logo

FJÖLBRAUTASKÓLINN Í BREIÐHOLTI

Um kvöldskólann

Innritun
ATHUGIÐ AÐ ÞAÐ ER 20 ÁRA ALDURSTAKMARK Í KVÖLDSKÓLANN

Kvöldskóli FB


Innritun fyrir haustönn 2025 opnar 13. maí kl. 9:00.

Í kvöldskólanum er boðið upp á nám á húsasmiðabraut, rafvirkjabraut, sjúkraliðabraut og einnig fornám fyrir skapandi greinar. Jafnframt eru í boði valdir bóklegir áfangar sem nýtast bæði á verk- og bóknámsbrautum. Athugið að það er 20 ára aldurstakmark í kvöldskólann. Hægt er að gera undanþágu frá aldursreglu í bóklegum áföngum fyrir nemendur sem eru 18 og 19 ára.


Námsráðgjafar aðstoða við innritun bæði í síma og í gegnum tölvupóst:


Skrifstofa kvöldskóla FB

Skrifstofa kvöldskóla FB er opin fyrstu vikuna eftir að skóli hefst frá 17.00 til 20.00. Síðan er skrifstofan opin alla daga 9-16 og viðtöl eftir samkomulagi. Fyrirspurnum sem sendar eru á kvold@fb.is verður svarað samdægurs alla virka daga. Allir nemendur skólans hafa ókeypis aðgang að Office 365 pakkanum. Til þess að virkja aðganginn þarf nemandi notendanafn og lykilorð sem hann fær við innritun. Alla aðstoð varðandi Office pakkann veitir Guðjón Ívarssson netstjóri, netfang hans er gman@fb.is.

Share by: