Fornám fyrir skapandi greinar er eins árs nám í kvöldskóla FB. Námið er ætlað nemendum sem lokið hafa stúdentprófi eða öðru námi á 3. hæfniþrepi og stefna á nám í skapandi greinum eða störf á sviði hönnunar og lista.
Námið byggir á klassískum grunni listsköpunar þar sem áhersla er lögð á myndlist, lita- og formfræði, hugmyndavinnu, módelteikningu, textil, nýsköpun og fablab áfanga, ásamt stafrænni myndvinnslu og portfolio (ferilmappa).
Námið er byggt upp í 7 lotum, 4 á haustönn og 3 á vorönn, tveir áfangar eru kenndir í hverri lotu. Kennt er þrjá daga í viku, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, fyrri áfanginn er kenndur frá kl. 17:20–19:20 og seinni áfanginn frá kl. 19:30–21:40.
Nánari upplýsingar veitir Berglind áfangastjóri, bhj@fb.is.
LJÓS2ST03
TEXL2SP05
MYNL3LO10