logo

VERKNÁM

SjúkraliðaBRAUT

Sækja um

Sjúkraliðabraut

Sjá svör við algengum spurningum undir 'Spurt og svarað hér til hliðar'.

Sjúkraliðanám er 204 eininga nám með námslok á 3. hæfniþrepi. Námið skiptist í almennar greinar, heilbrigðisgreinar og nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar. Nám í sérgreinum sjúkraliðabrautar er bæði bóklegt og verklegt nám í skóla og starfsnám á heilbrigðisstofnunum. Sjúkraliðanám tekur að jafnaði 3 ár eða 6 annir. Tilgangur sjúkraliðanáms er að undirbúa nemendur undir krefjandi störf við hjúkrun, endurhæfingu og forvarnir bæði á heilbrigðisstofnunum og á heimilum fólks þar sem reynir mikið á samskiptafærni og siðferðisvitund starfsmanna. Í náminu er rík áhersla lögð á samvinnu við starfsfólk og stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Til að nemandi getið hafið vinnustaðanám á sjúkrastofnun eða hjúkrunarheimili, þarf hann að hafa náð 18 ára aldri. Miðað er við fæðingardag nemanda. Sjúkraliðanám getur verið góður grunnur fyrir frekara nám í heilbrigðisvísindum. Að lokinni brautskráningu frá skóla getur nemandi sótt um löggildingu starfsheitis til Embættis landlæknis og öðlast þá réttindi til að starfa sem sjúkraliði á Íslandi. Starfsheitið sjúkraliði er lögverndað.


Viðtalstími fagstjóra sjúkraliðabrautar er þriðjudaga-föstudaga kl. 8:30-9:30 og á þriðjudögum milli kl. 11:00 og 12:00 í viðtalsherbergi á móti stofu 32, panta þarf tíma á netfangið: bsi@fb.is.


Inntökuskilyrði

Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá skólans.

Einingafjöldi: 204

Nánari lýsing brautar
Yfirlit brautar (pdf)

KJARNI BRAUTAR

KJARNI

Námsgrein Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3
Danska DANS 2AA05 0 5 0
Efnafræði EFNA 2GR03 0 3 0
Enska ENSK 2AF05 2RF05 3AL05 0 10 3
Félagsvísindi FÉLV 1SF06 6 0 0
Heilbrigðisfræði HBFR 1HH05 5 0 0
Íslenska ÍSLE 2II05 2KK05 0 10 0
Hjúkrun HJÚK 1AG05 2HM05 2TV05 3ÖH05 3FG05 3LO03 5 10 13
Hjúkrun, verkleg HJVG 1VG05 5 0 0
Íþróttir IÞRÓ 1AS02/AD02 1GH02 4 0 0
Líffræði LÍFF 1GL03 3 0 0
Líkamsbeiting LÍBE 1HB01 1 0 0
Líffæra og lífeðlisfræði LÍOL 2SS05 2IL05 0 10 0
Lyfjafræði LYFJ 2LS05 0 5 0
Næringarfræði NÆRI 1NN05 5 0 0
Samskipti SASK 2SS05 0 5 0
Sálfræði SÁLF 2IS05 3ÞS05 0 5 5
Siðfræði SIÐF 2SA05 0 5 0
Sjúkdómafræði SJÚK 2MS05 2GH05 0 10 0
Skyndihjálp SKYN 2EÁ01 0 1 0
Starfsþjálfun sjúkraliðanema STAF 3ÞJ27 0 0 27
Stærðfræði STÆR 2RM05 0 5 0
Sýklafræði SÝKL 2SS05 0 5 0
Upplýsingatækni UPPT 2UT05 0 5 0
Verknám VINN 2LS08 3ÖH08 3GH08 0 8 16
Fj. ein. 197 36 102 66

BUNDIÐ ÁFANGAVAL - ÍÞRÓTTIR -nemandi velur 2 einingar af 11

Námsgrein Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3
Íþróttir ÍÞRÓ 1BA01 1BL01 HA01 1HL02 1KN01 2 0 0
1KÖ01 1ST02 1SV01 1ÚT01 0 0 0
Fj. ein. 2 2 0 0

ÍSLENSKA FYRIR ERLENDA NEMENDUR

Námsgrein Þrep 1 Þrep 2 Þrep 3
Íslenska ÍSAN ÍSAN1BE05 ÍSAN1BT05 ÍSAN1GE05 ÍSAN1GT05
ÍSAN2GÞ05 20 5 0
Fj. ein. 25 20 5 0
Share by: