Opnað hefur verið fyrir innsendingar í samkeppni um gerð jólakorts meðal nemenda FB.
Jólakortið verður rafrænt.
Myndefni Mikilvægt að gera vel uppbyggða mynd sem gleður augað.
Efni og útfærsla Útfærslan getur verið af fjölbreytilegri gerð; teikning með blýanti, krít eða bleki. Málaðar myndir með vatns-, þekju-, akrýl- eða tússlitum á pappír eða þrykkimyndir. Einnig væri hægt að vinna hreyfimynd (t.d. í Photoshop) þar sem kortið verður rafrænt.
Stærð myndar Stærð myndar er aukatriði. Hægt er að smækka eða stækka myndina.
Fjöldi innsendra mynda Keppendur mega senda fleiri en eina tillögu.
Nafnleynd Nafn keppanda skal fylgja með umsókn. Ef umsókn er skilað á bókasafn skal nafn keppanda fylgja í lokuðu umslagi sem er tryggilega fest við tillögu.
Skilafrestur Frestur til að skila inn tillögum er 2. desember 2024. Hægt er að skila tillögum á bókasafn skólans eða í tölvupósti á netfangið jolakort@fb.is
Skólinn áskilur sér rétt til að nýta jólakortið sem jólakveðju skólans.
Dómnefnd skipa skólameistari og listnámskennarar skólans.