Dómnefnd hefur lokið störfum í hinni árlegu samkeppni um gerð jólakorts fyrir FB.
Sigurvegari að þessu sinni er Jóhann Ísak Ingimundarson.
Í dómnefnd sátu Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari, Kolbrún Sigurðardóttir fagstjóri listnámsbrautar og Harpa Dögg Kjartansdóttir myndlistarkennari.
Alls bárust 28 tillögur í keppnina. Við þökkum nemendum fyrir þátttökuna. Þeir geta sótt myndir sínar á skrifstofu skólans.