Námi á fata- og textílbraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum og listgreinum með áherslu á fata- og textílgreinar. Auk bóklegra greina eru meðal kennslugreina á brautinni: tíska, textíll, hugmyndavinna, lista- og hönnunarsaga, kennsla á hönnunarforrit, tískuteikningar, fatasaumur, prjón, hekl, vefnaður, litun, þæfing og útsaumur. Námið veitir góðan undirbúning fyrir háskólanám í listgreinum, fatahönnun og menntunarfræðum. Námið er 200 framhaldsskólaeiningar og því lýkur með stúdentsprófi.
Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi eða ígildi þess. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku eða stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða að hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá skólans.
Einingafjöldi: 200
Námsgrein | Þrep 1 | Þrep 2 | Þrep 3 | ||||||||
Danska | DANS | 2AA05 | 0 | 5 | 0 | ||||||
Enska | ENSK | 2AF05 | 2RF05 | 2RS05 | 3AL05 | 0 | 15 | 5 | |||
Fatahönnun | FATS | 2SP05 | 2SB05 | 3SS05 | 3SY05 | 0 | 10 | 10 | |||
Fata- og textílhönnun | LOKF | 3FH10 | 0 | 0 | 10 | ||||||
Félagsvísindi | FÉLV | 1SF06 | 6 | 0 | 0 | ||||||
Hönnun | HÖNN | 3NF05 | 0 | 0 | 5 | ||||||
Hönnun | TTEI | 1HH04 | 2TS04 | 4 | 4 | 0 | |||||
Hönnunarsaga | HÖSA | 2HI05 | 3ST05 | 0 | 5 | 5 | |||||
Íslenska | ÍSLE | 2II05 | 2KK05 | 3NN05 | 3VV05 | 0 | 10 | 10 | |||
Íþróttir | IÞRÓ | 1AS02 | AD02 | 1GH02 | 4 | 0 | 0 | ||||
Upplýsingatækni | UPPT | 2UT05 | 0 | 5 | 0 | ||||||
Saga | SAGA | 1FM03 | 3 | 0 | 0 | ||||||
Sjónlistir | SJÓN | 1EU05 | 1LS05 | 10 | 0 | 0 | |||||
Skyndihjálp | SKYN | 2EÁ01 | 0 | 1 | 0 | ||||||
Stærðfræði | STÆR | 2RM05 | 2FJ05 | 2MM05 | 2CT05 | 0 | 15 | 0 | |||
Textíll | TEXL | 1TH03 | 2LT05 | 2ÚB05 | 3MÓ05 | 3VF05 | 3 | 10 | 10 | ||
Textílhönnun | PRHE | 2GR05 | 2FH05 | 0 | 10 | 0 | |||||
Fj. ein. | 175 | 30 | 90 | 55 |
Aðrir óskilgreindir áfangar sem nemendur geta valið/metið á námsbrautinni
Lýsing: Frjálst val á brautinni er 2 einingar. Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 66 að hámarki, annars þreps einingar 100 að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 34 einingar á þriðja þrepi. Mikilvægt er að nemendur dýpki sig í ákveðnum greinum til að vera betur í stakk búnir að takast á við frekara nám og mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla.