logo

Fyrrum nemendur FB hljóta styrk

28. ágúst 2024

Fyrrum FB-ingar hljóta styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ

Tveir fyrrverandi nemendur úr FB hlutu nýverið styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Þetta eru þær Eowyn Marie Alburo Mamatias og Karina Olivia Haji Birkett. Styrkirnir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem hafa náð framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og/eða íþróttum. Eowyn stundar nám í geislafræði og Karina stundar nám í tölvunarfræði. Við óskum þeim innilega til hamingju!

19. febrúar 2025
Opið fyrir innritun í dagskóla fyrir haustönn 2025
10. febrúar 2025
Menntasjóður námsmanna
Fleiri færslur
Share by: