dagbók til að skipuleggja sig. Nemendum er kennt að hafa öll námsgögn þannig skipulögð að þau séu á vísum stað. Unnið verður með ýmis námstæknileg atriði Kennari fylgist með hvernig nemendum gengur að fóta sig í áföngum á öðrum brautum skólans og veitir stuðning og aðhald við verkefnavinnu og samskipti eftir því sem með þarf. Undanfari:
  • NAMS1SV01 | Námsstuðningur við erlenda nemendur - sérstök verkefni

    Undanfari:
  • NAMT1NT01 | Námstækni

    Lýsing: Viltu ná betri árangri í námi? Í áfanganum verður lögð áhersla á að nemendur prófi nýjar aðferðir í námstækni og tileinki sér betri námsvenjur. M.a. verður kennt á öpp sem nýtast í náminu og fjallað um markmiðssetningu og tímastjórnun. Undanfari:
  • NÁTS1ÁH02 | Náttúrufræði á starfsbraut

    Lýsing: Átthagafræði Undanfari:
  • NÁTS1DL02 | Náttúrufræði á starfsbraut

    Undanfari:
  • NÁTS1ÍN02 | Náttúrufræði á starfsbraut

    Undanfari:
  • NETÖ2HK03 | Netöryggi

    Undanfari:
  • NÝSK2HH05 | Nýsköpun 1

    Lýsing: Markmið áfangans er að nemandinn kynnist aðferðafræði og hugmyndafræði nýsköpunar og fái tækifæri til vinna með eigin hugarsmíð. Farið er í gegnum ferli sem byggir á að vinna á skapandi hátt hugmyndavinnu þar sem skilgreind er þörf, unnið að lausnum og stefnt að afurð. Markmiðið er að nemendur þjálfist í að hugsa um marga þætti samtímis og að vinna að einni heild. Áfanginn byggir annars vegar á styttri æfingum, þar sem teknir verða fyrir og rannsakaðir afmarkaðir þættir, og hins vegar á stærri verkefnum sem lögð eru fram í tvívíðu og þrívíðu formi. Vinnuferlið frá hugmynd til verks verður þjálfað með áherslu á skapandi vinnubrögð í skissum og margs konar hönnun og líkanagerð með ýmsum efnum. Nemandinn kynnir verkefni sín og rökstyður lausnirnar. Undanfari:
  • NÝSK3SF05 | Nýsköpun 2

    Lýsing: Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda sem meðal annars felst í því að stofna, reka og loka fyrirtæki sem byggir á eigin nýsköpunarhugmynd/viðskiptahugmynd. Farið er í grunnatriði sem hafa verður í huga þegar viðskiptahugmynd er komið á framfæri. Lögð er áhersla á hópavinnu og að viðskiptahugmynd hópsins sé raunhæf. Nemendur koma sér saman um eina hugmynd (vöru eða þjónustu) og þurfa að fjármagna hana, framleiða, markaðssetja og selja. Áhersla er lögð á samvinnu atvinnulífs og skóla. Undanfari:
  • NÆFS1BM02 | Næringarfræði á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er bóklegur og farið verður í öll helstu næringarefnin auk orkuefnanna þriggja og hlutverki þeirra fyrir líkamann og heilsuna. Áhersla lögð á ráðleggingar Landlæknisembættisins um mataræði og matavenjur auk vandaðra vinnubragða og hreinlætis við matargerð. Undanfari:
  • NÆFS1BN02 | Næringarfræði á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er bóklegur og fjallað verður um orkuefni þrjú og hlutverk þeirra. Lögð er áhersla á ráðleggingar Landlæknisembættisins um mataræði og matavenjur auk vandaðra vinnubragða og hreinlætis við matargerð. Undanfari:
  • NÆFS1VM02 | Næringarfræði á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er verklegur. Nemendur læra hefðbundna matreiðslu auk þess matargerð frá ýmsum löndum. Áhersla verður lögð á hollt og næringarríkt mataræði og að greina á milli hollustu og óhollustu og tengja við þekkingu úr bóklegri næringarfræði. Undanfari:
  • NÆFS1VN02 | Næringarfræði á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er verklegur. Nemendur læra að fylgja uppskriftum viði matargerð og áhersla er lögð á hollt og næringarríkt mataræði og tengja við þekkingu úr bóklegri næringarfræði. Undanfari:
  • NÆRI1NN05 | Næringarfræði

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um ráðleggingar landlæknis um orku- og næringarefnin, hlutverk þeirra, ráðlagða dagskammta og skortseinkenni. Farið er í gildandi lög og reglugerðir um aukefni í matvælum og merkingar umbúða. Farið er í næreingarefnatöflur/-forrit til að reikna út næringargildi máltíða. Lögð er áhersla á að nemendur geti með gagnrýnum hætti metið gildi fullyrðinga um næringu í fjölmiðlum og á netinu. Fjallað er um næringarþarfir mismunandi hópa, sérfæði á sjúkrastofnunum og helstu gerðir sérfæðis sjúklinga og forsendur fyrir því. Undanfari:

P

  • PODS1PC01 | Hlaðvarpsgerð á starfsbraut

    Undanfari:
  • PRHE2FH05 | Prjón og hekl II

    Lýsing: Lögð er megináhersla á að nemendur öðlist frekari þjálfun í prjóni og hekli í formi prufugerðar. Nemendur gera hugmyndamöppu og vinna tilraunir út frá henni. Hæfni nemandans er þjálfuð í sjálfstæðum vinnubrögðum og samspili hugmynda, hráefnis, tækni og listrænnar sköpunar. Nemendur vinna lokaverkefni í prjóni eða hekli þar sem þeir hanna og útfæra hugmynd að fullgerðri flík. Undanfari: PRHE2GR05
  • PRHE2GR05 | Prjón og hekl I

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á hekl- og prjónaaðferðir, munsturgerð og litasamsetningar. Nemendur læra ýmsar aðferðir í prjóni, s.s. úrtöku, útaukningu, munsturprjón, gataprjón og kaðlaprjón. Í hekli læra nemendur grunnatriði í hekli, fastahekl, keðjulykkjur og stuðla og fá þjálfun í að vinna eftir uppskriftum. Unnin er hugmyndamappa sem inniheldur tilraunir, prufur og vinnulýsingar. Nemendur vinna eitt lokaverkefni eftir uppskrift annaðhvort í prjóni eða hekli. Undanfari:
  • PRHE3PT05 | Prjón og hekl III - prjónavél og tækni

    Lýsing: Í áfanganum eru kennd undirstöðuatriði í notkun prjónavéla og nemendur hanna og útfæra flík í prjónavél.
    Nemendur læra einnig áframhaldandi prjóntækni sem byggir á grunni sem kenndur var í fyrri áföngum. Dæmi um prjóntækni eru; stuttar umferðir (short rows), töfralykkjur (magic loop), ýmsar nýjar tegundir uppfitja og affellinga, I-cord kantar og fleira.
    Nemendur læra að útfæra sína eigin hönnun í prjóni og geri tilraunir með útfærslur og efnivið. Undanfari: PRHE2GR05, PRHE2FH05

R

  • RAFL1GA03 | Raflagnir I

    Lýsing: Nemandinn kynnist vel starfi og starfssviði rafiðnaðarmannsins, öðlist skilning á eðlisfræðilegri hegðun rafmagns og fræðist um virkni ólíkra rofa með tengi- og smíða verkefnum. Einnig kynnist hann því efni sem notast er við í einfaldar raflagnir. Nemandinn fær fræðslu um öryggismál og honum kynntar reglugerðir sem gilda fyrir fagið. Undanfari: STÆR1AU05
  • RAFL1GB03 | Raflagnir II

    Lýsing: Fjallað er um framleiðslu rafmagns og mismunandi gerðir flutningskerfa. Farið er í öryggismál, hvernig á að haga sér við hinar ýmsu aðsæður. Nemendur læra að nýta sér reglur og staðla við lagnir. Farið verður í mismunandi gerðir rofa, lagnir íbúðarhúsa og greinatöflur tengdar. Helstu heimilistæki eru kynnt og orkunotkun þeirra skoðuð. Nemendur læra að velja leiðara miðað við orkunotkun og velja varbúnað við hæfi. Undanfari: RAFL1GA03
  • RAFL2GC03 | Raflagnir III

    Lýsing: Í áfanganum er aðaláhersla á varbúnað, vírsverleika og rafdreifiskápa. Farið er í uppbyggingu á minni húsveitum, staðsetningu á búnaði , lagnaleiðir og brunaþéttingar kynntar. Innfeldar og áfelldar lagnir. Farið er í reglugerðarákvæði varnarráðstafana sem varða snerti og brunahættu. Lögð er áhersla á skilning nemanda á varbúnaði, bruna og snertihættu. Nemendur fá þjálfun í notkun mælitækja og lögð er áhersla á fagmannleg vinnubrögð. Undanfari: RAFL1GB03
  • RAFL3GD03 | Raflagnir V

    Lýsing: Í þessum áfanga er lögð áhersla á tengingar og efnisval á meðalstórum boðskiptakerfum s.s. tölvukerfi, símalagnir, dyrasímakerfi, loftnetskerfi og ljósleiðara. Einnig verða tengd brunakerfi bæði Analog og rásastýrð. Gerðar verða mælingar og farið í bilanarleit í þessum kerfum. Undanfari: RAFL2GC03
  • RAFL3RE04 | Raflagnir IV

    Lýsing: Nemandinn læri uppbyggingu á húsveitum fyrir allt að 100 A. Heimtaugum að einbýlis- og fjölbýlishúsum og helstu raflögnum og búnaði fyrir ljósa og tenglagreinar. Áhersla er lögð á kunnáttu á varnarráðstöfunum í stærri húsveitum. Farið verður í sérákvæði varðandi raflagnir í einstökum rýmum og staðsetningu á rafdreifiskápum. Sett verður upp aðaltafla, lagnir frá henni m.a. að þriggja fasa hreyfli. Gerða verða mælingar og kostnaðaráætlanir. Undanfari: RAFL2GC03
  • RAFM1GA05 | Rafmagnsfræði og mælingar I 1. önn

    Lýsing: Farið er í helstu hugtök og lögmál rafmagnsfræði jafnstraums. Lögð er áhersla á að nemendur læri að nýta sér þessi lögmál við reikninga og gerðar prófanir á þeim með mælingum í jafnstraumsrásum. Farið er yfir mismunandi gerðir spennugjafa auk þess sem nemendur eiga að þekkja helstu teiknitákn í einföldum jafnstraumsrásum. Undanfari: STÆR1AU05
  • RAFM2GB05 | Rafmagnsfræði og mælingar II

    Lýsing: Farið er í hvernig riðstraumur verður til og hegðar sér auk helstu spennu/straum gilda í riðstraum. Farið í helstu hugtök og lögmál rafmagsfræði riðstraums. Lögð áhersla á að nemendur geti nýtt sér þessi lögmál til lausna á verkefnum bæði í reikningi og með mælingum. Farið er í helstu teiknitákn í riðstraumsrásum með þéttum, spólum og viðnámum. Nemendur læri hvað fasvik er og geti reiknað það, mælt og leiðrétt. Kennd er notkun helstu mælitækja í riðstraum svo sem sveiflsjá og tíðnigjafa auk þess sem nemendur skulu læra að nýta sér hermiforrit til mælinga. Undanfari: RAFM1GA05, STÆR2RM05
  • RAFM2GC05 | Rafmagnsfræði og mælingar III

    Lýsing: Lögð er áhersla á að nemendur fái þjálfun í reikningum á RLC-rásum varðandi riðstraumsviðnám, samviðnám, spennuföll og fasvik bæði í hliðtengdum og raðtengdum rásum. Læri um desebelútreikninga og notkun þeirra. Læri um helstu síur og hvernig hægt er að búa þær til úr RLC-rásum og framkvæma reikninga á þeim. Auk þess skulu nemendur kynnast umhverfisháðum viðnámum og táknum fyrir þau. Nemendur framkvæma einnig mælingar á síum og öðrum RLC rásum bæði með hjálp mælitækja og hermiforrits. Undanfari: RAFM2GB05
  • RAFM3GD05 | Rafmagnsfræði og mælingar IV

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur geti leyst einföld verkefni sem tengjast notkun á raforku og hvernig raforka breytist í ljós, hita og hreyfiorku. Farið er í uppbyggingu og virkni ýmissa véla, tækja og búnaðar og gerðar tengimyndir og kynnt teiknitákn fyrir þau. Kenndar eru jafngildismyndir fyrir rafrásir í jafnstraumskerfum og einfasa riðstraumskerfum. Farið er í mismunandi áraun rafbúnaðar við ræsingu, tómagang og fullt álag. Farið er í þriggja fasa rafbúnað og tengingar. Þá er fjallað um mælitæki og tengingu þeirra og leyst einföld verkefni er varða rekstur spenna, tækja og véla. Undanfari: RAFM2GC05
  • RAFM3RE05 | Rafmagnsfræði og mælingar V

    Lýsing: Í þessum áfanga er fjallað um framleiðslu á þrífasa spennu. Sýnt er hvernig sínuslaga spenna myndast í þrífasa rafölum og vektormyndir þeirra. Farið er yfir myndun hverfisegulsviðs og áhrif þess í rafvélum. Fjallað er um tengingar á þrífasa spennum og vélum og gerðar tengimyndir af þeim. Gerð er grein fyrir helstu þrífasa mælitækjum og tengingu þeirra og fjallað um áhrif bilana á rekstur þrífasa kerfa. Leyst eru einföld verkefni er varða rekstur þrífasa spenna, tækja og véla. Þá er farið í þrífasa rafmótora, rafala, spenna, rafvélar, og tæki. Undanfari: RAFM3GD05
  • RAFM3RF05 | Rafmagnsfræði og mælingar VI

    Lýsing: Í þessum áfanga er fjallað um skipulag raforkukerfa, þ.e. framleiðslu, flutning og dreifingu og fjallað um uppbyggingu mismunandi raforkudreifikerfa m.a. með tilliti til öryggisráðstafana. Farið er í uppbyggingu helstu lágspennudreifikerfa hér á landi og gerð jafngildismynd af hverjum flokki. Farið er yfir vektormyndir lágspennudreifikerfa og merkingar slíkra kerfa samkvæmt stöðlum (CENELEC). Fjallað er um spennufall og afltap í lágspennudreifikerfum og helsta varnarbúnað og virkni hans. Einnig er fjallað um mismunandi álag í fjölfasakerfum, mikilvægi álagsjöfnunar og áhrif mismunandi álags í fjölfasa lágspennudreifikerfum. Þá er gerð grein fyrir áhrifum jarðskautsviðnáms og hringrásarviðnáms á bilunarstrauma í neysluveitum. Fjallað er lítillega um háspennukerfið og þeim öryggiskröfum sem þar gilda. Undanfari: RAFM3RE05
  • RAST2RB05 | Raflagnastaðall

    Lýsing:Nemendur kynnist stöðlum og reglugerðum um raforkuvirki. Viti hvernig ákvæðum reglugerða er framfylgt og þekki öryggisreglur. Þekki helstu tengimáta kerfa, álagsvarnir, lekastraumsvarnir og frágang jarðbindinga. Nemendur þekki ÍST 200-2006 og geti nýtt hann til að sækja sér upplýsingar um reglur og frágang. Undanfari: RAFL3RE04
  • RATM2GA05 | Rafeindatækni og mælingar I

    Lýsing: Áfanginn fjallar um hálfleiðara. Þá sérstaklega helstu gerðir af díóðum (tvistum), virkni þeirra og notkunarmöguleika. Farið er í hvernig nota má díóður í afriðun og kenndar nokkrar leiðir til að umbreyta AC í DC. Einnig er farið í grunnvirkni transistors og hvernig hann er forspenntur og farið í DC- reikninga transistors. Gert er ráð fyrir að nemendur læri einnig á helstu mælitæki svo sem fjölsviðsmæli og sveiflusjá auk þess að nota hermiforrit við mælingar á rásum. Undanfari: RAFM2GB05
  • RATM2GB05 | Rafeindatækni og mælingar II

    Lýsing: Áfanginn er framhald af RATM2GA05 og er hér haldið áfram að fjalla um BJT transistora. Þeir eru nú skoðaðir sem magnarar í mismunandi tengingum. Einnig er farið í aðra hálfleiðaraíhluti svo sem díak triak og týristor og virkni þeirra og notkun skoðuð. Nemendur kynnast einnig FET - transistorum og aðgerðamögnurum í þessum áfanga, helstu reikningum og notkunarmöguleikum Undanfari: RATM2GA05
  • RITG3DA03 | Lokaritgerð í snyrtifræði

    Lýsing: Í áfanganum er ritun heimildaritgerðar þar sem nemendur velja sér ákveðið efni sem tengist starfi snyrtifræðings. Lögð er áhersla á að efnisval tengist faginu og að því sé gerð ítarleg skil með vísun til fjölbreyttra heimilda. Nemendur eiga með þekkingarleit að dýpka skilning á efnisvalinu og geta heimfært notagildi þess í væntanlegu starfi sínu sem snyrtifræðingur. Undanfari: ANMF3CA07
  • RLTK2RB05 | Raflagnateikningar I

    Lýsing: Megin áhersla áfangans felur í sér að nemendur tileinki sér lestur og teikningu raflagnateikninga. Þeir fá þjálfun í að teikna og lesa úr raflagnateikningum og lögð áhersla á lagnir að og með 63 Amper. Farið verður í staðalákvæði og öryggisþætti við frágang raflagnateikninga. Nemendur læra að rissa teikningu af raflögn. Þá er þeim kennt að gera magntöluskrá og meta kostnað við lagningu raflagna samkvæmt raflagnateikningu. Undanfari: RAFL3RE04
  • RLTK3RB05 | Raflagnateikningar II

    Lýsing: Nemendur öðlist vald á teikningalestri á stærri neysluveitum s.s þjónustu- og iðnaðarveitum allt að 200 Amper. Þá læra nemendur að teikna slíkar veitur; teikna sniðmyndir af gegnumtökum, afstöðumyndir auk grunnmynda. Lögð er áhersla að nemendur læri að magntölu- og kostnaðartaka ofangreindar veitur. Tölvutæknin er nýtt við gerð raflagnateikningana seinni hluta áfangans. Undanfari: RLTK2RB05
  • RRVE2RA03 | Rafvélar I

    Lýsing: Í þessum áfanga er fjallað rafvélar þ.e. rafala, mótora og spenna bæði jafnstraums-, einfasa- og þriggjafasa riðstraums. Tengdar eru ýmsar rafvélar og gerðar prófanir og mælingar á þeim til skýrslugerðar. Fjallað er um merkiskilti og upplýsingarrit fyrir mismunandi rafvélar og notkun þeirra. Undanfari: RAFM2GC05
  • RRVE2RB03 | Rafvélar II

    Lýsing: Í þessum áfanga er fjallað um jafnstraumsvélar, þrífasa riðstraums -mótora, -rafala og -spennubreyta. Tengdar eru ýmsar rafvélar, gerðar prófanir og mælingar á þeim til skýrslugerðar. Fjallað er um merkiskilti og upplýsingarit fyrir mismunandi rafvélar og notkun þeirra. Undanfari: RAFM2GC05

S

  • SAFS1FÍ02 | Samfélagsfræði á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er ferðast um landið og hin ýmsu sveitarfélög landsins kynnt með aðstoð upplýsingatækninnar. Skoðaðir verða nokkrir sameiginlegir þættir sveitafélaganna, ásamt því að skoða hvað gerir þau ólík. Sérstök áhersla verður lögð á náttúru Íslands, dýralíf og jurtaríkið. Undanfari:
  • SAFS1FÞ01 | Samfélagsfræði á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er unnið með að nemendinn verði virkur þátttakendur í félagsstarfi í skólanum. Áhersla er lögð á að nemendinn fari í nýnemaferð skólans og viti hvar hann getur nálgast upplýsingar um það sem er að gerast í félagslífi skólans. Áhersla er lögð á að nemandinn tengist öðrum nemendum skólans. Undanfari:
  • SAFS1FÖ01 | Samfélagsfræði á starfsbraut

    Undanfari:
  • SAFS1JM01 | Samfélagsfræði á starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er bóklegur og er ein kennslustund á viku. Markmið áfangans er að efla vitunda nemenda varðandi fjölbreytileika samfélagsins og jafnan rétts fólks óháð kyngervi, fötlun, uppruna, stöðu eða annarrar félagslegra þátta. Í áfanganum er fjallað um mannréttindi og alþjóðasamning sem Ísland er aðili að eins og til dæmis samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks og barnasáttmálann. Undanfari:
  • SAGA1FM03 | Mannkyns- og Íslandssaga fornaldar og miðalda

    Lýsing: Áfanginn fjallar um fornöldina og miðaldir. Lögð er áhersla á upphaf mannkyns og menningar, fjallað um helstu ríki fornaldarinnar og breytingar sem urðu á miðöldum, einkum ný ríki og kristna menningu. Áherslan er mest á svæðið umhverfis Miðjarðarhafið og síðan á Vestur-Evrópu og Norðurlönd á miðöldum. Ítarlega er fjallað um landnám Íslands og þróun stjórnkerfis og menningar á Íslandi á miðöldum. Almennt talað henta söguáfangar mjög vel til fræðslu um og skoðanaskipta á öllum grunnþáttunum og auðvelt er að þjálfa öll svið lykilhæfninnar. Af einstökum grunnþáttum er í þessum áfanga sérstök áhersla á jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, heilbrigði og sköpun í umræðu um heimspeki, stéttskiptingu, trúarbrögð og stjórnarfar fornaldar og miðalda. Undanfari:
  • SAGA2NT04 | Mannkyns- og Íslandssaga nítjándu og tuttugustu aldar

    Lýsing: Í þessum áfanga eiga nemendur að fjalla um mannkyns- og Íslandssögu á nítjándu og tuttugustu öld. Meðal efnisþátta sem fjallað er um eru stjórnmálastefnur 19. aldar (frjálshyggja, þjóðernishyggja og sósíalismi), þróun þjóðríkja, heimsveldisstefna, tækniþróun, fyrri heimsstyrjöldin, uppgangur fasisma, seinni heimsstyrjöldin, kalda stríðið, hrun kommúnismans og stjórnmálaþróun síðustu áratuga. Í íslandssögu verður sérstaklega fjallað um þjóðernishyggju, rómantík, sjálfstæðisbaráttuna, stjórnmál, þátttöku Íslands í stóratburðum 20. alda og þróun íslensks samfélags til nútímans. Almennt talað henta söguáfangar mjög vel til fræðslu um og skoðanaskipta á öllum grunnþáttunum og auðvelt er að þjálfa öll svið lykilhæfninnar. Í þessum áfanga er fjallað sérstaklega á einhverjum tíma um alla grunnþættina í umræðu um innleiðingu og þróun nútímans. Undanfari: SAGA2NV03
  • SAGA2NV03 | Mannkyns- og Íslandssaga nýaldar fram yfir Vínarfund (1500 - 1815)

    Lýsing: Í þessum áfanga eiga nemendur að fjalla um mannkynssögu og Íslandssögu frá 1500 til 1815. Meðal efnisþátta sem fjallað er um eru endurreisn, landafundir, siðskipti, einveldi, upplýsing, iðnbylting, franska byltingin, Napóleon og Vínarfundurinn. Í Íslandssögu verður sérstaklega fjallað um siðskipti, rétttrúnað, verslun, afkomu almennings, þróun byggðar, mannfjölda, samskipti við Dani, móðuharðindin og ástandið á Íslandi í lok 18. aldar. Almennt talað henta söguáfangar mjög vel til fræðslu um og skoðanaskipta á öllum grunnþáttunum og auðvelt er að þjálfa öll svið lykilhæfninnar. Af einstökum grunnþáttum er í þessum áfanga sérstök áhersla á jafnrétti, lýðræði, mannréttindi, heilbrigði og sköpun í umræðu um endurreisn, nýja heimsmynd, stéttskiptingu, trúarbrögð, upplýsingarstefnuna, byltingar og nýjar hugmyndir um stjórnarfar. Undanfari: SAGA1FM03
  • SAGA2PÓ03 | Valáfangi um sögu Póllands

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um sögu Póllands frá upphafi til okkar tíma og verður farið í nokkurra daga ferð til landsins á önninni. Nemendur vinna svo hópaverkefni úr heimsókninni. Meðal þess sem fjallað verður um í áfanganum verður þróun pólska ríkisins og efnahags þess í gegnum aldirnar, sem og pólska menningu, tungu og sjálfsmynd þjóðarinnar. Undanfari: SAGA1FM03
  • SAGA3AM05 | Saga Miðausturlanda

    Lýsing: Fjallað er um tilurð ríkja í Miðausturlöndum eftir fyrri heimsstyrjöld og aðkomu Evrópuríkja og Bandaríkjanna að málefnum þessa heimshluta. Þá er fjallað um íslam, upphaf, þróun og sögu þessara trúarbragða og samspil við stjórnmál í gegnum tíðina. Þá verða kannaðar orsakir fyrir deilum Ísraela og Palestínuaraba og ljósi varpað á stöðuna eins og hún blasir við nú um stundir. Staða kvenna í Miðausturlöndum verður sérstaklega skoðuð og jafnframt hugað að málefnum múslimskra kvenna í Evrópu í dag. Þá verða kannaðar ástæður fyrir uppgangi ýmissa herskárra hópa í Miðausturlöndum og hugað að fyrirbærinu íslamsvæðing. Undanfari:
  • SAGA3ER05 | Saga einstakra ríkja

    Lýsing: Í þessum áfanga eiga nemendur fjalla um sögu einstakra ríkja eða svæða. Efnið getur verið breytilegt eftir því hvaða ríki eða svæði eru áhugaverðust hverju sinni fyrir nemendur og kennara vegna tiltekinnar þróunar eða atburða. Lögð er áhersla á að dýpka þekkingu nemenda á þeim ríkjum eða svæðum sem fjallað er um en einnig að fjalla sérstaklega um, stjórnmál, efnahagsmál, menningu, dægurmál og annað sem er efst á baugi hjá viðfangsefninu á hverjum tíma. Almennt talað henta söguáfangar mjög vel til fræðslu um og skoðanaskipta á öllum grunnþáttunum og auðvelt er að þjálfa öll svið lykilhæfninnar. Í þessum áfanga er fjallað sérstaklega um það hvernig grunnþættirnir birtast í umfjöllun um tiltekið ríki eða svæði og lykilhæfnin þjálfuð í umræðu um það. Undanfari: SAGA2NT04
  • SAGA3HA04 | Saga Alexanders Hamilton og stofnun Bandaríkjanna

    Lýsing: Áfangi þessi er um Alexander Hamilton og stofnun Bandaríkjanna. Fjallað verður um ævi þessa fyrsta fjármálaráðherra Bandaríkjanna og hún notuð til að veita nemendum dýpri skilning á bandaríska frelsisstríðinu og fyrstu áratugunum í sögu landsins. Einnig mun söngleikurinn Hamilton spila stórt hlutverk í áfanganum og munum við bera saman raunveruleika og skáldskap. ATH. Nemendur þurfa að vera skráðir í eða hafa lokið SAGA2NV03 til að taka þennan áfanga. Undanfari: SAGA2NT04
  • SAGA3HM05 | Hugmynda - og menningarsaga

    Lýsing: Í þessum áfanga eiga nemendur fjalla um valdar hugmyndir frá því í áradaga og fram til nútímans og hvernig slíkar hugmyndir hafa haft áhrif á samtíma og menningu hverju sinni. Lögð verður áhersla á hugmyndir í heimspeki og félagsvísindum en einnig á að skoða einkenni helstu listastefna og áhrif þeirra. Almennt talað henta söguáfangar mjög vel til fræðslu um og skoðanaskipta á öllum grunnþáttunum og auðvelt er að þjálfa öll svið lykilhæfninnar. Í þessum áfanga er fjallað sérstaklega á einhverjum tíma um alla grunnþættina í umræðu um þróun hugmyndafræði og kenninga sem grunnþættirnir byggja á. Undanfari: SAGA2NT04
  • SAGA3ÍL05 | Íslandssaga lýðveldisins

    Lýsing: Í þessum áfanga eiga nemendur fjalla um íslenska lýðveldið fram til dagsins í dag. Lögð er áhersla á stjórnmál, efnahagsmál, menningu, dægurmál og annað sem hefur verið efst á baugi á Íslandi á þessum tíma. Viðfangsefnið er örar breytingar á íslensku samfélagi frá lýðveldisstofnun til samtímans, af hverju þær hafa orðið og hvaða áhrif þær hafa haft á mannlíf, stjórnmál, stöðu landsins á alþjóðavettvangi, og umhverfi og búsetu í landinu Almennt talað henta söguáfangar mjög vel til fræðslu um og skoðanaskipta á öllum grunnþáttunum og auðvelt er að þjálfa öll svið lykilhæfninnar. Í þessum áfanga er fjallað sérstaklega um það hvernig grunnþættirnir birtast í íslenskum samtíma og lykilhæfnin þjálfuð í umræðu um það. Undanfari: SAGA2NT04
  • SAGA3ST05 | Samtímasaga

    Lýsing: Í þessum áfanga eiga nemendur fjalla um sögu síðustu ára og áratuga og kafa dýpra í þá heldur en gert var í SAGA2NT04. Fjallað verður um nokkur meginviðfangsefni auk þess að gefa yfirlit yfir helstu þætti í sögu síðustu áratuga. Viðfangsefnin munu mótast af þeim atburðum sem hæst ber í samtímanum, hvort sem litið er til Íslands eða umheimsins og geta verið breytileg eftir aðstæðum hverju sinni. Þó nokkuð er notað af námsefni á ensku og gert er ráð fyrir því að nemendur hafi aðgang að netinu til að afla sér upplýsinga. Kennari mun deila efni til nemenda smátt og smátt og miðað er við að efni tveggja til þriggja vikna sé tilkynnt í einu. Notaður verður samskiptavefur skólans http://fb.dreifnam.is/ og efni sett þar inn jafnóðum. Í þessum áfanga er sérstök áhersla lögð á ritun heimildaritgerðar og sjálfstæð vinna við öflun heimilda og mat á þeim. Almennt talað henta söguáfangar mjög vel til fræðslu um og skoðanaskipta á öllum grunnþáttunum og auðvelt er að þjálfa öll svið lykilhæfninnar. Í þessum áfanga er fjallað sérstaklega á einhverjum tíma um alla grunnþættina í umræðu um samtímann og stöðu íbúa heimsins sem búa við styrjaldir, einræði og kúgun, fátækt og arðrán. Undanfari: SAGA2NT04
  • SAGA3TÖ03 | Saga tölvuleikjanna

    Lýsing: Í þessum valáfanga verður fjallað um sögu tölvuleikjanna frá upphafi til okkar tíma. Áfanginn mun byggjast á fyrirlestrum og verkefnum úr lesefni, einnig verða spilaðir og greindir tölvuleikir sem mörkuðu stór spor í tölvuleikjasögunni. Markmið þessa áfanga er að greina sögu tölvuleikjanna í víðu samhengi. Áfanginn mun m.a. veita nemendum innsýn í tækni- viðskipta- og menningarsögu 20-21 aldar í gegnum glugga tölvuleikjanna. Einnig verður reynt að skilja áhrif tölvuleikjanna á nútímasamfélagið. Áfanginn verður kenndur einu sinni í viku. Góð enskukunnátta er nauðsynleg þar sem meirihluti lesefnisins verður á ensku. Undanfari: SAGA2NV03
  • SAGS1EI01 | Saga á starfsbraut

    Lýsing: Markmið áfangans er að varpa ljósi sögulega viðburði með því að fjalla um nokkra einstaklinga sem hafa á einn eða annan hátt haft mikil áhrif á sínum tíma. Áfanginn byggir á ákveðnum leiðarstefum, s.s. tækniþróun, stríði og friði, sjálfstæðisbaráttu og baráttu fyrir réttindum einstaklinga. Megineinkenni og átakalínur í samfélaginu á hverjum tíma eru dregnar upp og nemendum veitt innsýn í samfélag sem er bæði líkt og ólíkt því sem þeir eiga að venjast. Undanfari:
  • SAGS1HB02 | Saga á starfsbraut - Hafið bláa

    Undanfari:
  • SAGS1ÍS01 | Saga á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum vinna nemendur með hugtakið saga með það að markmiði að þeir geri sér grein fyrir því að hver og einn einstaklingur á sína sögu. Þeir fá tækifæri til að auka þekkingu sína á afmörkuðu efni er tengist sögu Íslands. Áhersla lögð á að nemendur læri að afla sér upplýsinga á fjölbreyttan hátt, af bókum, veraldarvefnum og með viðtölum. Undanfari:
  • SAGS1KM02 | Saga á starfsbraut - Kvikmyndir

    Undanfari:
  • SAGS1SK02 | Kvikmyndasaga á starfsbraut

    Undanfari:
  • SAGS1SL02 | Saga og listgrein

    Undanfari:
  • SAGS1SS02 | Saga á starfsbraut

    Lýsing: Markmið áfangans er að varpa ljósi á 20. öldina með því að fjalla um valda stórviðburði aldarinnar. Áfanginn byggir á ákveðnum leiðarstefum, s.s. tækniþróun, stríðsátökum, sjálfstæðisbaráttu og baráttunni fyrir réttindum einstaklinga. Undanfari:
  • SAGS1TÖ01 | Tölvuleikjasaga á starfsbraut

    Undanfari:
  • SAGS1TÖ02 | Tölvuleikjasaga á starfsbraut

    Undanfari:
  • SASK2SS05 | Samskipti

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um mikilvægi góðra samskipta milli manna. Fjallað er um mikilvægi samkenndar, jafnréttis, mannvirðingar og mannréttinda í samskiptum. Farið er í eflandi samskipti sem byggja á virðingu og fordómaleysi á jafnréttisgrundvelli. Fjallað er um áhrif ólíkra menningarheima og tjáskiptareglna á mótun samskipta einstaklinga, hópa og þjóða. Farið er í áhrif sjálfsmyndar og sjálfstrausts á samskipti og hvað heilbrigðisstarfsmenn þurfa að hafa í huga í samskiptum við skjólstæðinga, samstarfsfólk og aðstandendur. Undanfari:
  • SAVN2BA01 | Samvinna nema I

    Lýsing: Í áfanganum fá nemendur aukna þjálfun, undir leiðsögn útskriftarnemenda, í þeim verkþáttum sem þeir hafa tileinkað sér í öðrum áföngum. Markmiðið er að auka getu nemenda til að ná námsmarkmiðum áfanga sem eru verklegir á snyrtibraut. Undanfari: ANMF1AA07
  • SAVN3DA01 | Samvinna nema II

    Lýsing:Í áfanganum þjálfast útskriftarnemendur og auka skilning sinn á verklegum þáttum og taka þátt í því að leiðbeina nemendum sem eru styttra komnir í náminu. Undanfari: SAVN2BA01
  • SAÞJ1AA03 | Þjónustusiðfræði

    Lýsing: Í áfanganum er farið í fjölbreytileika mannlegrar hegðunar og tilfinninga. Nemendur fá aukinn skilning á mannlegum samskiptum og mikilvægi þeirra á starfi sínu á snyrtistofu. Lögð er áhersla á að nemendur skilji hve fagmannleg framkoma og rétt líkamsbeiting er mikilvæg til árangurs í starfi. Þá læra nemendur um sölu, kynningu og markaðssetningu á snyrtivörum og þjónustu snyrtifræðinga. Undanfari:
  • SÁLF2IS05 | Inngangur að sálfræði

    Lýsing: Áfanginn er grunnáfangi í sálfræði og er markmiðið að kynna nemendum fræðigreinina, eðli hennar, sögu og þróun. Markmiðið er að nemendur þekki helstu stefnur, kenningar og frumkvöðla í sálfræði, helstu undirgreinar og hagnýtingu greinarinnar. Skoðaðar eru leiðir sálfræðinnar til að útskýra hugsun, hegðun og tilfinningar manneskjunnar, sjálfsmynd, mannleg samskipti og þróun náinna sambanda. Minnið er tekið fyrir, þrískipting þess og mismunandi minnistækni. Einnig er fjallað um námssálfræði og kynntar viðbragðsskilyrðingar, virkar skilyrðingar og hugrænt nám. Undanfari:
  • SÁLF3AS05 | Afbrigðasálfræði

    Lýsing: Áfanginn fjallar um geðheilsu og geðræn vandamál. Nemendur kynnist helstu hugmyndum sálfræðinnar um streitu, streitustjórn, geðheilbrigði, afbrigðileika og meðferð. Þeir fái aukinn skilning á sálrænum vandamálum, bæði sínum eigin og annarra. Þeir fái innsýn í ástand og aðstæður geð- og hugsjúkra. Lögð er áhersla á að nemendur átti sig á samspili líkamlegra og andegra þátta í tengslum við geðheilbrigði og þróun geðraskana. Þeir kynnist afbrigðasálfræði, hugtökum hennar, flokkunar- kerfi og meðferðarformum. Nemendur æfist í heimildavinnu og lestri á rannsóknum. Meginmarkmið áfangans er að nemendur öðlist skilning á geðheilsu, geðrækt og eðli geðraskana svo þeir geti skilið hvernig þeir geta tekið ábyrgð á eigin geðheilbrigði. Undanfari:
  • SÁLF3FE05 | Félags- og persónuleikasálfræði

    Lýsing: Atferli, hugsanir og viðhorf skoðuð í félagslegu samhengi. Áhersla er lögð á virkni nemenda, t.d. að þeir geri viðhorfakönnun, tilraun á staðalmyndum, hjálpsemi, hlýðni eða þvíumlíku; æfi samskipti, greiningu á og beitingu líkamstjáningar. Mismunandi persónuleikakenningar eru skoðaðar og tilraun gerð til að búa til nothæft persónuleikapróf. Álitamál og staðreyndir varðandi greind, vitsmunaþroska og greindarmælingar kynntar. Undanfari: SÁLF2IS05
  • SÁLF3JS05 | Jákvæð sálfræði

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur þekki helstu kenningar um farsæld og hamingju, vísindalegar rannsóknir í jákvæðri sálfræði og helstu íhlutanir sem þekktar eru. Nemendur lesa valdar greinar auk texta að eigin vali. Farið verður yfir helstu hugtök í jákvæðri sálfræði og kvikmyndir skoðaðar og skilgreindar. Nemendur fá þjálfun í markmiðasetningu og nýtingu á markþjálfun. Farið verður sérstaklega yfir tengsl styrkleika og sköpunar. Einnig verða skoðaðar íhlutanir og leiðir til að auka velferð á vinnustöðum, í skólum og í þjóðfélaginu. Í áfanganum er unnið með hugtök eins og hamingju, jákvæðar tilfinningar, gildi, styrkleika og jákvæð samskipti. Áhersla er á að byggja upp hagnýta og virka þekkingu á farsæld og góðum samskiptum. Undanfari: SÁLF2IS05
  • SÁLF3ÞS05 | Þroskasálfræði

    Lýsing:Kynning á helstu kenningum, kenningasmiðum, viðfangsefnum og rannsóknaraðferðum þroskasálfræðinnar eins og hlut umhverfis, erfða og alhliða þroska frá frjóvgun fram á fullorðinsár. Farið er í sögulegan bakgrunn þroskasálfræðinnar og kafað ofan í mismunandi þætti og álitamál. Nemendur fá innsýn í megineinkenni vitsmunaþroska, félagsþroska, tilfinningaþroska og líkamsþroska. Undanfari: SÁLF2IS05
  • SDBS1SD01 | Sjálfsmilldi- dagbókarskrif á starfsbraut

    Undanfari:
  • SDBS1SD02 | Sjálfsmilldi- dagbókarskrif á starfsbraut

    Undanfari:
  • SED1000 | Starfsbraut

    Undanfari:
  • SERD3ÞJ01 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun

    Undanfari:
  • SERD3ÞJ02 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 1 viku

    Undanfari:
  • SERD3ÞJ03 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 2 vikur

    Undanfari:
  • SERD3ÞJ05 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 3 vikur

    Undanfari:
  • SERD3ÞJ07 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 4 vikur

    Undanfari:
  • SERD3ÞJ08 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 5 vikur

    Undanfari:
  • SERD3ÞJ10 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 6 vikur

    Undanfari:
  • SERD3ÞJ12 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 7 vikur

    Undanfari:
  • SERD3ÞJ13 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 8 vikur

    Undanfari:
  • SERD3ÞJ15 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 9 vikur

    Undanfari:
  • SERD3ÞJ17 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 10 vikur

    Undanfari:
  • SERD3ÞJ19 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 11 vikur

    Undanfari:
  • SERD3ÞJ20 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 12 vikur

    Undanfari:
  • SERD3ÞJ22 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 13 vikur

    Undanfari:
  • SERD3ÞJ24 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 14 vikur

    Undanfari:
  • SERD3ÞJ25 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 15 vikur

    Undanfari:
  • SERD3ÞJ27 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 16 vikur

    Undanfari:
  • SERL2ER02 | Starfsþjálfun erlendis

    Undanfari:
  • SERL2ER03 | Starfsþjálfun erlendis

    Undanfari:
  • SERL2ER04 | Starfsþjálfun erlendis

    Undanfari:
  • SERL2ER05 | Starfsþjálfun erlendis

    Undanfari:
  • SERL2ER06 | Starfsþjálfun erlendis

    Undanfari:
  • SERL2ER07 | Starfsþjálfun erlendis

    Undanfari:
  • SERL2ER09 | Starfsþjálfun erlendis

    Undanfari:
  • SERL2ER10 | Starfsþjálfun erlendis

    Undanfari:
  • SERL2ER30 | Starfsþjálfun erlendis

    Undanfari:
  • SERL3ER02 | Starfsþjálfun erlendis

    Undanfari:
  • SERL3FA05 | Starfsþjálfun erlendis

    Undanfari:
  • SIÐF2SA05 | Siðfræði heilbrigðisstétta og sjúkraskrár

    Lýsing: Í þessum áfanga er lögð áhersla á þá hugmyndafræði og gildi sem liggja samskiptum fagfólks til grundvallar. Farið er í ýmis hugtök úr siðfræði heilbrigðisþjónustu eins og sjálfræði, velferð, faglegt forræði auk skyldna fagfólks og réttinda skjólstæðinga. Nemendum eru kynntar aðferðir við úrlausna siðferðilegra álitamála. Fjallað er um siðferði rannsókna á fólki og hugmyndir um réttláta heilbrigðisþjónustu. Undanfari:
  • SJHS1SH01 | Sjálfshjálp á starfsbraut

    Undanfari:
  • SJÓN1EU05 | Teikning I

    Lýsing: Nemendur læra um eðli og uppbyggingu frumforma. Unnið er að því að auka skilning nemenda á samspili forma, ljóss og skugga. Einnig þjálfast nemendur í að teikna skissur eftir fyrirmyndum og nýta teiknikunnáttu sína til að útfæra eigin hugmyndir. Undanfari:
  • SJÓN1LS05 | Teikning II - Litafræði, formfræði, starfsumhverfi

    Lýsing: Kennd eru grunnlögmál myndbyggingar þar sem unnið er með hugtökin jafnvægi, þyngd og tilraunir eru gerðar með beitingu þeirra. Einnig eru kennd grundvallarlögmál litafræði efnis og litablöndun efna er æfð. Litanotkun og myndbygging eru svo samhæfð. Auk þess afla nemendur fjölbreyttra upplýsinga um starfsvettvang myndlistarmenntaðs fólks. Undanfari:
  • SJÚK2GH05 | Sjúkdómafræði 2

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um líkamlega og geðrænna sjúkdóma og latneskt nafngiftakerfi sjúkdóma. Fjallað er um hugtök og sjúkdóma sem tengjast innkirtlakerfi, hjarta-og æðakerfi, öndunarfærum, meltingarfærum, þvag- og æxlunarkerfi. Áhættuþættir, einkenni, orsakir, afleiðingar og meðferðamöguleikar algengra sjúkdóma í fyrrnefndum líkamskerfum eru teknir til umfjöllunar. Algengum geðröskunum eru gerð skil og fjallað um forvarnir, einkenni og meðferð geðraskana. Skoðuð eru tengsl umhverfis, erfða og áhættuþátta við sjúkdómsþróun þar sem við á. Undanfari: LÍOL2IL05
  • SJÚK2MS05 | Sjúkdómafræði 1

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um þróun sjúklegra breytinga í mannslíkama frá frumulöskunum til sjúkdóma í líffærakerfum. Viðbrögðum frumna og vefja við álagi er lýst og hlutverki samvægisferla í viðhaldi heilbrigðis. Fjallað er um grundvallarhugtök í meinafræði eins og ónæmisviðbrögð, viðgerðarferli og vefjadrep. Fjallað er um sýkingar, erfðir og æxlisvöxt og tengsl umhverfisáhrifa og sjúklegra breytinga í líkama. Áhættuþættir, einkenni, orsakir, afleiðingar og meðferðamöguleikar algengra sjúkdóma í stoðkerfi, taugakerfi og þekjukerfi eru teknir til umfjöllunar. Latneskt nafngiftakerfi í meinafræði og sjúkdómafræði er útskýrt. Undanfari: LÍOL2SS05
  • SKAS1SK01 | Skartgripagerð á starfsbraut

    Undanfari:
  • SKAS1SK02 | Skartgripagerð á starfsbraut

    Undanfari:
  • SKPL2SV05 | Sköpun, myndlist og leiklist

    Lýsing: Þetta er valáfangi þar sem nemendur velja að gera eitthvað listrænt. Nemendur geta því valið leiklist, dans, söng, tónlist eða vinnustofu þar sem þau geta gert málverk, skúlptúr, myndbandsverk, leikmynd, props ofl. Nemendur geta unnið í fleiri en einum miðli eftir því sem hentar hverum og einum. Flæði er á milli leiklistar-tengdra greina og þeirra sjónrænu. Nemendur tengjast einnig félagslífinu og í áfanganum munu nemendur halda viðburði sem verða í boði fyrir aðra nemendur í skólanum. Undanfari:
  • SKYN2EÁ01 | Skyndihjálp

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um aðgerðir á vettvangi, skoðun og mat. Farið er yfir endurlífgun, helstu blæðingar, lost og viðbrögð við lostástandi. Einnig eru teknar fyrir helstu tegundir sára, umbúðir og sárabindi og farið í helstu orsakir bruna, flokkun brunasára og skyndihjálp við bruna. Helstu höfuð, háls og hryggáverkum eru gerð skil ásamt brjóst-, kvið- og mjaðmaáverkum. Einnig er farið í beina-, liðamóta- og vöðvaáverka. Nemandinn lærir að spelka útlimi sem orðið hafa fyrir áverka. Farið er í bráða sjúkdóma, eitranir, bit og stungur, ásamt umfjöllun um viðbrögð við kali, ofkælingu og háska af völdum hita. Farið er í björgun og flutning einstaklinga af slysstað. Undanfari:
  • SKÞR1SÞ03 | Skólaþróun

    Undanfari:
  • SKÖP2LM05 | Grunnáfangi í leirmótun

    Lýsing: Áfanginn er grunnáfangi í leirmótun þar sem nemendur kynnast vinnuferlinu frá því að hnoða leirinn að fullbúnum glerjuðum leirmunum.

    Farið verður í mismunandi aðferðir og tækni við handmótun leirs, nemendur móta skálar, lágmyndir og skúlptúrar, kynnast brennsluferlinu, vinnu með leirliti og glerunga.

    Áfanginn er opinn öllum nemendum skólans. Undanfari:
  • SKÖP2SL05 | Sköpun-val um list eða verkgreinaáfanga samtals 5 ein.

    Lýsing: Sköpun á að stuðla að gagnrýnni hugsun, andríki og persónulegum þroska. Talað er um listsköpun, nýsköpun, skapandi vísindi, skapandi einstaklinga og athafnaskáld. Hugmyndin er að í þessu áfanga leggi nemendur stund á skapandi hugsun og skapandi starf. Sköpun er kjarninn í listum og menningu, hönnun og nýsköpun, en allir eiga rétt á að nýta sér sköpunargáfu sína. Í stað þess að velja tiltekinn námsáfanga í sköpun, velja nemendur sér áfanga úr áfangasafni skólans, t.d. í Fab Lab, heimspeki, myndlist, textíl, tónlist, rafvirkjun, húsasmíði, þrívíðri hönnun eða leiklist og nota þann áfanga sem grunn til að tjá hugsun sína með fjölbreytilegum hætti. Nemendur fást við fjölbreytilegan efnivið í áfanganum og eiga val um ólíkar leiðir til að vinna úr hugmyndum sínum. Áfangi/áfangar í sköpun er skylda á öllum stúdentsprófsbrautum skólans, að lágmarki 5 einingar. Undanfari:
  • SMIS1AA02 | Smíði á starfsbraut

    Undanfari:
  • SMSÓ1AA02 | Sótthreinsun og smitvarnir

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um helstu sýkla og smitleiðir þeirra. Sérstök áhersla er lögð á sýkingarhættur á snyrtistofum. Teknar eru fyrir helstu sótthreinsunaraðferðir sem notaðar eru til að hefta útbreiðslu sýkla. Undanfari:
  • SNYU1UB01 | Undirbúningur fyrir nám í snyrtifræði - valáfangi

    Lýsing: Áfanginn er valáfangi og tilheyrir áfangasafni skóla. Hann er ætlaður til þess að kynna nám í snyrtifræði. Meðal annars er tekið fyrir förðun, umhirða húðar, handa og fóta. Kynnt verða mismunandi störf snyrtifæðinga þar sem meðal annars er farið í vettvangsheimsóknir. Undanfari:
  • SPIS1SS01 | Spil á starfsbraut

    Undanfari:
  • SPÆN1AA05 | Spænska I

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við A1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Áfanginn er byrjunaráfangi og er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur byggja upp orðaforða um sitt nánasta umhverfi og eru þjálfaðir í hlustun, ritun, lestri og tali. Markmiðið er að nemendur þjálfist í að tjá sig um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi, byggi upp orðaforða og noti til þess grunnatriðin í spænskri málfræði. Stuðst verður við fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem tekið er mið af markmiðum áfangans. Áhersla er lögð á réttan framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Undanfari:
  • SPÆN1AN05 | Andalúsía

    Lýsing: FERÐAÁFANGI. Saga, menning og tungumál Andalúsíuhéraðs á Spáni. Í þessum áfanga fræðumst við um sérkenni sögu, menningar og spænskunnar í Andalúsíuhéraði á Spáni. Andalúsíuhérað er með einstaka menningarsögu þar sem gyðingar, múslimar og kristnir bjuggu saman og einstakar byggingar og arfleifð íslamskrar menningar eru enn varðveitt. Þar er einnig blómlegt tónlistar og danslíf. Við heimsækjum helstu borgir héraðsins: Granada, Córdoba og Sevilla. Aldurstakmark er 18 ár. Undanfari: SPÆN1BB05
  • SPÆN1BB05 | Spænska II

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við A1-A2 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Viðfangsefni undanfarans eru rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun þar sem fléttað er inn í kennsluna menningu og sögu spænskumælandi landa. Orðaforði er aukinn og ný málfræðiatriði þjálfuð. Nemendur þurfa í auknum mæli að tjá sig munnlega og textar verða smám saman lengri og þyngri. Nemendur læra að tjá sig við fjölbreyttari aðstæður eins og t.d. að versla, tjá sig um áhugamál sín og um liðna atburði. Stuðst verður við fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem tekið er mið af markmiðum áfangans. Áhersla verður lögð á að nemendur tjái sig sem mest á spænsku í töluðu og rituðu máli. Unnið verður með fjölbreytt efni, meðal annars tónlist, myndbönd, leiki og ýmislegt efni af internetinu sem hjálpar til við að komast nær menningarheimi Spánar og Rómönsku Ameríku og eflir menningarlæsi nemenda. Áhersla er lögð á að nemendur beri ábyrgð á sínu eigin námi og sýni sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skapandi hugsun. Undanfari: SPÆN1AA05
  • SPÆN1CC05 | Spænska III

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við A2 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Viðfangsefni fyrri áfanga er rifjað upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun þar sem fléttað er inn í kennsluna menningu og sögu Spánar og Rómönsku Ameríku. Textar verða smám saman lengri og þyngri og nemendur eru þjálfaðir í að lesa rauntexta á spænsku. Orðaforði er aukinn, nemendur þjálfast í nýjum málfræðiatriðum og að mestu er lokið við að fara yfir grundvallarþætti spænska málkerfisins. Frásagnir í nútíð og þátíð eru æfðar munnlega og skriflega og þurfa nemendur í auknum mæli að tjá sig munnlega í tímum. Nemendur læra að tala um fortíð sína og framtíðaráform. Nemendur þjálfast í að lesa sögur og ævintýri á spænsku einnig þjálfast í að skrifa stutta og einfalda texta í þátíð og framtíð. Stuðst verður við fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem tekið er mið af markmiðum áfangans. Áhersla verður lögð á að nemendur tjái sig sem mest á spænsku í töluðu og rituðu máli. Námsefnið er með fjölbreyttum hætti, bækur, tónlist, myndbönd, leikir og ýmislegt efni af internetinu sem hjálpar við að komast nær spænskumælandi menningarheimi og eflir menningarlæsi nemenda. Áhersla er lögð á að nemendur beri ábyrgð á sínu eigin námi og sýni sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skapandi hugsun. Undanfari: SPÆN1BB05
  • SPÆN1SE05 | Sevilla

    Undanfari:
  • SPÆN2BK05 | Spænska V: Bókmenntir og kvikmyndir

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við B1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Viðfangsefni fyrri áfanga er rifjað upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Áhersla er lögð á að nemendur fræðist um menningu og sögu Spánar og Rómönsku Ameríku í gegnum bókmenntir og kvikmyndir. Meginmarkmiðið er að auka og bæta orðaforða og tjáningarhæfni í spænsku og efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda í tungumálanáminu. Áhersla verður lögð á að nemendur tjái sig sem mest á spænsku í töluðu og rituðu máli, og á fjölbreytta og skapandi verkefnavinnu. Námsefnið er með fjölbreyttum hætti, bækur, tónlist, myndbönd, leikir og ýmislegt efni af internetinu sem hjálpar við að komast nær spænskumælandi menningarheimi og eflir menningarlæsi nemenda. Undanfari: SPÆN2SM05
  • SPÆN2SM05 | Spænska IV: málnotkun og menning

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við A2 og B1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Í áfanganum er lokið við innlögn grunnþátta málkerfisins og viðfangsefni fyrri áfanga eru rifjuð upp. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun og meiri áhersla lögð á menningu og sögu Spánar og Rómönsku Ameríku. Meginmarkmiðið er að auka og bæta orðaforða og tjáningarhæfni í spænsku og efla sjálfstæð vinnubrögð nemenda í tungumálanáminu. Lokið er við yfirferð helstu atriða í spænskri málfræði. Nemendur þjálfast í lesskilningi og lesa léttlestrarbók og rauntexta á spænsku bæði sögur og greinar. Einnig þjálfast þau í að skrifa lengri texta en áður. Námsefnið er fjölbreytt, bækur, tónlist, myndbönd, leikir og ýmislegt efni af internetinu til að komast nær spænskumælandi menningarheimi og efla menningarlæsi nemenda. Undanfari: SPÆN1CC05
  • STA1000 | Leyfi í eina önn

    Undanfari:
  • STA2000 | Leyfi í tvær annir

    Undanfari:
  • STAF3ÞJ05 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 3 vikur

    Undanfari:
  • STAF3ÞJ07 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 3 vikur

    Undanfari:
  • STAF3ÞJ10 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 6 vikur

    Undanfari:
  • STAF3ÞJ12 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 7 vikur

    Undanfari:
  • STAF3ÞJ13 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun í 7 vikur

    Undanfari:
  • STAF3ÞJ27 | Starfsþjálfun á sjúkrastofnun

    Lýsing: Starfsþjálfun sjúkraliðanema er áfangi með námslokum á 3. þrepi og er 27 feiningar. Áfanginn er reynslutími fyrir sjúkraliðanema á heilbrigðisstofnun og stendur yfir í 16 vikur (80, 8 klst. vaktir). Á tímabilinu öðlast nemandinn hæfni og sjálfstæði í störfum sjúkraliða undir handleiðslu reyndra sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Við lok námsins í áfanganum skal nemandi búa yfir almennri og sérhæfðri þekkingu, leikni og hæfni til þess að vinna hjúkrunar- og umönnunarstörf á faglegan hátt. Heimilt er að skipta starfsþjálfun niður í tvö til þrjú tímabil, en þjálfunin skal þó vera samfelld á hverju tímabili og lágmarksvinnuhlutfall ekki fara undir 60%. Nemandi þarf sjálfur að sækja um pláss í starfsþjálfun á heilbrigðisstofnun. Nemandi skal áður en hann fer í starfsþjálfun fá samþykki skóla fyrir námsstaðnum og skrifa undir námssamning ásamt fulltrúa skóla og ábyrgðaraðila á námsstað. Að loknu námi í VINN2LS08 er nema heimilt að ljúka fimm vikum af starfsþjálfuninni. Nemandi skal alfarið fylgja þeim reglum sem viðkomandi heilbrigðisstofnun setur sínu starfsfólki. Undanfari: HJÚK3FG05, VINN3GH08
  • STAÞ1GA20 | Starfsþjálfun í rafvirkjun 1

    Lýsing: Nemanda eru kynntar allar öryggsikröfur á vinnustað og mikilvægt er að hann skilji mikilvægi þeirra. Honum skal gerð grein fyrir þeim hættum sem geta verið samfara vinnu við rafmagn. Nemandi skal læra meðhöndlun og beitingu allra handverkfæri sem nota þarf við rafvirkjastörf. Mikilvægt er vinnubrögð hans séu fagmannleg frá upphafi. Hann á að geta unnið sem aðstoðarmaður rafvirkja og geta framkvæmt einfaldar tengingar. Gott er leyfa nemandanum að byrja á einföldum verkþáttum og bæta svo í eftir því sem hæfni hans eykst. Undanfari:
  • STAÞ2GA20 | Starfsþjálfun í rafvirkjun 2

    Lýsing: Nemanda eru kynntar allar öryggiskröfur á vinnustað og mikilvægt er að hann skilji mikilvægi þeirra. Honum skal gerð grein fyrir þeim hættum sem geta verið samfara vinnu við rafmagn. Nemandi skal læra meðhöndlun og beitingu allra handverkfæri sem nota þarf við rafvirkjastörf. Mikilvægt er vinnubrögð hans séu fagmannleg frá upphafi. Hann á að geta unnið sem aðstoðarmaður rafvirkja og geta framkvæmt einfaldar tengingar. Nemandi skal með mælitækjum geta fundið út hvort lagnir séu spennu hafandi, til að forðast slys. Undanfari:
  • STAÞ2GB20 | Starfsþjálfun í rafvirkjun 3

    Lýsing: Nemandi öðlist þekkingu á vali á rafbúnaði og geti sett og tengt húsveitur allt að 125 A. Nemandi geti með mælitækjum fundið bilanir í húsveitum. Hann læri að framfylgja kröfum viðskiptavina og geti sýnt leikni í samskiptum við þá. Nemandi geti veitt viðskiptavinum nauðsynlega ráðgjöf um val og staðsetningu rafbúnaðar. Undanfari:
  • STAÞ2NS20 | Starfsþjálfun í snyrtifræði I

    Lýsing: Starfsþjálfun er samningsbundið nám undir leiðsögn iðnmeistara. Nemandi tekst á við raunveruleg verkefni í fyrirtækjum, þjálfar verktækni og fagleg vinnubrögð. Verkefnin skulu vera í samræmi við þá þekkingu og færni sem nemandi hefur öðlast eftir 4 annir á snyrtibraut. Miðað er við lögbundna 40 stunda vinnuviku í 3 mánuði undir leiðsögn iðnmeistara í snyrtifræði. Fyrirtæki sem gerir samning um þjálfun nemenda á vinnustað skuldbindur sig til að fylgja þeim markmiðum sem tilgreind eru fyrir snyrtifræðinám og framfylgja þeim námsþáttum og verklegri þjálfun nemandans sem iðngreinin gerir kröfu um. Undanfari:
  • STAÞ3HU30 | Starfsþjálfun í húsasmíði I

    Lýsing: Í þessum áfanga fara nemendur í starfsþjálfun á vinnustað og er nemendinn á einum eða fleiri vinnustöðum í þessari starfsþjálfun. Nemandinn á að vinna við sem fjölbreyttasta verkþætti á vinnustað og skal öðlast þjálfun, leikni og hæfni í að vinna við verkþættina. Eftirfylgni með vinnu nemandans á tilgreindum verkþáttum á að vera með ferilbók sem meistari og nemandi fylla inn í eftir framvindu. Starfsþjálfun er ávalt tekin eftir að skóla og vinnustaðanámi líkur. Skólinn hefur eftirlit og umsjón með starfsþjálfun nemanda hverju sinni og staðfestir starfsþjálfun nemanda með undirskrift sinni í ferilbók nemanda. Undanfari:
  • STAÞ3RC20 | Starfsþjálfun í rafvirkjun 4

    Lýsing: Lögð er áhersla á að nemandi geti unnið sjálfstætt. Hann geti unnið að uppsetningu boðskiptkerfa og ýmiss konar tölvukerfa. Hann geti notað mælitæki og rökhugsun við bilanaleit. Hann geti tengt og bilangreint mótora og stýringar. Í lok áfangans skal nemandi hafa öðlast hæfni til þess að geta leiðbeint viðskiptavinum um val og staðsetningu rafbúnaðar og veitt hámarks þjónustu. Nemandi skal geta efnistekið nákvæmlega og forgangsraðað verkþáttum. Undanfari:
  • STAÞ3SÞ20 | Starfsþjálfun í snyrtifræði II

    Lýsing: Starfsþjálfun er samningsbundið nám undir leiðsögn iðnmeistara. Nemandi tekst á við raunveruleg verkefni í fyrirtækjum, þjálfar verktækni og fagleg vinnubrögð. Verkefnin skulu vera í samræmi við þá þekkingu og færni sem nemandi hefur öðlast eftir 6 annir á snyrtibraut auk Starfsþjálfunar á stofu I. Miðað er við lögbundna 40 stunda vinnuviku í alls þrjá mánuði undir leiðsögn iðnmeistara í snyrtifræði. Fyrirtæki sem gerir samning um þjálfun nemenda á vinnustað skuldbindur sig til að fylgja þeim markmiðum sem tilgreind eru fyrir snyrtifræðinám og framfylgja þeim námsþáttum og verklegri þjálfun nemandans sem iðngreinin gerir kröfu um. Undanfari:
  • STAÞ3SÆ20 | Starfsþjálfun í snyrtifræði III

    Lýsing: Starfsþjálfun á stofu III er framhald af áfanganum Starfsþjálfun á stofu II. Áfanginn er samningsbundið nám undir leiðsögn iðnmeistara. Nemandi heldur áfram að takast á við raunveruleg verkefni í fyrirtækjum, þjálfar verktækni, fagleg vinnubrögð og bætir við fyrri kunnáttu. Verkefnin skulu vera í samræmi við þá þekkingu og færni sem nemandi hefur öðlast eftir 6 annir á snyrtibraut auk Starfsþjálfunar á stofu I og II. Miðað er við lögbundna 40 stunda vinnuviku í alls þrjá mánuði undir leiðsögn iðnmeistara í snyrtifræði. Fyrirtæki sem gerir samning um þjálfun nemenda á vinnustað skuldbindur sig til að fylgja þeim markmiðum sem tilgreind eru fyrir snyrtifræðinám og framfylgja þeim námsþáttum og verklegri þjálfun nemandans sem iðngreinin gerir kröfu um. Í Starfsþjálfun III skal nemandi sýna aukna þekkingu, leikni og hæfni frá viðmiðum í Starfsþjálfun I og II. Undanfari:
  • STJS1SF02 | Stjórnmálafræði á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum verður skoðuð íslensk menningu samfélag í nærmynd. Af hverju eru íslensk þjóð eins og hún er? Einnig verða skoðaðir erlendir og framandi menningarheimar og bornir saman við okkar eigin. Hvað er vel gert á alþjóðavísu? Í hverju getum við bætt okkur? Hvert er hlutverk Íslands í heiminum? Fjallað verður um hvernig stjórnkerfið okkar virkar. Hvernig verður hugmynd að lögum? Hverjir ráða og hverju ráða þeir? Hvernig virka stjórnmálaflokkar og hvernig er hægt að taka þátt í að móta framtíðina. Undanfari:
  • STOF3BA03 | Stofutímar-snyrtistofa

    Lýsing: Í áfanganum er leitast við að búa til umhverfi sem líkist snyrtistofu í rekstri þar sem viðskiptavinur getur pantað sér þjónustu að vild. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist verklega færni og sýni sjálfstæð vinnubrögð við meðhöndlun og ráðleggingar til viðskiptavina. Nemendur læra að vinna markvisst að verkþáttum námsins þannig að fram komi verkskipulagning, tækni, hraði og leikni í vinnubrögðum. Þeir þjálfast í að greina þarfir viðskiptavina og veita þjónustu í samræmi við þær. Ráðleggja þeim með markvissum hætti, um notkun snyrtivara og þá meðhöndlun sem í boði er á snyrtistofum. Undanfari: ANMF2BA07
  • STRS1AÞ03 | Vinnuþjálfun í skóla, starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er verklegur og fer námið fram á hinum ýmsu vinnustöðum á Reykjavíkursvæðinu. Við val á starfsnámsstað er tekið mið af óskum nemenda. Starfsnámskennari FB hefur umsjón með starfsnáminu en vinnan er skipulögð í samráði við fulltrúa starfsnámsstaðar. Stefnt er að því að nemendur vinni undir leiðsögn starfsmanns á vinnustað. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og taka mið af störfum nemendanna hverju sinni. Á meðan á starfsnámstímabilinu stendur skrifa nemendur dagbók og meta eigin frammistöðu á þar til gerðum eyðublöðum. Í áfanganum er lögð áhersla á stundvísi, vandvirkni, sjálfstæði, samviskusemi, heiðarleika og að nemendur þekki og fari eftir vinnureglum og helstu öryggisatriðum á vinnustað.
    Undanfari:
  • STRS1FS03 | Vinnuþjálfun í skóla, starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er verklegur og fer námið fram á hinum ýmsu vinnustöðum á Reykjavíkursvæðinu. Við val á starfsnámsstað er tekið mið af óskum nemenda. Starfsnámskennari FB hefur umsjón með starfsnáminu en vinnan er skipulögð í samráði við fulltrúa starfsnámsstaðar. Stefnt er að því að nemendur vinni undir leiðsögn starfsmanns á vinnustað. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og taka mið af störfum nemendanna hverju sinni. Á meðan á starfsnámstímabilinu stendur skrifa nemendur dagbók og meta eigin frammistöðu á þar til gerðum eyðublöðum. Í áfanganum er lögð áhersla á stundvísi, vandvirkni, sjálfstæði, samviskusemi, heiðarleika og að nemendur þekki og fari eftir vinnureglum og helstu öryggisatriðum á vinnustað. Undanfari:
  • STRS1RS01 | Vinnuþjálfun í skóla, starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum fá nemendur fræðslu um helstu atvinnuvegi á Íslandi og hin ólíku störf sem bjóðast. Áhersla er á að nemendur velti fyrir sér eigin áhuga og styrk í tengslum við starfsundirbúning. Nemendur fá fræðslu um það hvernig atvinnuleit og umsókn um atvinnu fer fram. Hin ýmsu hugtök er tengjast atvinnulífinu eru rædd og skilgreind. Fjallað um réttindi og skyldur starfsmanna á vinnustað og fá nemendur kynningu á helstu samtökum launþega og tilgangi þeirra. Auk þess er rætt um réttindi, ábyrgð og skyldur einstaklinga sem borgara og þátttakenda í lýðræðissamfélagi. Áhersla er lögð á að kynna Veraldarvefinn sem upplýsingamiðil fyrir launþega. Undanfari:
  • STRS1SF03 | Vinnuþjálfun í skóla, starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um mikilvægi starfsumhverfis, vinnuvernd og félagslegt og andlegt vinnuumhverfi. Áhersla er á fræðslu um rétta líkamsbeitingu við hin ýmsu störf og hvers þarf að gæta varðandi öryggi á vinnustað. Kynntir eru hinir ólíku flokkar öryggismerkinga og farið er yfir merkingu þeirra. Einnig er stefnt að því að gera nemendur meðvitaða um fjármál og mikilvægi þess að hafa yfirsýn yfir eigin útgjöld og tekjur. Farið verður yfir fjárhagslegar skuldbindingar sem einstaklingar þurfa að takast á hendur. Réttindi og skyldur á vinnumarkaði verða til umfjöllunar. Undanfari:
  • STRS1SV03 | Vinnuþjálfun í skóla, starfsbraut

    Lýsing: Áfanginn er verklegur og fer námið fram á hinum ýmsu vinnustöðum á Reykjavíkursvæðinu. Við val á starfsnámsstað er tekið mið af óskum nemenda. Starfsnámskennari FB hefur umsjón með starfsnáminu en vinnan er skipulögð í samráði við fulltrúa starfsnámsstaðar. Stefnt er að því að nemendur vinni undir leiðsögn starfsmanns á vinnustað. Kennsluhættir eru fjölbreyttir og taka mið af störfum nemendanna hverju sinni. Á meðan á starfsnámstímabilinu stendur skrifa nemendur dagbók og meta eigin frammistöðu á þar til gerðum eyðublöðum. Í áfanganum er lögð áhersla á stundvísi, vandvirkni, sjálfstæði, samviskusemi, heiðarleika og að nemendur þekki og fari eftir vinnureglum og helstu öryggisatriðum á vinnustað. Undanfari:
  • STRS1TV03 | Vinnuþjálfun í skóla, starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er áhersla lögð á að efla þekkingu nemenda á mismunandi starfsheitum. Einnig eru kynntar ýmsar atvinnugreinar og nemendum gefið tæki færi til að máta sig við þær og miðla eigin reynslu. Fjallað um réttindi og skyldur starfsmanna á vinnustað, mikilvægri góðra samskipta, stundvísi og samviskusemi. Áhersla er á að nemendur velti fyrir sér eigin áhuga og styrk í tengslum við starfsundirbúning. Undanfari:
  • STRS1VÞ01 | Vinnuþjálfun í skóla, starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á skipulögð vinnubrögð, verklagni, sjálfstæði og ögun í vinnubrögðum. Nemendur fá verklega þjálfun innan skólans og er kennt að takast á við fjölbreytt verkefni með það að markmiði að auka eigin færni á sem flestum sviðum. Undanfari:
  • STRS1VÞ02 | Vinnuþjálfun í skóla, starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á skipulögð vinnubrögð, verklagni, sjálfstæði og ögun í vinnubrögðum. Nemendur fá verklega þjálfun innan skólans og er kennt að takast á við fjölbreytt verkefni með það að markmiði að auka eigin færni á sem flestum sviðum. Undanfari:
  • STSS1SS02 | Stafræn sköpun á starfsbraut

    Undanfari:
  • STUÐ1NR01 | Námsstuðningur sem námsráðgjafar sjá um

    Undanfari:
  • STÝR1GA05 | Stýringar og rökrásir I

    Lýsing: Í þessum áfanga er fjallað um grunnvirkni og notkun rofa og segulliða, rofa- og snertitækni kynnt. Fjallað er um virkni og notkun segulliða í stýrirásum og kraftrásum og tímaliða í stýrirásum. Farið er í undirstöðuatriði við gerð á einlínu- og fjöllínumyndum svo og tákn og staðla sem notaðir eru við gerð teikninga fyrir segulliðastýringar. Mikilvægt er að nemendur kynnist tölvuforriti til teikninga á rásum segulliða. Áhersla er lögð á verkefnavinnu og verklegar æfingar þar sem nemendur brjóta verkefni til mergjar, tengja, prófa og mæla og taka saman niðurstöður. Einnig er lögð áhersla á að nemendur nýti sér mælitæki til að finna tengivillur og bilanir Undanfari: STÆR1AU05
  • STÝR2GB05 | Stýringar og rökrásir II

    Lýsing: Í áfanganum fer fram kynning á loftstýringum, helstu loftmeðhöndlunartækjum og virkni þeirra. Fjallað er um nokkrar gerðir af loftstýrieiningum, svo sem loka og strokka og helstu tákn og tengimyndir sem notaðar eru í loftstýringum. Nemendur þjálfast í teikningum og tengingum á einföldum loftstýringum. Haldið er áfram með segulliðastýringar þar sem frá var horfið í fyrri áfanga en nú með tengingum við loftstýringar. Nemendur hanna og tengja loftstýribúnað sem stjórnað er af segulliðastýringum. Eins og í fyrri áfanga er áhersla lögð á verkefnavinnu og verklegar æfingar sem felast í að brjóta efni áfangans til mergjar, tengja, prófa, mæla og taka saman niðurstöður. Undanfari: STÝR1GA05
  • STÝR3GC05 | Stýringar og rökrásir III

    Lýsing: Í áfanganum eru kynnt helstu stýrikerfi sem notuð eru í iðnstýringum, þ.e. segulliðastýringar, loftstýringar, rafeindastýringar og iðntölvustýringar og farið dýpra í segulliðastýringar, þ.e. kraft- og stýrirásir, heldur en gert var í STYR1A5. Farið er yfir virkni og notkun yfirálagsvarna, mótorvarrofa og varnarbúnaðar sem notaður er í kraft- og stýrirásum. Haldið er áfram með teikningar og staðla sem og kennslu teikniforrita fyrir segulliðastýringar (t.d. Acad og/eða PCschematic). Farið er yfir notkun tengilista og tengilistanúmera, strengja- og víramerkingar. Kynntar eru nokkrar ræsiaðferðir rafmótora, svo sem Y/D-ræsing, Dahlander-ræsing, bein ræsing og mjúkræsingar. Námið í áfanganum byggist að miklu leyti á verkefnavinnu og verklegum æfingum þar sem nemendur brjóta verkefni til mergjar, tengja, prófa og mæla og taka saman niðurstöður. Lögð er áhersla á að nemendur nýti sér mælitæki til að finna tengivillur og bilanir. Undanfari: STÝR2GB05
  • STÝR3RD05 | Stýringar og rökrásir IV

    Lýsing: Í áfanganum kynnast nemendur skynjaratækni og ýmsum gerðum skynjara, svo sem spanskynjara, rýmdarskynjara, þrýstiskynjara, hitaskynjara og hæðarskynjara. Þeir kynnast nokkrum gerðum af iðntölvum og notkun þeirra í iðnstýringum sem og tengingu þeirra við ýmsan jaðarbúnað, svo sem skjámyndakerfi. Megináherslan er lögð á að nemendur læri að skilja virkni og uppbyggingu iðntölva og fái undirstöðuþjálfun í forritun og notkun forritunartækja og forritunarhugbúnaðar fyrir smærri iðntölvur. Þá er lögð áhersla á að þeir læri gerð flæðimynda fyrir stýringar, fái æfingu í gerð teikninga af iðntölvum og tengimynda fyrir þær sem og þann búnað sem þeim tengist. Auk þessa fer fram verkefnavinna og verklegar æfingar þar sem nemendur brjóta viðfangsefni áfangans til mergjar, tengja, prófa, mæla og taka saman niðurstöður. Lögð er áhersla á notkun mælitækja til að finna tengivillur og bilanir. Undanfari: STÝR3GC05
  • STÆR11U05 | Sama og STÆR1AU05 tekinn á heilu ári (tvær annir). Halda svo áfram í STÆR12U05

    Undanfari: STÆR1FO05
  • STÆR12U05 | Sama og STÆR1AU05 tekinn á heilu ári (tvær annir). Seinni hlutinn.

    Undanfari:
  • STÆR1AU05 | Undirbúningsáfangi i stærðfræði f. annað þrep, fyrir þá sem eru með C eða C+ á grunnskólaprófi

    Lýsing: Grunnatriði algebru, hnitakerfið og jafna línu. Undanfari: STÆR1FO05
  • STÆR1BA05 | Talnameðferð og helstu aðferðir - upprifjun I, fyrir þá sem eru með D eða * merkt á grunnskólapr

    Lýsing: Talnameðferð, samlagning, frádráttur, margfeldi og deiling talna. Brotareikningur. Áhersla á að læra ákveðin grunnatriði til hlítar og byggja þannig upp sjálfstraust nemenda. Undanfari:
  • STÆR1BB05 | Talnameðferð og brotareikningur - upprifjun II, fyrir þá sem eru með D eða * merkt á grunnsk.pr

    Lýsing: Grunnatriði talnameðferðar og algebru. Áhersla á að læra ákveðin grunnatriði til hlítar og byggja þannig upp sjálfstraust nemenda. Í þessum seinni hluta fornáms er lögð megináhersla á algebru en efni fyrri hluta rifjað upp og prófað er úr námsefni STÆR1BA05 og STÆR1BB05. Undanfari:
  • STÆR1FO05 | Fornám í stærðfræði, fyrir þá sem eru með D eða * merkt á grunnskólaprófi

    Lýsing: Grunnatriði talnameðferðar og algebru. Áhersla á að læra ákveðin grunnatriði til hlítar og byggja þannig upp sjálfstraust nemenda. Samlagning, frádráttur, margfeldi og deiling talna. Forgangsröð reikniaðgerða. Brotareikningur. Grunnatriði algebru. Einfaldar jöfnur og stæður Undanfari:
  • STÆR1ÍA05 | Grunnáfangi í stærðfræði fyrir nemendur af íslenskubraut

    Lýsing: Meginviðfangsefnin eru upprifjun á talnareikningi og lagður er grunnur að góðum og skipulögðum vinnubrögðum í stærðfræði og nákvæmni í framsetningu. Tvö meginmarkmið áfangans eru annars vegar að láta nemendur kynnast og skilja íslenskt orðfæri greinarinnar og hins vegar að byggja upp þekkingu og vinnulag og víkka sjóndeildarhring þeirra. Nemendur þurfa að öðlast sjálfstraust til að beita stærðfræði af öryggi í daglegu lífi því að góð stærðfræðikunnátta er mikilvægur þáttur í almennri lífsleikni. Undanfari:
  • STÆR2CT05 | Tölfræði, talningarfræði og líkindareikningur

    Lýsing: Megininntak eru helstu atriði lýsandi tölfræði ásamt undirstöðuatriðum í talningar-, mengja- og líkindafræði. Fjallað er um töluleg gögn og myndræna framsetningu á þeim. Helstu mælikvarðar á miðsækni og dreifni talnasafna kynntir. Þá er farið í mengjafræði og talningarfræði og líkindahugtakið kynnt. Þá eru kynntar líkindadreifingar. Tölfræðiforrit kynnt. Undanfari: STÆR2FJ05/STÆR2MM05
  • STÆR2FJ05 | Föll, mengi

    Lýsing: Talningafræði og mengi. Annars stigs jöfnur. Þriðja stigs jöfnur. Línan, fleygbogi, þriðja stigs föll og vísisföll. Stuðladeiling. Formerkjatöflur. Unnið með föll af hærra stigi í forritinu „GeoGebra“. Formengi og varpmengi, vaxandi og minnkandi föll. Undanfari: STÆR2RM05
  • STÆR2MM05 | Mengi, algildi og jöfnur af hærra stigi

    Lýsing: Mengi og mengjareikningur, ójöfnur, algildi, algildisjöfnur og ójöfnur, annars stigs jöfnur, fleygbogar og hagnýt verkefni sem þeim tengjast, margliður af hærra stigi, jöfnur og ójöfnur af hærra stigi og formerkjatöflur. Undanfari: STÆR2RM05
  • STÆR2RM05 | Rúmfræði, vigrar og hlutföll, fyrir þá sem eru með B eða hærra á grunnskólaprófi

    Lýsing: Viðfangsefni áfangans er evklíðsk rúmfræði, vigrar og hlutföll. Þungamiðja áfangans birtist í hinni evklíðsku rúmfræði enda hefur hún sett mark sitt á stærðfræðiðkun í meira en 2000 ár og hefur átt þátt í að móta rökhugsun hverrar kynslóðar á fætur annarri. Undanfari: STÆR1AU05
  • STÆR3ÁT05 | Tölfræði

    Lýsing: Megininntak eru helstu atriði ályktunartölfræði með aðstoð tölfræðiforrita. Fjallað er um val á úrtökum og helstu hugtök þar að lútandi. Meginmarkgildissetning tölfræðinnar kynnt. Villur í tölfræðilegum ályktunum kynntar. Helstu líkindadreifingar kynntar svo sem normaldreifing, t-dreifing, kíkvaðrat-dreifing og F-dreifing. Undanfari: STÆR2CT05
  • STÆR3HD05 | Heildun, deildajöfnur, runur og raðir

    Lýsing: Byrjað er á að kynna línulega nálgun, diffur og óbeina diffrun. Stofnföll, summur, ákveðin heildi. Ýmsar heildunaraðferðir, s.s. hlutheildun, innsetning og stofnbrot. Deildajöfnur þar sem tekin eru hagnýt dæmi sem tengjast geislavirkni og stofnstærðum. Runur og raðir. Undanfari: STÆR3VV05
  • STÆR3LV05 | Lotubundin föll, hornaföll og vigrar

    Lýsing: Í áfanganum er farið í hornafræði þríhyrnings, tengsl algebru og rúmfræði og jöfnu línu og hrings. Nemendur eiga að kunna skil á hornaföllum og tengslum þeirra við einingarhringinn. Þekkja lotu hornafalla og geta teiknað ferla sínus-, kósínus- og tangensfalla og hliðrað ferlum. Nemendur læra skilgreiningar og reiknireglur fyrir vigra. Undanfari: STÆR2MM05
  • STÆR3VV05 | Föll, markgildi og afleiður

    Lýsing: Viðfangsefni áfangans eru föll: Veldisföll, vísisföll, lograföll, andhverf föll, margliðuföll, ræð föll, samskeytt föll, eintæk-, átæk- og gagntæk föll. Markgildi og afleiður: Markgildishugtakið, skilgreining á afleiðu falls og helstu reiknireglur. Afleiður veldisfalla, vísisfalla, lografalla og hornafalla. Samfeldni, aðfellur, hagnýting afleiðu við könnun falla. Undanfari: STÆR3LV05
  • STÆR3YF05 | Föll, heildun

    Lýsing: Í áfanganum eru ýmis atriði eldra námsefnis tekin og notuð við lausnir á verkefnum. Auk þess er nokkrum nýjum atriðum bætt við eins og breiðbogaföllum. Notkun heildunar til að finna rúmmál og flatarmál snúða. Tvinntölureikningar í rétthyrndum og pólhnitum. Fylkjareikningur og hagnýting hans. Þrepun. Undanfari: STÆR3HD05
  • STÆR4TD05 | Tvinntölur og deildajöfnur

    Lýsing:Efni áfangans eru tvinntölur og deildajöfnur af fyrsta og öðru stigi. Jafnframt er farið í lengd ferils og yfirborðsflatarmál. Lögð er áhersla á raunhæf verkefni og skoðaðar andhverfur hornafalla. Við lausn verkefna eru notaðir vasareiknar og tölvuforrit. Undanfari: STÆR3HD05
  • STÆS1AR02 | Stærðfræði á starfsbraut

    Lýsing: Stærðfræðileg viðfangsefni í daglega lífinu leyst með skipulögðum vinnubrögðum og notkun allra mögulegra hjálpartækja, svo sem síma, tölva og reiknivéla. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: Reikniaðgerðir (samlagning, frádráttur, margföldun og deiling) og röð aðgerða, prósentur, vextir. Unnið er með útreikninga og stærðfræðileg hugtök sem nýtast nemendum í daglegu lífi. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér. Undanfari:
  • STÆS1FL03 | Stærðfræði á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er fengist við fjármálalæsi í víðu samhengi. Farið verður yfir helstu persónulegu útgjöld í lífi ungs fólks, heimilisbókhald, heimabanka og gildi þess að halda utan um eigin fjármál. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér. Undanfari:
  • STÆS1GR02 | Stærðfræði á starfsbraut

    Lýsing: Lögð er áhersla á einstaklingsmiðað nám og að því að byggja markvisst ofan á þann grunn sem nemendur hafa. Unnið er með athafnaraðir ásamt því að tengja saman hluti, myndir og athafnir á skipulegan hátt. Efla rökhugsun með því að takast á við hagnýt stærðfræðiverkefni og læra sjálfstæð vinnubrögð. Notast er við hefðbundnar og óhefðbundnar kennsluaðferðir. Leitast er við að nálgast viðfangsefni á fjölbreyttan hátt til dæmis með spilum, leikjum, spjaldtölvum og samvinnunámi. Nemendur fást við stærðfræðileg mynstur, form, sporun, fjölda, röðun, mynstur og tölutákn. Lögð er áhersla á að mæta ólíkum þörfum nemenda með fjölbreyttri nálgun. Undanfari:
  • STÆS1MY02 | Myndlistarleg nálgun á stærðfræði á starfsbraut

    Undanfari:
  • STÆS1PH02 | Stærðfræði á starfsbraut

    Lýsing: Áhersla verður á verðútreikninga, verðsamanburð, verðgildi og þjálfun nemenda í að lesa á verðmiða í verslunum. Farið verður í gildi peninga ásamt verklegum æfingum í búðarferðum. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér. Undanfari:
  • STÆS1SE01 | Stærðfræði á starfsbraut - Stærðfræði í endhúsinu

    Undanfari:
  • STÆS1SF02 | Stærðfræði á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum fá nemendur undirbúning og þjálfun til að standast kröfur upphafsáfanga í almennri stærðfræði. Áhersla á að læra ákveðin grunnatriði til að byggja upp sjálfstraust nemenda. Í áfanganum verður unnið með talnameðferð, samlagningu, frádrátt, margfeldi og deiling talna. Einnig verður unnið með brotareikning og algebru. Undanfari:
  • STÆS1SF04 | Stærðfræði á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum fá nemendur undirbúning og þjálfun til að standast kröfur upphafsáfanga í almennri stærðfræði. Áhersla er lögð á að læra ákveðin grunnatriði til að byggja upp sjálfstraust nemenda. Í áfanganum verður unnið með talnameðferð, samlagningu, frádrátt, margfeldi og deiling talna. Einnig verður unnið með brotareikning og algebru. Undanfari:
  • STÆS1TM02 | Stærðfræði á starfsbraut

    Lýsing: Höfuð markmið með áfanganum er að efla kunnáttu nemanda á klukku og samhengi tímatals. Í áfanganum er unnið að því að nemendur þroski tímaskyn sitt og viti um helstu merkis- og hátíðisdaga ásamt því að kunna skil á heiti vikudaga og mánuða. Undanfari:
  • STÆS1TP02 | Stærðfræði á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er unnið með tímahugtök og peningaþjálfun. Áhersla er lögð á að nemandinn geti nýtt sér dagatal og klukku í daglegu lífi. Unnið er með heiti peninga og verðgildi þeirra. Nemendur fá þjálfun í að lesa á verðmiða og taka til rétta peningaupphæð. Öll þjálfun miðast við hagnýtingu í daglegu lífi. Undanfari:
  • STÆS1TT02 | Stærðfræði á starfsbraut

    Lýsing: Unnið verður með tölur og gildi þeirra með fjölbreyttri nálgun. Meðal annars með mismunandi verkefnavinnu, vettvangsferðum í verslanir. Í gegnum veraldarvefinn og notaðir verða tilboðsbæklingar og spil. Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemandi hefur þegar tileinkað sér. Undanfari:
  • SÝKL2SS05 | Sýklafræði

    Lýsing:Í áfanganum er fjallað um mismunandi tegundir og sérkenni sýkla. Fjallað er um byggingu sýkla, umhverfisþætti er móta útbreiðslu sýkla, smitleiðir og helstu flokka smitsjúkdóma. Farið er í grundvallaratriði í sértækum og almennum vörnum líkamans gegn sýklum og fjallað um hlutverk ónæmiskerfisins. Sýklalyf fá nokkra umfjöllun. Fjallað er um smitgát og reglugerðir um smitvarnir. Farið er í grunnþjálfun við meðferð og ræktun sýkla í tilraunastofu og skýrslugerð. Undanfari:

T

  • TEIK2HH05 | Teikningar og verklýsingar II

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur grunnatriðin í lestri byggingauppdrátta og fá þjálfun í að teikna verkstæðisunna byggingarhluta með áherslu á glugga, hurðir, innréttingar og tréstiga. Fjallað er um muninn á aðal- og séruppdráttum, mælikvarða þeirra, tilgang og einkenni. Gerð er grein fyrir hönnunarforsendum í byggingarreglugerð, stöðlum, verklýsingum og lögð áhersla á að þjálfa notkun og skilning á hvers konar verkgögnum sem tengjast verkstæðisunnum byggingarhlutum úr tré og tréefnum. Mikilvægt er að nemendur þjálfist í gerð rissteikninga við útfærslur deililausna og geri einfalda efnislista og kostnaðarútreikninga á grundvelli verkupplýsinga. Áfanginn er bæði ætlaður húsa- og húsgagnasmiðum og byggist aðallega á verkefnavinnu og útskýringum og umfjöllun kennara eftir því sem þörf er á. Mikilvægt er að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð við upplýsingaleit og gagnaúrvinnslu. Efnisatriði/kjarnahugtök: Aðalskipulag, deiliskipulag, hönnunargögn, aðaluppdrættir, séruppdrættir, byggingauppdrættir, innréttingauppdrættir, deiliteikningar, deililausnir, sneiðingar, byggingarreglugerð, íslenskir staðlar, Rb-blöð, verklýsingar, fagheiti, teiknitákn, gluggar, hurðir, innréttingar, innréttingar, skápar, tréstigar, stigahandrið. Undanfari: TEIK2HS05
  • TEIK2HS05 | Teikningar og verklýsingar I

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur grunnatriðin í lestri byggingauppdrátta og fá þjálfun í að teikna verkstæðisunna byggingarhluta með áherslu á glugga, hurðir, innréttingar og tréstiga. Fjallað er um muninn á aðal- og séruppdráttum, mælikvarða þeirra, tilgang og einkenni. Gerð er grein fyrir hönnunarforsendum í byggingarreglugerð, stöðlum, verklýsingum og lögð áhersla á að þjálfa notkun og skilning á hvers konar verkgögnum sem tengjast verkstæðisunnum byggingarhlutum úr tré og tréefnum. Mikilvægt er að nemendur þjálfist í gerð rissteikninga við útfærslur deililausna og geri einfalda efnislista og kostnaðarútreikninga á grundvelli verkupplýsinga. Áfanginn er bæði ætlaður húsa- og húsgagnasmiðum og byggist aðallega á verkefnavinnu og útskýringum og umfjöllun kennara eftir því sem þörf er á. Mikilvægt er að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð við upplýsingaleit og gagnaúrvinnslu. Efnisatriði/kjarnahugtök: Aðalskipulag, deiliskipulag, hönnunargögn, aðaluppdrættir, séruppdrættir, byggingauppdrættir, innréttingauppdrættir, deiliteikningar, deililausnir, sneiðingar, byggingarreglugerð, íslenskir staðlar, Rb-blöð, verklýsingar, fagheiti, teiknitákn, gluggar, hurðir, innréttingar, innréttingar, skápar, tréstigar, stigahandrið. Undanfari: GRTE1FÚ05
  • TEIK3HU05 | Teikningar og verklýsingar III

    Lýsing:Nemendur fá áframhaldandi þjálfun í lestri og gerð byggingateikninga en nú með áherslu á timburhús og þakvirki. Haldið er áfram umfjöllun um almenna byggingauppdrætti en samhliða koma einnig burðarvirkisuppdrættir þar sem m.a. er komið inn á ýmiss konar álag á byggingar og brunahönnun. Fjallað er um algengustu útfærslur burðarvirkja úr tré, byggingatæknilegar lausnir, hönnunarforsendur, verklýsingar með tilliti til m.a. efniskrafna og einangrunar. Nemendur kynnast mátkerfi fyrir byggingariðnaðinn og fá þjálfun í gerð efnislista og kostnaðarútreikninga á grundvelli hönnunargagna. Áfanginn er ætlaður húsasmiðum og byggist á verkefnavinnu með leiðsögn kennara. Undanfari: TEIK2HH05
  • TEXL1TH03 | Textílhráefni

    Lýsing:Í áfanganum læra nemendur að þekkja og greina mismunandi textílhráefni. Fjallað er um sögu textílhráefna, eiginleika, gæði, meðhöndlun, meðferð, vinnslu og notagildi. Nemendur læra um eftirmeðhöndlun efna og kynnast stöðluðum meðferðarmerkingum. Nemendur kynnast gæðum, notagildi, umhirðu og endingu fatnaðar. Sérstaklega er farið í sögu ullariðnaðar á Íslandi, eiginleika íslensku ullarinnar og gömlu íslensku handbrögðin við ullarvinnslu. Nemendur fá innsýn í og vinna með spuna þráðar, hvernig vélprjón verður til og kynnast grunnaðferðum vefnaðar. Nemendur fá grunnþjálfun í að geta greint hvaða efni, ofin og prjónuð, henta mismunandi gerðum flíka. Skoðað er hvaða atriði er mikilvægt að hafa í huga þegar hanna á textílefni. Nemendur halda verkefna- og vinnubók. Farnar eru vettvangsferðir í tengslum við námsefnið. Undanfari:
  • TEXL2LT05 | Litun og tauþrykk

    Lýsing: Farið er í undirstöðuatriði munsturgerðar form, liti og uppbyggingu hugmynda fyrir textíla og nemendur eiga að tileinka sér þær aðferðir í formi tilrauna og prufuvinnu. Nemendur læra meðhöndlun, blöndun og notkun náttúrulita, gervilita og hjálparefna við litun á garni, ofnum og prjónuðum efnum. Nemendur fá innsýn og kennslu í silkiþrykktækni og taumálun. Unnið er með blokk-, stensla-, og rammaþrykk. Nemendur læra að yfirfæra munstur á silkiramma með stenslum og ljósmyndatækni. Lögð er áhersla á fagleg og sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur skila góðri hugmynda- og prufumöppu með greinagóðum og upplýsandi texta yfir vinnu sína í áfanganum og sýna fram á notkun þess í tengslum við aðra áfanga. Nemendur vinna sjálfstætt efni/lokverkefni þar sem þeir fullvinna og framkvæma hugmynd og skila dagbók/greinagerð um ferlið og kynna fyrir samnemendum með framsögn. Lögð er áhersla á faglega og hugmyndaríka framsetningu. Farnar eru vettvangsferðir tengdar náminu. Undanfari:
  • TEXL2ÚB05 | Vél-, hand- og bútasaumur

    Lýsing: Áhersla er lögð á að vinna með blandaða tækni í bútasaum og útsaum. Nemendur tileinka sér notkun fagorða og kynna sér sögu bútasaums. Í útsaum er leitast við að kynna aðferðir og vinna með menningararf okkar. Í vélútsaum eru farnar óhefðbundnar og hefðbundnar leiðir í verkefnum. Hæfni nemandans í sjálfstæðum vinnubrögðum er þjálfuð sem og geta til að meta samband milli hugmynda, hráefnis, tækni, listrænnar sköpunar og notagildis. Nemendur velja sér aðferðir í lokaverkefni sem getur innihaldið blandaða tækni. Undanfari:
  • TEXL3MÓ05 | Mótun

    Lýsing: Í áfanganum vinnur nemandinn með hugtökin rými, tvívídd, þrívídd, ljós, skugga og myndbygging auk annarra hugtaka sem tengjast skúlptúrum og þrívíðum verkum. Leitast verður við að tengja aðferðir textíla og þrívíða vinnu og að nemendur skoði hvernig koma má tvívíðum skissum í þrívítt form. Unnið verður með efni, s.s. garn, ullarflóka, vír, léreft, pappír o.fl. Nemandinn heldur utan um skissur, hugmyndir, prufur og þróunarvinnu sína og setur fram með skipulögðum hætti. Auk þess vinnur hann rannsóknarverkefni sem hann kynnir fyrir samnemendum sínum. Undanfari:
  • TEXL3VF05 | Vefnaður

    Lýsing: Í áfanganum lærir nemandinn að vinna með mismunandi gerðir vefstóla og einnig myndvefnaðarramma. Hann lærir að setja upp vef í ramma og tekur virkan þátt í uppsetningu á vef í vefstól og kynnir sér uppbyggingu hans sem tækis til vefnaðar og hvernig uppistaðan binst ívafinu á margbreytilegan hátt. Nemandinn lærir að þekkja muninn á band-, þráðar- og jafnþráðaáferð í vefnaði, kynnist þessum þrem áferðum og lærir að þekkja muninn á þeim. Áhersla lögð á m.a. einskeftu, vaðmál, rósabandavefnað, pokavoð og íslenskan glitvefnað. Miðað er við að notuð séu fjögur til fimm sköft og fjögur til sex skammel. Nemendur tileinki sér notkun fagorða, fái þjálfun og tilfinningu fyrir því hvaða textíltrefjar henta hverjum vef. Lögð er áhersla á að nemendur fái góða innsýn í bindifræði og haldi vinnumöppu allan áfangann. Undanfari:
  • TEXS1PH02 | Textílgreinar á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum eru kennd grunnatriði í prjóni og hekli. Nemendur læra að greina mismunandi stærðir á prjónum og heklunálum og fá innsýn í hvað prjónauppskrift er. Nemendur kynnast hugtökum er tengjast hannyrðum og ólíkum prjónaaðferðum. Nemendur tileinka sér grunnaðferð til að útfæra prjónles. Undanfari:
  • TEXS1UÞ02 | Textílgreinar á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er fjallað um íslensku ullina, eiginleika hennar og meðhöndlun. Nemendur kynnast verkfærum og hugtökum sem tengjast ullarvinnslu s.s rokk, snældu og kemba. Áhersla lögð á þæfingu,tvívíð og þrívíð verk. Undanfari:
  • TEXS1VM01 | Textílgreinar á starfsbraut

    Lýsing: Nemendur læra að þekkja helstu vefjarefni s.s ull, silki, bómull. Helstu eiginleika þeirra og meðhöndlun. Kennd er meðhöndlun lita, annarra efna og áhalda sem notuð eru við málun og þrykk á textíll. Undanfari:
  • TEXS1VÚ01 | Textílgreinar á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum vinna nemendur á saumavél og kynnast helstu útsaumssporum. Nemendur læra að umgangast saumvél og að undirbúa verk fyrir saumaskap. Áhersla lögð á þjálfun í að beita saumnál , þræða, spora og vélsaum. Undanfari:
  • TEXS1VÚ02 | Textílgrein á starfsbraut vélsaumur

    Undanfari:
  • TNTS1TN02 | Tölvur og nettækni á starfsbraut

    Undanfari:
  • TNTÆ1GA03 | Tölvur og nettækni I

    Lýsing: Í áfanganum kynnist nemandinn samsetningu einkatölvu. Farið er í byggingarhluta tölvu og hlutverk þeirra. Gengið er frá uppsetningu á stýrikerfi og notendahugbúnaði fyrir tölvu. Áfanginn er einnig kynning á stafrænni tækni og beitingu hennar við tæknileg úrvinnsluefni. Nemendur kynnast rökhugtökum, mismunandi talnakerfum, Boole-framsetningu og teiknistöðlum. Reikniaðferðir rökrása eru kynntar og kóðar. Nemendur læra að nota sannleikstöflur og bólskar-jöfnur til að skilgreina virkni rökrása. Undanfari: STÆR1AU05
  • TNTÆ2GB05 | Tölvur og nettækni II

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á nemendur kynnist stafrænni tækni og og að þeir nái tökum á grundvallaratriðum hennar. Áfanginn er beint framhald af áfanganum TNTÆ1GA03. Nemendur læra að nota sannleikstöflur og bólska algebru til þess að skilgreina virkni rökrása. Þeir læra hvernig má einfalda þær með hjálp Karnaugh-korta. Nemendur kynnast samrásum og virkni þeirra. Smárásir sem skoðaðar verða eru m.a. samlagningarrás, samanburðarrás, kóðabreytir, línuveljari, teljari og hliðrunarsérminni. Virkni lása og vippna er krufin svo og samstilltir og ósamstilltir teljarar.Lögð skal áhersla á notkun hermiforrita við prófun rásanna. Einnig er lögð áhersla á að nemendur geti hannað eina rás fyrir prentplötu, útbúið prentplötu fyrir þá rás, komið fyrir íhlutum og prófað. Þá er lögð áhersla á að nemendur fái innsýn í forritanlega örgjörva og hvernig hægt er að forrita þá og nota t.d. í skynjararásir ýmiskonar. Undanfari: TNTÆ1GA03
  • TNTÆ3GC05 | Tölvur og nettækni III

    Lýsing: Í áfanganum kynnast nemendur tölvunetkerfum, mismunandi gerð þeirra, margvíslegri uppbyggingu og þeim búnaði sem þau samanstanda af. Nemendur kynnast virkni tölvuneta með því að tileinka sér netkerfistaðlana OSI og TCP/IP. Höfuðáhersla áfangans er að kenna nemendum grunninn í vélbúnaði tölvunetkerfa, stillingar á búnaði og tengingu milli íhluta þeirra. Nemendur læra einnig að hanna meðalstór netkerfi og skipta stórum kerfum upp í minni. Mælt er með að gagnvirkt rafrænt námsefni frá Cisco, sé notað. Námsefnið heitir CCNA1 og er liður í námsefni sem nær til alþjóðlegu starfsréttindagráðunnar CCNA. Undanfari: TNTÆ1GA03
  • TÓMS1TO01 | Tómstundafræði á starfsbraut

    Undanfari:
  • TÓNL2FA05 | Tónlist 2, í samstarfi við Tónskóla Sigursveins

    Lýsing: Rytmísk hringekja - Valáfangi í samvinnu við Tónskóla Sigursveins. Langar þig til að læra undirstöðuatriði á rafgítar, rafbassa, trommusett eða hljómborð? Langar þig að fá leiðsögn í söng svo sem í textatúlkun, framburð og míkrófóntækni? Langar þig að prófa spuna í tónlist? Langar þig að taka þátt sönghóp eða hljómsveit? Langar þig að fá innsýn í nótna- og hljómalestur? Þá er þetta rétti áfanginn fyrir þig Námskeiðið er byggt upp sem vinnustofa þar sem nemendur kynnast undirstöðuatriðum í hljóðfæraleik í rytmískri tónlist og prófa rafgítar, rafbassa, trommusett og hljómborð, auk þess að fá leiðsögn í söng. Eftir eina umferð í hringekjunni gefst nemendum kostur á að velja sér aðalhljóðfæri eða söng. Námið fer fram í hóptímum, 4 klst. á viku. Settar verður saman hljómsveitir og/eða sönghópar og námskeiðinu lýkur með tónleikum. Gert er ráð fyrir heimanámi í hrynæfingum og söng. Lögð er áhersla á að víkka sjóndeildarhring nemenda og auka þekkingu þeirra á fjölbreytilegum samspilsverkum. Markmið námskeiðsins er einnig að styrkja ábyrgðartilfinningu og sjálfsvitund. Áfangann er hægt að velja sem sköpunaráfanga í kjarna námsbrauta í FB eða sem val. Kennslan fer fram í Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2, hjá reyndum kennurum á sviði rytmískrar tónlistar. Undanfari:
  • TÓNL2SL05 | Tónlist í samstarfi við Tónskóla Sigursveins

    Lýsing: Rytmísk hringekja - Valáfangi í samvinnu við Tónskóla Sigursveins. Langar þig til að læra undirstöðuatriði á rafgítar, rafbassa, trommusett eða hljómborð? Langar þig að fá leiðsögn í söng svo sem í textatúlkun, framburð og míkrófóntækni? Langar þig að prófa spuna í tónlist? Langar þig að taka þátt sönghóp eða hljómsveit? Langar þig að fá innsýn í nótna- og hljómalestur? Þá er þetta rétti áfanginn fyrir þig Námskeiðið er byggt upp sem vinnustofa þar sem nemendur kynnast undirstöðuatriðum í hljóðfæraleik í rytmískri tónlist og prófa rafgítar, rafbassa, trommusett og hljómborð, auk þess að fá leiðsögn í söng. Eftir eina umferð í hringekjunni gefst nemendum kostur á að velja sér aðalhljóðfæri eða söng. Námið fer fram í hóptímum, 4 klst. á viku. Settar verður saman hljómsveitir og/eða sönghópar og námskeiðinu lýkur með tónleikum. Gert er ráð fyrir heimanámi í hrynæfingum og söng. Lögð er áhersla á að víkka sjóndeildarhring nemenda og auka þekkingu þeirra á fjölbreytilegum samspilsverkum. Markmið námskeiðsins er einnig að styrkja ábyrgðartilfinningu og sjálfsvitund. Áfangann er hægt að velja sem sköpunaráfanga í kjarna námsbrauta í FB eða sem val. Kennslan fer fram í Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2, hjá reyndum kennurum á sviði rytmískrar tónlistar. Undanfari:
  • TÓNS1TI02 | Tónlist á starfsbraut

    Lýsing: Markmið áfangans er að gefa nemendum tækifæri til að njóta tónlistariðkunar eins og kostur er. Nemendur spila sjálfir á ýmis hljóðfæri og syngja og æfast í söng, hrynjandi, tjáningu og hljóðfæraleik eins og kostur er. Áhersla er lögð á að nemendur læri að tónlistariðkun getur veitt gleði og vellíðan svo og á að þeir njóti samspils með öðrum. Undanfari:
  • TRÉS1HV08 | Trésmíði og handavinna I

    Lýsing: Í áfanganum eru kennd grunnatriði trésmíða með áherslu á þekkingu og færni í notkun handverkfæra og rafmagnshandverkfæra, trésamsetningar. Haldið er áfram umfjöllun um efnisfræði tréiðna þar sem ítarlegar er farið í ýmsa eðliseiginleika viðar, flokkun, merkingar og þurrkun. Tekið er fyrir val og umhirða á verkfærum s.s. stillingar og brýnsla. Nemendur læra að nota hefilbekki og stilla með áherslu á góða vinnuaðstöðu við mismunandi verk. Kennslan byggist að hluta á fyrirlestrum þar sem kennari útskýrir grunnatriði fyrir nemendum en stærsti hlutinn eru fjölbreytileg smíðaverkefni sem byggjast á markmiðum áfangans. Í áfanganum læra nemendur notkun lofthandverkfæra. Fjallað er um algengustu lofthandverkfæri sem notuð eru í tré- og byggingaiðnaði, meðferð þeirra og viðhald. Kynntar eru mismunandi loftpressur og farið yfir gerð og notkun helstu loftverkfæra. Kennsla í áfanganum byggir á innlögnum frá kennara þar sem hann útskýrir grunnatriði fyrir nemendum. Áfanginn er bæði kenndur á námsbrautum fyrir húsasmiði og húsgagnasmiði. Efnisatriði/kjarnahugtök Handverkfæri, rafmagnshandverkfæri, val og umhirða á verkfærum, stillingar, brýnsla, vinnubrögð, öryggismál, hefilbekkur, borvél, borun, handfræsari, fræsing, handpússvél, trésamsetningar, geirnegling, blindtappi, blöðun, díll, dílun, fals, fingrun, fjöður, geirungssamsetning, grunntappi, hálft-í-hálft, hnakki, hornasamsetning, málvik, negling, nót, raufarstykki, skrúfun, sporun, töppun, límingar, pússning, slípun, efnisval, efnisfræði, viðarfræði, eðliseiginleikar viðar, viðarflokkun, styrkflokkun, útlitsflokkun, ÍST DS 413, ÍST INSTA 142, ÍST EN 519, viðarmerkingar, tréþurrkun, viðarlím. Undanfari: STÆR1AU05
  • TRÉS1VÁ05 | Viðar- og áhaldafræði I, taka með TRÉS1HV08

    Lýsing: Í þessum byrjunaráfanga byggingatækni er fræðilegur grunnur byrjunaráfanganna í tréiðnum kynntur fyrir nemendum. Fjallað er um umgengni við efni, vélar, verkfæri og vinnustaðinn með áherslu á verkstæðishluta iðngreinarinnar. Lögð er áhersla á að nemandinn tileinki sér faglega nálgun á þeim verkefnum sem unnin eru samhliða áfanganum. Kenndar eru samsetningar, lausnir og hugtök sem leggja grunninn að góðum vinnubrögðum við almenna trésmíði. Einnig vinna nemendur verkefni tengd áfanganum með það fyrir augum að auka áhuga þeirra og kynna þeim mikilvægi þekkingar og fagmennsku í iðngreininni. Efnisatriði/kjarnahugtök: Handverkfæri, rafmagnshandverkfæri, val og umhirða á verkfærum, stillingar, brýnsla, vinnubrögð, öryggismál, hefilbekkur, borvél, borun, handfræsari, fræsing, handpússvél, trésamsetningar, geirnegling, blindtappi, blöðun, díll, dílun, fals, fingrun, fjöður, geirungssamsetning, grunntappi, hálft-í-hálft, hnakki, hornasamsetning, málvik, negling, nót, raufarstykki, skrúfun, sporun, töppun, límingar, pússning, slípun, efnisval, efnisfræði, viðarfræði, eðliseiginleikar viðar, viðarflokkun, styrkflokkun, útlitsflokkun, ÍST DS 413, ÍST INSTA 142, ÍST EN 519, viðarmerkingar, tréþurrkun, viðarlím, yfirborðsefni, yfirborðsmeðferð. Undanfari: STÆR1AU05
  • TRÉS1VT08 | Vél- og trésmíði II

    Lýsing: Í áfanganum eru kennd grunnatriði trésmíða með áherslu á þekkingu og færni í notkun trésamsetningar, límingar, pússning og yfirborðsmeðferð. Haldið er áfram umfjöllun um efnisfræði tréiðna þar sem ítarlegar er farið í ýmsa eðliseiginleika viðar, flokkun, merkingar og þurrkun. Nemendur kynnast notkun algengra tegunda viðarlíms og yfirborðsefna, vinnubrögðum og öryggisþáttum. Kennslan byggist að hluta á fyrirlestrum þar sem kennari útskýrir grunnatriði fyrir nemendum en stærsti hlutinn eru fjölbreytileg smíðaverkefni sem byggjast á markmiðum áfangans. Í áfanganum læra nemendur grunnatriði í véltrésmíði. Fjallað er um algengustu trésmíðavélar sem notaðar eru í tré- og byggingaiðnaði, meðferð þeirra og viðhald. Farið er yfir helstu notkunarmöguleika einstakra véla og tækja, stillingar, fyrirbyggjandi viðhald, hlífar, hjálpartæki, líkamsbeitingu og öryggismál og nemendur fá innsýn í að velja og skipta um helstu eggjárn. Lögð er áhersla á notkunarleiðbeiningar og merkingar á tækjum og búnaði. Kennsla í áfanganum byggir á innlögnum frá kennara þar sem hann útskýrir grunnatriði fyrir nemendum með sérstakri áherslu á öryggisþætti en að öðru leyti er aðaláherslan á verkefni þar sem nemendur fá þjálfun í notkun véla og tækja. Mikilvægt er að nemendur læri um ábyrgð sína í umgengni við trésmíðavélar og að takast ekki á við vélavinnu án fullnægjandi undirbúnings, hjálpar- og öryggisbúnaðar. Áfanginn er bæði kenndur á námsbrautum fyrir húsasmiði og húsgagnasmiði. Efnisatriði/kjarnahugtök: Efnisval, efnisfræði, viðarfræði, eðliseiginleikar viðar, viðarflokkun, styrkflokkun, útlitsflokkun, ÍST DS 413, ÍST INSTA 142, ÍST EN 519, viðarmerkingar, tréþurrkun, viðarlím, yfirborðsefni, yfirborðsmeðferð. Hjólsög, plötusög, afréttari, þykktarhefill, borðfræsari, yfirfræsari, súluborvél, dílaborvél, tappavél, pússvél, stillingar, stjórntæki, uppbygging trésmíðavéla, þrif á vélum, smurning, fræsikólfur, hjólsagarblað, snúningshraði, mötunarhraði, bútland, kleyfir, forsagarblað, land, skurðarhorn, bútun, ristun, afrétting, þykktarheflun, stærðarsögun. Undanfari: TRÉS1HV08, TRÉS1VÁ05
  • TRST3HH05 | Tréstigar

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur um smíði tréstiga innanhúss með áherslu á algengustu útfærslur þeirra, samsetningar, smíði og yfirborðsmeðferð. Nemendur læra að búa til skapalón í fullri stærð eftir teikningum og hvernig þau eru notuð til að smíða þrep, stigakjálka og stigahandrið með rimlum m.m. Nemendur fá þjálfun í að smíða tréstiga eða einstaka hluta þeirra í smækkaðri mynd og nota til þess hefðbundin áhöld og algengar trésmíðavélar. Kennslan er bæði bókleg og verkleg og er áfanginn ætlaður húsasmiðum. Undanfari: HÚSA3HU09, HÚSA3ÞÚ09
  • TRÚS1TB02 | Trúarbragðafræði á starfsbraut

    Undanfari:
  • TTEI1HH04 | Tískuteikning I

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur að teikna flatar teikningar, þ.e. tækniteikningar/vinnuteikningar sem sýna fatnað með öllum smáatriðum s.s saumum, hneppingum o.fl. Nemendur læra um grunnform líkamans, hlutföll, hreyfingu og mismunandi stöður. Kennd eru undirstöðuatriði í hugmyndavinnu fyrir fatahönnun og hvernig hugmyndir eru útfærðar með tískuteikningum og flötum teikningum. Hugmynda- og skissuvinna er unnin út frá þema og vinna nemendur í skissubækur yfir önnina. Farið er í teikningar fyrir áferð á efni, mikilvægi lita og frágang teikninga. Lögð er áhersla á að nota fjölbreytt áhöld og pappír. Kynnt notkun tölvu og forrita fyrir hönnun. Lagður er grunnur að ferilmöppu. Undanfari: TTEI1HH04
  • TTEI2TS04 | Tískuteikning II

    Lýsing: Í áfanganum fá nemendur innsýn í sögu tískuteikninga fram til dagsins í dag. Þeir kynnast teikningu sem verkfæri í fata- og textílhönnun. Farið er ítarlega í flatar teikningar og teikning ýmissa smáatriða í fatnaði og textíl er þjálfuð. Aðaláherslan lögð á frekari æfingar fyrir tískuteikningar, módelteikningar, uppstillingar, mismunandi stílbrigði og frágang teikninga. Áhersla einnig á línur, skugga, fellingar, fall, liti, form, jafnvægi, hlutföll, vaxtarlag, áferð og munstur. Nemendur fá þjálfun í að þróa persónulegan stíl samhliða því að vinna að hönnun á fatnaði. Lögð er áhersla á að nota ýmis óhefðbundin efni og aðferðir við teikninguna og hugmyndavinnuna Nemendur velja sér verkfæri, liti og aðferðir til að ná fram persónulegum teikningum. Áhersla er lögð á teikningu fatnaðar á líkama eða gínu. Lagður er grunnur í notkun skanna og frekari vinnu í teikniforriti. Nemendur þjálfa áfram þemavinnu, hugmyndavinnu og skissugerð og vinna í skissubækur. Nemendur vinna að ferilmöppu. Undanfari:
  • TÆKS1SS02 | Snjalltæki á starfsbraut

    Undanfari:
  • TÆKS1ST02 | Snjalltæki á starfsbraut

    Undanfari:

U

  • UMHS1UM01 | Umhverfisfræði á starfsbraut

    Undanfari:
  • UMHS1US02 | Umhverfisfræði á starfsbraut

    Undanfari:
  • UMHV3BS05 | Umhverfisfræði-Sjálfbærni

    Lýsing: Í áfanganum verður farið yfir hvernig umsvif mannkyns fara yfir vistfræðilega þolmörk jarðar og hvaða áhrif það hefur á næstu árum. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verða skoðuð sem og skuldbindingar sem felast í Parísarsáttmálanum og fleiri alþjóðlegum samkomulögum. Gefið verður yfirlit yfir helstu hugtök í umhverfis- og visthagfræði. Sérstök áhersla verður lögð á loftlagsmálin, ógnunun við lífkerfi, skógareyðingu, neyslusamfélagið og súrnun sjávar. Hugtök eins og sjálfbærni, hringrásarhagkerfi, vistferilsgreining og kolefnispor verða skoðuð. Þá verða skoðaðar leiðir til þess að lifa umhverfisvænum lífstíl og farið yfir hvaða nauðsynlegar breytingar þurfa að eiga sér stað. Nemendur reikna eigið kolefnispor og meta hvernig er hægt að snúa til betri vegar, einstaklingum og þjóðfélögum í hag. Möguleiki verður fyrir nemendur að dýpka skilning á sínu eigin fræðasviði. Undanfari:
  • UMSJ1FB05 | Umsjón

    Undanfari:
  • UMSJ1UM01 | Umsjón

    Undanfari:
  • UMSS1NÝ01 | Umsjón á starfsbraut fyrir nýmema

    Undanfari:
  • UPPE2IÞ05 | Inngangur og þróun uppeldisfræðinnar

    Lýsing: Í áfanganum er uppeldisfræði kynnt sem fræðigrein, saga hennar og hagnýting á ólíkum tímaskeiðum. Markmiðið er að efla skilning nemenda á gildi góðs uppeldis og menntunar og undrum bernskunnar með kynningu á hugmyndum og rannsóknum margra þekktra hugsuða í greininni, samræðum og margvíslegum verkefnum. Áfanganum er ætlað að undirbúa nemendur undir hlutverk og störf á sviði uppeldis og umönnunnar. Undanfari: FÉLV1SF06
  • UPPE3MF05 | Uppeldi, menntun og fjölskylda

    Lýsing: Í áfanganum kynna nemendur sér markmið uppeldis á Íslandi og leiðir sem farnar eru að þeim markmiðum. Þeir skoða hugmyndafræði valinna uppeldisstofnana og uppalenda með rannsóknum og viðtölum. Áföll, sorg, skilnaður, einelti og ofbeldi eru til umfjöllunar þar sem leiðarljósið er sjálfstæð vinnubrögð og opin skoðanaskipti. Með því móti eru nemendur hvattir til að skoða viðfangsefnið frá ólíkum hliðum, hlusta á rödd hver annars og taka röklega afstöðu. Undanfari: UPPE2IÞ05
  • UPPE3UR05 | Uppeldi og rannsóknir

    Lýsing: Í áfanganum gefst nemendum tækifæri á að dýpka þekkingu sína á tveimur völdum sviðum innan uppeldis- og menntunarfræða en dýpri skilningur á viðfangsefninu er forsenda faglegra rannsókna. Áhugahvöt nemenda er kveikja að viðamikilli rannsóknarvinnu þar sem þeir öðlast reynslu af beitingu bæði eigindlegra og megindlegra aðferða við öflun og vinnslu upplýsinga. Með þeim formerkjum eru verkefni áfangans unnin og niðurstöður kynntar á vandaðan hátt. Vinnuferlið á að vera lifandi og á sama tíma efla skipulagshæfni og ábyrgðarkennd gagnvart eigin námi. Undanfari: UPPE3MF05
  • UPPS1GR02 | Upplýsingatækni á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er nemendum kennt að nýta sér tölvu til gagns og ánægju við nám, störf og tómstundir. Megináhersla er á upplýsingaöflun, vinnu og gagnavörslu ásamt því að kynnast hinum ýmsu forritum eftir því sem við á hverju sinni. Þá er nemandi fræddur um þá siðfræði sem gildir á samskiptasíðum netheima og hvað helst beri þar að varast. Nemendur þjálfist í tölvu- og upplýsingalæsi og átti sig á mikilvægi heiðarlegrar og siðlegrar netnotkunar. Undanfari:
  • UPPS1NU02 | Upplýsingatækni á starfsbraut

    Lýsing: Lögð er áhersla á að nemendur læri á þau verkfæri sem notuð eru í kennslu, læri að skipuleggja sig í námi og læri að nýta sér internetið til gagnaöflunar. Nemendur læra að nýta tölvukerfi skólans í námi sínu og kynnast skýjalausnum. Undanfari:
  • UPPS1RT02 | Upplýsingatækni á starfsbraut

    Lýsing: Unnið verður með grunnatriði ritvinnslu og töflureikni. Áhersla verður á forritin Microsoft Word og Excel og notkunarmöguleikar þeirra kynntir en einnig önnur forrit eftir áhuga og aðstæðum. Undanfari:
  • UPPS1RV02 | Upplýsingatækni á starfsbraut

    Lýsing: Unnið verður með grunnatriði ritvinnslu Áhersla verður á forritin Microsoft Word og Google Docs og notkunarmöguleikar þeirra kynntir en einnig önnur forrit eftir áhuga og aðstæðum. Undanfari:
  • UPPT1UA05 | Upplýsingatækni 1 á ÍSLÚ/FRBR

    Lýsing: Í áfanganum kynnast nemendur og læra að nota fjölbreyttan hugbúnað og tæki til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu. Ábyrgð og færni í vinnu með gögn af ýmsum toga ásamt færni í samskiptum, meðferð upplýsinga, sköpun og miðlun nýrrar þekkingar. Nemendur öðlist hæfni í meðferð heimilda og virði höfundarétt. Örugg netsamskipti og siðferði á Netinu. Í áfanganum vinna nemendur með fjölbreytt verkefni sem reyna á sköpun og ímyndunarafl. Þeir læra að setja fram texta á skýran og læsilegan hátt. Í framsetningarforritum búa þeir til glærukynningu um sig sjálfa og kynna fyrir hópnum. Í ritvinnslu vinna þeir með texta af ýmsum toga og móta hann. Þeir setja upp ritgerðir með efnisyfirliti, töflu- og myndayfirliti. Markmið námsins er að stuðla að færni nemenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækninnar. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum og lögð áhersla á að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu. Lögð er rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu og samþætti kunnáttu í upplýsingatækni við framsetningu efnis við aðrar námsgreinar. Undanfari:
  • UPPT1UB05 | Upplýsingatækni 2 á ÍSLÚ/FRBR

    Lýsing: Í áfanganum kynnast nemendur og læra að nota fjölbreyttan hugbúnað og tæki til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu. Sýni ábyrgð og færni í vinnu með gögn af ýmsum toga ásamt færni í samskiptum, meðferð upplýsinga, sköpun og miðlun nýrrar þekkingar. Nemendur öðlist hæfni í meðferð heimilda og virði höfundarétt. Örugg netsamskipti og siðferði á Netinu. Lögð er rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og að námið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám eða störf. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og rafrænum skilum á verkefnum. Í áfanganum læra nemendur að nota töflureikni til sam¬skipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu til verkefnaskila. Farið er í fjármálalæsi og meðferð tölulegra gagna, grunnatriði í forritun og uppsetningu á vefsíðu. Einnig er farið í samþættingu töflureiknis og ritvinnslu. Uppsetning á ferilskrá – nemendur útbúa sína eigin ferilskrá. Blindskrift á lyklaborð tölvunnar og grunnatriði í forritun. Markmið námsins er að stuðla að færni nemenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækninnar. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum og lögð áhersla á að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu. Lögð er rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu og samþætti kunnáttu í upplýsingatækni við framsetningu efnis við aðrar námsgreinar. Undanfari: UPPT1UA05
  • UPPT2UT05 | Upplýsingatækni og tölvunotkun I

    Lýsing: Í áfanganum kynnast nemendur og læra að nota fjölbreyttan hugbúnað og tæki til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu. Nemendur sýni ábyrgð og færni í vinnu með gögn af ýmsum toga ásamt færni í samskiptum, meðferð upplýsinga, sköpun og miðlun nýrrar þekkingar. Þeir öðlist hæfni í meðferð heimilda og virði höfunda¬rétt. Örugg netsamskipti og siðferði á Netinu. Lögð er rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og að námið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám eða störf. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og rafrænum skilum á verkefnum. Í áfanganum vinna nemendur með fjölbreytt verkefni sem reyna á sköpun og ímyndunarafl. Þeir læra að setja fram texta á skýran og læsilegan hátt. Í framsetningarforritum búa þeir til glæru¬kynningu um sig sjálfa og kynna fyrir hópnum. Í ritvinnslu vinna þeir með texta af ýmsum toga og móta hann. Þeir setja upp ritgerðir með efnisyfirliti, töflu- og myndayfirliti. Í áfanganum læra nemendur að nota töflureikni til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu til verkefnaskila. Farið er í fjármálalæsi og meðferð tölulegra gagna. Einnig er farið í samþættingu töflu¬reiknis og ritvinnslu. Markmið námsins er að stuðla að færni nemenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækninnar. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum og lögð áhersla á að nemendur verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu. Lögð er rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og að þeir verði færir í að nota tölvuna sem tæki í náminu og sam¬þætti kunnáttu í upplýsingatækni við framsetningu efnis við aðrar námsgreinar. Undanfari:
  • UPPT3UT05 | Upplýsingatækni og tölvunotkun II

    Lýsing: Í áfanganum kynnast nemendur og læra að nota fjölbreyttan hugbúnað og tæki til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu. Markmið námsins er að stuðla að öflugri færni nemenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækninnar. Lögð er á hersla á frumkvæði, ábyrgð og færni í vinnu með gögn af ýmsum toga ásamt færni í samskiptum, meðferð upplýsinga, sköpun og miðlun nýrrar þekkingar. Nemendur öðlist hæfni í meðferð heimilda og virði höfundarétt. Þeir fá þjálfun í frágangi langra ritgerða og skýrslna með flóknum skipunum. Farið í fjölva (e. Macros), notkun og uppsetningu flýtihnappa. Þeir setja upp dæmi í stærðfræðiritli (e. Equation Editor). Einnig er farið í uppsetningu og umbrot á blaða¬greinum o.fl. Í Excel er farið í upprifjun helstu atriða frá UPPT2UT05. Gerðar eru fjárhagsáætlanir, farið ítarlega í gerð myndrita og útlitsmótun skjala, stærðfræðiföll, fjármálaföll og fleiri flókin föll tekin fyrir. Farið er vel yfir mikilvægi frágangs og framsetningar á verkefnum. Lögð er rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og að nemendur verði færir að nota tölvuna sem tæki í náminu og samþætti kunnáttu í upplýsingatækni við framsetningu efnis í öðrum námsgreinum. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum. Undanfari: UPPT2UT05

V

  • VALÁ1AA01 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ1AA02 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ1AA03 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ1AA05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ1AB05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ1AC05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ1AD05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ1AE05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ1AF05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ1AG05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ1IÞ01 | VALÁ1IÞ01

    Undanfari:
  • VALÁ1IÞ02 | VALÁ1IÞ02

    Undanfari:
  • VALÁ1IÞ03 | VALÁ1IÞ03

    Undanfari:
  • VALÁ2AA02 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ2AA05 | Valáfangi

    Undanfari:
  • VALÁ2AB05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ2AC05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ2AD05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ2AE05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ2AF05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ2AG05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ3AA02 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ3AA05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ3AB05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ3AC05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ3AD05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ3AE05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ3AF05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VALÁ3AG05 | Val metið úr öðrum skóla

    Undanfari:
  • VBSS1SA01 | Vinnubrögð í skóla

    Lýsing: Í áfanganum var lögð áhersla á skipulögð vinnubrögð, verklagni, sjálfstæði og ögun í vinnubrögðum. Nemandi fékk tækifæri til að glíma við fjölbreytt verkefni með það að markmiði að auka færni hans á sem flestum sviðum og gera hann hæfari til að nýta sér starfsnám á vinnustað. Undanfari:
  • VBSS1SB01 | Vinnubrögð í skóla

    Lýsing: Í áfanganum var lögð áhersla á skipulögð vinnubrögð, verklagni, sjálfstæði og ögun í vinnubrögðum. Nemandi fékk tækifæri til að glíma við fjölbreytt verkefni með það að markmiði að auka færni hans á sem flestum sviðum og gera hann hæfari til að nýta sér starfsnám á vinnustað. Undanfari:
  • VEFK3AA05 | Vefkerfi

    Undanfari: VFOR2PH05
  • VFOR1HC05 | Vefforritun I

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur grunnatriðin í vefsíðugerð og vinna með skjöl á netþjóni. Markmið námskeiðsins er að stuðla að öflugri færni þátttakenda í notkun á HTML og CSS við að hanna vefsíður sem verða hýstar á netþjóni sem nemendur tengjast og vinna með í gegnum FTP forrit. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og almennar vinnureglur tengdar forritunarvinnslu og annarri almennri vinnslu á Netinu. Lögð er rík áhersla á að námskeiðið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám. Undanfari:
  • VFOR2PH05 | Vefforritun II

    Lýsing: Í áfanganum læra nemendur að vinna með PHP vefforritunarmálið til þess að nota í vefsíðugerð ásamt HTML og CSS. Markmið áfangans er að stuðla að öflugri færni þátttakenda í notkun á PHP, HTML og CSS forritunarmálum við að hanna vefsíður. Vefsíðurnar eru síðan hýstar á vefþjóni sem nemendur tengjast og vinna á í gegnum FTP forrit. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og almennar vinnureglur tengdar forritunarvinnu og vinnu á Netinu. Áhersla er lögð á að námskeiðið nýtist sem góður undirbúningur fyrir frekara nám eða störf. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum Undanfari: VFOR1HC05
  • VFOR2RT02 | Vefforritun og tölvuleikir

    Lýsing: Haldið verður áfram með RTS leikinn sem búinn var til í vefforritun og unnið áfram með hann. Hönnuð verða ný borð, ný kort, unnið meira með AI hjá leikjavélinni ásamt því að leikurinn verður settur á netið. Allir í áfanganum vinna saman að verkefninu og munu nemendur læra hópavinnu og skipulag. Undanfari: VFOR2PH05
  • VFOR3FY05 | Tölvuleikjaforritun-hópverkefni

    Undanfari:
  • VFOR3JQ03 | Vefforritun III

    Lýsing: Unnið verður með gagnvirka vefþróun (e. Dynamic Front-end Web Development) þar sem nemendur kynnast gagnvirkri framenda (e. front-end) forritun í JavaScript og jQuery. Markmið námskeiðsins er að stuðla að öflugri færni þátttakenda í að nýta saman þekkingu sína í forritunarmálunum HTML, CSS, PHP, SQL, JavaScript og jQuery til að búa til stærri verkefni. Lögð er áhersla á frumkvæði, ábyrgð og almennar vinnureglur tengdar forritunarvinnu á Netinu. Rík áhersla er lögð á að námskeiðið nýtist sem undirbúningur fyrir frekara nám eða störf. Kennslan byggist einkum á verkefnavinnu nemenda og skilum á verkefnum. Undanfari: VFOR2PH05
  • VGRT1GA03 | Verktækni grunnnáms í rafvirkjun I

    Lýsing: Nemendur læri grunnatriði við smíði rafeindarása. Fá upplýsingar um efnisfræði íhluta rafeindatækninnar og virkni þeirra. Nemendur læra að beita helstu verkfærum eins og lóðbolta, tinsugu, bítara, járnsög, klippum, skrúfjárni og skiptilykli. Nemendur smíði einfaldar rafeindarásir og fái þjálfun í beitingu verkfæra. Nemendur geri mælingar á rásinni til að styrkja hæfni til mælinga á spennu, viðnámi og straumi í tengslum við rafmagnsfræði. Undanfari: STÆR1AU05
  • VGRT2GB03 | Verktækni grunnnáms í rafvirkjun II

    Lýsing: Nemendur beiti þekkingu sinni til að smíða rafeindarásir með að minnsta kosti 10 íhlutum. Nemendur smíði einfalda prentplötu. Nemendur smíða einfalt box eða kassa úr áli, blikki eða plexigleri. Nemendur lesa teikningu frá kennara og læri um hlutverk íhluta og virkni. Nemendur smíða rásir, beita mælitækjum til að kanna virkni rása og til að átta sig á hvaða afleiðingar það hefur ef einstaka íhlutir bila. Með mælingum og aðstoð kennara gera þeir einfalda bilanaleit. Undanfari: VGRT1GA03
  • VGRT2GC04 | Verktækni grunnnáms í rafvirkjun III

    Lýsing: Nemendur læra að beita rásahermiforritum til að teikna og prófa einfaldar rafeindarásir. Nemendur gera jafnframt allar mælingar í slíkum forritum, smíða rás, prentplötu og setja rásirnar saman. Síðan staðfesta þeir virkni rásarinnar. Undanfari: VGRT2GB03
  • VINN2LS08 | Vinnustaðanám/verknám 2

    Lýsing: Vinnustaðanámið fer fram á almennri deild á sjúkrahúsi s.s. skurð- og lyflækningadeildum. Verklegur hluti áfangans er 15 átta klukkustunda vaktir á önn. Nemendur vinna jafnframt verkefni tengt viðfangsefnum vinnustaðanámsins. Kennari áfangans, sjúkraliði/leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf sjúkraliða og öðlast þjálfun í þeim. Í upphafi tímabils setur nemandi sér persónuleg og fagleg markmið um vinnustaðanámið. Á meðan á vinnustaðanámi stendur skal nemandi fylla út gátlista og ferilbók um unna verkþætti. Undanfari: HJÚK3ÖH05, VINN3ÖH08
  • VINN3GH08 | Vinnustaðanám/verknám 3

    Lýsing: Vinnustaðanámið/verknámið fer fram á sérdeildum s.s. gjörgæsludeildum, kvennadeild, endurhæfingardeildum, líknardeildum, geðdeildum eða heilsugælustöðvum og í heimahjúkrun. Verklegur hluti áfangans er 15 átta klukkustunda vaktir á önn. Nemendur vinna jafnframt verkefni tengt viðfangsefnum vinnustaðanámsins. Kennari áfangans, sjúkraliði/leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi skal skipuleggja hjúkrunarstörf sín í samvinnu við leiðbeinanda og geta yfirfært bóklega þekkingu á hjúkrunarviðfangsefni sem hann vinnur við á deildinni. Nemandinn skal fá þjálfun í því að vinna sjálfstætt, sýna frumkvæði og geta forgangsraðað verkefnum sínum með þarfir skjólstæðinga að leiðarljósi. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf sjúkraliða. Í upphafi tímabils setur nemandi sér persónuleg og fagleg markmið um verknámið. Á meðan á verknámi stendur skal nemandi fylla út gátlista og ferilbók um unna verkþætti. Undanfari: HJÚK2HM05, HJÚK2TV05, VINNS2LS08
  • VINN3ÖH08 | Vinnustaðanám/verknám 1

    Lýsing: Vinnustaðanámið/verknámið fer fram á öldrunarlækningadeildum eða hjúkrunarheimilum. Verklegur hluti áfangans er 15 átta klukkustunda vaktir á önn. Nemendur vinna jafnframt verkefni tengt viðfangsefnum vinnustaðanámsins. Kennari áfangans, sjúkraliði/leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf sjúkraliða. Í vinnustaðanáminu fær nemandi tækifæri til þess að sýna aukið sjálfstæði við skipulagningu hjúkrunarstarfa og við mat á hjúkrunarþörfum skjólstæðinga, jafnframt að benda á lausnir á þeim hjúkrunarviðfangsefnum sem við eiga á vinnustaðnum. Í upphafi tímabils setur nemandi sér persónuleg og fagleg markmið um verknámið. Á meðan á verknámi stendur skal nemandi fylla út gátlista og ferilbók um unna verkþætti. Forkröfur VINN2LS08 Undanfari: HJÚK1AG05, HJVG1VG05
  • VINS2HS30 | Vinnustaðanám í húsasmíði II

    Lýsing: Í þessum áfanga fara nemendur í nám á vinnustað og getur nemandinn verið á mörgum vinnustöðum eftir verkefnum en vinnan er samræmd og skipulögð af skóla. Nemandinn á að vinna við neðangreinda verkþætti og skal öðlast þjálfun, leikni og hæfni í að vinna við verkþættina. Vægi verkþátta er eins og greint er hér fyrir neðan. Eftirfylgni með vinnu nemandans á tilgreindum verkþáttum á að vera með ferilbók sem skóli og nemandi fylla inn í eftir framvindu. Heild vinnustaðanáms í vikum: Steypt hús eða mótasmíði í 8 vikur, vinnupallar 1 vika, klæðning útveggja 6 vikur, þök 5 vikur SAMTALS VIKUR: 20. Undanfari:
  • VINS2VA30 | Vinnustaðanám í húsasmíði I

    Lýsing: Í áfanganum fara nemendur í nám á vinnustað og getur nemandinn verið á mörgum vinnustöðum eftir verkefnum en vinnan er samræmd og skipulögð af skóla. Nemandinn á að vinna við neðangreinda verkþætti og skal öðlast þjálfun, leikni og hæfni í að vinna við þá. Vægi verkþátta er eins og greint er hér fyrir neðan. Eftirfylgni með vinnu nemandans á tilgreindum verkþáttum á að vera með ferilbók sem skóli og nemandi fylla inn í eftir framvindu. Verkþættir vinnustaðanáms í vikum, timburhús 2 vikur, gluggar og útihurðir 1 vika viðhald og endurbætur húsa 6 vikur, sólpallar og skjólveggir 2 vikur, veggir og klæðningar innanhúss 7 vikur, innréttingar og innihurðir 1 vika. SAMTALS VIKUR:20. Undanfari:
  • VINS3DO06 | Þjálfun á snyrtistofu úti í bæ

    Lýsing: Í áfanganum starfa nemendur á snyrtistofu í þeim tilgangi að afla sér starfsleikni í snyrtifræði. Nemandi eykur þekkingu sína á starfi snyrtifræðings og eykur færni sína sem verðandi snyrtifræðingur. Nemendur vinna undir handleiðslu meistara eða sveins á snyrtistofunni. Lögð er áhersla á auka víðsýni og sjálfstæði nemanda í vinnu sinni og þjálfun í samskiptatækni á vinnustað Undanfari: ANMF3CA07
  • VSME2GR05 | Smáspennuvirki

    Lýsing: Í þessum áfanga er lögð áhersla á meðalstór boðskiptakerfi (loftnets-, síma- og tölvulagnakerfi). Einnig fjallar hann um uppbyggingu, uppsetningu og viðhald einfaldra viðvörunarkerfa, svo sem brunaviðvörunarkerfa og þjófavarnarkerfa fyrir heimili og smærri fyrirtæki. Einnig er farið yfir reglur og reglugerðir sem um þessa hluti gilda. Farið er í uppbyggingu og eiginleika helstu dreifikerfa, s.s. dreifingu sjónvarps á VHF- og UHF-rásum, örbylgju, ljósleiðara, og gegnum gervihnetti Farið verður í tæknikröfur sem gerðar eru til viðtöku og uppsetningar á framgreindum kerfum. Nýjungar í dreifingu í gegnum þá miðla sem eru í boði og farið yfir tækni við dreifingu og miðlun efnis til heimila og stofnana. Eiginleikar ljósleiðarans eru kynntir fyrir nemendum og farið verður í þær kröfur sem gerðar eru til ljósleiðaralagna. Fjallað er um reglur um neyðarlýsingar, uppsetningar og gerðir. Fjallað er um íhluti, eiginleika, hlutverk og notkunarsvið. Undanfari: RAFM2GC05

Þ

  • ÞÝSK1AA05 | Þýska I

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við A1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Áfanginn er byrjunaráfangi og er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur byggja upp orðaforða um sitt nánasta umhverfi og eru þjálfaðir í hlustun, ritun, lestri og tali. Markmiðið er að nemendur þjálfist í að tjá sig um sjálfa sig og sitt nánasta umhverfi, byggi upp orðaforða sem tengist því og noti til þess grunnatriðin í þýskri málfræði. Einnig læra nemendur að tjá sig um áhugasvið sín og framtíðaráform. Stuðst verður við fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem tekið er mið af markmiðum áfangans. Áhersla er lögð á réttan framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Undanfari:
  • ÞÝSK1BB05 | Þýska II

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við A1 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Áfanginn er framhaldsáfangi og er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér enn betur undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur byggja upp orðaforða um sitt nánasta umhverfi og eru þjálfaðir í hlustun, ritun, lestri og tali. Markmiðið er að nemendur þjálfist í að tjá sig um sjálfa sig og sitt nánasta umhverfi, byggi upp orðaforða sem tengist því og noti til þess grunnatriðin í þýskri málfræði. Einnig læra nemendur að tjá sig um áhugasvið sín og geti talað um liðna atburði og framtíðaráform. Stuðst verður við fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem tekið er mið af markmiðum áfangans. Áhersla er lögð á réttan framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Nemendur hlusta á lög sungin á þýsku og gera verkefni tengd þeim. Einnig eru sýndar myndir á þýsku. Nemendur velja sér ákveðin umfjöllunarefni sem tengjast hinum þýskumælandi löndum og geri stutta kynningu sem er svo kynnt fyrir samnemendum. Undanfari: ÞÝSK1AA05
  • ÞÝSK1CC05 | Þýska III

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við A2 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Áfanginn er framhaldsáfangi og er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér enn betur undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur byggja upp orðaforða um sitt nánasta umhverfi og eru þjálfaðir í hlustun, ritun, lestri og tali. Markmiðið er að nemendur þjálfist í því að geta spurt til vegar, geti bókað hótelbergi á þýsku og pantað sér mat og drykk á veitingastað. Að nemendur geti byggi upp orðaforða sem tengist því og noti til þess grunnatriðin í þýskri málfræði. Einnig læra nemendur að tjá sig um áhugasvið sín og æfa enn betur að tala um liðna atburði og framtíðaráform. Markmiðið er að geta bjargað sér nokkurn veginn á þýsku. Stuðst verður við fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem tekið er mið af markmiðum áfangans. Áhersla er lögð á réttan framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Nemendur hlusti á lög sungin á þýsku og geri verkefni tengd þeim. Einnig eru sýndar kvikmyndir og þættir á þýsku. Nemendur velja sér ákveðin umfjöllunarefni sem tengjast hinum þýskumælandi löndum og kynna fyrir samnemendum. Undanfari: ÞÝSK1BB05
  • ÞÝSK2BE05 | Berlín

    Lýsing: Í þessum áfanga munum við kynnast sögu Þýskalands með áherslu á Berlín. Við munum læra um sögu Berlínar, arkitektúr, listir og menningu. Á miðri önn förum við saman til Berlínar og munum við í sameiningu standa fyrir fjáröflun og fjármagna ferðina þannig. Nemendur og kennari munu í sameiningu skipuleggja ferðina sjálfa og vinna að skemmtilegum skoðunarferðum, heimsóknum á söfn og annað sem þessi frábæra borg hefur uppá að bjóða. Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt og eftir ferðina munum við vinna úr ferðinni og vera með kynningar. Nemendur skili inn lokaverkefni. Ekkert lokapróf. Undanfari: ÞÝSK1BB05
  • ÞÝSK2DD05 | Þýska IV

    Lýsing: Þessi áfangi miðast við A2 í sjálfsmatsramma Evrópsku tungumálamöppunnar. Áfanginn er framhaldsáfangi og er megináhersla lögð á að nemendur tileinki sér enn betur undirstöðuatriði tungumálsins. Nemendur byggja upp orðaforða um sitt nánasta umhverfi og eru þjálfaðir í hlustun, ritun, lestri og tali. Markmiðið er að nemendur þjálfist í því að spyrja til vegar, geti bókað hótelbergi á þýsku og pantað sér mat og drykk á veitingastað. Að nemendur geti byggi upp orðaforða sem tengist því og noti til þess grunnatriðin í þýskri málfræði. Einnig læra nemendur að tjá sig um áhugasvið sín og æfa enn betur að tala um liðna atburði og framtíðaráform. Markmiðið er að geta bjargað sér á þýsku og tekið þátt í samræðum. Stuðst verður við fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem tekið er mið af markmiðum áfangans. Áhersla er lögð á réttan framburð, uppbyggingu orðaforða og að þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Nemendur hlusta á lög sungin á þýsku og gera verkefni tengd þeim. Einnig eru sýndar kvikmyndir og þættir á þýsku. Nemendur velja sér ákveðin umfjöllunarefni sem tengjast hinum þýskumælandi löndum og kynna fyrir samnemendum. Undanfari: ÞÝSK1CC05
  • ÞÝSK2YL03 | Yndislestur

    Lýsing: Markmiðið er að nemendur lesi þýsku sér til ánægju og gagns og þjálfist í að nota tungumálið til að tala um efni sem þeir hafa lesið og kynnt sér. Unnið er með lengri og styttri bækur, ævintýri, söngtexta, ljóð, barnabækur og tímaritsgreinar. Nemendur velja að stórum hluta það efni sem þeir vinna með. Í upphafi áfangans eru nokkrar hefðbundnar kennslustundir þar sem valin atriði í málfræði og setningafræði eru kynnt sem eiga að auðvelda skilning á textum. Eftir það vinna nemendur sjálfstætt og hitta kennara með reglulegu millibili (t.d á Skype/Teams). Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð. Nemendur kynna verkefni sín í einkaviðtölum við kennara (t.d. á Skype/Teams og/eða í skólanum) og skila skriflegum greinargerðum. Áfanginn er 3 eininga símatsáfangi. Undanfari:

Ö

  • ÖKUS1SA02 | Ökunám á starfsbraut

    Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á að búa nemendur undir ökunám. Farið verður í það hvað þarf til að nná ökuprófi. Nemendur fá að spreyta sig á verkefnum tengdu efninu bæði á netinu og á verkefnablöðum. Nemendur koma til með að læra heiti umferðamerkja og helstu umferðareglur. Farið verður yfir þá ábyrgð sem felst í því að aka bifreið auk helstu þætti við að eiga og reka eina slíka. Stefnt er að fá ökukennara í heimsókn svo nemendur geti fengið svör við þeim spurningum sem á þeim brenna auk þess að heimsækja ökuskóla í borginni. Undanfari:
  • ÖKUS1SB01 | Ökunám á starfsbraut

    Undanfari:
  • ÖKUS1SB02 | Ökunám á starfsbraut

    Undanfari:
Share by: