Bergmálið – undankeppni FB fyrir söngkeppni framhaldsskólanna var haldin þann 23. janúar. Það var Klara Blöndal sem bar sigur úr bítum með flutningi sínum á laginu My all en í öðru sæti var Sylvía Lind og Rán Ósk í því þriðja. Dómarar í keppninni voru Logi Pedro, Svavar Lárus og Iveta Licha. Klara verður því fulltrúi FB í söngkeppni framhaldsskólanna sem verður haldin þann 12. apríl þar sem hún mun flytja íslenska útgáfu af sigurlaginu. Innilega til hamingju!