Jólakortasamkeppni 2024
21. nóvember 2024

Vinnur þú 40.000 krónur?
Opnað hefur verið fyrir innsendingar í samkeppni um gerð jólakorts meðal nemenda FB.
Jólakortið verður rafrænt.
- Myndefni
Mikilvægt að gera vel uppbyggða mynd sem gleður augað. - Efni og útfærsla
Útfærslan getur verið af fjölbreytilegri gerð; teikning með blýanti, krít eða bleki. Málaðar myndir með vatns-, þekju-, akrýl- eða tússlitum á pappír eða þrykkimyndir. Einnig væri hægt að vinna hreyfimynd (t.d. í Photoshop) þar sem kortið verður rafrænt. - Stærð myndar
Stærð myndar er aukatriði. Hægt er að smækka eða stækka myndina. - Fjöldi innsendra mynda
Keppendur mega senda fleiri en eina tillögu. - Nafnleynd
Nafn keppanda skal fylgja með umsókn. Ef umsókn er skilað á bókasafn skal nafn keppanda fylgja í lokuðu umslagi sem er tryggilega fest við tillögu. - Skilafrestur
Frestur til að skila inn tillögum er 2. desember 2024. Hægt er að skila tillögum á bókasafn skólans eða í tölvupósti á netfangið jolakort@fb.is
Skólinn áskilur sér rétt til að nýta jólakortið sem jólakveðju skólans.
Dómnefnd skipa skólameistari og listnámskennarar skólans.
Fleiri færslur