Sjá svör við algengum spurningum undir 'Spurt og svarað hér til hliðar'.
Sjúkraliðabrú er námsleið til starfsréttinda sjúkraliða. Hún er ætluð fullorðnu fólki sem óskar að fá metna starfsreynslu og óformlegt nám á hjúkrunar‐ og umönnunarsviði til styttingar á námi á sjúkraliðabraut (SJUK).
Skilyrði til innritunar í nám á sjúkraliðabrú eru að umsækjandi sé orðinn 23 ára gamall, hafi 5 ára starfsreynslu við umönnun aldraðra, sjúkra eða fatlaðra og framvísi staðfestingu á starfsreynslunni og meðmælum frá vinnuveitanda. Auk þess þarf viðkomandi að hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga og/eða annarra aðila, að lágmarki 230-260 stundir, með það að markmiði að auka kunnáttu og færni til starfa á hjúkrunarsviði og skal það nám metið til styttingar á námi samkvæmt námskrá sjúkraliðabrautar. Umsækjendur, sem lokið hafa vissum áföngum í framhaldsskóla, geta fengið þá metna sem ígildi námskeiða. Þeir sem uppfylla þessi skilyrði skulu að lágmarki ljúka 141 eininga sérgreinanámi sjúkraliðabrautar. Starfsþjálfun sem nemandi tekur sem hluta af námi á sjúkraliðabraut skal fara fram á tveimur nýjum vinnustöðum/deildum.
Um útgáfu starfsleyfis vísast til reglugerðar nr. 897/2001 um menntun, réttindi og skyldur sjúkraliða. Sá sem lokið hefur sjúkraliðanámi af brú með fullnægjandi árangri getur sótt um starfsleyfi sjúkraliða enda þótt viðkomandi hafi ekki lokið almennum greinum sjúkraliðabrautar. Sá hinn sami kann hins vegar að þurfa að ljúka námi í almennum greinum sjúkraliðabrautar til að geta stundað framhalds- eða viðbótarnám að loknu námi samkvæmt sjúkraliðabrú.
Viðtalstími fagstjóra sjúkraliðabrautar er þriðjudaga-föstudaga kl. 8:30-9:30 og á þriðjudögum milli kl. 11:00 og 12:00 í viðtalsherbergi á móti stofu 32, panta þarf tíma á netfangið: bsi@fb.is.
Einingafjöldi: 143
Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | ||||||||
Heilbrigðisfræði | HBFR | 1HH05 | 5 | 0 | 0 | ||||||
Hjúkrun | HJÚK | 1AG05 | 2HM05 | 2TV05 | 3ÖH05 | 3FG05 | 5 | 10 | 10 | ||
Hjúkrun, verkleg | HJVG | 1VG05 | 5 | 0 | 0 | ||||||
Líkamsbeiting | LÍBE | 1HB01 | 1 | 0 | 0 | ||||||
Líffæra og lífeðlisfræði | LÍOL | 2SS05 | 2IL05 | 0 | 10 | 0 | |||||
Lyfjafræði | LYFJ | 2LS05 | 0 | 5 | 0 | ||||||
Næringarfræði | NÆRI | 1NN05 | 5 | 0 | 0 | ||||||
Samskipti | SASK | 2SS05 | 0 | 5 | 0 | ||||||
Sálfræði | SÁLF | 2IS05 | 0 | 5 | 0 | ||||||
Siðfræði | SIÐF | 2SA05 | 0 | 5 | 0 | ||||||
Sjúkdómafræði | SJÚK | 2MS05 | 2GH05 | 0 | 10 | 0 | |||||
Skyndihjálp | SKYN | 2EÁ01 | 0 | 1 | 0 | ||||||
Starfsþjálfun sjúkraliðanema | STAF | 3ÞJ27 | 0 | 0 | 27 | ||||||
Sýklafræði | SÝKL | 2SS05 | 0 | 5 | 0 | ||||||
Upplýsingatækni | UPPT | 2UT05 | 0 | 5 | 0 | ||||||
Verknám | VINN | 2LS08 | 3ÖH08 | 3GH08 | 0 | 8 | 16 | ||||
Fj. ein. | 143 | 21 | 69 | 53 |