FYRIR NEMENDUR
VELKOMIN Í FB
Bókasafn
Bókasafnið er á 3. hæð. Þar er einnig vinnustofa þar sem nemendur geta fengið námsaðstoð.
Stundatafla
Stundatölfur og bókalistar
eru aðgengileg í Innu upplýsingakerfi skólans www.inna.is.
Matsalur
Matsalur nemenda - Eldheimar
Í mötuneyti nemenda er lögð áhersla á hollan og góðan mat.
Náms- og starfsráðgjafar
Náms- og starfsráðgjafar eru með skrifstofur gegnt skrifstofum skólans við gamla innganginn við Austurberg.
Umsjónarkennari
Nemendur á fyrsta ári hafa umsjónarkennara sem leiðbeinir þeim, fylgist með námsástundun þeirra, mætingum og árangri. Hann boðar nemandann og forráðamenn til viðtals við upphaf skólagöngunnar og oftar á fyrsta árinu ef þurfa þykir.
Skrifstofa
Skrifstofa skólans er á 1. hæð við gamla innganginn við Austurberg. Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 8:00-15:00 nema á föstudögum lokum við kl. 13. Símanúmer skólans er 570 5600.
Nemendafélag
Nemendafélag skólans, NFB, vinnur að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Nýnemaferð, forvarnardagur og skólafundur eru viðburðir sem skólayfirvöld og nemendafélagið undirbúa saman.
Skólagjöld
Skólagjöld eru innheimt með greiðsluseðli sem fer í heimabankann. Greiðsla á skólagjöldum er staðfesting á skólavist. Skólagjöld eru 19.500 á önn. Efniskostnaður bætist við einstaka brautir.
FabLab
Fab Lab Reykjavík er staðsett á jarðhæð í nýbyggingu FB og er hluti af skapandi samfélagi Breiðholts.
Nemendum FB er alltaf velkomið að líta við.
Kennsluvefir
FB notar nokkra miðla fyrir kennsluna, einkum Innu og Teams. Kennarar veita nemendum upplýsingar um þessi kerfi í upphafi annar. Umsjón með Innu hefur Berglind Halla Jónsdóttir, áfangastjóri. Netfang hennar er bhj@fb.is.
Netaðgangur og tölvubúnaður
Netaðgangur, tölvur og hugbúnaður. FBNET er öflugt, þráðlaust netkerfi skólans, opið fyrir nemendur og starfsfólk. Nemendur geta nýtt eigin tölvur eða snjalltæki til að komast á netið. Á bókasafni eru tölvur sem nemendur geta notað.
Nánari upplýsingar og aðstoð veitir Guðjón Ívarsson kerfisstjóri, netfang hans er gman@fb.is
Náms- og kynnisferðir til útlanda
Á hverju ári fara nemendur og kennarar til útlanda til að taka þátt í verkefnum, sækja námskeið eða taka þátt í nemendaskiptaverkefnum og starfsþjálfun sem tengist námi þeirra og störfum í FB. Sjá nánari upplýsingar um umsóknarferli og möguleika hér að neðan.
ONE DRIVE - Menntaský
Í OneDrive-skýjaþjónustu Microsoft geta nemendur geymt skjöl sín og unnið með þau. Aðgangurinn veitir þeim einnig heimild til að setja Office365-pakkann upp á fimm mismunandi tæki. Hægt er að setja pakkann upp á bæði Windows og Apple tölvur og einnig á síma með Android og IOS stýrikerfum. Nemendur geta sótt eftirfarandi forrit og unnið með þau, bæði í gegnum vafra og sem uppsett forrit á sínum tækjum: OneDrive, Word, Excel, Power Point, OneNote og Sway. Office365 er sótt inni á www.office.com.
Til að skrá sig inn þurfa nemendur að nota notendanafn sitt og lykilorð sem þeir fá sent í tölvupósti í upphafi skólagöngu. Kerfisstjóri skólans sendir tölvupóstinn úr netfanginu kerfisstjori@fb.is
Guðjón Ívarsson netstjóri aðstoðar nemendur við að tengjast ef vandamál koma upp. Netfangið Guðjóns er gman@fb.is.