FYRIR NEMENDUR
Reglur um stöðupróf
Reglur um stöðupróf í erlendum tungumálum
Hver getur tekið stöðupróf?
Stöðupróf í erlendum tungumálum eru fyrir þau sem dvalist hafa til lengri eða skemmri tíma erlendis við leik eða störf og telja sig hafa náð þannig árangri í tungumálanámi að þau munu ekki hafa ávinning af kennslu í viðkomandi tungumáli á fyrstu tveimur þrepum framhaldsskólans. Nemendur sem uppfylla þessi skilyrði geta óskað eftir því að taka stöðupróf og þurfa sjálf að láta skrá sig á lista hjá námsráðgjöfum eða áfangastjóra.
Stöðupróf í tungumálum sem eru kennd í FB.
Í FB er hægt að taka stöðupróf í þeim erlendu tungumálum sem kennd eru í FB en það eru enska, danska, spænska og þýska. Þau sem skrá sig eru látin vita þegar stöðupróf fara fram. Stöðupróf eru ekki auglýst fyrir nemendur almennt.
Stöðupróf í tungumálum sem ekki eru kennd í FB.
Nemendur sem búa yfir nægri kunnáttu í erlendum tungumálum sem ekki eru kennd í FB geta fengið þau metin með því að taka stöðupróf í þeim. Margir framhaldsskólar halda stöðupróf í ýmsum tungumálum og eru þau opin fyrir nemendur annarra framhaldsskóla. Nemendur sem óska eftir því að taka stöðupróf í tungumálum sem ekki eru kennd í FB þurfa að láta skrá sig á lista hjá námsráðgjöfum eða áfangastjóra og fá upplýsingar ef stöðupróf eru haldin í viðkomandi tungumálum.
Nemendur þurfa að greiða fyrir stöðuprófin og fer upphæðin eftir gjaldskrá viðkomandi skóla.