Fornám fyrir skapandi greinar

(Áður ‘Nýsköpun, hönnun og listir’)

Eins árs undirbúningsnám fyrir skapandi nám á háskólastigi

Fornám fyrir skapandi greinar er eins árs nám í kvöldskóla FB. Námið er ætlað nemendum sem lokið hafa stúdentprófi eða öðru námi á 3. hæfniþrepi og stefna á nám í skapandi greinum eða störf á sviði hönnunar og lista.

Námið byggir á klassískum grunni listsköpunar þar sem áhersla er lögð á myndlist, lita- og formfræði, hugmyndavinnu, módelteikningu, textil, nýsköpun og fablab áfanga, ásamt stafrænni myndvinnslu og portfolio (ferilmappa).

Námið er byggt upp í 7 lotum, 4 á haustönn og 3 á vorönn, tveir áfangar eru kenndir í hverri lotu. Kennt er þrjá daga í viku, mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, fyrri áfanginn er kenndur frá kl. 17:20–19:20 og seinni áfanginn frá kl. 19:30–21:40.

Umsóknarfrestur er til 10. júní. Umsókn ásamt prófskírteini sendist á áfangastjóra, sao@fb.is.

Athugið: Frá og með haustönn 2024 fellur taflan hér að neðan úr gildi og eftirfarandi áfangar verða kenndir:

1. kennslutímabil: 7 áfangar – 33 einingar, 21 tímar
LJÓS2ST03, MYNL2MT05, MYNL2ÞV05, NÝSK2HH05, SJÓN1EU05, SJÓN1LS05, TEXL2SP05.

2. kennslutímabil: 5 áfangar – 30 einingar, 18 tímar
FABL2FL05, HÖNN2EN05, MYMV2ST05, MYNL3LO10, TEXL2LT05

KJARNI BRAUTAR

ÁFANGAR
NámsgreinÞrep 1Þrep 2Þrep 3
FabLabFABL2FL053HF05055
HönnunHÖNN2EN05050
Stafræn myndvinnslaMYMV2ST05050
MenntaMaskínaMEMA3MM05005
MyndlistMYNL2MT052FF032ÞV053PO030133
NýsköpunNÝSK2HH05050
TeikningSJÓN1EU051LS051000
Listir og menningLIME3ME04004
Litun og tauþrykkTEXL2LT05050
Fj. ein.65103817

VALÁFANGAR

ÁFANGAR
NámsgreinÞrep 1Þrep 2Þrep 3
HönnunarsagaHÖSA3ST05005
Valáfangi í listgreinVALÁ2AA05050
NýsköpunNÝSK3SF05005
Fj. ein.150510

Spurt og svarað

Þú sækir um með því að senda póst á sao@fb.is

Já, eingöngu í kvöldskóla.

Námið er að mestu verkefnamiðað og í símati

Kennsla hefst 19. ágúst

Hægt er að sækja um til 10. júní