logo

Útskrift FB í Hörpu

19. desember 2024

150 nemendur útskrifuðust frá FB

Í dag útskrifuðust 150 nemendur frá FB við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu, þar af 18 með tvö skírteini. 27 nemendur luku prófi af húsasmiðabraut, 27 af rafvirkjabraut, 24 sjúkraliðar útskrifuðust og 12 snyrtifræðingar. Nemendur sem luku stúdentsprófi voru 60.



Þær Ásgerður Ágústsdóttir og Elísabet X. Sveinbjörnsdóttir fluttu ræður útskrifaðra, Daníel George Þórarinsson og Hannes Orri Arnarson nýstúdentar léku á hljóðfæri og Lovísa Margrét formaður NFB söng við undirleik Pálma Sigurhjartarsonar en auk hans lék Elvar Bragi Kristjónsson á trompet við athöfnina.


Þeim Ágústu Unni Gunnarsdóttur fráfarandi kynningarstjóra og alþjóðafulltrúa og Elínu Þóru Rafnsdóttur var þakkað fyrir vel unnin störf en þær láta nú af störfum sökum aldurs. Fjölmargir nemendur hlutu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur, Elísabet X. Sveinbjörnsdóttir var dúx skólans með einkunnina 9,50.


Innilega til hamingju með áfangann öll sem eitt!


Fleiri myndir birtast á næstu dögum.


19. febrúar 2025
Opið fyrir innritun í dagskóla fyrir haustönn 2025
10. febrúar 2025
Menntasjóður námsmanna
Fleiri færslur
Share by: