logo

Mín framtíð 2025

19. mars 2025

Mín framtíð og Íslandsmót iðn- og verkgreina

Mín framtíð 2025, Íslandsmót iðn- og verkgreina ásamt framhaldsskólakynningum, fór fram í Laugardalshöll 13.-15. mars.

FB var með glæsilegan kynningarbás í höllinni þar sem fulltrúar úr hópi starfsfólks og nemenda kynntu nám á ólíkum brautum skólans; nemendur á sjúkraliðabraut mældu blóðþrýsting og mettun hjá gestum og gangandi, nemendur á listasviði teiknuðu andlitsmyndir, snyrtifræðinemendur buðu upp á dekurstund og nemendur á náttúruvísindabraut leyfðu gestum að skoða geitungabú í smásjá svo eitthvað sé nefnt.


Nemendur frá FB kepptu í fjórum keppnisgreinum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina í liðinni viku. Tristan Þór Traustason keppti í húsasmíði og í rafvirkjun kepptu þau Karen Ósk Gísladóttir og Guðni Hlynur Granz. FB átti í fyrsta sinn í ár fulltrúa í keppni í vefþróun en lið FB skipuðu Adam Gapinski, Álfgrímur Davíð Pétursson og Halldór Hrafn Reynisson. Árangur FB-inganna var glæsilegur en lið FB lenti í 2. sæti í vefþróun, Tristan Þór lenti í 3. sæti í húsasmíði og Guðni Hlynur í 2. sæti í rafvirkjun. 12 nemendur af snyrtibraut kepptu einnig á Íslandsmótinu og urðu úrslitin svohljóðandi: Sæbjörg Jóhannesdóttir lenti í 1. sæti, Þórey Lára Halldórsdóttir í 2. sæti og Natalía Valgeirsdóttir í 3. sæti.


Allir keppendur á Íslandsmótinu stóðu sig einstaklega vel og við óskum þeim öllum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu. Aðrir nemendur á brautunum stóðu svo vaktina í kynningarbásnum okkar og svöruðu spurningum gesta um skólann og námið í FB og voru sérlega flottir fulltrúar skólans, við þökkum þeim öllum fyrir þeirra framlag! 

5. mars 2025
Sæludagar 12. og 13. mars
27. febrúar 2025
Smásögukeppni félags enskukennara 2025
Fleiri færslur
Share by: