Félag enskukennara á Íslandi (FEKÍ) stendur fyrir árlegri smásögukeppni á landsvísu. Í ár voru fjölmargir nemendur sem tóku þátt af öllu landinu og því er mjög ánægjulegt að segja frá því að Zuzanna Olszewska nemandi í FB hlaut 1. verðlaun fyrir söguna sína Town of Echos.
Verðlaunaafhending fór fram í Veröld - Húsi Vigdísar þann 17. febrúar. Á myndinni hér að ofan er Zuzanna ásamt Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi og einnig er mynd af Zuzönnu með Daða enskukennara og móður sinni Katarzyna Olszewska sem vill svo skemmtilega til að er fyrrum nemandi í FB. Við óskum henni innilega til hamingju með þennan frábæra árangur og hvetjum ykkur til að halda áfram að skrifa ykkar sögur.