FB er heilsueflandi framhaldsskóli og hefur sett sér eftirfarandi stefnu um heilsueflingu og forvarnir:
Við viljum að nemendur okkar hafi sterka sjálfsmynd, beri ábyrgð á eigin heilsu, forðist að nota áfengi, nikótín eða vímuefni, hugi að næringu, hreyfingu og svefni, hafi heilbrigða sýn á sig sem kynverur og gæti að gagnkvæmri virðingu í samskiptum við annað fólk.
Nemendur FB eru hvattir til þess að sinna heilsu sinni með reglubundinni hreyfingu og hollu mataræði. Notkun nikótíns, áfengis og annarra vímuefna er bönnuð í skólanum og áhersla lögð á að efla umhverfisvitund nemenda og starfsfólks.
Nemendum er bent á skólahjúkrunarfræðing eða Heilsugæslustöðina í Hraunbergi ef eitthvað kemur upp á varðandi heilsufarið.
Félagsmála og forvarnarfulltrúi vinnur með nemendum að forvarnar-, hollustu- og umhverfismálum.
Við stuðlum að vellíðan og heilbrigði nemenda með því að:
- Byrja kennslu kl. 8:30 á morgnana
- Bjóða hollt fæði í mötuneyti og hafragraut á morgnana
- Veita námsstuðning eftir þörfum
- Hafa greiðan aðgang að náms- og starfsráðgjöf
- Aðstoða nemendur við námsval
- Hafa umsjónarkennarakerfi fyrir fyrsta árs nema
- Veita sálfræðiþjónustu og þjónustu skólahjúkrunarfræðings
Forvarnir
Í FB er lögð áhersla á að
- nemendur njóti sín í námi og rækti líkamlegt og andlegt atgervi sitt.
- nemendur fái fræðslu um skaðsemi vímuefna á fyrstu tveimur árum sínum í skólanum.
- þróa gott samstarf um forvarnir við foreldraráð.
- hvetja nemendur til vímuefnalauss lífernis með áherslu á heilbrigt félagsstarf.
- stjórn nemendafélagsins, félagsmálateymi, kennarar og stjórnendur beiti sér gegn því að nemendur komi undir áhrifum vímuefna á skóladansleiki og aðrar skemmtanir á vegum skólans.
- vísa nemanda til námsráðgjafa eða forvarnafulltrúa skólans leiki grunur á að nemandi eigi við vímuefnavanda að stríða.
- nemendur skólans hafi ávallt aðgang að upplýsingum eða ráðgjöf um viðbrögð hafi þeir áhyggjur af vímuefnaneyslu sinni eða annarra.
Umhverfis- og heilsustefna
Í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti er lögð áhersla á
- að efla umhverfisvitund starfsmanna og nemenda með fræðslu og umræðum.
- að í skólanum starfi umhverfisráð skipað starfsmönnum og nemendum sem sér um að semja, innleiða og viðhalda umhverfisstefnu skólans svo að skólinn verði stöðugt fullgildur þátttakandi í grænfánaverkefni Landverndar.
- gott fæði í mötuneyti nemenda í samvinnu við rekstraraðila þess.
- að skólinn sé heilsueflandi framhaldsskóli og vinni samkvæmt markmiðum embættis landlæknis.
Félagsmála- og forvarnarfulltrúi
Hér má sjá upplýsingar um félagsmála- og forvarnarfulltrúa