logo

Nýnemar FB komnir til New York!

11. september 2024

Nýnemar FB hafa gengið til New  York!

Allir 250 nýnemar FB hafa gengið einn kílómetra á dag með umsjónarkennara sínum frá upphafi skólaársins. Nú hafa þau gengið samtals 4.778 kílómetra sem samsvarar vegalengdinni til New York í Bandaríkjunum. Til þess að fagna þessum áfanga skipulögðu umsjónarkennarar eplaleit í Elliðaárdalnum. Meðal eplanna var eitt gullepli. Sá hópur sem fann gulleplið fékk sjálft „gulleplið“ í verðlaun en New York er einmitt oft nefnd stóra eplið. Það voru umsjónarnemendur Hlífar íslenskukennara sem hrepptu hnossið. Til hamingju öll!

19. febrúar 2025
Opið fyrir innritun í dagskóla fyrir haustönn 2025
10. febrúar 2025
Menntasjóður námsmanna
Fleiri færslur
Share by: