logo

VERKNÁM

snyrtiBRAUT

Sækja um

Snyrtibraut

Nám og kennsla í snyrtifræði miðast við að veita almenna, faglega undirstöðumenntun í greininni, auka færni nemenda í meðferð húðvara og beitingu áhalda og tækja. Leitast er við að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð nemenda og auka hæfileika og getu þeirra til samvinnu við aðra. Þá er stefnt að því að nemendur auki færni sína til þess að standast kröfur iðngreina um nákvæmni, áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Snyrtifræðingar vinna í mikilli nálægð við viðskiptavini sína og því er mikilvægt að þjálfa samskiptafærni nemenda og getu þeirra til þess að öðlast skilning á þörfum viðskiptavina. Í námskrá snyrtibrautar er lögð áhersla á að rækta með nemendum jákvætt viðhorf til gæða í þjónustu. Hægt er að senda umsókn og fyrirspurnir til fagstjóra á gpe@fb.is.


Inntökuskilyrði

Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði hér. Nemendur skulu hafa náð 18 ára aldri til þess að hefja nám í verklegum áföngum.


Skipulag

Nám á snyrtibraut er 255 eininga nám á þriðja hæfniþrepi og tekur að jafnaði fjögur ár. Námið skiptist í bóklegt og verklegt nám í skóla 195 einingar og 60 eininga starfsþjálfun í allt að 9 mánuði eða 36 vikur, með rafrænni ferilbók. Námið undirbýr nemendur undir starf snyrtifræðings og er mikil áhersla lögð á mannleg samskipti, nærgætni, nákvæmni og stundvísi. Náminu á brautinni er jafnframt ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum. Að öllum áföngum loknum, bæði í skóla og starfsþjálfun á snyrtistofu sækir nemandi um að taka sveinspróf sem veitir lögverndaða starfsheitið snyrtifræðingur.


Námsmat

Námsmat getur farið fram með mismunandi hætti og er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nánari tilhögun námsmats er í höndum kennara hverrar faggreinar. Í upphafi annar skal nemendum kynnt námsáætlun, námsmarkmið og tilhögun námsmats í hverjum áfanga.

Starfsþjálfun nemenda er allt að 9 mánuðir eða 36 vikur, með rafrænni ferilbók og er metin til 60 eininga.


Námsframvinda

Miðað er við að nemandi í fullu námi ljúki 33-34 einingum á önn. Lokaeinkunn hvers áfanga má ekki vera lægri en 5. Ljúka verður áföngum í kjarna í réttri röð. Reglur um skólasókn er hægt að lesa hér.


Einingafjöldi: 255

Nánari lýsing brautar
Yfirlit brautar (pdf)

KJARNI BRAUTAR

KJARNI

Námsgrein Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3 Þrep 4
Andlitsmeðferð ANMF 1AA07 1AB04 2BA07 2BB04 3CA07 3CB04 4DA05 11 11 11 5
Danska DANS 2AA05 0 5 0 0
Efnafræði EFNA 2GR03 0 3 0 0
Efnisfræði snyrtivara ESNY 2EF05 1AA01 2BA05 1 10 0 0
Enska ENSK 2AF05 2RF05 0 10 0 0
Fótsnyrting FOTS 2BA04 2CA02 0 6 0 0
Förðun FÖRÐ 1AA03 1AB02 2BA04 3CA04 5 4 4 0
Handsnyrting til sveinsprófs í snyrtifræði HASN 1AA05 2BA03 3CA03 5 3 3 0
Hárfjarlæging HÁRF 2BA04 3CA02 0 4 2 0
Heilbrigðisfræði HBFR 1HH05 5 0 0 0
Húðsjúkdómar HÚSJ 2CA05 0 5 0 0
Íslenska ÍSLE 2II05 2KK05 0 10 0 0
Íþróttir IÞRÓ 1AS02/AD02 1GH02 4 0 0 0
Líffræði LÍFF 1GL03 3 0 0 0
Líffæra og lífeðlisfræði LÍOL 2SS05 2IL05 0 10 0 0
Líkamsmeðhöndlun LIKM 2AA05 2BA05 LIKM3DA05 0 10 5 0
Litun augnahára og augnabrúna LIPL 1AA03 3 0 0 0
Næringarfræði NÆRI 1NN05 5 0 0 0
Ritgerðarsmíð RITG 3DA03 0 0 3 0
Samvinna nema SAVN 2BA01 3DA01 0 1 1 0
Skyndihjálp SKYN 2EÁ01 0 1 0 0
Sótthreinsun og smitvarnir SMSÓ 1AA02 2 0 0 0
Stofutímar STOF 3BA03 0 0 3 0
Stærðfræði STÆR 2RM05 0 5 0 0
Upplýsingatækni UPPT 2UT05 0 5 0 0
Vinnustaðanám í snyrtifræði VINS 3DO06 0 0 6 0
Þjónustusiðfræði SAÞJ 1AA03 3 0 0 0
Starfsþjálfun STAÞ 2NS20 3SÆ20 3SÞ20 0 20 40 0
Fj. ein. 253 47 123 78 5

BUNDIÐ ÁFANGAVAL - ÍÞRÓTTIR -nemandi velur 2 einingar af 11

Námsgrein Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3
Íþróttir ÍÞRÓ 1BA01 1BL01 HA01 1HL02 1KN01 2 0 0
1KÖ01 1ST02 1SV01 1ÚT01 0 0 0
Fj. ein. 2 2 0 0

BYRJUNARÁFANGAR - Nemendur sem hafi lokið íslensku, ensku, dönsku eða stærðfræði í grunnskóla með einkunnina C eða C+ hefja nám í þessum áföngum á 1. þrepi.

Námsgrein Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3
Danska DANS 1AL05 5 0 0
Enska ENSK 1AU05 5 0 0
Íslenska ÍSLE 1AA05 5 0 0
Stærðfræði STÆR 1AU05 5 0 0

ÍSLENSKA FYRIR ERLENDA NEMENDUR

Námsgrein Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3
Íslenska ÍSAN ÍSAN1BA05 ÍSAN1BE05 ÍSAN1BT05 ÍSAN1GE05 ÍSAN1GT05
ÍSAN2GÞ05 20 5 0
Fj. ein. 25 20 5 0
Share by: