Nám í húsasmíði er bæði bóklegt og verklegt og skiptist annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins vegar í vinnustaðanám og starfsþjálfun úti í atvinnulífinu. Lögð er áhersla á byggingar- og mannvirkjagreinar og grunn í almennum bóklegum greinum. Nemendur geta einnig stefnt að stúdentsprófi samhliða námi. Nám á húsasmiðabraut er 240 eininga iðnnám sem lýkur með burtfararprófi á 3. þrepi.
Atvinnuheitið húsasmiður er lögverndað starfsheiti og húsasmíði er löggild iðngrein. Námið undirbýr nemendur undir starf húsasmiða. Í starfi þeirra felst meðal annars að byggja hús og húshluta, sinna viðhaldi bygginga, velja vinnuaðferðir, efni og verkfæri og fara eftir kröfum um öryggismál. Í starfi sínu sýna þeir sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og eru meðvitaðir um vandað handverk. Að fengnu prófskírteini sem vottar útskrift af viðkomandi námsbraut og vottorði um að starfsþjálfun sé lokið getur nemandi sótt um að taka sveinspróf sem leiðir til útgáfu sveinsbréfs.
Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði hér.
Einingafjöldi: 240
Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | ||||||||
Áætlanir og gæðastjórnun | ÁÆST | 3SA05 | 0 | 0 | 5 | ||||||
Byggingatækni | BYGG | 2ST05 | 0 | 5 | 0 | ||||||
Danska | DANS | 2AA05 | 0 | 5 | 0 | ||||||
Efnisfræði | EFRÆ | 1EF05 | 5 | 0 | 0 | ||||||
Enska | ENSK | 2AF05 | 0 | 5 | 0 | ||||||
Framkvæmdir og vinnuvernd | FRVV | 1FB05 | 5 | 0 | 0 | ||||||
Gluggar og útihurðir | GLÚT | 2HH08 | 0 | 8 | 0 | ||||||
Grunnteikning | GRTE | 1FF05 | 1FÚ05 | 10 | 0 | 0 | |||||
Húsasmíði | HÚSA | 3HU09 | 3ÞÚ09 | 0 | 0 | 18 | |||||
Húsaviðgerðir og breytingar | HÚSV | 3HU05 | 0 | 0 | 5 | ||||||
Inniklæðningar | INNK | 2HH05 | 0 | 5 | 0 | ||||||
Innréttingar | INRE | 2HH08 | 0 | 8 | 0 | ||||||
Íslenska | ÍSLE | 2II05 | 0 | 5 | 0 | ||||||
Íþróttir | IÞRÓ | 1AÍ02 | 1GH02 | 4 | 0 | 0 | |||||
Lokaverkefni | LOKA | 3HU08 | 0 | 0 | 8 | ||||||
Skyndihjálp | SKYN | 2EÁ01 | 0 | 1 | 0 | ||||||
Starfsþjálfun | STAÞ | 3HU30 | 0 | 0 | 30 | ||||||
Stærðfræði | STÆR | 2RM05 | 0 | 5 | 0 | ||||||
Teikning | TEIK | 2HS05 | 2HH05 | 3HU05 | 0 | 10 | 5 | ||||
Trésmíði | TRÉS | 1HV08 | 1VÁ05 | 1VT08 | 21 | 0 | 0 | ||||
Tréstigar | TRST | 3HH05 | 0 | 0 | 5 | ||||||
Vinnustaðanám | VINS | 2VA30 | 2HS30 | 0 | 60 | 0 | |||||
Fj. ein. | 238 | 45 | 117 | 76 |