logo

NEMENDAÞJÓNUSTA

Bókasafn

Bókasafnið þjónar nemendum og starfsfólki skólans.

Við hvetjum ykkur til að nýta þá þjónustu sem er í boði

  • Á safninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða; 15 borðtölvur, sófar, skrifborð, hægindastólar og hópvinnuborð.
  • Flestar bækur og annað efni á safninu er lánað út í tvær vikur.
  • Kennslubækur, kjörbækur, fartölvur, heyrnartól og vasareiknar er einungis lánað út til notkunar innan skólans.
  • Nemendur geta prentað út úr tölvum bókasafnsins, prentarinn heitir bokasafn3920. Hann er staðsettur hjá borðtölvum á bókasafni. Allir nemendur fá 50 blaða prentkvóta á önn.
  • Hægt er að ljósrita og skanna með aðstoð starfsfólks.
  • Á bókasafninu er herbergið Næði ⎼ fjölnota herbergi sem er m.a. hægt að nota til hópavinnu og að búa til hlaðvarp. Nemendur geta bókað herbergið í afgreiðslu safnsins.
  • Á bókasafninu er starfrækt ritver þar sem er m.a. veitt aðstoð við að finna og meta heimildir, heimildaskráningu, málfar, stafsetningu o.fl.
  • Námsaðstoð fer fram í vinnustofu á bókasafni.


Opnunartími

Bókasafnið er opið alla kennsludaga sem hér segir: á mánudögum frá 9:30-16:00 og á þriðjudögum til föstudags kl. 8:15-16:00.


Lesstofa inn af bókasafni er opin alla kennsludaga sem hér segir: á mánudögum 9:30-19:30, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum 8:15-19:30 og á föstudögum frá kl. 08:15-16:00.


Umsjón með safninu hefur Þórdís Steinarsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur. Netfang: thst@fb.is, sími 570 5630.

Share by: