Nemendur í hönnun, nýsköpun og frumkvöðlafræði hjá Soffíu Margréti Magnúsdóttur fengu í dag afhendan styrk úr Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Höfða. Markmið verkefnisins er að vekja ungt fólk til vitundar um textílsóun á útihátíðum og benda á hringrásarhugsun með því að sýna fram á nýsköpun úr notuðum tjöldum. Verkefnið fær einnig styrk frá Sorpu sem útvegar notuð tjöld og afrakstur þess verður til sýnis á samsýningu framhaldsskólanna í Ráðhúsinu í lok nóvember. Þau Helen Giang, Hilmir Steinn og Nehimiya veittu styrknum viðtöku fyrir hönd hópsins. Til hamingju öll!